Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 1
104 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 208. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hluti Ól. 1988 til Norður-Kóreu? Uiuanne, 27. október. AP. íþróttaleiðtogar frá Norður- og Suður-Kóreu fjalla nú á bak við tjöldin um bræðingstillögu sem gæti opnað Sovétmönnum og fylgiríkjum þeirra leið til þátttöku í Olympíuleikunum í Seoul 1988, að sögn heimilda úr innsta hring Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bræðingurinn felur í sér að ein- hverjar af ólympíugreinunum 23 fari fram í Norður-Kóreu, og að Norður- og Suður-Kóreumenn sendi sameiginlega íþróttasveit til þátt- töku i leikunum. Munu embættismenn í N- og S-Kóreu hafa hist með leynd að undanförnu í þeim tilgangi að koma að nýju af stað viðræðum um sam- starf á sviði íþróttamála, sem eink- um fæli í sér að ríkin tvö sendi sam- eiginlegt lið til þátttöku i alþjóða- keppnum. Mondale kokhraustur þrátt fyrir hrakspár Hugmyndin um færslu sumra ólympíugreina til Norður-Kóreu varð til á þessum fundum, en talið er að hún gæti bjargað andliti Sov- étríkjanna og fylgiríkja þeirra. Af þeirra hálfu hefur ítrekað verið gef- ið til kynna að undanförnu að þau tækju ekki þátt í ólympíuleikunum í Seoul 1988 þar sem þau hafa ekki stjórnmálasamband við Suður- Kóreu._______________ Yamani boðar olíusamdrátt New York, 27. oklóber. AP. YAMANI, olíuráðherra Saudi- Arabíu, sagði við fréttamenn í Osló í kvöld að Mexíkanar og Egyptar myndu draga úr olíu- framleiðslu til að afstýra verð- hruni á heimsmarkaði. Ríkin tvö standa utan OPEC og sagði Yamani eigi hversu mikill framleiðslusamdráttur þeirra yrði. í Mexíkó og Egyptalandi hef- ur ekki verið skýrt frá samkomu- lagi af þessu tagi og heimildir úr olíuiðnaði Egyptalands hafa ekki heyrt neitt um slíkt samkomulag. Wuhington, 27. oklóber. AP. WALTER Mondale, forsetaf- rambjóðandi Demókrata- flokksins, sagði í samtali við fréttamenn í dag, að hann væri hinn bjartsýnasti á að ná kjöri er gengið verður til kosninga 6. nóvember næst- komandi. Þrátt fyrir að hafa sagt mjög nýlega að hann myndi ekki tjá sig um skoðanakannanir, sagði hann nú: „Ég held að þær gefi alranga mynd af stuðningi við okkur Reagan, ég er sannfærður um að hann hefur ekki þá miklu forystu sem kannanirnar benda til. Ég tel mig eiga góðan mögu- leika á að sigra hann og mun berjast af öllum kröftum síðustu dagana fram að kosningum," sagði Mondale. Búlgarir neita aðild að tilræði við páfa Rómaborg, 27. október. AP. BÚlXiÖRSK stjórnvöld hafa svarað fullum hálsi, eftir að þrír Búlgarir voru formlega sakaðir um að hafa átt aðild að morðtilræðinu við Jóhannes Pál páfa í Rómaborg árið 1981. Segja Búlgarir ásakanirnar uppspuna frá rótum og greinilega runnar undan rifjum Bandaríkjamanna og annarra aðila innan NATO sem sjái sér hag í að kæla sambúð austurs og vesturs. Rannsóknardómarinn ítalski, II- ario Martella, sagði engan vafa leika á því, að alþjóðlegt samsæri hafi verið um að myrða páfann og Búlgarir hefðu borið hitann og þungann af öllu saman. Martella Græddu hjarta úr bavíana í kornabarn Lonu Lindft, Kaliforníu. 