Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
Sakadómur Reykjavíkur:
Grein í Samúel um áfengan
drykk ekki áfengisauglýsing
SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur sýknad útgefendur tímaritsins Samúels,
þá Ólaf Valtý Hauksson og Þórarin Jón Magnússon, af kröfum ákæruvalds-
ins um áfellisdóm vid meintu broti á banni við áfengisauglýsingum. Taldi
ákæruvaldið að grein í Samúel í janúar 1984 um áfengiskokteil bryti í bága
við 4. málsgrein 16. greinar áfengislaganna frá 1969 og reglugerðar nr. 335,
1983 um bann við áfengisauglýsingum.
Málavextir eru þeir, að í janúar ekki auglýsingu, heldur sögðu
á síðastliðnu ári birtist grein í
Samúel undir fyrirsögninni „My-
ers’ rjómaromm — hreinasta sæl-
gæti.“ Greinin var svohljóðandi:
„Myers’ Orginal Rum Cream er
skemmtileg nýjung í drykkjarvali
áfengisverzlunarinnar. Myers’
(frb. mæers) rjómarommið er eig-
inlega tilbúinn kokkteill, frekar en
líkjör, samanstendur einvörðungu
af rommi og rjóma, en útkoman
hreinasta sælgæti (sem er ef til
vill um leið það hættulegasta við
drykkinn, eins og Samúel komst
að raun um þegar hann fékk sér
eina flösku á dögunum; hún klár-
aðist á augabragði). Er rjóma-
rommið ekki ósvipað á bragðið og
drykkirnir „White Russian" og
„Alexander", sem margir kannast
við og það er ekki ólíklegt að hinir
fjölmörgu, sem kaupa alltaf Bail-
ey’s rjómaviskí í fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli, en það hefur
ekki fengist í ríkinu, muni fagna
þessum valkosti.
Þó Myers’ rjómaromm sé oftast
drukkið eins og það kemur beint
úr flöskunni, „stofuheitt" eða með
ísmolum, þá má blanda það við
ýmsa aðra drykki með góðri út-
komu, t.a.m. vodka (og er þá nán-
ast eins og „Hvítur Rússi“), sóda-
vatn er ágætt að nota sem bland ef
mönnum finnst það of sterkt eitt
og sér, og síðast en ekki síst er
rjómarommið ákaflega gott út í
kaffi. Samúel hefur líka heyrt að
það henti vel í bakstur, t.d. í krem
og frómas.“
Við hlið greinarinnar var lit-
mynd af umræddri áfengistegund.
Ákærðu sögðu að með greininni
hefðu þeir viljað stuðla að bættri
vínmenningu. Þeir töldu greinina
hana ritstjórnarefni. ólafur
Hauksson, sem skrifaði umrædda
grein, kvaðst ekki hafa haft sam-
band við umboðsmann vínsins, né
hefði verið greitt fyrir greinina,
enda ekki um auglýsingu að ræða.
Hann kvaðst hafa haft 72. grein
stjórnarskrárinnar um prentfrelsi
í huga þegar hann skrifaði grein-
ina, en ekki hugsað út í hvort hún
bryti í bága við bann við áfengis-
auglýsingum.
1 niðurstöðu dómsins segir að
fallast beri á það sjónarmið
ákærðu, að hugtakið „áfengisaug-
lýsingar“ í 4. málsgrein 16. gr.
áfengislaganna verði að skýra
þröngt, enda setji það ákvæði
prentfrelsinu nokkrar skorður.
Hin rúma skýring hugtaksins
„auglýsing" í 16. grein reglugerðar
nr. 335, 1983 um sölu og veitingar
áfengis, sem kveður meðal annars
á um að með auglýsingu sé átt við
hvers kyns tilkynningu eða birt-
ingu til almennings og hverja þá
aðferð aðra, sem felur í sér hvatn-
ingu til kaupa eða neyslu áfengis,
eigi ekki stoð í áfengislögunum.
Ákærðu hefðu tíundað kosti víns-
ins en ekki hvatt til kaupa á því.
Ekki beri að líta á alla umfjöllun
um áfengi sem auglýsingu í
merkingu laganna. Jafnframt seg-
ir að líta verði til þess hvort sá,
sem á beinna hagsmuna að gæta,
hafi stuðlað að umfjöllun, þó það
þyki ekki afgerandi hvort greitt sé
fyrir birtingu á slíku ritstjórnar-
efni eða ekki.
Ekkert hefði komið fram sem
benti til þess, að umboðsmaður
áfengisins eða áfengisverzlunin
hefðu reynt að stuðla að umfjöllun
blaðsins. Því voru ákærðu sýknað-
ir af kröfu ákæruvaldsins og ríkis-
sjóði gert að greiða málsvarnar-
laun skipaðs verjanda, Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar, hrl. Ágúst
Jónsson, aðalfulltrúi í Sakadómi
Reykjavíkur, kvað dóminn upp.
Sterkasti maður heims:
Sjónvarpið í við-
ræðum um sýning-
arrétt á þættinum
Samningaviðræður standa yfir
milli íslenska sjónvarpsins og
breska kvikmyndafélagsins
„Trans World lnternational“
um sýningarrétt á sjónvarps-
mynd um keppnina „Sterkasti
maður heims“, sem haldin var í
\P
Baðinnréttingar fyrir þá sem hafa
góðan smekk.
VALD. POULSEN (
Suöurlandsbraut 10. Sími 686499.
Innréttingadeild 2. hæð.
Svíþjóð á dögunum, en eins og
kunnugt er sigraði Jón Páll Sig-
marsson léttilega í þeirri viður-
eign.
