Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B
23. tbl. 72. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
írakar hefja
sókn inn í íran
Kaghdad, 28. janúar. AP.
ÍKAKAR tilkynntu í dag, að 40.000 manna herlið þeirra hefði haldið yfir
landamærin inn í íran í fyrsta sinn í 31 mánuð. Hefði her þeirra strax á
fyrsta degi þessarar sóknar náð á sitt vald ýmsum mikilvægum stöðum og
valdið írönum miklu manntjóni. Tilgangurinn með þessari sókn væri að
verða fyrri til og koma í veg fyrir yfirvofandi hernaðaraðgerðir írana á þessu
svæði.
í tilkynningu írösku herstjórn-
arinnar var sagt, aö her hennar
sækti fram á þremur stöðum og
hefði honum strax orðið vel
ágengt. Hefðu hernaðaraðgerðir
þessar verið vel undirbúnar og
Skotið á
NATO-her-
skip í
Lissabon
Osló, 28. janúar. AP. Fri frétUriUra
Morgunblaðsin.s, J.E. Lauré.
í DAG var skotið sprengikúlum á
norska herskipið „Narvik" og tvö
önnur skip NATO, þar sem þau
voru stödd í höfninni í Lissabon í
Portúgal. Skipin urðu þó ekki
fyrir tjóni, þar sem sprengiukúl-
urnar hittu ekki en lentu í 100
metra fjarlægð frá skipunum.
Samkvæmt frásögn portú-
gölsku lögreglunnar lentu
sprengtkúlurnar, sem voru
þrjár, í sjónum, en samkvæmt
upplýsingum frá stöðvum
NATO í Noregi lenti ein af
sprengikúlunum á hafnar-
bryggju. Enginn slasaðist
samt. Talið er víst, að sprengi-
kúlunum hafi verið skotið frá
garði einum ekki langt frá
höfninni.
Samtök vinstri manna, sem
kalla sig FP-25, hafa lýst yfir
ábyrgð sinni á þessum atburði.
hafizt fyrir dögun á mánudags-
morgun samkvæmt fyrirskipun
Saddam Hussein forseta. Væru
ýmsar mjög mikilvægar stöðvar
íranshers á þessu svæði þegar á
valdi íraska hersins eftir „hetju-
lega bardaga".
Irakar hafa haldið því fram, að
íranir væru að safna saman mörg
hundruð þúsund manna her á suð-
urlandamærum ríkjanna til und-
irbúnings stórfelldri sókn inn í ír-
ak.
Frá upphafi fundar olfumálaráðherra OPEC-rfkjanna í Genf í gærmorgun. Ahmed Yamani, olíumálaráðherra Saudi-
_________ Arabíu, ræðir við fréttamenn.
Harðar deilur á fundi
OPEC-ríkjanna í Genf
Miklar líkur taldar á lækkun olíuverðs
(íonf, 28. Janúnr. Al’.
TIL harðrar deilu kom i dag á skyndifundi OPEC, samtaka olíuútflutnings-
ríkjanna, í Genf. Gekk olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna af fundi og sakaði Nígeríu um að „reka rýting í bakið“ á samtökunum
með þvf að lækka olíuverðið. Eru nú allar líkur taldar á því, að OPEC-rfkin
neyðist til að lækka olíuverðið, enda þótt sú lækkun verði ekki mikil.
Ahmed Zaki Yamani, oliumála-
ráðherra Saudi-Arabíu, gerði lítið
úr þessum deilum við fréttamenn
og sagði þær byggðar á „misskiln-
ingi“. Vitað er hins vegar, að mörg
aðildarríki OPEC og þá sér i lagi
Nigería hafa orðið fyrir miklum
efnahagslegum skakkaföllum
vegna minnkandi oliusölu. Stafar
þessi samdráttur af harðnandi
samkeppni á oliumörkuðum heims
og þá fyrst og fremst frá Bret-
landi, Noregi og fleiri oliufram-
leiðsluríkjum, sem ekki eru aðilar
að OPEC.
Nígería sagði skilið við verð-
kerfi OPEC i október sl. með því
að lækka olfuverð um 2 dollara
hverja tunnu og var sú ál vörðun
tekin með tilliti til sams konar
verðlækkana af hálfu Bretlands og
Noregs. Þetta skapaði glundroða í
verðkerfi OPEC og þá skoðun, að
samtökin gætu ekki komið f veg
fyrir verðlækkun á olíu.
