Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
Atlantsha fsbandalag-
radarstöðvarnar
ið og
— eftir Kristin
Pétursson
Verulegar umræður hafa orðið
upp á síðkastið um radarstöðvar
þær sem fyrirhugað er að setja
upp á Vestfjörðum og Norðaustur-
landi. Allt sem sagt er um þetta
mál á málefnalegan hátt er af
hinu góða og leggur undirritaður
þessa grein fram sem einn af
stuðningsmönnum fyrir áfram-
haldandi vestrænu varnarsam-
starfi. Það er i þágu lýðræðisins,
að hinn þögli meirihluti rökstyðji
sín sjónarmið og er óskandi að
fleiri geri það. Þar sem herstöðva-
andstæðingar eru lítill minnihluti
verða þeir að sjálfsögðu að sætta
sig við, að meirihlutinn ræður.
Þannig gengur það fyrir sig í al-
vöru lýðræðisríkjum, en vill verða
misbrestur á í ríkjum Varsjár-
bandalagsins, sem nefna sig
stundum „alþýðulýðveldi", og gæti
sú nafngift mín vegna verið
heimsmet í hræsni, því flest ríkj-
anna eru alþýðutugthús, með
hömlum á því sem vestræn ríki
kalla mannréttindi.
Tjáningarfrelsið
f alvöru lýðræðisríkjum er rætt
um þessi málefni fyrir opnum
tjöldum. Herstöðvaandstæðingar
ættu að íhuga að hérna vestan-
megin hafa þeir full frelsi til þess
að tjá skoðanir sínar. Það er m.a.
það sem við, meirihlutinn, viljum
verja, tjáningarfrelsið, frelsi ein-
staklingsins til þess að tjá skoðan-
ir sínar án þess að eiga það á
hættu að vera handtekinn, stungið
inn á geðveikrahæli og fá stórar
sprautur af „sósialsælu", til þess
að persónuleikinn megni að
skynja dásemdina við það að vera
kúgaður þjóðfélagsþegn. Öðlist
viðkomandi ekki „bata“ við þessa
meðferð er hann dæmdur í þrælk-
unarvinnu í heilsusamlegu Síber-
íuloftslagi. Dæmdur fyrir að hafa
sjálfstæðar skoðanir!
Vestrænt varnarsamstarf er til
þess að verja tjáningarfrelsið,
mannréttindi, raunverulegt lýð-
ræði og koma í veg fyrir styrjöld.
Það er ekki hægt að verja þessi
’ mannréttindi með undanlátssemi
og heigulshætti. Það er grundvall-
armunur á réttlæti og ranglæti.
NATO er til þess að standa vörð
um réttlætið.
Hornsteinar
lýðræðisríkja
Helstu hornsteinar lýðræðis-
ríkja eru m.a.: Tjáningarfrelsi,
trúfrelsi, athafnafrelsi, ásamt
frelsi einstaklingsins til þess að
kjósa þá stjórnmálastefnu yfir sig
sem hann aðhyllist, í leynilegum
kosningum, án þvingana. Kjarn-
inn í hverjum hornsteini er
FRELSI. Frjálsir einstaklingar
mynda lýðræðisríki. Stjórnarskrá
viðkomandi ríkis og löggjafi ríkis-
ins dregur mörkin hversu mikið
olnbogarými einstaklingnum er
ætlað, þannig að vel megi fara.
Allt er þetta gert á lýðræðislegan
hátt. Stjórnarskrár lýðræðisríkj-
anna eru eflaust mismunandi og
hefur undirritaður ekki lesið nema
þá islensku.
í framkvæmd hefur einstakling-
urinn á íslandi ekki haft sama
olnbogarými og hlutafélög, sam-
vinnufélög. Ríkið sjálft hefur ver-
ið með ofríki á sumum sviðum,
ríkiseinokun og ríkisforsjá hefur
verið of mikil, þannig að borgar-
arnir verða nú að bergja á hinum
beiska bikar of mikilla ríkisaf-
skipta, en það er nú önnur saga.
