Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANtJAR 1985 21 Athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur — eftirGuðrúnu Agnarsdóttur Nú lifa aðeins nokkrar vikur af alþjóðaári æskunnar en þegar hafa heyrst í fjölmiðlum ýmis tíð- indi, sem beinlínis varða æskuna. Æskulýðsráð og aðrir, sem sinna málefnum unglinga, hafa á prjón- unum fyrirætlanir um að efla og brydda upp á nýjungum í tóm- stundastarfi og enn önnur félög og samtök hyggjast beina athygli sinni að málefnum unglinga. Það er þó ekki ýkja langt síðan unglingar urðu til sem sérstakur afmarkaður aldurshópur í þjóðfé- laginu. Áður voru mun óljósari mörk milli barna og fullorðinna, enda krafist vinnuframlags og þátttöku af öllum, strax og þeir gátu vettlingi valdið og urðu þá gjaldgengir í samfélagi hinna full- orðnu. Það tilfinningalega lík- amlega breytingaskeið, sem barn- ið þarf að ferðast um yfir í land hinna fullorðnu, skapar þó um- deilanlega sérstöðu fyrir þá, sem kallast unglingar, sérstöðu, sem samfélagsgerð okkar undirstrikar. Margvíslegur framleiðslu- og þjónustuiðnaður hefur komið auga á þessa sérstöðu og beinir á óvæg- inn hátt viðskiptum sínum að unglingum, fatnaði, hljómlist, kvikmyndum, leiktækjum o.s.frv. Vágestir á vegi unglinga En það eru ýmsir fleiri gestir úr heimi hinna fullorðnu, sem verða á vegi unglinga og viðkynning við suma þeirra veldur unglingum svo mikilli ógæfu og tjóni, að þeir komast ekki heilir og óskemmdir til fullorðinsáranna. Einn slíkur vágestur er fíkni- efni, en neysla þeirra hefur farið vaxandi hérlendis á sl. árum, bæði meðal fullorðinna og unglinga. Þau efni, sem telja má til fíkni- efna, eru margvísleg og vissulega ekki öll jafn hættuleg. Þó vilja þau oft renna í sama farvegi og því leiðir neysla þeirra hættuminni oft til neyslu þeirra, sem hættu- legri eru. Lögmál fíkniefnamark- aðarins eru síðan alls staðar þau sömu, hörð, óvægin og hlífa eng- um. Á allra síðustu árum hefur auk- ist verulega bæði framboð og fjöl- breytni þeirra fíkniefna, sem eru á boðstólum hérlendis og aldurshóp- ur neytenda er orðinn breiðari. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem vinna að málum unglinga er í dag hópur unglinga frá 13 ára aldri a.m.k., jafnvel yngri, sem neytir fíkniefna reglulega, sumir daglega. Þessi hópur notar flest þau efni, sem aðgengileg eru á markaðnum hverju sinni og neytir efnanna á ýmsan hátt. Virðist fara vaxandi sú tilhneiging að sprauta ýmsum efnum beint í æð og gildir þá einu nvort um er að ræða áfengi, muldar sjóveikitöfl- ur, amfetamín eða annað. Grunur leikur ennfremur á því, að þau efni, sem eru í duftformi séu oftar en ekki blönduð öðrum efnum, eins og t.d. talkúmi eða sykrung- um til að drýgja þau eða jafnvel heróíni til að skapa stærri og háð- ari neytendahóp. Það þarf ekki að tíunda þá hættu, sem hlýst af því að sprauta slíkum efnum beint inn í blóðrásina. Utangarðsbörn í þessum hópi eru unglingar, sem flestir eru hættir í skóla og margir án þess að hafa lokið lög- boðnu skyldunámi. Þeir eru ekki í vinnu eða stunda hana stopult og eru að miklu leyti lagstir út en hafast við í tilviljanakenndu hús- næði eða skjóli, eins og hitaveitu- kompum og þvílíku, sem er þeirra eina örugga athvarf. Þessir ungl- Þau efni, sem telja má til fíkniefna eru marg- vísleg og vissulega ekki öll jafn hættuleg. Þó vilja þau oft renna í sama farvegi og því leið- ir neysla þeirra hættu- minni oft til neyslu þeirra sem hættulegri eru. ingar fjármagna neyslu sína á ýmsan hátt, með ígripavinnu, sölu og dreifingu fíkniefna, eitthvað er um þjófnað og önnur lögbrot og sögur hafa heyrst um vændi barn- ungra stúlkna. Þessi harði kjarni ungra neyt- enda, sem er á aldrinum allt frá 11—16 ára og telur um 20—30 ein- staklinga að því er talið er, hefur síðan óæskileg áhrif á svonefndan áhættuhóp, sem neytir fíkniefna að staðaldri og telur marga tugi unglinga. Þar eru börn allt frá 10 ára aldri, sem farin eru að nota fíkniefni í einhverjum mæii og stöðugt verða þau börn yngri, sem þreifa fyrir sér í þessum efnum. Þetta gæti verið barnið þitt Oft er um að ræða einstaklinga, sem búa við erfiðar aðstæður á heimili og í skóla og koma frá lág- launahópum þjóðfélagsins. Þetta er þó ekki einhlítt því að börn, sem alist hafa upp við góðar aðstæður, geta líka ánetjast vímuefnafíkn. Það er ótrúlegt, að nokkur ætli sér eða vilji verða háður vímuefnum en það, sem byrjar annað hvort sem flótti frá raunveruleika, sem unglingurinn ræður ekki við, eða þá sem