Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 52
BTT NDRT AU5 SHfiAR
• •
Ogurvík
býður 77
milljónir
í Ingólf
Arnarson
Á FUNDI útgerðarráðs Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur í gærmorgun var lagt
fram kauptilboð frá Ögurvík hf. (
togarann Ingólf Arnarson RE að
upphæð 77 milljónir króna, að því er
Brynjólfur Bjarnason forstjóri BÚR
tjáði Mbl. í gærkvöldi. Að sögn
Brynjólfs var ákveðið að fresta mál-
inu til fundar á fimmtudaginn, með
tilvísan til borgarráðs.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um var systurskip Ingólfs, Bjarni
Benediktsson RE, seldur Kristni
Kristinssyni og fleirum í nóvember
sl. á tæpar 77 milljónir króna. Hef-
ur verið unnið að því að breyta tog-
aranum í frystitogara og hefur
hann hlotið nafnið Merkúr RE.
Að sögn Brynjólfs komu fram
fyrirspurnir frá nokkrum aðilum í
framhaldi af sölunni á Bjarna
Benediktssyni þess efnis hvort
fleiri skip yrðu seld. Einn þessara
aðila var útgerðarfyrirtækið Ög-
urvík hf. í Reykjavík, sem nú hefur
lagt fram fyrrgreint tilboð.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er ætlun Ogurvíkur að
breyta Ingólfi Arnarsyni í frysti-
togara ef kauptilboði fyrirtækisins
verður tekið.
Norska
flensan
komin?
SJÚKIK>MSTILFELLIJM með inflú
en.sueinkcnnum hefur fjölgað nokkuð
í Reykjavík að undanförnu þótt enn
hafi ekki greinst innflúensuveirur í
þeim sýnum sem tekin hafa verið.
Verður væntanlega úr þv( skorið á
næstu dögum hvort hér sé um að
ræða innflúensu, þegar sýni, sem tek-
in hafa verið nú siðustu daga hafa
verið greind.
Leifur Dungal, læknir í Heilsu-
gæslustöðinni við Asparfell, sagði i
samtali við Morgunblaðið að nú að
undanförnu hefðu tilfellum með
flensueinkennum fjölgað nokkuð.
„Fólk er að leggjast meira en verið
hefur undanfarnar vikur, en það er
engin leið að slá þvi föstu hvort hér
sé um að ræða inflúensufaraldur
enn Bem komið er, þó finnst mér
margt benda til þess. Hinsvegar er
ómögulegt á þessu stigi að segja til
um hvað verður úr þessu eða hvort
hér er um norsku flensuna að ræða,
eða hvaðan þessi tilfelli eru ættuð,"
sagði Leifur Dungal.
Lúðvík Ólafsson borgarlæknir
sagði að ekki hefðu enn greinst
inflúensuveirur i þeim sýnum sem
tekin hafa verið, en í nokkrum til-
fellum hefðu greinst sýni, sem ekki
væru óáþekk inflúensuveirum. Hér
væri um að ræða þrjár tegundir
veira, sem orsökuðu sjúkdóma í
öndunarfærum, en engin þeirra
hefði borið i sér inflúensu. Ekki
væri því hægt að staðfesta á þessu
stigi, að hér á landi væri kominn
upp inflúensufaraldur.
^ cOzycvi c (j
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Simamynd/Pressens Bild
Hrafn Gunnlaugsson tekur við verðlaunum Sænsku kvikmyndaakademíunnar í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Hrafn Giinnlaugsson valinn leikstjóri ársins í Svíþjóð:
Mikill og óvæntur heiður
sagði Hrafn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
Myndin valin til að keppa um Óskarsverðlaunin
„EINFÖLD, kraftmikil og öguð“
voru einkunnarorðin, sem fylgdu
ákvörðun Sænsku kvikmynda-
akademíunnar um að útnefna
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóra árs-
ins í Svíþjóð fyrir leikstjórn á mynd
sinni, firafninn flýgur, í gærkvöldi.
Hlaut Hrafn að launum „Guld-
baggen", æðstu viðurkenningu,
sem veitt er á sviði kvikmynda-
listar f Svíþjóð og fór athöfnin
fram á sama stað og Svfar af-
henda Nóbelsverðlaunin, í Stock-
holms Statshus.
I fyrra fékk Ingmar Bergman
„Guldbaggen" fyrir mynd sína
„Fanny og Alexander" og er litið
á þessa viðurkenningu sem nokk-
urs konar sænsk Óskarsverðlaun.
Hrafn keppti um „Guldbaggen"
fyrir leikstjórn við sex sænska
leikstjóra og var ástæðan fyrir
því, að hann var gjaldgengur til
verðlaunanna sú, að Svíar fjár-
mögnuðu að hluta gerðina á
Hrafninn flýgur.