Sú skoðun er almenn að hvergi í
heiminum sé frelsi einstaklingsins
jafnvel tryggt og í Bandaríkjun-
um. Enda njóta Bandaríkjamenn
þess og verkin sýna merkin, —
efnahagslega sterkasta ríki heims,
með bestu lífskjörin. Erum við
ekki alltaf að berjast fyrir bættum
lífskjörum?
Auðvitað má segja að horn-
steinar lýðræðisríkja séu margir.
Menning og kristin trú eru horn-
steinar sem vega þungt, og þá ein-
kum hið síðarnefnda. Þetta ber
okkur skylda til að standa vörð
um. Skylda borgarans í lýðræðis-
ríki er að hlú að hornsteinunum og
umgangast kirkjuna, menninguna
og náungann með tilhlýðilegri
virðingu. Einungis með slíkri
staðfestu — og árvekni yfir því að
viðhalda lýðræðinu, tekst okkur
að tryggja áfram rétt einstakl-
ingsins og raunverulegt lýðræði.
Um sögulegar
staðreyndir
Ekki er hægt að velta þessu
stórpólitíska málefni fyrir sér
nema horfa til fortíðarinnar. Atl-
antshafsbandalagið er að verja þá
þjóðfélagsskipan sem hér hefur
verið lýst. En hvað með Varsjár-
bandalagið? Varsjárbandalagið,
undir forystu Kremlarherrana, er
að verja völd valdhafanna í Kreml
— til þess að þeir geti áfram farið
með völdin. Byssur Varjsárbanda-
lagsins snúa því bæði út (á okkur)
og inn (á eigin þjóð). Byssur og
skriðdrekar Varsjárbandalagsins
tryggja Kremlarherrum því völdin
heima fyrir, en kjarnorkuflug-
skeytum í ómældu magni er beint
að okkur lýðræðisþjóðunum og
með þessum ógnunum á að út-
víkka yfirráðasvæði heimskomm-
únismans. Þar sem engin keðja er
sterkari en veikasti hlekkurinn
lifa Kremlarherrar í þeirri von að
það fyrirfinnist bleyður alls stað-
ar, sem halda að friður felist í
undanlátssemi. Eins og Dr. Arnór
Hannibalsson sagði réttilega i
ágætri grein í DV 23. okt. sl. er
þetta álíka sjónarmið og sú skoð-
un músarinnar að kötturinn éti
hana ekki, ef hún er góð við kött-
inn. Valdhafarnir í Kreml eru
morðingjar. Þeir svífast einskis til
þess að útvíkka yfirráð sín, með
kúgun, morðum og öðrum tiltæk-
um „ráðum". Eigum við að láta
undan?
Ég segi NEI.
Við eigum að standa staðföst,
með frelsið og kristna trú að ieið-
arljósi. Við megum aldrei gefast
upp á að taka afstöðu með réttlæti
og hafna ranglæti.
Hversu mörg eru ekki þau
dæmi, gömul og ný, um ofbeldi og
morð Kremlarherranna á eigin
þegnum jafnt sem öðrum. George
F. Will er þekktur bandrísku
dálkahöfundur og sjónvarpsmað-
ur. Hann skrifaði grein í News-
week skömmu eftir að kóreska
farþegaþotan var skotin niður.
Gefum honum orðið:
„Það sem manni blöskrar er
hvað fólki blöskrar. Dagurinn þeg-
ar ráðstjórnin myrti 269 einstakl-
inga var hinn 24.041sti frá því hún
komst til valda. Síðan 1917 hefur
ráðstjórnin myrt að minnsta kosti
tuttugu milljónir sinna eigin
þegna (innsk. 20.000.000 einstakl-
inga), eða að meðaltali meira en
800 á dag í 66 ár. Blóðbaðið þenn-
an fimmtudag var því undir með-
allagi á mælikvarða ráðstjórnar-
innar, nema því aðeins að Rauði
herinn hafi brytjað niður enn eitt
þorpið í Afganistan." Síðan spyr
George: Hvers vegna kemur það
flatt upp á fólk þegar ráðstjórnin er
sjálfri sér samkvæm?"