fikt, rekið af ævintýra- löngun eða löngun til að upphefja sig í augum félaganna, getur fyrr en varir orðið að líkamlegum og sálrænum bindandi vana og ungl- ingurinn missir stjórn á neyslu sinni. Mörg þeirra Sarna og ungl- inga, sem eru reglulegir neytendur fíkniefna hafa þegar beðið óbæt- anlegt tjón á heilsu sinni. Önnur eru í mikilli hættu. Þau ráfa um umhirðulítil og vanrækt á þeim stöðum þar sem unglingar leita saman, áður á Hallærisplaninu en nú í seinni tíð á Hlemmtorgi og í leiktækjasölum þar í grennd, en langstærstur hluti þessa vanda- máls er bundinn við höfuðborg- arsvæðið. Sum eru illa haldin eða ósjálfbjarga og eiga í ekkert hús að venda vegna félagslegra vand- ræða. Flest þurfa þau læknismeð- ferð, hjúkrun og félagslegan stuðning um lengri eða skemmri tíma og þörf þeirra er brýn. Fíkniefnaneysla er smitandi Haft hefur verið á orði, að vímuefnafíkn mætti líka við smitsjúkdóm og áður var minnst á þann áhættuhóp, sem verður fyrir áhrifum af hinum harða kjarna reglulegra neytenda. Áhættuhóp- urinn er síðan óhjákvæmilega í tengslum við jaðarhópa bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni, sem standa fjær en eru samt í hættu. Enginn veit hvað þessir Guðrún Agnarsdóttir hópar eru stórir en víst er, að við höfum ekki efni á því að missa eitt einasta ungmenni í súginn á þenn- an hátt. Eðlileg viðbrögð til „sóttvarnar", ef svo mætti að orði komast, eru m.a. að einangra smitberana og uppræta þann jarð- veg þar sem smitsjúkdómurinn þrífst. Vegna aldurs síns eiga þessir einstaklingar ekki greiða leið inn í kerfið til að njóta þeirrar heil- brigðis- og félagslegu þjónustu, sem þeir þurfa. Þingsályktunartillaga Kvennalistans Þingmenn Kvennalista hafa lagt fram á Alþingi þingsályktun- artillögu, sem hvetur til þess að gera skyndiátak til að skipuleggja samvinnu milli heilbrigðis- og fé- lagsmálastarfsfólks um meðferð- arúrræði í þessum efnum. Er lagt til að skipuð verði þriggja manna nefnd, sem geri tillögur um úrræði þ.e.a.s. athvarf og stuðning fyrir þennan hóp, og skili hún tillögum sínum fyrir 1. maí 1985. Ennfrem- ur er lagt til, að nefndina skipi fulltrúi heilbrigðiskerfisins, full- trúi Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar og fulltrúi frá Ungl- ingaheimili ríkisins. Umræður hafa þegar farið fram um þessa tillögu á Alþingi og hún verið send til nefndar. Þær um- sagnir, sem leitaö var eftir og bor- ist hafa eru allar jákvæðar. Lengi hefur verið áætlað að sinna geðheilbrigðismálum ungl- inga, m.a. byggja sérstaka ungl- ingageðdeild. Það er kostnaðar- samt og verður því tæplega á dagskrá á næstunni. Hins vegar þola vandamál þess tiltölulega fámenna hóps ungra fíkniefnaneytenda ekki að bíða slíkrar lausnar. Ég álít, að þessi mál megi leysa með góðum vilja, samræmingaraðgerðum og tiltölu- lega litlum kostnaði, miklu fremur en fjárfrekum meðferðarúrræð- um, sem krefjast byggingar á nýju húsnæði. Við skulum ekki gleyma því, að flestir nýir neytendur fíkniefna verða til vegna þrýstings þeirra, sem fyrir eru. Að bjarga einum forföllnum fíkniefnaneyt- anda getur því jafnframt forðað mörgum öðrum unglingum frá þessari hættu. Þessi hjálp við þá, sem eru aðframkomnir, er því jafnframt fyrirbyggjandi aðgerð. Metnaður heilbrigðis- yfirvalda íslendingar hafa lögum verið ólatir við að leita þeirra, sem vill- ast og týnast af leið sinni og bera hinar mörgu hjálpar- og björgun- arsveitir glöggt vitni þessarar ósérhlífni. Þeir unglingar, sem rata í villu vímuefna, eru engu síð- ur týndir, veglausir og heillum horfnir en þeir, sem lenda í vond- um veðrum. Ég tel það vera verðugt verkefni fyrir heilbrigðisyfirvöld að koma á fót athvarfi fyrir unga fíkniefna- neytendur á alþjóðaári æskunnar og leggja þannig fram skerf til lausnar þess mikla vanda, sem fíkniefnaneysla er. Hvað finnst þér, lesandi góður? Gudrún Agnarsdóttir er alþingis- maður fyrir Samtök um krenna- lisla. Rrík 24/1 1985. Kaupmannahöfn V Ástarsamband til eilífðar Odýrasta ferðin okkar til kostar aðeins kr. 11.090 Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaup- mannahafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu. Verðin eru einstaklega hagstæð: Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 11.090.- Innifalið er flug og gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og soluskattur. Flug- vallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 12.463.- Sjö daga ferð kostar kr. 16.912.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.