Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: „Ekki orð um yfir- lýsingar Þrastar“ Engin rödd mótmælt vinstri viðræðunum innan flokksins SVAVAR (JesLsson formaður Alþýðu- handalagsins segir, að full samstaða sé innan Alþýðuhandalagsins um við- rsður við vinstri flokkana um „nýtt landsstjórnarafl“ og að engin rödd hafi komið fram innan flokksins, sem mótmælt hafi þeim hugmyndum. Svavar var spurður í tilefni af yfirlýs- ingum Þrastar Ólafssonar formanns verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalags- ins í Mbl. síðasta sunnudag þess efn- is, að hugmyndir Alþýðubandalagsins hyggðust ekki á raunhæfu mati og að vinstri flokkarnir, sem forusta Al- þýðubandalagsins hefði kynnt um- ræðugrundvöll við, hefðu ekki til að bera það afl í íslenzku þjóðfélagi sem til þyrfti að koma. Til að skapa það afl sem til þyrfti sagðist Þröstur hafa mesta trú á samvinnu Sjálfstæðis- flokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Aðspurður um yfirlýsingar Þrastar sagði Svavar fyrst: „Ég segi nú ekkert um þær, en stefna Alþýðubandalagsins i þessum mál- um liggur fyrir. Við teljum það brýna nauðsyn að safna liði félags- hygRjufólks í þessu landi og þess vegna hefur þessi stefna verið mót- uð í flokknum með ítrekuðum sam- þykktum aftur og aftur bæði á flokksráðsfundi og miðstjórnar- fundum, landsfundi og víðar. Okkar afstaða í þessu er alveg ótvíræð og hún byggist á því að safna saman liði félagshyggjufólks til þess að hafa í fullu tré við aft- urhaldsöflin á fslandi." Svavar var spurður, hvort ekki mætti túlka stöðuna innan Alþýðu- bandalagsins samkvæmt þessari óliku túlkun hans og formanns verkalýðsmálaráðs þannig að ágreiningur væri umtalsverður milli verkalýðsforustunnar og for- ustumanna flokksins. Hann kvað svo alls ekki vera og sagði enn- fremur: „Það er algjör samstaða um þetta í flokknum og það hefur aldrei komið fram nein rödd um það innan flokksins, sem hefur mótmælt þessum hugmyndum." — En nú kemur þessi rödd fram í viðtali við Þröst í Mbl. sl. sunnu- dag? „Já, það kemur fram í Morgun- blaðinu og það er svo ykkar að leggja það út.“ Svavar var í framhaldi af þessu spurður, hvort hann væri með þessu svari að vefengja að Þröstur væri að lýsa skoðunum sínum, eða hvort hann væri að vefengja stöðu Þrastar innan Alþýðubandalags- ins. Hann svaraði: „Ég ætla ekki að segja orð um það. Ég er búinn að segja það sem ég ætla að segja um þetta mál.“ Ijósm. Mbl./Bjarni Forsvarsmenn starfsmanna útvarps og sjónvarps kynntu blaðamönnum viðhorf sín til ákæru saksóknara á hendur þeim fyrir að leggja niður vinnu hinn 1. október sl. Á myndinni eru Ævar Kjartansson, Ógmundur Jónasson, Dóra Yngvadóttir, Kagnheiður Valdimarsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Gunnar Baldursson, en á myndina antar Ágústu Kristinsdóttur. „Grimmileg aðför að sam- tökum íslenskra launamanna“ — segja starfsmenn útvarps og sjónvarps um ákæru ríkissaksóknara á hendur þeim STJÓRNIR starfsmannafélaga útvarpsins og sjónvarpsins boðuðu í gær til blaðamannafundar til að kynna viðhorf félagsmanna til ákæru ríkissaksókn- ara á hendur þeim fyrir að leggja niður störf hinn 1. október sl. ögmundur Jónasson, formaður Starfsmannafélags sjónvarpsins, sagði, að það væri með ólíkindum hvernig að máli þessu væri staðið hjá embætti ríkissaksóknara. „Fréttatilkynning um ákæru á