Daglega dæmið um ógunarstjórn-
ina nú er Afganistan. Þar vaða
morðóðir herir um og slátra sak-
lausu fólki á hinn hroðalegasta hátt.
Ein milljón afganskra einstaklinga,
meðtalin börn, konur og gamal-
menni hafa látið lífið í baráttu fyrir
frelsi í eigin foðurlandi. Og fjórar
mijljónir hafa fluíð land.
f Afganistan réðst Rauði herinn
inn í landið á jólunum 1979. Tíma-
setningin virðist hafa verið valin til
þess að hæðast að fæðingardegi
frelsarans. í fimm ár hafa þeir kom-
ist upp með morðin og eru enn að.
Fimm ár eru 1825 dagar og eru því
„meðaltalsafköst" Rauða hersins í
Afganistan á þessu tímabili um 550
Afganir á dag eða samsvarandi
tveimur kóreskum farþegaþotum á
hverjum einasta degi í fimm ár.
Miður geðslegur stærðfræðilegur
samanburður. ótal fleiri dæmi
mætti nefna þannig að allar
prentvélar á íslandi hefðu vart
annað að gera, ef rifja ætti upp
hluta þeirrar blóðslóðar og
óþverraháttar sem liggur í kjöl-
fari Kremlarskútunnar.
Sögulega staðreyndin er sú,
hvernig sem horft er á þetta al-
þýðufangelsi, þar sem býr að mikl-
um meirihluta indælis fólk, þá eru
það valdhafarnir og byssugleði
þeirra sem málið snýst um. Mál-
staður Kremlarherranna er vond-
ur og stjórn þeirra byggist á kúg-
un, morðum á eigin þegnum, ofríki
og íhlutun um málefni annarra
þjóða. Málstaður þeirra er mál-
efnalega RANGUR.
Ekki er þar með sagt að mál-
staður ríkja Atlantshafsbandlags-
ins sé hvítskúraður og óaðfinnan-
legur. Gott getur yfirleitt orðið
betra og lýðræðið sér til þess að
gott þróast til betri áttar. Mann-
réttindi eru mest á jörðinni í ríkj-
um Atlantshafsbandalagsins og
telst það kjami málins. „Vald
spillir", sagði Acton lávarður, „en
gjörræðisvald gjörspillir." Gjör-
ræðisvald sér þannig til þess að
spillt vald þróast í ógnarstjórn.
Það er því mikill barnaskapur
að láta sér til hugar koma að til sé
einhver málamiðlun milli réttlæt-
is og ranglætis. Þeir sem vilja
komast hjá að taka afstöðu, eða
hafa ekki til þess kjark, geta ekki
flúið í eitthvert sjálfsblekk-
ingarskot og þóst hafa fundið
svarið: Að gerast „friðarsinni"
milli réttlætis og ranglætis; að
gerast „friðarsinni" milli frelsis
og kúgunar; að gerast „friðar-
sinni" milli góðs og ills. Slík
sjálfsblekking er barnaleg og á
vissan hátt skaðleg vegna þess hve
barátta þessara J'riðarsinna" er
öfgafull. í orðinu „friðarsinni"
felst mikil sjálfsdýrkun „friðar-
sinna“ á sjálfum sér. Með orðinu
er óbeint sagt að við, sem erum
ekki sammála heigulsháttarstefnu
þeirra, séum þar með „ófriðar-
sinnar".
Auðvitað vill allt heiðarlegt fólk
frið! En friður fæst aldrei með
undanlátssemi við samviskulausa
morðingja. Við getum einungis
tryggt frið með staðfestu um
frelsið. Við eigum að trúa því að
raunverulegt lýðræði megi komast
á í ríkjum Varsjárbandalagsins.
