Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 28
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
-
Einn daginn fór allur hópurinn í bæ-
inn, þar sem meðal annars var
verslað og að verslunarleiðangrin-
um loknum var fjöldasöngur á
Lækjartorgi. Þar tók Júlíus Ijós-
myndari Mbl. þessa mynd
Litið inn á
„opinn dag“
í sumarbúðunum
Alþjóðlegar sumarbúðir barna
voru starfræktar í Hlíðardalsskóla í
Ölfusi frá 11. júlí til 5. ágúst sl. Fé-
lagsskapurinn sem stendur að
sumarbúðunum tók skólann á leigu
fyrir starfsemina og alls dvöldust
þar 44 börn frá 11 þjóðlöndum. Öll
eru börnin 11 ára gömul og komu til
búðanna í fylgd með fararstjórum
sínum þann 11. júlí síðastliðinn.
Búðastjóri var Gunnar Kr. Sigur-
jónsson en ásamt honum störfuðu 1
búðunum þau Ann Castro, Guð-
mundur Norðdahl, Lára Jóhanns-
dóttir, fararstjórarnir 11 sem komu
með börnunum og þrír unglingar frá
jafnmörgum löndum. Þar að auki
var starfandi matráðskona á staðn-
um.
Sunnudaginn 29. júlí sl. var
svonefndur „opinn dagur" í sum-
arbúðunum. Þá sýndu börnin með-
al annars þjóðdansa frá löndum
sínum, sungu og héldu „mini-
tívolí". Á „opna daginn" komu
margir gestir í búðirnar og er
blaðamaður Mbl. leit þar við, voru
á annað hundrað manns saman-
komnir til að fylgjast með dag-
skránni sem börnin höfðu sett
saman. Áhorfendur virtust
skemmta sér konunglega og tóku
þátt í fjöldasöng með tilheyrandi
látbragði. Á eftir tóku flestir
krakkarnir þátt í „mini-tívolíinu“
en hinir fullorðnu fengu sér kaffi-
sopa og meðlæti í mötuneytinu.
Gunnar Kr. Sigurjónsson sagði í
Alþjóðlegar sumarbúðir bama í fyrsta sinn á Islandi:
44 börn frá 11 lönd
um í sátt
samtali við blm. að allir umsjón-
armenn barnanna ynnu þarna !
Tjáum okkur
með látbragði
Rætt við Óla Grétar og Hebu frá Egilsstöðum
Heba Hauksdóttir og Óli Grétar
Blöndal Sveinsson eru bæði frá
Egilsstöðum. Blaðamaður hitti þau
að máli „Opna daginn“ í alþjóð-
legu sumarbúðunum og ræddi við
þau um dvölina þar.
Bæði sögðu þau að það væri
„æðislega gaman“ og óla fannst
skemmtilegast í „kossaleikjun-
um“, sem blm. veit ekki ná-
kvæmlega hvað felst í, en skilst
þó að eitthvert „kossastúss" sé
innifalið í leikreglunum.
Óli Grétar og Heba frá Egilsstöðum.
Þau voru sammála um að þau hefðu
gott af dvölinni í sumarbúðunum.
Aðspurðir um tungumálaerf-
iðleika sögðust krakkarnir fyrst
og fremst tjá sig með látbragði í
samskiptum við börnin frá hin-
um löndunum. Heba sagðist ekki
hafa kunnað eitt einasta orð í
öðru máli en íslensku þegar hún
kom í búðirnar, en Óli kvaðst
hafa verið í Danmörku fyrr 1
sumar, þar sem hann lærði
nokkur orð í dönsku.
Bæði voru þau Heba og óli
sammála um að þau hefðu gott
af verunni í sumarbúðunum og
af því að kynnast
börnum frá öðrum
löndum. Þau ættu
þess kost að læra
svolítið í erlendum
tungumálum og fá
innsýn í menningu
annarra þjóða.
Sögðust þau vakna
klukkan 8 á hverjum
morgni, nema þá
daga sem þau væru í
„eldhúshóp", þá
vöknuðu þau kl. 7.30,
en börnunum er
skipt niður í vinnu-
hópa, sem inna af
hendi ýmis verk í
búðunum sem til
falla hverju sinni.