hendur 10 forsvarsmönnum starfsfólks sjónvarps og útvarps hefur verið send til fjölmiðla, en ekki ennþá birt starfsmönnunum sjálfum og eru þó liðnar tvær vik- ur,“ sagði ögmundur. „Að auki spyrðir ríkissaksóknari saman tvö gersamlega óskyld mál í fréttatil- kynningunni, þ.e. ákæru á hendur forsvarsmönnum DV og Frjáls- hyggjufélagsins fyrir útvarps- rekstur og ákæru á hendur okkur. Þar með tekur saksóknari undir þau sjónarmið DV og Frjáls- hyggjufélagsins að gerðir þeirra séu réttlætanlegar í ljósi verk- fallsaðgerða á ríkisfjölmiðiunum. Við viljum leggja sérstaka áherslu á að þessi mál eru með öllu óskyld." í fréttatilkynningu frá starfs- mannafélögum útvarps og sjón- varps segir, að starfsmenn hafi staðið nær einhuga að þeirri ákvörðun að leggja niður vinnu þar sem fjármálaráðuneytið hafði ekki greitt þeim laun á lögbundinn hátt. Fjölmargir aðrir launamenn hafi mótmælt með sama hætti. Ákvörðun um að leggja niður störf hefði verið tekin með fullkomlega lýðræðislegum hætti og allflestir starfsmenn Rikisútvarpsins hafi nú vottfest með undirskrift sinni að svo hafi verið. Bent er á, að nokkrum sinnum hafi komið til þess að útvarpi og sjónvarpi hafi verið lokað í kjarabaráttu með svipuðum hætti og gert var í október, án þess þó að haft hafi verið í hótunum um fangelsisvist. í niðurlagi fréttatilkynningarinn- ar segir: ..Ákæra rikissaksóknara vekur þá spurningu hvort á ís- landi sé nú runninn upp sá tími þar sem fólk sem tekur þátt í lýð- ræðislegri kjarabaráttu megi bú- ast við að standa stöðugt frammi fyrir dómstóium. Við hvetjum alla þá sem vilja að á íslandi fái að starfa sjálfstæð og frjáls verka- lýðshreyfing að staldra nú ögn við og íhuga þessi mál af kostgæfni því að ljóst er að hafin er grimmi- leg aðför að samtökum íslenskra launamanna." Talsverð hreyfing á SÍS-skuldabréfum TALSVERÐ hreyfíng hefur verið á sölu skuldabréfa sem Samband ís- lenskra samvinnufélaga hefur boðið út, en sala þeirra hófst á sl. föstudag. Samkvæmt upplýsingum, sem feng- ust hjá Kaupþingi hf síðdegis á mánu- dag, virtist vera mikill áhugi fyrir bréfunum og var þá búið að ganga þar frá sölu á bréfum að upphæð um 7 milljónir króna. Útboðið nljóðar upp á skuldabréf að nafnverði um 50 milljónir króna, sem svarar til 38,8 milljóna króna að söluverði á gengi dagsins í dag. Eins og greint var frá í frétt Morg- unblaðsins sl. föstudag auglýsti Kaupþing hf. bréfin til sölu, en auk þess eru þau í sölu hjá Samvinnu- bankanum og Fjárfestingarfélag- inu. Öll bréfin eru til 5 ára, svoköll- uð kúponbréf og í boði er ávöxtun, sem er 11% umfram verðtrygg- ingu. Reiðskóla Herberts og Reynis í Þýskalandi stefnt í tvísýnu: Bannað að flytja hesta út í gámum á þilfari „Gámarnir nánast eins og hesthús,“ segir Herbert og vill fá undanþágu til reynslu „ÞAÐ yrði mikið reiðarslag fyrir okkur að koma hrossunum ekki út nógu snemma. Við erum búnir að leggja í mikinn kostnað þarna úti, taka búgarðinn á leigu í tvö ár, auglýsa í erlendum blöðum, panta bása á Eqvitana-hestasýningunni og kaupa hrossin hérna heima og þjálfa þau að hluta til. Ef undanþága fæst ekki er grundvellinum algerlega kippt undan fyrirætlunum okkar,“ sagði Herbert Olason frá Akureyri í samtali við Mbl. þeim með þessari ferð, því útlit er fyrir að verkfall undirmanna á farskipum skelli á í vikunni en óvíst er hvað það stendur lengi. Herbert