Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson 19. sunnud. e. þrenningarhátíð. „Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu." 136. Ps. Vetur er sestur að eftir því sem almanakið segir til um. Við erum á það minnt rétt einu sinni að blíðutíminn stendur aldrei nema tæpa tíð. Hrím- fölvinn hefur níst til dauða sumarskrúðið og Kári hjálpar til að slíta upp og lyfta leifun- um út í óendanleikann. Og lík- ast til fer eins og hálfgerður hrollur um marga manneskju er hún finnur harðnandi greip eiga yfirtök framundan. Svo kveður ólafur Jóhann: .í köldum veðrum veitist lítið hlé visnar hvert lauf og burtu feykjast lætur. Ó að þú hefðir eins og þessi tré eignast á liðnu sumri dýpri rætur Vaxi tréð við eðlileg skilyrði og umsjá, þá er líklegt að ræt- urnar styrkist og það verði betur búið til þess að lifa af harðneskjuna, sem í hönd fer, þegar allt visnar, sem visna má. Árstíðaskiptin minna gjarnan á að flughröð er hver stund og verður ekki brúkuð á ný og að „sjaldan bíða haust- verk til hagnaðar", eins og sagt var til forna. Kannski finnur maður það býsna oft, þá litið er til baka, að ræturnar sem áttu að dýpka og búa und- ir tíðina í dag og á morgun, að þær reyndust hálfgerðar ónytjutrefjar þegar til kast- anna kom af því að sitthvað hafði verið vanrækt fyrrum, sem hlúð hefði að og nært. Þau hafa gerst heldur köld veðrin í samfélaginu okkar að undanförnu. Harðar deilur með stóryrðum og storkandi ummælum hafa sett svip á liðnar vikur og lamað athafn- alíf í verulegum mæli. Það er fjarri mér að gerast dómari í deilum sem þessum. Hitt er víst að það er viðurstyggð að þvíumlíkt skuli geta gerst og það verður æ óskiljanlegra sem þessi ósköp sem vinnudeil- ur eru, dynja yfir þjóðina nær árlega á einhverju sviði, hvers vegna ekki er unnt að vinna þetta eins og hvert annað verk, að skipta tekjum svo fólk uni við. Það væri þarflegri nefnd en ýmsar aðrar, sem sæti að störfum allt frá því að samn- ingar eru undirritaðir og ynni að því sleitulaust að koma í veg fyrir verkföll, ynni að því að sætta sjónarmið og jafna byrðum á bökum, að rætur samfélagsins fái næring og vöxt, en rotni ekki og eyðilegg- ist fyrir sakir deilna og ójafn- aðar. Víst eru þetta orð og eng- ar nýjungar, óskhyggja, sem fær kannski ekki staðist. En ég lýsi eftir ráðum. Komi þeir fram á sviðið, sem geta losað þjóðina við þessa sífelldu kvöl ófriðar, að við getum lifað í sáttum í landinu. „Þakkið Drottni því að hann er góður." Hvað ættum við að þakka? Eigum við að þakka vinnudeilurnar, þessar þrálátu sundurþykkju sem við þurfum að búa við í þjóðfélaginu? Hvað meinar eiginlega kirkju- stjórnin með því að boða þakk- argjörðardag þegar allt er í báli? Eða átt þú að þakka skort þinn á einhverju sviði, veikindi eða óhapp, sem elti þig uppi. Eða átt þú, sem hefur það skárra, að þakka fyrir lán- ið sem lék við þig en ekki grannann? Nei, ég held að við eigum ekki að þakka fyrir áföllin mörgu, ekki óhreinindin í sam- skiptum eða brostnar vonir og óholla viðburði. Guð er ekki gangvirkið að baki því sem veldur okkur ógæfu og sund- urlyndi. En við skulum þakka það sem við eigum og njótum og höfðum þrátt fyrir allt. Við skulum umfram