Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
85
skemmtunum og ýmsum öðrum
hætti. Þá veitir hið opinbera í
sumum löndum fjármagn til
starfseminnar. Dvölin í búðunum
er kostuð af landi gestgjafa, en
ferðakostnaður og annað þess
háttar er greitt af gestunum sjálf-
um.“
11 ára besti aldurinn
— Hvers vegna verða börnin að
vera 11 ára er þau dveljast í búð-
unum?
„Þessi spurning heyrist mjög oft
og því er eðlilegt að þú spyrjir.
Ólíkir aldurshópar hafa verið
reyndir í alþjóðlegu sumarbúðun-
um og niðurstaðan er sú að 11 ára
er besti aldurinn fyrir þessa sér-
stöku starfsemi. 11 ára gömul
börn eru nægilega gömul til að
dveljast að heiman og til að skilja
tilgang samverunnar, en einnig
nægilega ung til að taka hvert
öðru án fordóma. Þau eru einnig
yfirleitt í góðu líkamlegu jafn-
vægi, sem hjálpar þeim að aðlaga
sig fljótt og vel að breyttum að-
stæðum. Það hefur komið í ljós að
11 ára börn eru i betra andlegu
jafnvægi en unglingar og eru
jákvæðari og viljugri til samneyt-
is. Auk þessa eru þau nægilega
ólik til að setja á búðirnar raun-
verulegan alþjóðlegan svip.“
— Eru alþjóðlegar sumarbúðir
barna tengdar ákveðnum trúar-
söfnuðum eða stjórnmálastefn-
um?
„Nei. Sumarbúðirnar eru algjör-
lega utan við stjórnmálaskoðanir,
annað væri óheiðarlegt gagnvart
þeim foreldrum og löndum sem
treysta okkur fyrir bðrnum sín-
um.“
— Hvað hafast börnin að í búð-
unum?
„Þau fara í ýmiskonar leiki,
stunda íþróttir, föndra, syngja,
fara i náttúruskoðunarferðir og
margt fleira. Ennfremur hafa þau
dvalist á islenskum heimilum. {
stuttu máli felst starfsemin hér í
störfum þar sem börnin ná saman
i vináttu og glaðværð án þess að
þurfa sameiginlegt tungumál til
að tjá sig.“
Myndir og texti:
BRYNJA TOMER
Erika, Alan, Miloika og Mauricio frá Costa Rica. Heima hjá sér fá þau aldrei
að fara út að leika sér eftir kvöldmat og því fannst þeim það „alveg frábært"
að fá að vera úti hér langt fram eftir kvöldi.
Fjögur börn komu alla leið frá
Costa Rica í sumarbúðirnar í Hlíð-
ardalsskóla. Þau heita Miloika, Al-
an, Erika og Mauricio, en fararstjór-
inn þeirra heitir Ronald. Hann
sagði, er blaðamaður ræddi við
hann, að hann hefði sjálfur farið í
alþjóðlegar sumarbúðir barna, er
hann var 11 ára. Hann hefði heillast
af starfseminni og verið meira og
minna viðloðandi hana síðan.
Allir krakkarnir eru frá San
José, höfuðborg Costa Rica, og
sögðu þeir að ísland hefði komið
þeim mikið á óvart. Miloika hafði
búist við því að snjór hyldi allt
landið, Alan átti von á miklu
meiri kulda, Mauricio hafði ein-
hvers staðar heyrt að á íslandi
væru engin fjöll og Erika átti ekki
von á því að ísland væri svo
tæknivætt þjóðfélag sem raun bar
vitni.
Varðandi íslenskan mat, sögðu
þau að hann væri mjög ólíkur
þeim sem þau ættu að venjast, en
mjög góður. Þau voru sammála
um að í fyrstu hefði verið erfitt að
sofna á kvöldin, því kvöldin og
næturnar væru svo bjartar hér á
íslandi. „Við erum vön því að um
kvöldmatarleytið sé orðið dimmt
og í Costa Rica fáum við aldrei að
fara út að leika okkur eftir kvöld-
mat. Hér fáum við hins vegar að
vera úti langt fram eftir kvöldi og
það er alveg frábært!"
Öll sögðust þau ætla að hafa
samband við vini sína, sem þau
hefðu eignast í búðunum, og sögð-
ust vonast til að geta heimsótt
sem flesta þeirra þegar fram liðu
stundir.
Hluti þátttakenda í alþjóð-
legu sumarbúðunum. Alls
dvöldust þar 44 börn frá 11
börnum.
Börnin sýndu dansa frá
löndum sínum á opna deg-
inum. Hér sjást tvö sýnis-
horn af danssýningunni.
Börnin á dansmyndunura
eru frá Kanada og Frakk-
landi.
„Kossaleikirnir skemmtilegastir“
— segja Ben og Rachel frá Bandaríkjunum
Þau Rachel og Ben voru meðal
bandarísku þátttakendanna í sumar-
búðunum í Hlíðardalsskóla. Þau
þekktust aðeins áður en þau komu
til ísiands, því bróðir Ben og systir
Rachel voru saman í alþjóðlegum
sumarbúöum í Noregi fyrir tveimur
árum og hafa haldið sambandi hvort
við annað eftir dvölina þar.
Hvernig kunnið þið við ykkur
hérna?
„Mjög vel,“ segja þau bæði. „Það
er virkilega gaman hérna, en það
eina sem er leiðinlegt er veðrið hér
sem er ekki nógu gott. Við erum
bæði frá Detroit og fórum þaðan í
sólskini og góðu veðri. Annars
skiptir veðrið engu meginmáli,
það er svo gaman hérna,“ segir
Ben og brosir hálfafsakandi.
