Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1984 45 Minning: Benedikt Gröndal verkfræðingur hvarflaði að okkur á barna- og unglingsárum, að líkja mætti ítu systur við fjölært blóm, sem berst við óblíða veðráttu þessa lands, sigrar og breiðir blóm sín móti sólu á hverju vori. Þannig barðist hún við vanheilsu sína mestan hluta ævi sinnar og hafði sigur svo lengi sem stætt var. Eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvin- um, sendum við innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum þau að minnast hins góða sem lífið gefur okkur og bjartrar minningar um þá látnu. Blessuð sé minning hennar. Mumma og Þobbi Aníta Friðriksdóttir Bakkavegi 8 Hnífsdal er látin. Hún fæddist á Látrum í Aðalvík 22. ágúst 1915 og lést í Reykjavík 15. október síð- astliðinn. Hún var ein sautján barna hjónanna Þórunnar M. Þor- bergsdóttur og Friðriks Finn- bogasonar Ystabæ á Látrum í Að- alvík. Þórunn var dóttir Þorbergs Jónssonar bónda í Efri Miðvík og konu hans Margrétar Þorsteins- dóttur ljósmóður. Friðrik var son- ur Finnboga Árnasonar bónda í Efri Miðvík og konu hans Her- borgar Kjartansdóttur. Aníta ólst upp hjá foreldrum sínum á þessu fjölmenna heimili, ekki við auð og allsnægtir, en gæfan er ekki alltaf fólgin í veraldarauði. Hún fór ung að heiman til að vinna fyrir sér. Leiðin lá til Akur- eyrar, en þar veiktist hún og varð að dvelja á Kristneshæli. Hún átti þaðan afturkvæmt, en það áttu ekki allir. En heilsuleysi hrjáði hana æ siðan. Þar nyrðra kynntist hún ungum manni og eignaðist með honum son, Geir, sem ólst upp á Akureyri. Næst lá leiðin heim aftur. Hún hóf búskap með eftirlifandi eig- inmanni sínum Finnboga Jósefs- syni 1938 á Atlastöðum í Fljóts- vík. Þau bjuggu þar til ársins 1946 að þau fluttu vestur í Hnífsdal. Þar byggðu þau sér hús á Bakka- vegi 8 og áttu þar heima síðan. Aníta og Finnbogi eignuðust tvö börn, Guðjón Finndal, sem býr i Hnífsdal, og Finneyju, sem einnig býr í Hnífsdal, gift ólafi Theo- dórssyni. Fyrri mann sinn Jó- hannes Lárusson missti Fanney með mb. Svani RE88 22. desember 1966. Þau Aníta og Finnbogi ólu upp dótturson sinn Finnboga Jó- hannesson. Aníta átti lengst af við heilsu- leysi að stríða, en hún bar sig vel, var bjartsýn og lifsglöð kona. Fé- lagslynd og frjálslynd voru þau hjón bæði og aufúsugestir hvar þau komu. Anita var einstök snyrtimanneskja, það sást hvergi blettur né hrukka á heimili henn- ar. Hún var hög í höndum eins og hún átti kyn til og prýddi heimili sitt af smekkvísi. Það er ánægjulegt til þess að vita að hún var óvenju hress í sumar og haust og fór m.a. norður í Aðalvík á fjölmennt ættingja- mót, sem haldið var í minningu 100 ára afmælis Þórunnar móður hennar. Þar naut hún sín vel í glöðum, stórum frænda- og vina- hópi. Hún fór líka til Fljótavíkur og var fljótari í förum, en þegar hún bjó þar. Hún fór með hraðbáti og flugvél og geislaði af fjöri og gleði þegar hún minntist þessa ferðamáta. Aníta unni manni sínum og bömum og barnabörnin áttu hauk í horni þar sem amma var. Hún var þeim mikið, ekki síst góður fé- lagi. Hún fékk hægt andlát í örm- um eiginmanns síns, sem var henni góður lífsförunautur og bar hana á höndum sér til hinstu stundar. Missir hans er míkill, svo og barna og barnabarna. Við biðj- um Guð að styrkja þau öll. Við þökkum Anítu samfylgdina og söknum vinar í stað. Guð blessi hana á æðri leiðum. Hún myndi vilja láta þessi orð vera sín: „Hafðu Jesú mig i minni mæðu og dauðans hrelling stytt. Börn mín hjá þér forsjón finni frá þeim öllum vanda hritt. Láttu standa í lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt (H.P.) Steinunn og Kristbjörn Ungur að árum gerðist Benedikt Gröndal verkfræðingur, starfs- maður Vélsmiðjunnar Hamars hf. Framtakssemi hans var