Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANtlAR 1985
35
og vin. Börnin hans sex, Monika,
ísfold, Jóhannes, Hrönn, Ásgerður
og Eggert, eiga minningu um mik-
ilhæfan og mikilsvirtan föður,
sem var hvers manns hugljúfi.
Megi sú minning verða þeim hugg-
un harmi gegn.
Deyr fé
deyja frændr,
deyr sjálfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
(Hávamál)
Tengdasynirnir
Þann 18. þessa mánaðar lést í
sjúkrahúsi í Reykjavík, Helgi
Eggertsson, stýrimaður, en hann
hafði um árabil átt við vanheilsu
að stríða.
Helgi fæddist í Reykjavík 14.
júlí 1932 og voru foreldrar hans
ísfold Helgadóttir ættuð úr Lýt-
ingsstaðahreppi I Skagafirði og
Eggert Bjarni Kristjánsson frá
Bfldudal.
Systkini Helga voru 10 og kom-
ust 8 þeirra til fullorðinsára.
Helgi tók próf frá Stýrimanna-
skóla tslands 1957 og stundaði það
starf til ársins 1962, en þá hóf
hann störf hjá Skýrsluvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar og
vann þar til dauðadags.
Hann giftist sama ár eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Jóhönnu Jó-
hannesdóttur, sem ættuð er úr
Skagafirði, og er ein af 7 dætrum
Moniku á Merkigili, sem þjóðkunn
er.
Helgi og Jóhanna eignuðust 6
mannvænleg börn, sem öll eru nú
komin yfir tvítugt og flest búin að
stofna sín eigin heimili og barna-
börnin eru orðin 7.
Þau hjónin reistu sér hús að
Fagrabæ 16 á fyrstu árum eftir að
byggð fór að rísa í því hverfi.
Arið 1978 gekk Helgi fyrst
formlega til liðs við Fylki, en það
ár var hann kosinn í stjórn
knattspyrnudeildar félagsins.
Á sama tíma var ég að láta af
störfum sem formaður Fylkis, en
þrátt fyrir það fór ekki fram hjá
mér og öðrum, sem fylgdust með
starfi félagsins, að til leiks var
mættur liðtækur maður, sem bar
titilinn „stýrimaður" með sæmd.
Frá athöfnum hans stafaði
ferskum andblæ, sem varð til að
glæða starfsemi Fylkis nýju lffi.
Hann átti frumkvæði að ýmsum
nýjungum og má þar nefna fjár-
öflun S formi auglýsinga, sem
reynst hefur mikil lyftistöng, út-
vegun á upptöku- og myndbands-
tækjum til upptöku á leikjum og
öðru efni, sem gætt hafa húsa-
kynni félagsins Iffi og laðað að.
Hann átti hugmynd að viður-
kenningarskjölum félagsins og
annaðist gerð þeirra. Hann sam-
einaði virka stuðningsmenn Fylkis
undir heitinu Jarlar Fylkis, sem
nú er einskonar bakvarðasveit.
Þá skal nefndur sá þáttur, sem
hefur mest varanlegt gildi, en það
snertir útbreiðslu og skipulag-
smál, og er þá átt við árlega út-
gáfu á leikskrám, þar sem greint
er frá leik og starfi í deildum fé-
lagsins og hefur ómetanlegt sögu-
legt gildi.
Hér skal lokið upptalningu, sem
gæti verið mun lengri.
Helga var félagshugsjónin í blóð
borin og hafði hann glögga yfirsýn
yfir flest, sem snertir mannleg
samskipti. Verk hans báru vel
vitni um víðsýni og hugkvæmni og
hann lagði hlutlægt mat á aðstæð-
ur hverju sinni og brást við í sam-
ræmi við það.
Hann virti hefðbundnar leik-
reglur, en lét ekki lagaforskriftir
hefta athafnafrelsi sitt, þvf að
hjakka í sama farinu var sama og
afturför að dómi Helga Eggerts-
sonar.
Ein deild í fþróttafélagi var of
þröngt svið fyrir athafnir Helga
og má raunar segja, að öll starf-
semi félagsins hafi verið það líka.
Hann beitti sér fyrir auknu
samstarfi innan Fylkis og lagði
einnig ríka áherslu á samvinnu við
önnur félög f hverfinu, því slík
samstaða þjónaði hagsmunum
okkar, sem ættum heima í „af-
skekktri" byggð.
Helgi hafði fastmótaðar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
gafst ekki upp við að koma því
fram, sem hann taldi horfa til
bóta, þó á móti blési í bili.
Öll hans samskipti við aðra ein-
kenndust af drenglyndi og sá eðl-
isþáttur í fari hans aflaði honum
trausts og virðingar samferða-
manna.
Það er mikill sjónarsviptir að
manni, sem búinn er jafn góðum
kostum og Helgi Eggertsson var,
en eftir standa sporin, sem vísa
þeim, er við taka, fram á veginn.
Kynni okkar Helga voru nær
eingöngu tengd félagsstörfum, en
þó leit ég á hann sem einn af mín-
um persónulegu vinum og fyrir þá,
sem tengjast félagsmálavafstri, er
það mikil og ánægjuleg lífsreynsla
að kynnast slikum manni og undir
það munu margir af félögum mín-
um í Fylki taka.
Jóhönnu og afkomendum þeirra
hjóna sendi ég hugheilar samúð-
arkveðjur okkar. Jafnframt vænti
ég þess, að tengslin við fjölskyld-
una muni ekki rofna við fráfall
okkar ágæta félaga.