Hvað er skemmtilegast hérna?
„Kossaleikirnir," segir Rachel
og skellir uppúr. „Mér finnst líka
skemmtilegast í kossaleikjunum,"
segir Ben. „Maður fær nefnilega
að kyssa svo ofsalega margar
stelpur!”
Hvernig gengur ykkur að ná
sambandi við hina krakkana?
„Bara vel. Sumir tala svolitla
ensku, en við hina tölum við bara
fingramál, eða táknmál sem við
búum sjálf til."
Saknið þið fjölskyldna ykkar í
Bandaríkjunum?
„Nehei! Auðvitað hlökkum við
til að hitta þær aftur, en við sökn-
um þeirra ekkert. Það er alltaf svo
mikið um að vera alltaf, að maður
hefur engan tíma til að hugsa um
það hvort maður saknar ein-
hverra. Við höfum félagsskap af
svo mörgu góðu fólki hérna, farar-
stjórunum og öllum krökkunum.
Það hafa örugglega allir krakk-
ar gott af því að fara í svona
sumarbúðir, maður lærir svo
margt og kynnist svo mörgum að
það er alveg ótrúlegt. Við erum
búin að eignast marga vini hérna
og ætlum að skrifast á við þá eftir
að við komum heim. Kannski
heimsækjum við þá líka. Kannski
eigum við eftir að fara til allra
þessara landa einhvern tíma
seinna og heimsækja vinina sem
við eignuðumst hér á íslandi þeg-
ar við vorum 11 ára. Það er skrít-
ið... “ sagði Rachel að lokum og
lét hugann reika um ókomna tíð
— þegar hún yrði ekki lengur 11
ára og þátttakandi í sumarbúðun-
um norður á íslandi.
Rachel og Ben frá Bandaríkjunum. „Við erum búin að eignast marga vini
hérna og ætlum að skrifast á við þá eftir að við komum heim.“
Mjög erfitt að sofna á
björtum sumarnóttum
Spjallað við Alan, Eriku, Mauricio og
Miloiku frá Costa Rica
Gammar
í hæstu
hæðum
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Gammar
Gammar
Geimsteinn
Samlíkingar kunna að vera ~
hvimleiðar. Stundum eru þær
nauðsynlegar, stundum líka
hreint óþarfar. í þessu tilviki
verður ekki hjá samlíkingu kom-
ist. Hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr á Gömmunum
eftir að verða stillt upp við hlið
Mezzoforte á vogarskálunum.
Báðar leika þessa sveitir nefni-
lega bræðing (fusion á ensku)
þótt ólíkur sé hann. Sjálfur ætla
ég að stilla þessum flokkum upp
hlið við hlið og kveða upp eigin
úrskurð: Tónlist Mezzoforte
kann að vera fágaðri og „þétt- „
ari“, en lífið og ferskleikinn hjá
Gömmunum er svo miklu meiri.
Sama gildir um beitingu hljóð-
færanna. í mínum eyrum hafa
Gammarnir vinninginn átakalít-
ið.
Fyrirfram hafði ég talið víst *
(svona getur maður nú verið for-
dómafullur) að Steingrímur óli
Sigurðarson, trommari, og Þórir
Baldursson, hljómborðsleikari,
reyndust veikustu hlekkirnir í
Gömmunum. Þetta var ástæðu-
laus ótti, í Gömmunum er nefni-
lega enginn veikur hlekkur. Ekki
svo að skilja, ég vissi vel hvað j
Þórir getur en átti einhvern veg-
inn ekki von á því að hann færi £
jafn létt með að spila þetta og »
raun ber vitni. Þórir virðist á
heimavelli í allri tónlist.
Hina þrjá þekkti ég betur og
vissi upp á hár hvað þeir geta,
eða svo hélt ég. Þeir koma manni
sífellt á óvart þessir sveinar og
það er erfitt að hafa taumhald á '
lýsingarorðaflaumnum þegar
jafn færir menn eiga í hlut.
Björn Thoroddsen er i mínum
eyrum einhver mesti tónlistar-
maður þessarar þjóðar. Gítar-
leikur hans unaðslegur. Sama
má segja um bassaleik Skúla
Sverrissonar (með öllu óskyldur
undirrituðum haldi menn að
fjölskyldupólitík ráði ferðinni í
gagnrýninni) og blástur Stefáns
Stefánssonar. Leikni Skúla á
slaggígjuna ferstrengdu er með
ólíkindum. Blástur Stefáns er
svo tær og þrunginn innlifun að
engum getur dulist að þar fer
toppmaður. Stundum þó kannski
full „skólaður".
Vel má vera að þessi umfjöll-
un sé orðin fimmfalt hástemmd-
ari en upphaflega var stefnt að.
Það gerir bara ekkert til sona
endrum og sinnum. Gammarnir
eiga skilið allt þetta lof og miklu
meira og ég vona að platan fái
þá athygli, sem hún á svo sann-
arlega skitið.
Lögin á þessari plötu Gamm-
anna eru átta talsins. Björn á
þrjú, Stefán þrjú og Þórir tvö.
Þau eru nokkuð svipuð að styrk-
leika, en mest hafði ég gaman af
Fuglum, Bláu skóflunni og
Óðnum, þar sem rokkið ólgar
undir niðri á köflum. Sóló Björns
í því lagi er hreint magnað.
A
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!