Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGCST 1984
87
ÁFÖRNUM
VEGI
Skemmtileg og
óvenjuleg tilviljun
„Tyrkja-Gudda“
fyrir Vestmannaeyjabæ
Ragnhildur Stefánsdóttir
myndlistakona vinnur um þess-
ar mundir að útiverki af Guð-
ríði Símonardóttur eða svokall-
aðri „Tyrkja Guddu", fyrir
Vestmannaeyjabæ. Vífilfell hf.
hefur veitt Ragnhildi aðstöðu
til að vinna að verkinu og fékk
ljósmyndari að koma og mynda
Ragnhildi að störfum nú fyrir
helgina. Ragnhildur hélt eins
og margir vita sína fyrstu
einkasýningu að Kjarvalsstöð-
um í apríl sl., en hún hefur tek-
ið þátt í samsýningum áður.
Þegar Tyrkja Guddu lýkur
stefnir Ragnhildur að því að
fara í frekara nám til Banda-
ríkjanna.
Ragnhildur Stefánsdóttir hélt sína fyrstu einkasýningu að Kjarvalsstöð-
um í apríl sl.
... .v/"' v'
*..*
Morpunbladið/Bjarni
Ragnhildur að vinna að Tyrkja-Guddu.
Daniel West Við Daniels og West Donna West við Donnu og West
götu. götu.
Samuel West við Samuel og West götu.
Fyrir skömmu var fjölskylda nokkur úr Seljahverfínu á ferðinni
í Kaliforníu þar sem hún varð fyrir einkennilegri tilvíljun.
Fjölskyldufaðirinn, Dennis West, er amrískur og því er ættar-
nafnið West. Hinir meðlimir fjölskyldunnar eru Marta, móðirin,
og Samuel 10 ára, Donna 8 ára og Daníel 7 ára. Þegar fjölskyld-
an einn daginn var úti að aka tóku þau eftir því að aðalgatan sem
þau óku eftir hét West. Ekki nóg með það heldur voru þrjár
götur í röð sem skáru West og voru það göturnar Samuel, Donna
og Daniel, þ.e. nöfn barnanna þriggja. Skemmtileg og óvenjuleg
tilviljun svo ekki sé meira sagt. Annars látum við bara myndirn-
ar tala. Fjölskyldan mun dvelja í Ventura rétt fyrir norðan Los
Angeles í vetur en snúa heim í Seljahverfíð með vorinu.
grg
Við setninguna í forsetaembættið voru að vonum margir viðstaddir til að óska forseta vorum, Vigdísi Finnboga-
dóttur, til hamingju. Að sjálfsögðu var dóttir forsetans, Ástríður, viðstödd og var þessi skemmtilega mynd tekin
af þeim mæðgum að lokinni athöfn.