Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 36
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
ást er ...
... aöfá koss aftan á háls-
inn.
TM Rea U.S Pat Ott -all rights reserved
®19ft4 Los Angeles Tímes Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
„GBSTOR. KVDLPSIN5..,, MOKKUf?.
5EM EKKI pARFAÐ KYNMA . "
Getum vart hreykt okkur af frelsi
JVJ á ísafirði skrifar:
Kæri Velvakandi!
Eftirfarandi bréf, sem birtist í
ensku blaði, þykir mér verðskulda
að koma fyrir sjónir íslenzkra les-
enda. Ég þýði það óbreytt að öðru
leyti en því, að hér eru settar tölur
um fósturdráp á íslandi í stað
brezkra talna (tvær milljónir fóst-
urdrápa 1967-1983). - JVJ.
Saklaus börn hafa alltaf orðið
að þjást fyrir sakir pólitískrar
hentisemi. Þið minnist Heródesar,
sem óttaðist að missa völd sín,
þegar vitringarnir sögðu honum
frá stjörnunni, sem þeir höfðu séð
og vísaði þeim veginn til nýfædds
konungs.
Þessi ótti Heródesar við ung-
barnið kom honum til að úthella
blóði allra drengja upp að tveggja
ára aldri í Betlehem og nágrenni.
Kirkjan minnist þessara „heil-
ögu sakleysingja" á sérstakan
hátt, því að þeir standa Kristi svo
nærri sem hinir fyrstu píslarvott-
ar. (Messudagur þeirra, sem hald-
inn hefur verið hátiðlegur síðan í
fornkirkjunni, er 28. desember. í
grísku kirkjunni er messan kennd
við „hin 14.000 heilögu börn“. —
Aths. þýð.) En kirkjan þarf einnig
að minnast þess, að um 4700 börn
hafa verið drepin hér á landi með
„lögum um fóstureyðingar" síðan
vorið 1975.
Ennþá misnotum við aðra í
þágu pólitiskrar hentisemi, og
ennþá drepum við sakir ótta. Þjóð-
félag, sem telur sér vera ógnað af
ófæddu barni, getur naumast
hreykt sér af því frelsi, sem það er
sagt meta svo mikils, né heldur af
þeim mannréttindum, sem það
þykist berjast fyrir.
Hvenær ætlum við, eins og
María móðir Jesú, að segja Já“
við kærleika guðs og því lifi, sem
hann gefur?
Hvenær ætlum við að geta lifað
í samræmi við það, að við vorum
sköpuð sem ímynd hans og til lík-
ingar við hann — og að gera okkur
grein fyrir því, að einnig barninu i
móðurkviði var gefin sú óafmáan-
lega virðing?
(Stephen Callus)
Svart/hvítar myndir í sjónvarpi rifja upp minningar frá gömlu góðu
dögunum.
Minnir á gömlu
góöu dagana
Kolfinna Þórisdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Yfir mörgu geta menn kvart-
að hér í dálkum Veivakanda og á
margt vafalaust fullkomlega
rétt á sér. Eitt hefur þó óneitan-
lega vakið furðu mína og það er
að fólk skuli vera að kvarta und-
an því að sífellt sé verið að sýna
svart/hvítar myndir í sjón-
varpinu og lætur það jafnvel að
því liggja, að það sé okkur ekki
samboðið, þar sem við borgum
afnotagjöld fyrir litsjónvarp!
Mikill má nú vera nirfilshátt-
urinn í mönnum að una því ekki
að vid og við séu sýndar
svart/hvítar myndir í sjónvarpi.
Að mínu mati rifjar það upp
minningar frá gömlu, góðu dög-
unum að horfa á myndir í
svart/hvítu og þó að þær séu
endursýndar og fimmtíu ára
gamlar!
Mætti ég frekar biðja um
þannig myndir en þvæluþáttinn
eftir þýska gullkálfinn Rainer
Werner Fassbinder eða sænsku
myndirnar sem keyptr vorú í
hundraða tali og ganga aðeins út
á eymd, volæði og barnsnauðir."
Hvaða Jónsbók?