allt biðja þess að geta átt þakklátt hjarta til þess að geta komist í gegnum það sem við þurfum að mæta, þessari blöndu af gleði og bryggð, skuggum og skini, því að með þakklátu hjarta erum við heilli og líklegri til þess að leysa úr því sem leysa þarf með farsæld á göngunni, einn- ig við samningaborðið. Það var hér á árunum mikil landbún- aðarsýning í Kaupmannahöfn, þar sem framleiðslan var kynnt. í einum básanna var komið fyrir stóru matborði, þar sem þó engum var þjónað til borðs með kræsingum, heldur kom fram mynd á borðdúknum af matarborði eins og það gerðist í gamla daga. Þar mátti líta mynd af fólki í fortíðarklæðum, sem sat til borðs, hvar sjá mátti bygggrautardisk, fiskifat, öl- könnur og sitthvað fleira. En kannski vakti þó mesta athygli að þetta fólk laut höfði með spenntar greipar og borðbæn hljómaði úr hátalara, sem vís- ast var lík þeirri sem séra Hallgrímur orðaði svo: .Þurfamaður ert þú mín sál þiggur af Drottni sérhvert mál, fæðu þína og fóstrið allt. Fyrir það honum þakka skalt* Einn þeirra sem skrifaði um téða sýningu í blöð hafði þetta að segja: „Þarna sást fólk vera að þakka Guði fyrir matinn, enda þótt það hefði unnið fyrir honum sjálft með hörðum höndum. Við vitum betur nú til dags og látum nægja að þakka okkur sjálfum ef við höfum til hnífs og skeiðar." Já, hugsa sér, hvað vitið og spekin geta náð langt hjá þeim er þannig eru orðnir upplýstir. Það er munur en séra Hall- grímur, sem bara kunni að segja: „Þurfamaður ert þú ... “ Sá sem skrifaði í háðstóni um þakkargjörðina, hann hef- ur líklega verið búinn að gera upp við sig hver hafði gefið trénu bæði rætur og vöxt, sem varð til þess að hann gat eign- ast pappír til þess að skrifa á eða hvaðan hann sjálfur fékk fimi í huga og hendur til þess yfirleitt að geta storkað skap- aranum. Það er auðvitað hæg- ast að viðurkenna að við lifum ekki eins auðsjáanlega undir náð regns og sólar sem í gamla daga. Þekkingin hefur gert okkur kleift að ná svo verulegu valdi yfir náttúrunni að eng- inn gat látið sig dreyma um slíkt fyrrum, en það þarf býsna mikið stærilæti í hjart- að til þess að ætla sjálfum sér þakkirnar fyrir vitið, sem vöxtinn og gróskuna. Já, þó að aldrei nema bygggrauturinn hafi vikið fyrir sætari krásum á ýmsum sviðum. En að þessu mæltu, þá erum við komin að því sem tilheyrir heimi trúar- innar, að því sem augað ekki sér og eyrað ekki nemur, en syngur inni í hjartanu: „Þakk- ið Drottni því að hann er góð- ur.“ Og þetta er ekki aðeins söngur á uppskeruhátíð eða þakkargjörðardegi, heldur óður alls hversdags hjá þeirri manneskju, sem skynjar að Guð er að starfi enn og æ og að allt sköpunarverkið er í hendi hans, smátt sem stórt, hátt og lágt, himininn og sandkornið, vitið sem þú átt og hæfileikinn til þess að beygja litla fingur. Og þessi vitund í brjósti, hún skiptir ekki um takt eða svip eftir árstíðum eða öldum, ekki eftir því hvort okkur auðnast að hafa lítið eða mikið milli handanna eða hvaða flokki við fylgjum við samningaborðin. Þessi tilfinning er hin sama og finna má sem áminning í helgri bók og mætti gjarnan líka skoðast brýning öldum síðar, einnig inn á okkar vegu og hugsunarhátt: „Þegar þú hefur etið og ert