Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
93
VELVAKANDI ^
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
nv ir
•L-y.LJ-LJ
Furðulegur fréttaflutn-
ingur af Olympíuleikunum
Húsmódir skrifar:
Kæri Velvakandi!
Ég vona að einhverjir íþrótta-
frömuðir hér á landi hafi, líkt og
, hlustað á íþróttafréttirnar af
lympíuleikunum í Los Angeles,
kvöldið 7. ágúst sl.
Sakir þess að einungis eru liðin
fjögur ár frá ólympíuleikunum í
Moskvu, þá muna margir umræð-
urnar sem fram fóru í sambandi
við þá. Margir héldu því fram að
heimurinn ætti ekki að sætta sig
við það, að Rússar hefðu fyrirgert
rétti sínum til ólympíuleikhalds-
ins með innrás sinni í Afghanist-
an. Þá risu upp íþróttafrömuðir
hér og víðar og sögðu að leikarnir
væru ópólitískir og okkur bæri að
taka þátt í þeim, þó að allir vissu
að okkar menn myndu aldrei
verða heimsfrægir þar.
Nú erum við búin að tapa von-
inni með Einar Vilhjálmsson, en
enginn bjóst við því að íþrótta-
fréttirnar frá leikunum yrðu eins
og það sem borið var á borð fyrir
þjóðina kvöldið 7. ágúst. Þá var
rakin saga ólympfuleikanna og
sýnt fram á að ætíð hefði pólitíkin
fylgt þeim.
Þetta var ef til vill afar fróðlegt,
en þegar farið var að rekja
stríðssögu Bandaríkjanna og
leggja það að jöfnu annars vegar
það þegar Bandaríkjamenn og
fleiri þjóðir tóku að styðja Suður-
Víetnama í stríði þeirra við
hryðjuverkasamtök Víet-Cong
sem Rússar studdu og hins vegar
við innrás Rússa í Afghanistan, þá
fannst mér fréttamaðurinn vera
kominn aldeilis út af sporinu, sem
er fréttaflutningur af árangri
fþróttafólks á ólympfuleikunum.
Ég hlyti að muna það ef kúgun
Rússa á Eystrasaltslöndunum og
innrásirnar f Ungverjaland og
Tékkóslóvakíu hefðu fylgt með
íþróttafréttunum, því slíku hefði
áreiðanlega verið mótmælt f Þjóð-
viljanum. Munurinn á hernaðar-
aðstoð Rússa og Bandarfkja-
manna er sá að kúgun, harðstjórn
og landflótti verður hlutskipti
fbúa þeirra landa, þar sem komm-
únisminn nær fótfestu, en hingað
til hefur hvorki örbirgð né land-
flótti orðið hlutskipti Vestur-
Evrópubúa eftir að Bandarfkja-
menn þurrkuðu út höfuðsvæði
Hitlers.
Ég skora þvf á þá sem með
ólympíuleikana hafa að gera og
fréttaflutninginn af þeim að
heimta greinargóðar fréttir af
leikunum og ekkert annað.
Svavar Gestsson:
Alþýðubandalag-
ið hefur sæmi-
lega viðspyrnu
„Ég taldi að skoðanakðnnun
Hagvangs frá I april gæti ekki
staðist hvað okkur varðar og mér
sýnist að þessi könnun sé ekki
fjarri þvl sem kom út úr skoðana-
kðnnun DV f júnl sl. Þetta sýnist
mér sýna að Alþýðubandalagið
hafi ssemilega viðspyrnu miðað
við aðstseður — einkum þá þungu
árððursaðstöðu sem við hðfum.
Það sem er auðvitað athyglis-
verðast er I rauninni fylgi rlkis-
stjórnarinnar og stjórnarflokk-
anna, sem er að dala. Alþýðu-
bandalagið fcr heldur betri út-
Vfsa vikunnar
Varla Svavar kemst á kjöl
kapp án forsjár veldur.
Þessi nýja fótafjöl
er fúnari en hann heldur.
Hákur.
Bréfritari vill að fréttaflutningur af ÓL sé einungis af árangri íþróttafólksins.
Aldrei í gangi
veðri
í góðu
Sveinn skrifar:
Ég er búsettur í grennd við
Tjörnina í Reykjavík og kann þvf
vel. Gosbrunninn, stoltið okkar, sé
ég út um stofugluggann minn og
er hann hið mesta augnayndi þeg-
ar hann skartar sínu fegursta.
