Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 27

Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 83 Aðalfundur Prestafélags íslands Mánudaginn 25. iúní var aðal- fundur Prestafélags íslands haldinn í Hallgrímskirkju í Reykjavík og hófst fundurinn kl. 13.30. Formaður félagsins, sr. Guðmundur Þorsteins- son, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna og þá sérstaklega biskup fslands, herra Pétur Sigur- gcirsson, er einnig sat fundinn. Eftir að sr. Karl Sigurbjörnsson hafði leitt fundarmenn í bæn var gengið til fundarstarfa og var sr. Þorbergur Kristjánsson skipaður fundarstjóri. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar. Hann bauð nýj- an vfeslubiskup í Skálholtsstifti, sr. Olaf Skúlason dómprófast, velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fráfarandi vígslubisk- upi, sr. Sigurði Pálssyni, störf hans öll fyrir prestafélagið, kirkju og kristni. Þá minntist hann Lút- ersársins 1983 og yfirstandandi Biblíuárs í tilefni 400 ára afmælis Guðbrandsbiblíu. Ennfremur gat hann þess, að á þessu ári kæmi út 50. árgangur kirkjuritsins, er Prestafélag íslands hefur gefið út frá upphafi og lét þess getið, að siðla á þessu ári kæmi út vandað afmælisrit í tilefni þessara tíma- móta. í máli formanns kom fram, að um síðustu áramót lét dr. Gunnar Kristjánsson af ritstjóra- störfum við ritið, en við tók Hall- dór Reynisson guðfræðingur og forsetaritari. Þá gerði formaður félagsins kjaramálin sérstaklega að umtalsefni, ræddi um kjara- samningana frá síðastliðnum vetri, gat um nýjar reglur, er tekið höfðu gildi um greiðslu embætt- iskostnaðar, er ætlað væri að koma í veg fyrir að prestar bæru sjálfir kostnað af rekstri embætta sinna. Þá minntist hann á nýjar reglur um námsmat — og náms- leyfi presta, er staðfestar hafa verið, ræddi um samskipti presta- félagsins við prestafélögin á Norð- urlöndum auk margra annarra at- riða, er fram komu í máli hans. Því næst gerði gjaldkeri félags- ins, sr. Karl Sigurbjörnsson, grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir. Þá voru fluttar skýrslur starfs- nefnda. Sr. Þórir Stephensen rakti störf námsmats- og námsleyfanefndar, sr. Þorvaldur Karl Helgason flutti skýrslu kjaranefndar og sr. Þór- hallur Höskuldsson gerði grein fyrir störfum starfskjaranefndar og útskýrði hinar nýju reglur um greiðslu embættiskostnaðar. Að loknum skýrslum stjórnar og starfsnefnda urðu miklar um- ræður um þær og tóku margir til máls. Kom fram í máli manna, að nauðsyn væri á að efla eftir föng- um kjör félagsmanna, sem víða væru hin erfiðustu. Þá flutti Halldór Reynisson cand. theol. ritstjóri Kirkjuritsins skýrslu ritnefndar og mælti fyrir mismunandi tillögum um framtíð- arstefnu í útgáfumálum ritsins og frú Þórhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri ritsins, fylgdi Leiðrétting í FRÉTT á bls. 18 í Morgunblað- inu í gær, þar sem rætt er um þing norrænna stærðfræðinga, sem haldið er hér á landi dagana _ 13.—17. ágúst, misritaðist nafn erlenda fyrirlesarans, Svend Bundgaards. