Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Glöggt er gests augað, er sagt og þykir hitta naglann á höfuðið. Ætli sá sem að heiman hefur farið og fjarlægst landlæg áhrif um einhvern tima sé ekki líka nokkuð næmur? Að minnsta kosti þangað til hann er aftur fallinn í farið og búinn að ná tóntegundinni. Þótt ekkert blað sé til að skrifa í vegna verkfalls ætlar gáruhöfundur að drífa sig í að festa fyrstu hughrif við heimkomu eftir langa útivist á tölvuna, áður en okkar gamla góða og landlæga neikvæða er búin að hremma sálina aftur. Ákveðin atvik í tveimur löndum, beggja megin flugferðar tengd- ust saman og ollu þeim viðbrögð- um. Sex ára snáði var um það leyti er ég fór frá París að byrja í skóla. Faðirinn franskur, móðir- in ísiensk. Upphaf skólagöngu vitanlega mikill atburður í fjöl- skyldunni. Móðirin ber um- hyggju fyrir drengnum og þess- um stóra áfanga í lífi hans. Og hún spyr hann spjörunum úr, hvort stólarnir og borðin séu nú nógu góð, hvort kennarinn hafi tekið nógu ljúflega á móti hon- um og hvað hann segi, hvort maturinn f hádeginu sé nægilega lystugur — allt á sinn hátt og með þeim formerkjum sem hún þekkir, að vísast sé þetta sé allt óbrúklegt. Frönsku tengdafor- eldrarnir, sem alið hafa upp fjóra stráka, hertu upp hugann í hádegisverði sem þau höfðu boð- iö okkur til næsta sunnudag og bentu fslensku móðurinni kurt- eislega á að þetta mætti maður aldrei gera — aö sá efasemdum og tortryggni gagnvart skólan- um og því viðfangsefni sem barnið ætti fyrir höndum, hversu varlega og í hversu góðri meiningu sem það væri gert. Það gilti raunar um öll viðfangsefni sem börn og unglingar ættu fyrir höndum að glíma við. Gæti eyðilagt meira fyrir þeim en fólk áttaði sig á. Unga móðirin sagði þetta vitanlega alveg rétt. Hún hefði bara aldrei heyrt þetta. Ekki vildi hún draga kjarkinn úr drengnum eða búa til afsökun fyrir hann að víkja undan áður en hann byrjaði að takast á við verkefnið. Kvaðst þakklát fyrir ábendinguna, sagði hún við mig þegar drengurinn var frammi að segja afa sinum frá skólanum og amman í eldhúsinu að bera á borð fyrir okkur. Ekki vissi ég þá að mér mundi þykja þetta samtal f frásögur færandi aðeins tveimur vikum seinna. Síðasti Moggi fyrir verkfall flutti þær fréttir að áætlaður fjöldi skólafólks á íslandi á ný- byrjuðu skólaári væri 64 þúsund, þar af yfir 40 þúsund í grunn- skólum landsins. Þá ótaldir þeir skólar sem ekki eru á vegum menntamálaráðuneytis. Fjórði hver ísiendingur er að hefja námsáfanga og takast þar á við ný viðfangsefni. Af þessu gefna tilefni voru eyrun sperrt til að hlusta eftir því hvað þeir heyra helst og hvaða raddir ber hæst við þau tfmamót. Jú, skólahúsin svo óbrúkleg að varla er bjóð- andi nokkrum nemanda, bóka- söfnin svo fátækleg að ekki er þar fróðleik að fá, brúklegir kennarar flúnir eða að flýja stéttina og varla eftir aðrir en þeir sem enga aðra vinnu geta fengið, búnaður skólanna þannig að varla er bjóðandi börnum o.s.frv. Hafa ekki allir heyrt þessa síbylju undanfarið? Auð- vitað vitum við mörg betur. Varla hefur verið kennaraflótti úr skólunum fyrst fjölgun á starfsfólki hefur verið 93% í skólum landsins meðan barna- fjölgun er 6,3% og ljóst að þar í uppörvun sé að fá í umhverfinu. E.t.v. átta einhverjir foreldrar sig líka á að ekki er farsæl að- ferð til að örva börn til náms að láta dynja á þeim að skólinn og allt sem honum tilheyrir sé ómögulegt — jafnvel þótt þeir trúi því að svo sé. Hafa líka lengi orðið fyrir fyrrnefndum áhrif- um. Sú bjartsýni að unglingar láti ekki að sér hæða og hafi kannski eigið verðmætamat byggir