Því miður er það þó svo, að hann
gerir það allt of sjaldan. Svo virð-
ist sem helst þurfi hvirfilvinda og
ofsarok til þess að forráðamenn
gosbrunnsins fáist til að kveikja á
honum. Bunan úr honum þeytist
þá í allar áttir og sprautast oft á
tíðum yfir nærstadda vegfarendur
sem eiga sér einskis ills von.
Stutt er síðan ég fékk eina slíka
„kalda gusu“ yfir mig i orðsins
fyllstu merkingu, og var ég að
vonum lítt glaður. í góða veðrinu,
sem örlítið hefur látið sjá sig í
sumar, virðast forráðamenn
gosbrunnsins ætíð vera sofandi á
verðinum og hann því látinn
óhreyfður. Kemur þetta mönnum
allmikið á óvart, þar sem það ligg-
ur í hlutarins eðli að nærtækara
er að láta gosbrunninn njóta sin i
logni og góðu veðri.
Hef ég nú komið minu á fram-
færi og leyfi mér að skora á þá
sem yfirumsjón með gosbrunnin-
um hafa að gá til veðurs áður en
skrúfað verður frá gosbrunninum
næst.
Bréfritari er óánægður með að einungis sé skrúfað frá gosbrunninum þegar
hvasst er í veðri.
83? SlGeA V/öGA É ALVEtWhJ
FÆRÐÞU
14% VEXTl
UMFRAM
VERÐBÓLGU?
Við bjóðum nú:
1. 14% vexti umfram verðtryggingu
á verðtryggðum veðskuldabréfum
sem þýðir tvöföldun höfuðstóls á
rúmlega 5 árum.
Aukþessbjóðum við:
2. 6% vexti umfram verðtryggingu á
spariskírteinum ríkissjóðs.
3. 40-60% ávöxtun á ári á óverð-
tryggðum veðskuldabréfum.
Sölugengi verðbréfa 13. ágúst 1984
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miitS vii 6% vexti umtram veritr.pr. iOOkr.
Útg.
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1. FLOKKUR
Sölugengi
pr. 100kr
15.876
14.452
8.862
5.528
4.296
2.902
2.09421
1.4193*
970
656
431
304
172
108
6% vextlr gilda til
15.09.1985
25.01.1986
15.09.1987
15.09.1988
10.01.1985
10.03.1985
25.03.1985
25.03.1985
25.02.1985
15.04.1985
25.01.1986
01.03.1985
01.03.1986
01.02.1987
2. FLOKKUR
Sölugengi
pr. 100 kr.
11.732
8.495
3.188
2.396
1.794
1.146
743
505
318
224
111
6% vextir gilda til
15.09.1986
25.01.1988
25.01.
25.01.
10.09.
10.09.
15.09.
25.10.
15.10.
01.10.
01.11.
1985
1985
1984
1984
1984
1985
1986
1985
1986
1) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NYKR. 5 tebruar 17.415,64
2) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100 NÝKR. 25.mars1984 2.122,16
3) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 1.438,89
VEÐSKULDABRÉF
VERÐTRYGGÐ
ÓVERÐTRYGGÐ
Láns-
tfmi
ár:
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Sðlii-
gengi
93,44
89,52
87,39
84,42
81,70
79,19
76,87
74,74
72,76
70,94
Meö 2 qjalddöqum á án
Vextir
Avðxtun
umfram
verötr.
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
Sökigengi
18%
ársvextir
89
77
60
54
20%
áisvexír
90
79
70
63
56
HLV21
91
80
71"
64
57
Með 1 gjalddaga á ári
Sðhigengi
18%
árevexír
84
72
63
55
48
20%
árevextir
86
73
65
57
50
HLV21
86
74
66
58
51
Dssml: Óverðtryggt veðskuldabréf með 2 gjakf-
dögum á án til 3ja ára aö nafnverði kr. 1000 feng-
isl keypt á 1000 x ,71 = 7100 kr.
2) hæstu leyfilegu vextir.
Á Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega !
3 II mÆKAUPÞINGHF
sí» ai ^ ^ Husi Verxiunsrmntr. simi 6869M