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Námskeið í hugleiðslu NÁMSKEIÐ I hugleiðslu hefst annað kvöld, mánudagskvöld, að Frakkastíg 12A á vegum Ananda Marga. I fréttatilkynningu frá Ananda Marga segir að sérþjálf- aður hugleiðslukennari, Didi Sus- ama Acarya, sjái um námskeiðið og það hefjist kl. 20.30. reikningum þess úr hlaði og voru þeir síðan samþykktir. Urðu miklar umræður um Kirkjuritið og voru menn þeirrar skoðunar, að prestafélagið héldi áfram útgáfu ritsins, en teknar yrðu upp viðræður við útgáfuna Skálholt um að hún sæi um rekst- ur ritsins í umboði prestafélags- ins. Úr stjórn félagsins gengu nú sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Þor- bergur Kristjánsson, er lokið höfðu kjörtíma sínum skv. félags- lögum. Voru þeim þökkuð mikil og góð störf i þágu fálagsins. Stjórn Prestafélags íslands skipa nú eftirtaldir menn: Sr. Guðmundur Þorsteinsson, Reykja- vík, formaður, sr. Þórhallur Hösk- uldsson, Akureyri, varaformaður, sr. Geir Waage, Reykholti, ritari, sr. Sigurður Sigurðsson, Selfossi, gjaldkeri, sr. Valgeir Ástráðsson, Reykjavík, meðstjórnandi. Aðalfundinn sátu 65 félagsmenn víðs vegar af landinu. (Frétiatilkynning.) Píanó — Flyglar Steinway & Sons Grotrian — Steinweg Ibach Pálmar ísólfsson & Pálsson. Pósthólf 136, Reykjavík, símar 30392,15601, 20357. vaxtakjor Með titvísun til tilkynningar Seðlabanka íslands um vexti og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár o fl. dags. 2 ágúst 1984, hefur Iðnaðarbankinn ákveðið vexti og verðbótabátt af inn- og útlánum. Vextir alls eru samansettir af grunnvöxtum, sem eru mismunandi eftir inn- og útlánsformum og verðbótaþætti, sem er í öllum tilvikum 12,0% p.a. Vextirnir eru breytilegir samkvæmt ákvörðun bankaráðs Iðnaðarbanka íslands hf. Frá og meö 13. ágúst verða vaxtakjör okkar meö eftirfarandi hætti: Vextirp.a Nýjirvextir Dæmium fyrir p a frá árs- brevtingu 13 ág '84 ávöxtun 1. Sparisjóösbækur' .............. 2 Sparisj reikn. með 3ja mán. uppsögn2 3. Sparisj reikn. með 6 mán. uppsögn2 4. SPARISJ REIKN MEÐ 6 MÁN UPPSOCN 0C 1.5% BÖNUS3: m n Verðtr reikn með 3ja mán uppsögn Verðtr reikn með 6 mán uppsögn Verðtr reikn með 6 mán uppsögn og 1,5%bónus32 ..................... lB-reikningar4 ...... .............. 17 Innlendir gjaldeyrisreikningar a) i dollurum ..................... b) í sterlingspundum c) i v - þýskum mörkum d) i dönskum krónum ........... ÁVlSANA- 0C HLAUPAREIKNINGAR8 . . . Sérstakar verðbætur af verðtr reikn5 15,0% 17,0% 19,0% 20,5% 00,0% 2,5% 4,0% 19,0% 26,0% 1. FORVEXTIR VlXLA .......... 2 Yfirdráttarlán á hlaupareikn6 3 Afurðalán, endurseljanleg’ . 4. NÝ SKULDABRÉF9 ........... 5 Eldri skuldabréf1 6 Ný verðtn/ggð lán allt að 21/2 ár 7. Eldri verðtrvggð lán allt ár’ 8. Ný verðtryggð lán lengri en 21/2 ár . 9. Eldri verðtryggð lán lengri en 21/2 ár’ 10 Vanskilavextir17 18,5% 18.0% 18,0% 21,0% 4,0% 5,0% 2,5% 22,5% 22,0% 18,0% 25,0% 21,0% 9,0% 4,0% 10,0% 5,0% 2,75% 29,1% 1) Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka islands 2) Vextirreiknasttvisvaráári 3) Bónus greiðist til viðbótar vöxtum á alla 6 mán reikninga sem ekki er tekið út af þegar innistæða er laus og reiknast bónusinn tvisvar á ári, i júli og janúar 4) Vextir verða 20% p a á IB-reikningum við 3ja-5 mánaða spamað, en 23,0% p a ef um lengri sparnað er að ræða 5) Sérstakar verðbætureru 1% á mánuði 6) Crunnvextir eru 10% p.a og reiknast af heimild mánaðarlega fvrirfram en verðbótaþáttur er 12,0% p.a., reiknast af skuld mánaðarlega eftir á. 7) Gildirfrá 1. september 1984 8) Vextir reiknast af lægstu stöðu á hverjum 10 dögum 9) Ávöxtun 6 mánaða skuldabréfs með tveimur gneiðslum á 3ja mánaða fresti. Lántökugjald 0,8%. Mnaðaitankjnn Fereigin leiöir -fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.