Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Bretar komast í kynni við kokkteila Það var á þriðja áratugnum sem kokkteilar bárust yfir hafið til Breta á sama tíma og jassinn hélt innreið sína í Evrópu. Fyrir fyrri heimsstyrjöld tíðkaðist það ekki að boðið væri upp á áfenga drykki fyrir mat i Bretlandi, ef undanskilið er eitt og eitt sherryglas. Víns var ekki neytt fyrr en menn höfðu sest niður við matarborðið og óhugsandi var að menn stæðu upp á endann með vínglas. En eftir matinn tíðkaðist það að karlmennirnir færu afsíðis til að reykja og fá sér púrtvínsglas, eins og þekkt er úr bókum og sjónvarpsþáttum sem endur- spegla eiga fyrri tið. Kokkteilar urðu afskaplega vinsælir meðal Breta á þriðja Auglýsingamynd frá árinu 1923, auglýst er Canadian Club whisky. Fólkið stendur upp á endann með kokkteilglas í hendi. Mynd af þekktum bar, sem þótti mjög nýtískulega hannaður 1928. Myndin „Flapper Love“ eftir Miguel Covarrubias frá árinu 1925. Stúlkan hristir kokkteil með tilþrif- um. „Flapper" voru þær stúlkur nefndar á árunum 1910—1930 sem voru ný- tískulegar og djarfar í klæðaburði, tali og fram- komu. Á þessum tíma voru að sjálf- sögðu ekki kæliskápar með frystihólfum á heimilum, jafnvel þó hjá fyrirfólki væri, menn keyptu þvi ísklump hjá fisksal- anum fyrir einn shilling, vöfðu hann innan í grisju eða diska- þurrku, og slógu siðan í gólfið til að mylja ísinn. Þar með voru komnir ísmolar til að setja í glösin og kæla drykkinn. Kokkteil-hristarar urðu nauð- synlegir til heimilisnota, jafnvel á heimilum millistéttarfólks, og i Kokkteilbókina skrifaði Henry nokkur Craddock að leiðin til að njóta kokkteils væri: Að drekka hann fljótt á meðan hann væri ferskur. í blöðum og timaritum voru birtar myndir af barborðum og hillum til að útbúa heima fyrir, um leið og bent var á þægindin við að geta blandað drykkina þar sem gestirnir væru, grammó- fónninn og útvarpið. Barþjónar beggja vegna Erm- arsunds urðu þekktir meðal selskapsfólksins, sumir héldu innihaldi vinblöndu sinnar leyndu, rétt eins og einstaka húsmóðir gerir með uppáhalds mataruppskrift sína. Vouge- tímaritið birti kokkteil- uppskriftir á siðum sinum á þriðja áratugnum og á sama tima skrifaði Marcel Boulestin, þekktur maður í hótelrekstri: „Kokkteilar eru það róman- tiskasta, sem nútíma lif býður upp á, en þeir kokkteil-siðir sem hú tíðkast í Bretlandi eru ekkert annað en slæmur löstur." Það er eitt og annað að finna i bókum og timaritum, skrifað um kokkteila á þriðja og fjórða ára- tugnum i Bretlandi. Meðal ann- ars má nefna þá tilgátu að kokkteilar hafi upprunalega ver- ið blandaðir i Bandarikjunum á dögum vinbannsins og gert til að dylja bragðið af brugginu. Sú til- gáta er ekki rétt, því eins og áður segir hefur kokkteil-drykkja ver- ið lengur viðloðandi, eða allar götur siðan i lok Frelsisstriðsins árið 1865, ef ekki lengur. B.f. tók saman. Eftir því sem fróðir menn segja munu íslendingar hafa komist í kynni við kokkteil-drykkju á stríösárunum. Sá siður að drekka áfengan, blandaðan drykk fyrir máltíð befur verið hér landfastur siðan. KokkteiÞdrykkja þótti strai fin eftir þvi sem sögur herma, en mörgum manninum hefur orðið hált á neyshi drykkja, sem sam- ansettir eru úr fleiri en einni teg- und áfengis og styrkleiki því oft á huldu. Kokkteil-boð urðu vinsæl og geta verið enn. Það er óneitan- lega þægilegur máti til að bjóða mörgu fólki saman án þess að þurfa að hafa mikið fyrir veiting- um. f kokkteil-boðum standa menn upp á endann með glasið ( annarri hendi og konurnar halda á tösk- unni sinni i hinni hendinni. Kon- um er því jafnan vandi á höndum við slfk tækifæri ef kunnugt andlit birtist og löngun er til að heilsa með handabandi. Það eru að sjálfsögðu ekki til neinar haldbærar upplýsingar um hvort kokkteilar hafa haldið vin- sældum sinum, svona eftir að mesta nýjabrumið fór af, en