einstök. Hann vann manna ötulast við gerð frystitækja fyrir hraðfrystihús landsins. Benedikt heitinn átti mjög stóran hlut í þróun frysti- húsaiðnaðar þessa lands. Framtakssemi hélt hann eigi á loft, hlédrægni hans sat í fyrir- rúmi. Ég minnist Benedikts sem einkar hugljúfs manns, prúðum með afbrigðum og fúsum að rétta hjálparhönd, þeim er hann taldi þess þurfa. Ég votta fjölskyldu hans og nánustu vinum, innilegar samúð- arkveðjur. Einar V. Bjarnason Benedikt Gröndal, fyrrv. for- stjóri Hamars hf., lést hér í Reykjavík þann 11. sept. sl. Með honum er genginn einn af braut- ryðjendum íslenskrar verkmenn- ingar á síðari árum. Benedikt Gröndal fæddist í Reykjavík þann 27. ágúst 1899. Hann varð því rétt rúmlega 85 ára. Foreldrar hans voru Þórður Edilonsson, héraðslæknir í Hafn- arfirði, og kona hans Helga Bene- diktsdóttir Gröndal skálds Sveinbjamarsonar. Edilon föður- afi hans Grfmsson var skipstjóri á Akureyri og síðar í Reykjavík ætt- aður af Svalbarðsströnd. Edilon beitti sér mjög fyrir stofnun stýri- mannaskóla og var talinn með nýtustu mönnum í skipstjórastétt. Ritaði hann mikið í blöð og tima- rit um fiskveiðar og önnur áhuga- mál sjómanna. Móðurafi Bene- dikts var sá gáfaði maður Bene- dikt Gröndal, skáld, en Helga var einkabarn hans. Benedikt Grön- dal, skáld, var sonur Sveinbjarnar Egilssonar, rektors og skálds, og konu hans Ingigerðar Tómasdótt- ur Zoega, en Ingigerður var systir Geirs Zoéga rektors. Helga móðir Benedikts var gáfuð og skemmti- leg kona og heimili þeirra Þórðar, sem lengst af stóð við Strandgötu í Hafnarfirði, var mikið menning- arheimili. Þórður læknir var með hæstu mönnum, mikill að vallar- sýn og þrekinn nokkuð á efri árum er ég man hann, mikið ljúfmenni og ógleymanleg persóna þeim er honum kynntust. Hann var ákaf- lega farsæll læknir og voru þau hjón mikils metnir borgarar i Hafnarfirði. Hafa Hafnfirðingar enda reist Þórði minnisvarða f þakklætisskyni fyrir störf hans öll í þágu bæjarbúa. Þannig var Benedikt Gröndal sprottinn úr þeim jarðvegi, bæði að ætterni og uppeldi, að mikils mátti af honum vænta. Hann var ágætur námsmaður, varð 17 ára stúdent og hóf síðan nám í véla- verkfræði við Danmarks Tekniske Höjskole, sem þá nefndist Poly- teknisk Læreanstalt, og lauk það- an prófi árið 1924. Benedikt var fyrsti íslenzki háskólamenntaði vélaverkfræðingurinn. Það hlýtur að hafa verið talsvert áræði að hefja nám i þessari grein, sem þá leit ekki út fyrir að nýttist að nokkru gagni hér á landi. Ég heyrði þá sögu að þegar einhver ræddi við Ágúst Flygenring, sem síðar varð tengdafaðir Benedikts, hvílíkt glapræði það væri fyrir piltinn að stúdera grein, sem eng- in þðrf og engir atvinnumöguleik- ar væru fyrir hér á landi, þá á Ágúst að hafa svarað: „Það skiptir engu máli hvað hann nemur — það verður alltaf nóg að gera fyrir duglega menn!“ Og það reyndust orð að sönnu. Að loknu prófi hóf Benedikt störf hjá Flydedokken í Kaup- mannahöfn, en hóf fljótlega störf hjá Vélsmiðjunni Hamri hf. í Reykjavík. Starfrækti hann jafn- framt eigin verkfræðistofu hér ár- in 1925—1931 og var þá m.a. ráðu- nautur húsameistara ríkisins við hitalagnir í ýmsum opinberum byggingum. Þá hannaði hann og hafði ásamt öðrum umsjón með lagningu hitaveitu frá þvottalaug- unum í Reykjavík árið 1930. Þessi frumhitaveita tókst mjög vel, ruddi brautina og var fyrsti visir- inn að Hitaveitu Reykjavíkur. Benedikt gerðist forstjóri Ham- ars hf. árið 1931 og gegndi því starfi allt til ársins 1972 og var stjórnarformaður Hamars lengi eftir það. Liggur þar hans megin lífsstarf. Þá var hann, ásamt með forstjóra Héðins hf., forstjóri Stálsmiðjunnar hf. og Járnsteyp- unnar hf. i Reykjavík frá stofnun þeirra árið 1933. Benedikt tók þátt í stofnun margra atvinnufyrirtækja og sat í