A.G. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
„Við þekkjum öll Jónsbók, ekki
satt? í útvarpsþættinum „í bít-
ið“ er stundum lesið úr Jónsbók,
og mig hefur lengi langað til að
spyrja um hver hafi skrifað
þessa svokölluðu Jónsbók sem úr
er lesið, þvi þaö er ekki sú eina
sanna sem allir þekkja.
Venjan er nú sú, að getið sé
um höfund bóka sem lesið er upp
úr og eins hver það er sem les.
Þannig er því hins vegar ekki
farið í áðurnefndum þætti.
Finnst mér það móðgun við höf-
und bókarinnar og flytjanda og
lítilsvirðing við hlustendur. Er
þetta annars yfirleitt leyfilegt?
í dag, föstudaginn 10. ágúst,
var meirihluti tónlistarinnar í
þættinum rokk og popp, eintómt
væl og garg. Þess konar tónlist
er farin að ná yfirhöndinni í
þættinum. Þó eru föstu dag-
skrárliðirnir á sínum stað, s.s.
trimmið kl. 7.25 sem reyndar er
oft á rugluðum tíma, þ.e. rólega
leikfimin er höfð í fyrri tíman-
um og það ekki svo mikið sem
afsakað fyrir útvarpshlustend-
um.
Loks eitt sem brennur á vör-
um afar margra. Ef talið er haft
á útvarpinu á þeim styrkleika
sem þægilegt er að hlusta á, þá
verður að þjóta til og lækka
niður í tækjunum þegar tónlistin
er sett á, því hún er ætíð alltof
hátt stillt. Manni er sagt að
þetta sé af tæknilegum ástæð-
um, en því á ég bágt með að trúa.
Það hlýtur að vera hægt að út-
varpa tónlistinni lægra svo að
maður ærist ekki hreinlega einn
daginn.“
Listasafnið lokað
yfir aðal ferða-
mannatímann
Kristín Gestsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Getur Listasafn íslands leyft
sér það að hafa lokað yfir aðal
ferðamannatímann?
Síðastliðinn laugardag, 4. ág-
úst, fór ég með sex útlendinga til
að skoða Listasafn íslands. Þess-
ir útlendingar komu hingað til
að ferðast um landið og ætluðu
síðasta dag ferðalagsins að
skoða það sem markverðast er í
Reykjavík. Á ferðaskrifstofu
hafði þeim verið bent á að skoða
Listasafn Islands til að kynna
sér málaralist þjóðarinnar.
En viti menn. Á Listasafninu
var band strengt fyrir stigann og
öllum meinaður aðgangur.
Stúlkurnar í fordyrinu tjáðu
okkur að Listasafnið væri I
sumarleyfi. Þetta kom mér
spánskt fyrir sjónir, er ekki ann-
ars sjálfsagt að Listasafnið sé
opið um aðal ferðamannatím-
ann?
Margir útlendingar jafnt sem
íslendingar hafa áhuga á ís-
lenskri málaralist og því er þetta
mörgum vonbrigði. Er fjárhag-
urinn svo bágborinn að loka
verður um hásumarið? Lista-
safnið hefur skyldum að gegna.“
Sýniö íslensku
myndirnar aftur
E.K.K. hringdi og hafði eftir-
farandi að segja:
„Ég er hér með eina ábendingu
til eigenda kvikmyndahúsa borg-
arinnar. Á sumrin eru staddir
hér á landi fjöldinn allur af Is-
lendingum sem annað hvort eru
búsettir erlendis eða eru þar við
nám, og telst ég í þeirra hópi.
Við missum ætíð af öllum ís-
lenskum kvikmyndum sem sýnd-
ar eru hér á veturna og þykir
okkur það að vonum míður.
Hvernig væri nú að sýna ís-
lensku kvikmyndirnar í einhvern
tíma yfir sumarið, svo allir geti
séð þær sem vilja? Að vísu er
verið að sýna Útlagann, en sú
mynd er búin að ganga mjög
lengi og hefur jafnvel verið sýnd
erlendis, svo að flestir eru búnir
að sjá hana.
Ég er ekki ein um þessa skoð-
un heldur er fjöldi fólks á sama
máli. Því vonum við öll að eig-
endur kvikmyndahúsa borgar-
innar taki þetta til athugunar,
því yrðu ótal margir fegnir."
Frá Listasafni íslands.