var búinn að fá leyfi til útflutningsins í viðskipta- ráðuneytinu og meðmæli frá hrossaútflutningsráðunautinum en dýralæknir vildi ekki skoða hrossin um helgina nema leyfi iandbúnaðarráðuneytisins lægi fyrst fyrir. Landbúnaðarráðu- neytið hefur hins vegar ekki talið sig geta gefið leyfi fyrir útflutn- ingnum vegna þess að samkvæmt gamalli reglugerð er bannað að flytja hesta út ofanþilja nema yfir hásumarið. Á þessu strand- aði málið og hafa þeir félagar nú misst af því að koma hestunum út Herbert og Reynir Aðalsteins- son á Sigmundarstöðum, sem báðir eru landsþekktir hesta- menn, hafa tekið á leigu stóran búgarð í Mið-Þýskalandi þar sem þeir ætla að koma á fót reiðskóla og alhliða hestamiðstöð fyrir ís- lenska hestinn. Ætla þeir að byrja með 35 hesta sem þeir hafa keypt hér á landi, meðal annars sýna þá og selja eitthvað af þeim á stórri hestasýningu sem hefst í byrjun mars. Herbert var búinn að semja við Hafskip um að flytja hestana til Hamborgar, með skipi sem heldur áleiðis þangað í dag, í sérstaklega innréttuðum hesta- flutningagámum. Hann er kom- inn með hestana til Reykjavíkur og lagði mikla áherslu á að koma með skipinu í dag. „Ég tel mig vera að bjóða upp á besta hugsanlega flutningsmáta. Þetta eru sérstaklega innréttaðir gámar, nánast eins og hesthús, sem menn kunnugir skipaflutn- ingum telja ekki síðri en flutning í lest. Ef ég fengi að reyna þetta yrði brotið blað í sölu og útflutn- ingi hesta, flutningsgjöldin nást niður auk þess sem mögulegt er að koma hestunum út á aðal- markaðstímanum. Síðan er það einhver gömul reglugerð í land- búnaðarráðuneytinu sem stöðvar allt og enga undanþágu virðist vera hægt að fá,“ sagði Herbert. Gunnar Bjarnason, hrossaút- flutningsráðunautur rikisins, sagðist í samtali við Mbl. lengi hafa haft áhuga á að taka upp gámaflutninga á hrossum. Að flytja hesta í gámum með stóru gámaflutningaskipunum sagði Gunnar að væri „eins og að ríða fram og aftur í Vatnsdalshólun- um“. Sagði Gunnar að þetta framtak Herberts og Reynis væri mikið framfaramál fyrir hesta- útflutninginn og því sárgrætilegt að það skyldi stranda á landbún- Morgunblaðift/Friðþjófur Herbert teymir einn gæðinginn inn í einn af hrossaflutningagámunum sem hann hefur innréttað. aðarráðuneytinu sem væri fast í reglugerðum sem leyfðu mönnum ekki að hugsa heila hugsun. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði að útflutningur hrossa með þessum hætti væri óheimill samkvæmt gildandi reglugerðum. Aðspurður um hvort hann væri því fylgjandi að gefin yrði út undanþága til að reyna þennan flutningsmáta, sagði hann að fyrst væri nauð- synlegt að kanna málið nánar, meðal annars leita upplýsinga hjá dýralæknum um það hvort þeir teldu þet.ta ráðlegt. Sagðist hann ekki leggja dóm á málið fyrr en hann hefði fengið nánari upplýsingar. Sagði hann að sér fyndist dálítiö furðulegt að Her- bert og Reynir skyldu ekki ræða málin fyrr við ráðuneytið, því þeim hlyti að hafa verið kunnugt um þessa reglugerð og gætu varla ætlast til að fá undanþágu af- greidda eins og skot. Aðspurður kvaðst hann vera hlynntur þessu framtaki þeirra, sem hann sagði lofsvert, en það yrði að vera ein- hver grundvöllur fyrir því. Það hefði einmitt glatt hann að sjá íslenska hesta á sýningu sem hann hefði sótt úti í Þýskalandi um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.