Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 15 StofnlánadeOd landbúnaðarins: 40 % aukning útlána að raungildi frá fyrra ári mest aukning í lánveiíingum til loðdýraræktar og jarðakaupa LÁNVEITINGAR úr Stofnlánadeild landbúnaðarins voru á síðastliðnu ári rúmlega 40% meiri að raungildi en árið á undan. Þrátt fyrir þessa aukningu eru lánveitingar sjóðsins þó aðeins um 72%af því sem þær voru á árinu 1974. Á árinu voru lán sjóðsins samtals að fjárhæð 225 milljónir kr. Að sögn Leifs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra stofnlána- deildarinnar, hafa þær breytingar orðið á lánveitingum sjóðsins á undanförnum árum að minna hef- ur farið til framkvæmda í hinum hefðbundnu búgreinum, en aukið fjármagn farið til nýrri búgreina, sérstaklega loðdýraræktar. Ef skoðuð er tafla yfir lánveit- ingar deildarinnar síðastliðið ár og þær bornar saman við lánveit- ingar árið 1983, framreiknaðar til verðlags ársins 1984, kemur í ljós að einna mest hefur aukningin orðið í jarðakaupalánum og lánum til loðdýraræktar, en þetta eru jafnframt stærstu lánaflokkar deildarinnar. Til jarðakaupa fóru 47 milljónir, sem er 77% meira en árið áður og 38,2 milljónir til loð- dýrabúa og fóðurstöðva og er það einnig um 77% aukning frá fyrra ári. I fjósbyggingar og tæki því tilheyrandi fóru 34,5 milljónir, sem er 27% meira fé að raungildi Jarðakaupalán Ræktunarframkvæmdir Fjós + mjaltakerfi og tankar Fjárhús Hesthús Svínahús Hænsnahús Þurrheyshlöður Votheyshlöður Geymsluhús Gróðurhús Kartöflu- og grænmetisgeymslur Vélaverkstæði Flekamót Dráttarvélar Þungavinnuvélar Blásarar og aflvélar Fjárréttir og leitarmannahús Fóðurblöndunarstöðvar G raskögglaverksm iðj ur Mjólkurstöðvar Slátur- og frystihús, kjötvinnslust. Hita- og vatnsveitur Lax- og silungsrækt Loðdýrabú og fóðurstöðvar íbúðarhús, nýbyggingar og endurbætur Lánveitingar stofnlánadeildar alls kr. Hlutfall lánveitinga. Árið 1974 sett sem 100; Stofnlánadeild án íbúðarhúsalána en fór til þessa lánaflokks árið áð- ur. 1 lán til sláturhúsa, frystihúsa og kjötvinnslustöðvar fóru 19,8 milljónir, sem er 74% meira en árið 1983 en svipað og árin þar á undan. Til kaupa á dráttarvélum fóru 17,8 milljónir, sem eru 73% meira en árið áður. Þá fóru 14,6 milljónir til byggingar votheys- hlaða, sem er um 70% aukning frá árinu áður, en á móti hafa lánveit- ingar til þurrheyshlaða dregist saman. Skýringar á mikilli aukningu fjármagns til jarðakaupa sagði Leifur að væru þær að í fyrra hefðu lánin verið hækkuð að raungildi en jafnframt orðið meiri ásókn í þau. Þannig hefðu 128 lán verið veitt á móti 100 flest árin á undan. Þá sagði hann að meiri ásókn hefði verið í lán út á dráttarvélakaup en árin á undan. 150 lán hefðu verið veitt á móti um 100 á ári næstu ár á undan. Þá hefði orðið að hafna eða fresta 100 1974 1982 1983 1984 16.972 25,932 26.612 47.063 6.191 292 6 158 56.888 18.778 27.237 34.572 43.275 13.556 12.668 11.142 392 263 284 103 3.981 3.247 Q CCC o.OOO 2.143 6.961 2.840 2.144 1.953 32.093 12.505 8.883 9.198 4.444 7.967 8.618 14.603 9.831 6.466 2.298 5.064 3.557 5.895 5,094 8.021 0 2.719 1.455 750 6.924 0 0 0 0 920 0 0 37.650 13.084 10.292 17.863 5.043 2.959 4.780 3.538 0 515 175 175 75 0 184 937 5.169 0 0 0 0 2.927 639 400 18.891 9.144 5.909 1.487 48.148 20.915 11.382 19.860 316 