orðinn mett- ur, þá skalt þú vegsama Drott- in Guð þinn og seg þú ekki í hjarta þínu: Minn eiginn styrkur og kraftur handa minna hefur aflað mér þessara auðæfa, minnstu heldur Drott- ins, því að hann gefur þér kraftinn til þess að afla. Já, þakkið Drottni því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu." Askriftarsíminn er 83033 N Ý LEIÐ Sparifjáreigandi: Ert þú óvanur að ávaxta sparifé þitt ( verðbréfum. Eða áttu erfitt með að fóta þig í þeim frumskógi sparnaðartil- boða sem boðið er upp á í dag? Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins býður nú sparifjáreigendum, félögum og peningastofnunum upp á „pakkalausn“ í veröbréfaviðskiptum: 1. Ráðgjöf í verðbréfakaupum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár með kaupum á verðbréfum. 3. Eftirlit með innheimtu þeirra. 4. Endurfjárfestingu afborgana og vaxta. NÝ LE!Ð VIÐSKIPTUM Sparifjáreigendur: Leitið ekki langt yfir skammt. Vinnið upp tap verðbólguáranna. Látið Verðbréfamarkað Fjárfesting- arfélagsins sem hefur átta ára reynslu ( raunávöxtun sparifjár annast hagkvæmustu ávöxtun sparifjár yðar. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 29. október 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóða Ár-tlokkur Sölugengi pr kr. 100 Avöxtun-1 arkrafa j Dagafjöldi til innl.d. 1971-1 16.626,04 Innlv. í Seölab. 15.09.84 1972-1 14.744,18 8,60% 86 d. 1972-2 12.020,98 Innlv. i Seölab. 15.09.84 1973-1 8.692.68 Innlv. i Seölab. 15.09.84 1973-2 8.117,59 8.60% 86 d. 1974-1 5.269,57 Innlv. í Seölab. 15.09.84 1975-1 4.460,77 8,60% 71 d. 1975-2 3.326.59 8,60% 86 d. 1976-1 3.059,28 8,60% 131 d. 1976-2 2.490,23 8,60% 86 d. 1977-1 2.217,74 8,60% 146 d. 1977-2 1.903,77 llnnhr. í Seölab. 10.09.84 1978-1 1.503,63 18,60% 146 d. 1978-2 1.216,22 ínnlv. í Seölab 10.09.84 1979-1 1.017,84 |8,60% 116 d. 1979-2 792,90 Innl.v. í Seðlab 15.09.84 1980-1 676,44 8,60% 166 d. 1980-2 511,37 8,80% 365 d. 1981-1 434,10 ,8,80% 1 ár 86 d. 1981-2 311,95 ,9,00% 1 ár 346 d. 1982-1 312,35 8,60% 122 d. 1982-2 226,92 8,80% 332 d. 1983-1 172,57 8,80% 1 ár 122 d. 1983-2 108,31 ,9,00% 2 ár 2 d. 1984-1 105.10 9,00% 2 ár 92 d. 1984-2 99.03 9,00% 2 ár 311 d. Innlv. íSeölab. 20.03.84 1974-E 4.078,00 10,00% 32 d. 1974-F 4.078,00 10,00% 32 d. 1975-G 2.559,84 10,00% 1 ár 32 d. 1976-H 2.344,79 10,00% 1 ár 151 d. 1976-1 1.762.92 10,00% 2 ár 31 d. 1977-J 1.563,86 10,00% 2 ár 152 d. 1981-1. fl. 338,94 10,00% 1 ár 182 d. Veðskuldabrél — verötryggö Lánsl. Nafn Söfugengi m.v. 2 afb. vextir mism. ávöxtunar - áári HLV kröfu 14% 16% 18% 1 ár 9% 97 96 94 2 ár 9% 95 93 91 3 ár 10% 95 92 90 4 ar 10% 94 90 87 5 ár 10% 92 89 85 6 ar 10% 91 87 84 7 ár 10% 90 86 82 8 ár 10% 90 85 80 9ár 10% 89 84 79 10 ár 10% 88 83 78 1 ár 6% 95 94 92 2 ár 6% 92 90 88 3 ár 7% 90 88 85 4 ár 7% 88 85 82 5 ár 7% 86 83 79 6 ar 7% 84 80 77 7 ár 7% 82 78 74 8 ár 7% 81 76 72 9 ar 7% 79 74 70 10 ár 7% 78 73 68 Veðskuldabréf - óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb. á ári 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Daglegur gengisútreikningur Veróbréfamarkaóur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Sími 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.