stjórnum nokkurra þeirra. Þá gegndi hann um tíma formennsku í nokkrum félagasamtökum, sem hann tók þátt í, svo sem Verk- fræðingafélagi íslands, Vinnuveit- endasambandi tslands og Meist- arasambandi járniðnaðarmanna. Hlaut hann heiðursmerki, bæði innlend og erlend, fyrir störf sín. Hann starfaði lengi í Frímúrara- reglunni og var einn af æðstu mönnum hennar. Þá var hann einn af stofnendum Rótarýhreyf- ingarinnar á íslandi og var síðasti hérlendi stofnandinn sem lifiði. Vantaði hann aðeins 2 daga í að hann hefði verið Rótarýfélagi í 50 ár. Hann var heiðursfélagi Rótarýklúbbs Reykjavíkur og Vinnuveitendasambandsins. Benedikt var ákaflega farsæll í öllum störfum sínum. Hann var mjög greindur og gjörhugull, ráðhollur og kom öllum málum til betri vegar er hann lagði til. Allt til dauðadags hafði hann mikinn áhuga á tæknimálum og nýjung- um, sem leiddu til framfara. Á því sviði var hann fljótur að tileinka sér það sem hagnýtt var, en hann var svo hagsýnn að eðlisfari að hann lét aldrei teymast út í neina ófæru, þrátt fyrir áhuga sinn og tæknigleði yfir nýjungum. Hann hlaut enda harðan skóla fyrstu ár sín sem forstjóri Hamars, þegar heimskreppan mikla reið hér yfir. Ég heyrði hann lýsa því, hvílíka hagsýni og útsjónarsemi þurfti til að fleyta fyrirtækinu gegnum kreppuna. Hann var mjög hagur og laginn á meðferð véla og tækja. Hann eignaðist snemma bíl og var óhræddur að leggja í langferðir eftir ófullkomnum vegum á veik- byggðum bíl. Það var eins og hann hlakkaði til viðgerðanna á bílnum á slikum ferðalögum, sem auðvit- að skeði oftar en einu sinni í hverri ferð. Hann virtist undra- fljótur að átta sig á flóknum tækj- um sem hann fékk í hendur, t.d. heimilistækjum sem hann keypti jafnan strax og þau komu á mark- að, endurbætti sum og hélt gang- andi með lagni sinni. Benedikt Gröndal var maður hár og gjörvilegur og vakti eftir- tekt. Persónuleikinn var sterkur og framkoman prúðmannleg. Benedikt var jafn farsæll I einka- lífi og í starfi. Að loknu háskóla- prófi árið 1924 kvæntist hann Halldóru Ágústsdóttur Flygen- ring, sem lifir mann sinn. Eignuð- ust þau 5 börn, en þau eru: Inga gift Jóni Skúlasyni póst- og síma- málastjóra, Unnur Elisabet gift Gísla Jónssyni, bónda á Víðivöll- * um í Skagafirði, Helga gift Sveini Björnssyni forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, Þórður, verkfræð- ingur og fulltrúi stjórnar Hamars hf., kvæntur Erlu Jónsdóttur og Þórunn gift Júlíusi Halldórssyni, framkvæmdastjóra Bústólpa. Benedikt var jarðsunginn frá Dómkirkjunni þann 19. sept. sl. Páll Flygenring Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum öHum þeim sem sýndu okkur samúö og vlnarhug viö fráfall og útför ástkærs eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa, SIGMUNDAR ÁGÚSTS SIGFÚSSONAR, bifreiöastjóra, Hófgeröi 20. Katrin Frímannsdóttir, Gróa Ágústsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Magnús Erlingsson, Marjan Zak, Árni Magnússon, Agúst Zan Zak. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför Lillýar H. Walderhaug, Vatnsnesvegi 15, Keflavtk. Siguröur Guönason og böm. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, KRISTINS BERNHARDSSONAR, Úthliö 9, sem andaöist þann 12. október sl. Guörún Jórunn Kristinsdóttir, Barnharóur Jóhann Kristinsson. Lokað Verslanir félagsmanna veröa lokaöar mánud. 29. okt. milli kl. 1 og 3 vegna jaröarfarar Steinþórs Sæmundssonar gullsmíöameistara. Félag ísl. gullsmiöa. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, einnig kvöld og helgar. Ilwnii ó.f. Unnarbraut 19, Seltjarnarnasi, símar 620809 og 72818. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ Ífi S.HELGASON HF ISTEINSMKUA ■----- SNEMMUVEGI 48 SlMl 7667?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.