1.191 3.256 6.690 1.608 1.144 385 1.600 1.662 15.495 21.551 38.240 310.071 168.754 157.518 225.560 36.062 0 0 0 346.133 168.754 157.518 225.560 100 54 51 72 umsóknum vegna fjárskorts. Sagði hann að nú lægju fyrir 280 umsóknir um lán út á dráttarvéla- kaup. Aðspurður um skýringar sagði Leifur að lítil endurnýjun hefði orðið á vélakosti á undan- förnum árum en takmörk væru fyrir því hvað bændur gætu dregið slíkt lengi. Virtist nú komið að því marki. Lán úr Lífeyrissjóði bænda hafa aftur á móti aukist mikið undan- farin ár. í fyrra lánaði lífeyrssjóð- urinn 17,9 milljónir kr. til bú- stofnskaupa frumbýlinga á móti 11,3 milljónum árið áður, á verð- lagi ársins 1984. Lánað var 3,1 milljón til íbúðarhúsabygginga en óbundin lán lífeyrissjóðsþega námu 36 milljónum kr. á móti 20,5 milljónum árið áður. Vínartónleikar Tónlíst Jón Ásgeirsson Páll P. Pálsson leiddi Sinfón- íuhljómsveit íslands á síðustu tónleikum sveitarinnar og voru eingöngu flutt tónverk eftir Jo- hann Strauss og Franz Lehár. Þeir tveir eru einna frægastir þeirra er sömdu þá ljúfu og skemmtilegu tónlist, sem ýmist er kölluð Vínartónlist eða ein- faldlega Vínarvalsar. Þrátt fyrir það að valsinn sé aflmestur í skemmtiverkum Vínarhöfunda bregður þar ýmsu fyrir, svo sem mörsum, polkum og balkönskum dönsum. Til liðs við hljómsveit- ina var fenginn söngvari frá Austurríki og samkvæmt því sem stendur í efnisskránni er Michael Pabst eftirsóttur söngv- ari og á að baki fjölbreytilegan söngferil. Michael Pabst er góð- ur söngvari en trúlega nokkuð þungur í tóntaki fyrir svo létta tónlist sem Vínartónlist. Micha- el Pabst söng aðeins tvö lög eftir Lehár, þrjú úr óperunni Bros- andi land úr söngverkunum Zarewitsch, Paganini og Giud- itta, eitt lag úr hverju verki. Eins og fyrr segir er Pabst góður en nokkuð þungur, hélt vel þeim háu tónum er hann náði nokkuð vel en lét eiga sig að skella sér upp á toppinn sem hlustendur biðu eftir og hefðu haft af mikið gaman. Allt um það, áheyrendur kunnu að meta tónmennt Vínar- anna undir hressilegri stjórn Páls, enda er þessi tónlist kunn flestum er eitthvað hlusta á tón- list. Jafnvel tónlistin úr óper- unni Giuditta, sem hefur ekki verið hreyft við hér á landi að því er undirritaður veit best, hljómaði kunnuglega eftir þá kynningu sem þessi tónlist hafði fengið í Berlínarmynd Fassbind- ers. Það var létt yfir þessum tón- leikum og voru þeir vel sóttir, þó að Nicolai Gedda sæi sér ekki fært að koma og syngja fyrir okkur að þessu sinni. M músi iviyrK fisikd rkir Tónlíst agar Egill Friöleifsson Norræna húsið, 26. janúar, 1985. Flytjendur: Blásarakvintettinn frá Falum. Efnisskrá: Verk eftir Joonas Kokkonen, Carin Malmlöf-Forssl- ing, Leif Þórarinsson, Bo Nilsson og Hans Holewa. Þá eru myrkir músikdagar gengnir í garð, árlegur viðburður í tónlistarlífinu sem Tónskálda- félag íslands stendur að. Á þess- um dögum er áhersla lögð á að kynna íslenska samtímatónlist og gjarnan eru nýsmiðar frum- fluttar. Stundum er einhver einn tónhöfundur kynntur sérstak- lega. Svo er þó ekki nú, heldur eru verkin úr ýmsum áttum og kennir þar margra grasa. Áhugamenn um íslenska samtímatónlist geta því vel unað sínum hag þessa dagana. Boðið er upp á marga áhugaverða tón- leika, sem væntanlega gefa nokkuð glögga mynd af þvi hvað helst er að gerast í