Heba vinnur við
blaðaútburð á Eg-
ilsstöðum, en hún ber
út Morgunblaðið, NT,
og Þjóðviljann. Um
sumarvinnu sína
hafði óli þetta að
segja: „Ég verð að vinna hjá hon
um Ingimar í sumar og ætla
meðal annars að hjálpa honum
að bera ölkassa."
sjálfboðavinnu og notuðu sumar-
leyfi sín í starfið. Sagði hann
mörg fyrirtæki óg ýmsa aðila hafa
stutt búðirnar með góðum gjöfum
og auk þess hefði skólastjóri Hlíð-
ardalsskóla og kona hans reynst
ákaflega hjálpleg á allan hátt.
Leggja grundvöllinn aö
alþjóðlegum skilningi
Aðspurður um markmið félags-
og samlyndi
skaparins og sumarbúðanna sagði
Gunnar að helsta markmiðið væri
að fá börn frá öllum löndum til að
koma saman, fræða hvert annað
um þjóðlönd sín og leggja grund-
völl að umburðarlyndi og skilningi
á ólíkum kynþáttum, siðvenjum og
trúarbrögðum.
— Upphafið og hugmyndin að
þessu starfi?
„Bandaríski barnasálfræðingur-
inn Dr. Doris Twitchell Allen kom
fyrstu alþjóðasumarbúðunum á
fót í Ohio árið 1951,“ segir Gunn-
ar. „Venjulega eru það kennarar
eða starfandi æskulýðsfélög í við-
komandi löndum sem taka hug-
myndina upp á sína arma og
stofna samtök alþjóðlegra sumar-
búða barna eða samsvarandi
deild.“
— Hvernig er starfsemin fjár-
mögnuð?
„Með beinni peningasöfnun,
Mexíkanski hópurinn ásamt Alan frá Costa Rica. Á myndinni eru talið frá vinstri: Olga, Regina fararstjóri, Veronica,
Alan, Santiago og Eduardo.
Hér fara allir úr skónum
— segja þau Veronica og Eduardo frá Mexíkó
„Við kynntumst fyrst í apríl, en þá hittust allir mexík-
önsku krakkarnir, sem áttu að fara í sumarbúðir til
annarra landa. Við vorum kynnt hvert fyrir öðru og
okkur sagt svolítið um landið sem við áttum að fara til,“
sögðu þau Veronica og Eduardo frá Mcxíkó, er blaða-
maður Mbl. hitti þau að máli.
Bæði sögðu þau að þeim líkaði mjög vel í búðun-
um, en það væri svolítið kalt á Islandi, „samt ekki
eins kalt og ég átti von á,“ segir Eduardo. „Okkur
semur vel við alla hérna og það eru engin vandamál
af neinu tagi. f hverju herbergi hér eru tveir þátt-
takendur hvor frá sínu landi, en það fyrirkomulag er
mjög gott, því það auðveldar okkur að ná sambandi
við krakka frá öðrum löndum."
Hvað finnst ykkur skemmtilegast við búðirnar?
„Hvað maður eignast marga góða og skemmtilega
vini,“ segir Veronica. Eduardo tekur undir þau orð
og heldur áfram: „Við förum til dæmis í leiki hér,
syngjum og stundum íþróttir, en svo vorum við líka
hjá íslenskum fjölskyldum. Það var sko gaman! Mér
sýnist íslensk heimili vera mjög ólík mexíkönskum
heimilum. Hér fara til dæmis allir úr skónum áður
en þeir fara inn. Það er aldrei gert heima hjá mér í
Mexíkó. Maturinn er líka allt öðruvísi, en mér finnst
íslenski maturinn bara ekkert síðri en sá mexík-
anski. Og svo er nú eitt,“ segir Veronica og virðist
spennt í upptalningunni á ólíkum lifnaðarháttum
fslendinga og Mexíkana. „Hér eru ofnar út um allt f
húsunum, til að hita þau upp, en í Mexíkó myndum
við bara bráðna ef við hituðum húsin upp.“
Haldið þið að krakkar hafi gott af því að dveljast
í sumarbúðum?
„Já, það er alveg öruggt. Bæði kynnist maður svo
mörgum krökkum og þar sem þeir eru allir frá mis-
munandi löndum, kynnist maður um leið mismun-
andi lifnaðarháttum og venjum. Þar að auki höfum
við lært pínulítið í heilmörgum tungumálum, en það
sem skiptir mestu máli er að hér höfum við fengið
tækifæri til að eignast marga góða vini,“ sögðu þau
Eduardo og Veronica að endingu.