kannski að hluta á sam- tali við nokkra unglinga fyrir nokkru, þegar í sjónvarpi var auglýsing frá kennarasamtökun- um með myndum af ljótum hornum í skólahúsum og skyldi gefa til kynna að börnum gæti ekki liðið vel á svona vondum vinnustöðum. Nokkrar stelpur úr efri brekk grunnskóla voru þá staddar þar sem þessi auglýsing hópi er mikið af vel menntuðum, hæfum kennurum. Eða hvað? Og að nýju skólarnir eru bara brúkleg hús þótt margt sé ógert í landi þar sem 25% af þjóðinni situr á skólabekk og öldruðum fjölgar ört. Ætli dropinn holi samt ekki steininn, ekki síst þar sem hann er óharðnaður? Hvernig ætli viðhorfið geti verið til skólastarfs og kennara við þessar aðstæður? Kannski láta eldri skólanem- endurnir, sem þekkja skólana sína, ekki á sig bíta þótt litla var til umræðu. Þegar spurt var um þeirra viðhorf gall í einni og hinar tóku undir: „Ef ég hefði stífan og fýldan kennara þá fyrst mundi mér líða illa i skól- anum, ég hefi ekkert tekið eftir svona húsnæði eins og verið er að sýna þarna! „Vonandi er eng- inn kennari á landinu svo fýldur að hann taki þetta til sín, en svona óheppilegur áróður um að börnum líði illa í skólunum af því illa sé að þeim búið vakti önnur hugartengsl hjá þessum nemendum en til var ætlast. Við fjölmiðlafólk eigum ef- laust okkar þátt í neikvæðu þessarar þjóðar. Hlustið þið bara með það í huga eftir því hvernig spurningar eru oft orð- aðar í viðtölum? Og hvernig við- mælandinn kemst stundum alls ekki upp með að vera jákvæður í umfjöllun um viðfangsefnið. Stundum býsna skondið hve illa gengur að snúa honum yfir í neikvæðuna. Tekst þó oftast með harðfylgi. Skrýtið að ég tók ekk- ert eftir þessum blæ á útvarps- þáttum meðan ég hlustaði í rúma tvo mánuði reglulega á út- varp í París — á Lundúnaút- varpið, Parísarútvarpið og Evr- ópuútvarpsstöðina. Og raunar heldur ekki í blöðunum sem ég keypti á víxl til að setjast niður með yfir morgunkaffinu á gang- stéttarkaffihúsinu á morgnana áður en sest var að vinnu. Varla varð þó kvartað undan því að deilumálin skorti í pólitíkinni á þessum tíma og heitt í kolunum í París. Kannski hefur þetta bara verið eigið hugarfar og vellíðan i heimsborginni, því hugarfar við- takandans skiptir líka máli. Og þá kynni að vera komin skýring- in á neikvæðu þjóðarinnar á tveimur mestu rigningarsumr- um og tveimur hörðustu vetrum sem komið hafa um langan tíma yfir helming landsmanna a.m.k. Og til að halda nú jafnvægi í valinu og hafa í heiðri þann kæk að láta fljóta með góðar vísur, koma hér tvær í tengslum við efnið eftir Káinn. Sú jákvæða til barnsins á undan: Hreina ást og hjartans il hef ég ekki áð bjóða, en allt, sem skást er í mér til áttu, barnið góða. Og svo hugarfar sama manns þegar hinn gállinn var á honum í vögguvísu: Farðu að sofa blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjarfti! Hlýddu og vertu góður! Heiðra skaltu föður þinn og móður. (E.Pá. 19. sept 1984.) Aðeins kostar 300 krónur árlega að hafa Eurocard kreditkort og ekki hóti meir þótt t. d. hjón hafi tvö kort með sama númeri. Fyrir þessar 300 krónur fást hin almennu hlunnindi korthafa, en auk þess: Neyðarsími / Aðgangur að neyðarsíma á Islandi. Komi upp neyðartilfelli hjá korthafa, býðst honum að hringja í síma 685542, hvar sem hann er staddur og hvenœr sem er. Kostnaðurinn vegna símtalsins fœrist á reikning korthafa. Ferðatrygging Takmörkuð, en þó mjög gagnleg ferðatrygging korthafa og fjölskyldu hans á ferð innanlands og utan. Bœtur nema allt að USD 100.000.- (rúmum þrem milljónum króna). KORTIÐ SEM CILDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.