Morgunblaðið - 26.08.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 26.08.1984, Síða 15
71 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 Glimmerspilavíti (Las Vegas. allt, hvetja hann til að njóta lífs- ins og þeirra ótölulegu þæginda sem í boði eru. Hann fær allt sem hann girnist og meira til, ef það er á annað borð innan löglegra marka. Dyr opnast honum hvar sem hann drepur niður fæti. Stórspilari í sjötta flokki, fær hins vegar ekki aðra umbun en frí- ar máltíðir og einhver skemmti- atriði. „Þetta er eins í öllum við- skiptum," segir stjórnandi um- rædds spilavítis, „bestu viðskipta- vinirnir fá bestu þjónustuna." Mismunandi stíll Mörgum finnst það eftirsókn- arvert hlutskipti að vera tekinn í hóp stórspilara: þetta er flokkur útvalinna, menn sem borin er virðing fyrir. Við flokkun stórspil- ara skiptir tvennt mestu máli: hversu stórum upphæðum þeir eru reiðubúnir að veðja og hvað þeir spila reglulega. Gkki endilega hversu miklu þeir tapa — þegar allt kemur til alls hljóta einhverj- ir að vinna. Og spilavítunum næg- ir að meirihlutinn tapi. Ásarnir eiga það sameiginlegt að vera vellríkir og öfgamenn. En þeir geta verið ólíkir að öðru leyti og haft ólíkan stíl við spilaborðið. Sumir spila aðeins 15 mínútur á degi hverjum, en leggja aldrei minna en þúsund dollara undir i hverju spili eða kasti. Aðrir eru lengur að dunda sér, leggja kannski hundrað dollara á í einu, en sitja við spilaborðin allt upp í 30 vikur á ári. Dýrt spaug Það getur verið dýrt spaug að lifa ásalífi og sumir ásar lenda illa í því. Gins og til dæmis kanadíski bankastjórinn sem hafði blætt sjö milljónum dollara i spilaviti á átján mánaða tímabili, þegar hann var stöðvaður af og settur í svartholið fyrir að hafa dregið að sér tíu millión dollara úr sjóðum bankans. I vitund stjórnenda spilavíta skiptir að sjálfsögðu engu máli hvaðan gott kemur." — GPA Cterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Vistunarheimili óskast fyrir nemendur utan af landi skólaáriö 1984—1985. Uppl. í Öskjuhlíðarskóla í síma 23040 eða 17776. Ml Halló krakkar! Við bjóðum alla krakka uelkomna í básinn okkar á Heimilissýningunni í Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar sjá um að nóg sé til af SPRITE handa öllum, e.t.v. kökur og kex og líka FRESCA. Mamma og pabbi, afi og amma eru auðvitað velkomin í hressingu. Verksmiójan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.