Hráolía frá Saudi-Arabíu, sem
olíuverð annarra OPEC-ríkja mið-
ast við, hefur að undanförnu selzt
fyrir 27,50 dollara tunnan á
opnum markaði eða fyrir 1,50 doll-
ara lægra verð en hið opinbera
verð er á olfu frá Saudi-Arabiu.
Haft var eftir heimildum innan
OPEC í dag, að Saudi-Arabía
kynni að lækka hið opinbera verð
á olíu sinni um 2,50 dollara á
tunnu, þannig að það yrði eftir-
leiðis 26,50 dollarar hver tunna.
Afganistan:
Sextíu
drepnir
Islamahad, 28. janúar. AP.
YFIK 60 óbreyttir borgarar, þar á
meðal 30 smábörn, biðu bana, er
Sovétmenn vörpuðu sprengjum á
tvö þorp f Afganistan fyrir
skömmu. Sex sovézkar MIG-þotur
og tvær þyrlur framkvæmdu loft-
árásina. Bæði þorpin eru f Ward-
ak héraði um 75 km suðvestur af
höfuðborginni Kabúl. Er frétt þessi
höfð eftir lækninum Muslim Yara
og verkfræðingnum Wahidullah
Najmi, sem skýrðu frá þessum at-
burðum f gær á fundi með frétta-
mönnum f Peshawar f l'akistan.
Miklar skemmdir urðu einnig á
mannvirkjum f þessari loftárás og
eyðilögðust um 80 hús, þar á með-
al ein moska. Börnin, sem fórust,
voru við skólanám f moskunni, er
sprengjur lentu á húsinu.
Páfinn í Venesúela
Jóhanncs Páll páfi kom í gær til olíuborgarinnar Maracaibo í
Vencsúela og var þar afar vel fagnað af íbúum borgarinnar. Hér
sést páfi heilsa börnum við komu sína þangað. Páfi áformar að
heimsækja fjögur lönd Suður-Ameríku f heimsókn sinni þang-
að, sem á að standa í 12 daga.
Verðfall í kaup-
höllinni í London
Brezkir bankar hækka vexti úr 12 í 14%
London, 28. jnn. AP.
ÓVISSAN um heimsmarkaðsverð á
olíu olli því f dag, að verðbréf snar-
lækkuðu f kauphöllinni f London,
en vextir hækkuðu og hafa ekki
verið hærri undanfarin þrjú ár.
Sterlingspundið féll og komst niður
f 1,1067 dollara, en hækkaði aðeins
aftur, þegar leið á daginn og var
komið f 1,1160 dollara síðdegis. Var
það aöallega að þakka þeirri
ákvörðun helztu banka Bretlands
að hækka vexti úr 12114%. Var það
þriöja vaxtahækkun þeirra frá þvf
11. janúar sl.
Hlutabréf 30 stórfyrirtækja
féllu mjög f verði eða meira en
nokkru sinni fyrr á einum degi
9amkvæmt skrá blaðsins Fin-
ancial Times. Nam verðfall þeirra
í heild 6,8 milljörðum punda.
Brezkt efnahagslíf er mjög háð
olíunni, sem unnin er f Norðursjó
og verð hennar 1 framtíðinni er
að verulegu leyti komið undir
þeim akvörðunum, sem teknar
verða á OPEC-fundinum í Genf.
Lækki heimsmarkaðsverð á olíu,
mun það hafa f för með sér minni
tekjur Breta að sama skapi af
olíuvinnslunni.
Viðræður um
kolaverkfallið
London, 28. janúar. AP.
Á morgun, þriðjudag, eiga að hefjast
viðræður milli fulltrúa rfkisreknu
kolanámanna í Bretlandi og fulltrúa
námamanna, sem verið hafa f verk-
falli frá því í mars í fýrra. Peter
Walker, orkumálaráðherra Bret-
lands og Arthur Scargill, leiðtogi
kolanámumanna lýstu þvl báðir yfír
f dag, að það væri von þeirra, að
viðræðurnar myndu bera árangur og
verða til þess að leysa verkfallið.