Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
79
Mjög sérstakt fólk sem kemur hingað
— segir Kristján Sigfússon, tjaldstæðisvörður í Laugardalnum
EIÐFAXImT"
frá ffóröungsmótíipuw
•i fornustekktim
og Kdtdúrmelum
■> -
{
'Y *■>?* 4
' A : V ^
Eiðfaxi
NÝLEGA kom út 8. tbl. Eiðfaxa og
er blaðið aðallega helgaö fjórð-
ungsmótuniim tveimur sem fram
fóru í sumar á Fornustekkum í
Hornafirði og i Kaldármelum í
Hnappadal. M.a. er rætt við Sigurð
Haraldsson, yfirdómara í gæðinga-
keppninni á Fornustekkum, Jón
Bergsson á Ketilsstöðum og Guð-
mund Jónsson, formann Hornfirð-
ings.
Einnig er rætt við Svavar Jens-
son á Hrappsstöðum, eiganda
Dúkku og Dugs, sem stóðu efst í
B-flokki á Kaldármelum, Þorkel
Bjarnason hrossaræktarráðunaut,
Jón Guðjónsson, forman Storms á
Vestfjörðum, og Ragnar Hallsson,
bónda i Hallkelsstaðahlíð í
Hnappadal. Þá er greint frá úr-
slitum á báðum mótunum o.fl.
Ritstjóri Eiðfaxa er Hjalti Jón
Sveinsson. Ritstjórnarfulltrúi og
auglýsingastjóri er Sigurður Sig-
mundsson.
„FÓLKIÐ sem kemur hingað á
tjaldstæðin er alveg sérstakt,"
sagði Kristján Sigfússon, tjald-
stæðisvörður í Laugardalnum, er
blaðamaður Mbl. ræddi við hann
síðastliðinn föstudag, þegar allt
var á floti í Laugardalnum. í Mbl.
í gær birtust viðtöl við nokkra er-
lenda gesti tjaldstæðanna, en við-
mælandi okkar í dag er tjaldstæð-
isvöröurinn, Kristján Sigfússon.
Hann og Árni Pétursson hafa báð-
ir starfað í Laugardalnum undan-
farin 10 sumur og er þetta 11.
sumarið sem þeir starfa þar.
— Hefurðu orðið var við miklar
breytingar frá því þú hófst störf
hér, Kristján?
„Tjöldum hér hefur fjölgað.
Ætli aukningin hafi ekki verið
um 5—10 % á hverju sumri öll
þessi ár. Verðið hér er svipað og
á sambærilegum stöðum á hin-
um Norðurlöndunum og aðstað-
an áþekk og það sem þekkist á
öðrum tjaldstæðum hér á landi.
Aðstaðan hefur í sjálfu sér ekk-
ert batnað, að vísu hefur salern-
um verið fjölgað, en ég vona að
þegar fram líða stundir verði
hægt að koma hér upp þvottavél
og þurrkara, og einnig einhvers
konar afdrepi fyrir fólkið. Ann-
ars er verið að byggja farfugla-
heimili hér við hliðina á okkur,
þannig að kannski geta tjald-
stæðisgestir fengið að nota ein-
hverja þjónustu sem þar verður
boðið upp á.“
— Hvernig kanntu við starf-
ið?
„Mjög vel. Fólkið sem kemur
hingað er mjög sérstakt. Þetta
er duglegt fólk og sjálfsbjarg-
arviðleitnin hjá því er mikil. Ég
get nefnt sem dæmi um það, að
fólk í nágrenninu kom til mín í
morgun og sagði mér að nokkrir
útlendingar hefðu sofið undir
skýlinu hjá Laugardalslauginni í
rigningunni í nótt. Þetta var fólk
sem er með tjöld hér, en enginn
þeirra hefur kvartað við mig.
Fólkið bjargar sér sjálft og vill
hafa það þannig. Þeir sem kjósa
þennan ferðamáta eru fyrst og
fremst komnir til landsins til að
njóta náttúrunnar og skoða
landið."
— Koma oft upp vandræði
hér, til dæmis vegna áfengis-
neyslu?
„Ekki lengur. Fyrstu árin kom
það stundum fyrir, en þeir sem
gerðust sekir um slíkt voru um-
svifalaust látnir fara. Það er
leiðinlegt að þurfa að segja það,
en í öllum þeim tilvikum sem
menn hafa verið reknir í burtu,
hefur verið um íslendinga að
ræða. Við höfum aldrei lent í
svona vandræðum með útlend-
inga. En sem betur fer eru vand-
ræði vegna ölvunar svo að segja
óþekkt fyrirbæri núna.“
— Koma margir íslendingar
hingað?
„Nei, íslendingar áttu hér 185
gistinætur í júlí, en í þeim mán-
uði voru alls 6.000 gistinætur
hér. Þjóðverjar eru hér í meiri-
hiuta og voru í júlí með um 1.800
gistinætur, en næstir á eftir
komu Frakkar með um 1.100
gistinætur. Nú eru hér um 90
tjöld, en í síðasta mánuði voru
hér á milli 100 og 200 tjöld á
hverri nóttu. Það er mismunandi
hversu lengi fólkið dvelur hér, en
algengast er að menn séu hér
tvær nætur.“
— Nú er þetta sumarstarf,
hvað gerirðu á veturna?
„Ég er kennari í Hlíðaskóla og
vinn hér á sumrin til að Iifa vet-
urinn af,“ sagði Kristján Sigfús-
son að endingu.
Morgunbladid/Júlíus.
Kristján Sigfússon við tjaldstæðin í Laugardal. Þetta er 11. sumarið sem hann starfar sem tjaldstæðisvörður
þarna og kann mjög vel við starfíð.