27. oklóber. AP. HJARTASKURÐLÆKNAR Á Loma Linda-sjúkrahúsinu í Kali- forniu græddu hjarta úr bavíana í 14 daga gamalt dauðvona meybarn í nótt og eftir fyrstu klukkustundirnar var almenn ánægja með líðan sjúklingsins. „Hún Fae litla stendur sig vel, líðan hennar er ótrúlega góð,“ sagði talsmaður sjúkrahússins. Þetta er í fyrsta skipti sem apahjarta er grætt í kornabarn, en fjórum sinnum áður hafa hjörtu bavíana og simpansa verið grædd í fullorðið fólk út úr neyð, en í þremur tilvikum hafði það látist fáum klukkustundum síðar, en í fjórða tilvikinu lifði sjúkl- ingurinn í þrjá og hálfan dag. Barnið var sagt í lífshættu strax að aðgerð lokinni, en það er venjan þegar um hjartaskurð- lækningar er að ræða. Yfirlækn- irinn, Leonard Bailey, hefur 150 sinnum grætt apahjarta í geitur og kindur, en aldrei áður í fólk. Hann sagði fréttamönnum að aðgerð lokinni, að hjarta litla barnsins hefði verið stórlega vanskapað og likurnar á löngum lífdögum þess hefðu verið engar. „Það deyja allir sem fæðast með svona hjarta, í hæsta falli lifa börnin í örfáar vikur,“ sagði Leonard. Um líkurnar á því að barnið eigi langa lífdaga framundan sagði Leonard: „Ónæmiskerfi nýfæddra barna eru ófullkomin, þau eiga eftir að þróast, og það eykur líkurnar á því að líkamar þeirra hafni ekki apahjörtum. Það gildir öðru með fulltíða fólk með fullþróuð ónæmiskerfi, svona hjartatilfærslur þýða lítið þegar fulltíða fólk er annars veg- ar. Við gerum okkur vissulega vonir um að þetta barn lifi lengi og farsællega." vildi ekki nefna Sovétmenn, sem sumir hafa talið fjarstýra búlg- örsku leyniþjónustunni, en einn saksóknaranna, Antonio Albano, gerði það þó og sagði meira en hugsanlegt að Sovétmenn hafi í raun staðið á bak við tilræðið en notað Búlgara sem leppa. „Þetta er samsæri ákveðinna afla á Vesturlöndum til að grafa undan og sverta Búlgaríu og hinn sósíalíska heim,“ sagði í tilkynn- ingu frá stjórnvöldum í Búlgaríu og er búist við að hún sé aðeins sú fyrsta af mörgum harðorðum yfir- lýsingum sem í vændum er. Martella rannsoanardómari og Me- hmet Ali Agca skotmaður á mynd- inni Lv. Til hægri er Oral Celik sem einnig er talinn hafa hæft páfa meó byssukúlum. Hann fer nú huldu höfði í Búlgaríu. Sandinistar í kosningaham: Saka Bandaríkin um mútugjafir og hótanir Nkaraipia, 27. október. AP. Sandinistastjórnin í Nicaragua sak- aði Bandaríkjamenn í dag um að beita hótunum og mútum til að neyða stjórn- arandstæóinga til að hætta við þátt- töku í kosningunum 4. nóvember næst- komandi. Bandaríska sendiráðið hefur neit- að ásökununum og Thomas Borge innanríkisráðherra játaöi að hann hefði engin gögn máli sínu til sönn- unar, en sagði aðgerðirnar í sam- ræmi við ráðleggingar í handbók CIA um hvernig grafa mætti undan sandinistum. Daniel Ortega leiðtogi sandinista- stjórnarinnar og forsetaefni sandin- ista sagði opinberlega að Banda- ríkjamenn hefðu boðið frambjóðend- um annarra flokka en sandinista eitt til tvö hundruð þúsund dollara hverjum til að draga sig til baka. Viðkomandi frambjóðendur vísa þessu á bug og segjast hafa hætt við framboð þar sem þeir sitji ekki við sama borð í kosningabaráttunni og sandinistar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.