Ráði fólkið sjálft ríkjum þar í lýð-
ræðislegum kosningum þurfum
við ekki að kvíða. Tíminn mun
vinna með og valdahnignun
Kremlarforingjanna verður innan
frá. Málstaður þeirra verður ekki
gjaldgengur á einum sunnudegi
þótt afvopnunarviðræður séu
fyrirhugaðar. Allt heiðarlegt fólk
hlýtur að gera kröfu til aukinna
mannréttinda í austantjaldslönd-
unum. 90% Pólverja vilja komast
undan kúgun Varsjárbandalags-
ins. Það er leiðin. Vígbúnaðar-
kapphlaupið stöðvast af sjálfu sér
þegar lýðræði kemst á í ríkjum
Varsjárbandalagsins.
Um stöðu kirkjunnar
Kristin trú er einn af okkar
hornsteinum. Hornsteinn með eitt
af þyngstu ankerunum. Kirkjan er
þannig hluti af okkar daglega lífi.
En í hinu guðlausa flokksríki
Kremlarherra þurfa kristnir
menn að fara með faðirvorið í fel-
um! Eins og áður var minnst á
skrifaði Dr. Amór Hannibalsson
mjög góða grein í DV 23. okt. sl.
Þar lýsir hann m.a. vantrú sinni á
undanlátssemi vestrænna kirkju-
leiðtoga gagnvart Kremlarforyst-
unni. Dr. Arnór spyr: „Hversu trú-
verðugur verður boðskapurinn um
náungakærleika, ef kirkjan getur
ekki sýnt þeim trúbræðrum sínum
sem eru ofsóttir samúð?"
Mönnum er stungið í svartholið
fyrir þá „sök“ að „srnygla" biblíum
til landsins. Yfirvöld í Sovét
traðka á því sem við köllum
kirkjulega menningu. Hjá þeim er
jafnvel trúfrelsi ímyndaður óvin-
ur! Biblían flokkast þannig undir
„andsovéskan" áróður og þá er nú
fokið í flest skjól. Dr. Arnór skrif-
aði einnig þrjár greinar í Mbl. 5.,
6., og 7. sept. sl. Mig langar að
þakka honum skrifin. Þau eru holl
lesning fyrir herstöðvaandstæð-
inga og aðra landsmenn. Minn-
umst þess að Dr. Arnór stundaði
Kristinn Pétursson
„Helstu rök herstöðva-
andstæðinga gegn þess-
um stöðvum eru að þá
séum við „skotmark“.
Ég spyr: Hvaða hernað-
arlega mikilvægur blett-
ur á jörðinni er ekki
skotmark hjá herfor-
ingjunum í Kreml?
Þeirra eigin þegnar eru
líka skotmark. Það er
fjarstæða að halda því
fram, að stöðvar þessar
auki hættuna fyrir ís-
land.“
nám við háskóla í Moskvu og
Varsjá og talar því af reynslu og
þekkingu sem vert er að meta.
Sl. haust var sovéskur rokk-
hljómlistarmaður dæmdur í
tveggja og hálfs árs þrælkunar-
vinnu eftir misheppnaðar „lækn-
ingaaðgerðir" á geðveikrahælum.
Maðurinn heitir Valeri Barinov og
var gefið að sök að „hafa ætlað
yfir sýslumörk án tilskilinna
leyfa". Yfirvöld þar í landi hafa
lengi haft horn í síðu Barinovs því
hann boðar kristinn boðskap í
dægurlagasöngvum sínum. Kona
hans og tvö börn mega búa við það
að fjölskyldufaðirinn sé tugthús-
limur og mega bjarga sér sjálf á
meðan. Annað nýlegt dæmi er um
Olgu, dóttur Svetlönu Stalín. Allt
fór í loft upp í Moskvu í haust
þegar Olga mætti með kross í festi
um hálsinn í skólann þar sem guó-
leysi er meðal kennslugreina!
Ljóst má því vera að kirkjan á
Vesturlöndum hefur þeirri skyldu
að gegna að hefja baráttu fyrir
"<rv,