undir- rituð befúr óljósan grun um að fólk hafi heldur hallað sér að óblönduðum drykkjum hin síðari ár, þó islenskir barþjónar séu vel gjaldgengir f vínblöndun og taki þátt f keppni f kokkteil-hristingi við starfsbræður sína erlendis. Kokkteilar eru upprunnir í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa þekkst allt síðan á dögum frelsisstriðsins. Þvf miður eru ekki finnanlegar heimildir um hvernig þessi siður komst á, hvar f Bandaríkjunum það var, né hvernig nafnið er tilkomið. Kokkteilar voru upphaflega bún- ir til úr whisky, rommi og gini. Enska nafnið „cocktail", sem hugsanlega er talið koma úr frönsku, er í orðabókum talið þekkt frá árinu 1806. í orðabók Menningarsjóðs, útg. 1963, er að finna orðið kokkteill og þýðing gefin: vínblanda. áratugnum. Það var nær sama hvað selskapsfólkið ætlaði sér, það var flest allt framkvæmt eftir kokkteil-drykkju. Drykk- irnir hlutu hin frumlegustu nöfn. Má þar nefna Milli rekkju- voðanna (Between the Sheets), Lífgjafi (Corpse Reviver), Hlið- arvagn (Side-car), Brjósta-gælir (Bosom-Caresser). og fleira i þeim dúr. Þegar kokkteilar komust yfir hafið jr Islenzka óperan frumsýnir Carmen CARMEN, ein vinsælasta ópera allra tíma, verður frumsýnd f fs- len.sk u óperunni á Tóstudaginn kem- ur, þ. 2. nóvember. Með því að taka þessa óperu til sýningar nú, fer íslenska óperan að vilja mi'cils meirihluta gesta sinna i síðasta ári, því í skoðana- könnun, sem gerð var þá, var Carmen efst á blaði óskalistanna. íslensku óperunni þykii það mik- ils vert að geta þannig komið á móts við óskir þeirra þúsunda tónlistarunnenda, sem sækja sýn- ingar hennar að jafnaði. Yfir 100 manns taka þátt í sýn- ingunni og lúta þeir hljómsveitar- stjórn Marc Tardue og leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Leik- myndin er eftir Jón Þórisson og búninga hannaði Una Collins með aðstoð Huldu Kristínar Magnús- dóttur. Lýsingu annast David Walters. Tólf einsöngvarar koma fram. Sigríður Ella Magnúsdóttir syng- ur hlutverk Carmen og Garðar Cortez Don José. Hlutverk Mika- elu syngur ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Simon Vaughan Escam- illo. Aðrir einsöngvarar eru Sieg- linde Kahmann, Katrín Sigurðar- dóttir, Kristinn hallsson, Sigurður Björnsson, Halldór Vilhelmsson, Ólafur ólafsson, ólafur Frede- riksen og Svavar Berg Pálsson. Síðast en ekki síst skal getið kórs- ins, sem að þessu sinni telur 37 manns. Breytingar verða á hlutverkask- ipaninni síðar á starfsárinu og mun íslenska óperan kynna þær þegar þar að kemur en þó má geta þess nú að Anna Júlíana Sveins- dóttir mun syngja hlutverk Carm- en seinna i vetur. Eins og fyrr sagði verður frum- sýning Carmen á föstudaginn, önnur sýning verður á sunnudag, 4. nóvember og þriðja sýning verð- ur þ. 9. nóvember, sem er föstu- <*agUr' (Fréttatilkynning) íranir skutu stríðsfanga Genf, 26. október. AP. JAQUES Kurz, talsmaður Alþjóða Rauða krossins, sagði í dag, að vitni hefðu orðið að því er íranskir bylt- ingarveröir skutu 6 íraska stríðs- fanga til bana og særðu 35 til viðbót- ar í uppþoti sem hundruð fanga stóðu fyrir í fangabúðum í íran. Þrír fulltrúar Rauða krossins voru þarna á ferð er írakarnir hófu uppþotið. Fulltrúarnir sögðu fanganna hafa verið óvopnaða, en eigi að síður hafi íranirnir þegar í stað hafið skothríð með fyrr- greindum afleiðingum. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem svona lagað kemur fyrir í 4 ára styrjöld íran og írak. Stykkishólmur: Sauðfjárheimt- ur voru góðar Stykkiflbólmi í spetember. Sauðfjárslátrun hófst hér í Stykkishólmi 19. þessa mánaðar. Hér er eina sláturhúsið á Snæ- fellsnesi og eru fjórir aðilar sem að því standa. Heimtur hafa verið góðar og féð í rúmu meðallagi. Eftir því sem horfur eru á núna, mun verða slátrað hér um 13.000 fjár eða um 1.000 færra en i fyrra háust. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.