„Þetta er mesti heiður, sem
einum manni getur hlotnast f
þessu fagi hér og kom mjög
óvænt," sagði Hrafn Gunnlaugs-
son, er blm. Mbl. náði tali af hon-
um í síma þar sem hann var
staddur í 3.000 manna hátíðar-
veislu í Stockholms Statshus.
„Ég hélt satt að segja, að Bo
Viderberg myndi fá verðlaunin
fyrir nýjustu myndina sína, Mað-
urinn frá Mallorca," sagði Hrafn,
„og var búinn að gefa það upp á
bátinn að mitt nafn kæmi til
greina, þó ég hefði verið tilnefnd-
ur.
betta hefur auðvitað mikla
þýðingu fyrir mig sem lista-
mann,“ sagði Hrafn aðspurður
hverju þessi heiður breytti fyrir
hann. „En það lifir enginn á
heiðrinum einum," bætti hann
við. „Og það er engin ástæða til
þess að vera of bjartsýnn á fram-
tíð íslenskrar kvikmyndagerðar,
þegar allt útlit er fyrir að lögin,
sem sett voru um kvikmyndasjóð
á síðasta ári, verði þverbrotin í
ár.
Hins vegar sé ég ástæðu til
þess að þakka Svíum þá velvild,
sem þeir hafa sýnt mér,“ sagði
Hrafn Gunnlaugsson.
Þórarinn Guðnason, formaður
Félags kvikmyndagerðarmanna,
tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi,
að kvikmyndin Hrafninn flýgur
hefði verið tilnefnd af hálfu Is-
lands til að keppa um hin eftir-
sóttu Óskarsverðlaun bandarisku
kvikmyndaakademfunnar fyrir
beztu erlendu kvikmyndina.
Sudurlandssfldin:
Fiskifræðingar leggja til
50 þúsund lesta aflakvóta
LOKIÐ er mælingum á stærð hrygningarstofns Suðurlandssíldarinnar og sam-
kvæmt niðurstöðum fiskifra'ðinga verður hann um 2B0.000 lestir við hrygningu
í sumar. Þeir munu í framhaldi þessa leggja til 50.000 lesta veiði á vertfðinni,
en það er 5.000 lestum meira en þeir lögðu til síðast. Á sfðustu vertfð veiddust
um 50.000 lestir en 5H.00O á vertfðinni
Ólafur Halldórsson fiskifræðing-
ur var leiðangursstjóri á Árna
Friðrikssyni við síldarmælinguna.
Sagði hann f samtali við Morgun-
blaðið, að farið hefði verið í tvo
leiðangra til mælinga á sildinni,
fyrir og eftir áramót. Fyrri leið-
angurinn hefði verið stuttur og
veður óblíð, þannig að niðurstöður
hans hefðu ekki verið notaðar. Þvl
þar á undan.
væri stuðzt við gögn úr leiðangri,
sem farinn hefði verið 7. til 22.
janúar. Sfldar hefði verið leitað
fyrir allri suðurströndinni, en þar
hefði ekki orðið vart annars en Ift-
ilsháttar magns smásíldar. Eldri
sfldin hefði sfðan verið mæld á
fjörðunum fyrir austan, frá Beru-
firði að Seyðisfirði og hefði mest
fundizt á Berufirði og Reyðarfirði.
Niðurstöður sýndu að hrýgn-
ingarstofninn yrði um 260.000 lest-
ir við hrygningu í júlf. Þessi niður-
staða kæmi mjög vel heim og sam-
an við sfðustu mælingar og sýndi
að stofninn yxi hægt og sfgandi.
Þvf myndu fiskifræðingar leggja til
50.000 lesta heildarkvóta á næstu
vertíð.
Ólafur sagði, að þessi stöðugleiki
stofnsins ætti meðal annars rætur
að rekja til hófsamlegrar nýtingar,
enda hefði að mestu verið farið eft-
ir tillögum fiskifræðinga um afla-
magn. Þó væru fiskifræðingar svo-
litið uggandi vegna þess, að stóra
síldin virtist hverfa fremur skarpt
út úr veiðinni, en 1979-árgang-
urinn, sem væri uppistaða veið-
anna um þessar mundir, væri mjög
sterkur.
Ólafur gat þess, að sfld hefði
fundizt á öllum fjörðunum, en mest
verið á Berufirði og Reyðarfirði.
Sem dæmi um það mætti nefna að
um 11 lestir af sfld hefðu fengizt f
trollið eftir um 6 mfnútna tog.
Þeirri sfld, sem fengizt hefði, hefði
sfðan verið landað til vinnslu f Nes-
kaupstað.