smiðjum tónskáldanna. Að þessu sinni hófust myrkir músíkdagar með tónleikum Falum-blásarakvintettsins frá Svíþjóð í Norræna húsinu sl. laugardag. Á efnisskránni voru verk eftir fimm norræn tón- skáld, sem er vel við hæfi á þess- um stað. Falum-blásarakvintett- inn hefur getið sér gott orð. Hann skipa snjallir hljóðfæía- leikarar, vel samæfðir, sem gerðu viðfangsefnum sinum hin bestu skil. Tónleikarnir hófust á blásarakvintett eftir Joonas Kokkonen, fallegt verk og vel samið. Þá lék Hans Malmsten á flautuna sina „Sonata svickel" eftir Carinu Malmlöf-Forssling. Þetta er einföld, ljóðræn en fremur átakalítil tónsmíð og var hér blásin af mýkt. Við heyrðum einnig blásarkvintett Leifs Þór- arinssonar frá 1974, snotur lítil tónsmíð og hér ágætlega flutt. Eftir hlé blés Falum-kvintettinn fyrst tónsmíð eftir Bo Nilsson er hann nefnir „Déja Connu — Déja Entendu". Um höfundinn segir m.a. svo í efnisskrá: „að hann hafi allt i einu birst sem fullskapaður framúrstefnumað- ur á heimsmælikvarða fyrir um þremur áratugum". Það kom því á óvart hve hefðbundin þessi tónsmið hans er og raunar dísæt á köflum bæði hvað varðar lag- linur og hljómasambönd, þar sem hvergi örlar á framsæknum hugmyndum. Miklu fremur er hér um að ræða einskonar aft- urhvarf til siðrómantíkur, eins frumlegt og það nú er. Það sem hélt hins vegar at- hygli áheyrandans var fram- úrskarandi leikur þeirra Fal- um-félaga, sem var svo hreinn og fágaður að hann hlaut að gleðja hvert tónelskt eyra. Að lokum léku þeir svo blásara- kvintett eftir Hans Holewa, sem er staðfastur tólftónasinni og músíkin eftir því. Myrkir mús- íkdagar fóru vel af stað. Falum- blásarakvintettinn er góður gestur. Hafi hann þökk fyrir komuna. Hér að ofan er tafla yfir lánveit- ingar Stofnlánadeildar landbún- aðarins eftir lánaflokkum og nokkur fyrri ár til samanburðar en þær tölur framreiknaðar miðað við byggingavísitölu í júlí 1984, allt í þúsundum kr. Ný stjórn í Stálfélaginu ÁGÚST Valfells og Gunnar Bjarna- son voru kosnir í stjórn Stálfélagsins hf. á aóalfundi félagsins sem hald- inn var á fimmtudagskvöldió, en úr stjórninni gengu Jón Magnússon og Sveinn Sæmundsson. Aðrir í stjórn eru: Leifur A. ís- aksson, sem verið hefur formaður stjórnar, Leifur Hannesson og Göran Oberger. Leifur A. tsaksson sagði í samtali við blm. Mbl. að eindrægni hefði ríkt á fundinum um málefni félagsins. Nú væri beðið eftir ríkisábyrgð á erlendu láni til byggingar I. áfanga, það er völsunarstöðvar. Fjármálaráð- herra hefði lagt fram frumvarp á Alþingi um málið og fyrr en það yrði afgreitt væri ekkert hægt að gera. ; ^nLuglýsinga- : 1 siminr er 2 24 801 HEIMILISrÖLVA ARSINS Flest virtustu tölvublöð Evrópu og Bandaríkjanna hafa nýlega kosið Commodore 64 heimilistölvu árs- ins annad áriö í röðl Þetta sýnir svo ekki verður um villst aö Commodore 64 er ein öflugasta og vinsælasta heimilistölva sem völ er á í dag. Commodore 64 er í raun miklu meira en heimilistölva; hún er heilt tölvukerfi því viö Commodore 64 heimilistölvuna eru fáanlegir prentar- ar, diskettudrif, teiknarar og fjöldi annarra tækja, að ógleymdu sennilega mesta úrvali forrita, sem fáan- legt er á nokkra tölvu. Taktu þátt í sigurgöngunni og veldu þér Commo- dore 64 heimilistölvu. Hún svíkur engan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.