íþróttafélagið Fylkir,
Hjálmar Jónsson.
Helgi Eggertsson hóf störf hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborg 1. mars 1962 við almenn
störf í vélasal. Verkstjóri varð
hann árið 1964, skráningarstjóri
1972 og deildarfulltrúi 1977, en því
starfi gegndi hann þar til yfir
lauk.
Frá því Helgi kom til starfa
varð okkur ljóst að mikill eldmóð-
ur einkenndi öll hans störf. Hann
var löngum fremstur í flokki í
flestu því sem starfsmenn tóku sér
fyrir hendur að gera sameiginlega.
Hann stóð að stofnun starfs-
mannafélags SKÝRR og sat í
fyrstu stjórn þess og áfram um
nokkurra ára skeið.
Merkur þáttur hans í félags-
starfi var ásamt öðrum starfs-
mönnum að koma á fót pöntunar-
félaginu Búbjörgu, þar sem hann
vann geysilega mikið starf, bæði
við að ýta starfseminni úr vör og
síðan við reksturinn þau ár sem
félagið starfaði af sem mestum
krafti.
Helga verður lengi minnst fyrir
áhuga hans við að koma upp auk-
inni aðstöðu starfsmanna til or-
lofsdvalar. Hófst það með því að
árið 1978 var hann fremstur í hópi
þeirra sem beittu sér fyrir að
keypt voru tvö hjólhýsi og þeim
komið fyrir í svonefndum Kvísl-
arbotnum, skammt frá Kirkju-
bæjarklaustri. Hjólhýsin voru tek-
in í notkun 1978 og notuð í þrjú
sumur.
Árið 1981 kom til tals að
starfsmenn reistu varanlegt
orlofshús og gerði Helgi það að
sínu hjartans máli. Keyptur var
hektari í landi Þórisstaða í
Grímsnesi, útvegað fjármagn og
lögð fram ómæld sjálfboðavinna
við að reisa húsið.
Þegar að því kom að vígja skyldi
húsið og gefa því nafn snerust all-
ar tillögur um að tvinna nafn
Helga inn í húsnafnið, enda hlaut
það nafnið Helgafell. Er orlofs-
húsið nú glæsilegur minnisvarði
um dugnað hans og fórnfýsi í þágu
starfsmanna.
íþróttaiðkanir starfsmanna
voru honum mikið áhugamál. Við
minnumst ótalinna kappleikja
starfsmanna i körfu-, hand- og
fótbolta og fleiri greinum, þar sem
hann starfaði manna ötulast að
undirbúningi og var síðan i
fremstu röð „klappliðs" þegar á
hólminn kom.
Helgi hafði i ríkum mæli metn-
að fyrir hönd SKÝRR og starfs-
manna þeirra. Trúmennsku hans
var við brugðið og það var honum
kappsmál að viðskiptamenn
fengju ætíð þá bestu fyrirgreiðslu
sem unnt var að veita.
Hann átti auðvelt með að kynn-
ast fólki og fágætur eðliskostur í
fari hans var ræktarsemi við
náungann. Ófáir eru þeir starfs-
menn SKÝRR, sem notið hafa að-
stoðar hans við úrlausn persónu-
legra mála.
Vinum og samstarfsmönnum
Helga var það vel ljóst að hann
gekk ekki heill til skógar og hafði
ekki gert lengi. Eigi að síður kom
fregnin um skyndilegt fráfall hans
okkur í opna skjöldu. En það er
staðreynd, sem horfast verður í
augu við, að nú er Helgi horfinn á
æðri svið. En minningin um góðan
dreng og félaga lifir áfram.
Við sendum eiginkonu hans,
börnum og öðrum vandamönnum
innilegar samúðarkveðjur.
Vinnufélagar
MEÐ SILVER REED EX 300 LEGGST ALLT Á EITT...
ÞÆGINDI
TÍMASPARN/ÆDR
FULLKOMIN BRÉF
Sérfræðingar Sílver Reed í Japan settu markið hátt þegar
þeir hófu vinnu við nýju EX 300 rafeindaritvélina. Þeir
hugðust gera vél sem tæki öllum öðrum fram um gæði
- vél sem skilaði fljótt og örugglega villulausum og
fallega uppsettum texta, án hvimleiðra leiðréttinga í
frumriti. Nú er takmarkinu náð og gott betur. Silver Reed
EX 300 með nýjum textaglugga tengdum 8192 stafa
minni er mikil framför í nútíma skrifstofutækni.
VERÐ KR. 48.950
UPPKAST:
Þegar vélritað er samttmis inn á
GLUGGI:
Skýr texti birtist um leið og vélritað
er. Héreru kallaðarfram upplýsing-
ar beint úr minni til leiðréttingar
og prentunar.
Líttu við hjá okkur og við veitum þér fúsiega
upplýsingar um fjölmarga
\ MI Cf/f aðra eiginleika véiarinnar.
Biðjið um söludeild
pappír og minni. notast pappírinn
sem uppkast.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
MINNI:
Nú er textinn bæði á uppkastinu og í minninu. f minninu má
laga hann til - bæta inn, fella út og leiðrétta. Við það hverfa
hvimleiðar leiðréttingar af frumritinu um leið og leiðréttinga-
oglitaböndsparast. Iminninumáeinniggeymaogkallafram
hagnýt nöfn og heimilisföng. Uppsetningar- og spássíuminni
er til mikilla þæginda við útfyllingu staðlaðra eyðublaða o.fl.
Þegar búið er að lagfæra bréfið ( minninu, prentar vélin bréfið
út, hreint, villulaust og fullkomið.