Bjarni Felixson, íþróttafrétta-
maður sjónvarpsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann
hefði strax í fyrri viku sett sig í
samband við breska kvikmyndafé-
lagið, sem hefur einkarétt á dreif-
ingu efnis frá keppninni og eins
hefði hann rætt við umboðsmann
félagsins í Svíþjóð. Málið væri þó
enn á viðræðustigi og sagði Bjarni
að sér virtist sem þátturinn gæti
orðið nokkuð dýr, þótt endanlegt
verð hefði ekki verið ákveðið.
Bjarni kvaðst þó gera sér vonir
um aö samningar næðust innan
þess ramma sem hóflegt má telj-
ast, enda væri sjálfsagt mikill
áhugi fyrir þessum þætti hér á
landi.
Sá er sveik
fé úr bönk-
um ófundinn
EKKI hefur enn tekist að upp-
lýsa hvaða maður náði að
svíkja út 125 þúsund krónur í
tveimur bönkum um miðjan
janúar. Rannsóknarlögregla
ríkins hefur yfirheyrt nokkra
menn eftir að ábendingar bár-
ust. Maður, á milli tvítugs og
þrítugs að talið er, komst yfir
ávísanahefti á fölskum forsend-
um og gaf út 10 ávísanir fyrir
samtals rúmar 600 þúsund
krónur. Hann opnaði jafnmarg-
ar sparisjóðsbækur og lagði fé
inn á þær og greiddi með inni-
stæðulausum ávísunum. Sam-
dægurs mætti hann í bankana
og hugðist taka út úr bókunum.
Honum tókst að fá greitt úr 2
bönkum, samtals 125 þúsund
krónur, en grunsemdir vöknuðu
í þriðja bankanum og hvarf þá
maðurinn á brott.
i
M VJL [ : v.-
Baldur Hlöðversson á Skoda 130L setti hraðamet í firma-ísaksturskeppni
á sunnudaginn og sigraði eftir spennandi keppni. Sami bfll varð einnig í
öðru sæti undir stjórn Gunnlaugs Rögnvaldssonar, en alls tóku 35 bílar
þátt í keppninni.
Skoda snarastur í
snúningum á ísnum
„LATTU Skodann fá heiðurinn af þessu, ég gerði ekkert ... Þetta var
óneitanlega spennandi á lokasprettinum, þar sem baráttan um efstu
sætin var mjög hörð,“ sagði Baldur Hlöðversson eftir að hafa sigrað í
flokki einsdrifsbíla í firma-ísaksturskeppni BÍKR á Leirtjörn á sunnu-
daginn. Ók hann nýjum Skoda 130 L á vegum Jöfurs hf., og setti
hraðamet á hringlaga ísilagðri brautinni. Sama bfl frá Jöfri ók Gunn-
laugur Rögnvaldsson, sem varð annar, en /Evar Sigdórsson á SAAB 96
frá Höfðadekki varð þriðji. í fjórhjóladrifsflokki sigraði Hjálmar
Sveinsson á Mitsubishi Pajero frá Heklu.
„Það var mun meiri áhugi á
þessari keppni hjá almenningi
en við áttum von á,“ sagði
Steingrímur Ingason fram-
kvæmdastjóri BÍKR. „Það var
greinilegt að þeir sem undir-
bjuggu sig vel náðu árangri. Það
vakti óneitanlega athygli að
Skoda skyldi setja hraðamet á
brautinni þrátt fyrir að þarna
væru fimm fjórhjóladrifsbílar í
keppni í sér flokki, m.a. 200 hest-
afla Audi Quattro! Það var
hörkukeppni um efstu sætin í
flokki einsdrifsbíla, þar sem
þrjátíu bílar tóku þátt, en þeir
sem óku hraðast í forkeppninni
skiluðu sér í efstu sætin í úrslit-
um, þó röðin breyttist," sagði
Steingrímur.
f úrslit komust 10 keppendur,
Ævar á SAAB hafði verið fljót-
astur í undanúrslitum, en Bald-
ur og Gunnlaugur á Skoda höfðu
náð rúmlega sekúndu lakari
tíma. Ævar fór fyrstur í braut-
ina í úrslitum, en aðeins einn bíll
ók í einu og markmiðið var að ná
sem bestum tíma. Tókst honum
ekki jafn vel upp og í forkeppn-
inni, fékk tímann 1.29,6 mín. eft-
ir tvær tilraunir, sem keppendur
fengu. Baldur fór næstur Skod-
anum, sló Ævari við með tímann
1.25,6 mín. og setti jafnframt
hraðamet í brautinni, sem sigur-
vegari í fjórhjóladrifsflokki,
Hjálmar Sveinsson á Pajero,
hafði áður sett. Gunnlaugur fór
síðastur í brautina af þeim sem
börðust um efsta sætið og
tryggði Jöfri einnig annað sætið
á tímanum 1.27,2 mín.
Alþingi hefur störf:
Tómas Árnason
hættir þingmennsku
„Norsk aðfór að íslenzkum
sjávarútyegi,a segir Karl Steinar
Á fyrsta fundi Alþingis á nýju ári,
sem haldinn vær í gær, las Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson, forseti Sam-
einaðs þings, bréf frá Tómasi Árna-
syni (F), fjórða þingmanni Austfirð-
inga, þar sem hann afsalar sér þing-
mennsku, enda hafi hann tekið við
starfi sem ekki samræmist þing-
mennsku. Við þingsæti Tómasar tek-
ur Jón Kristjánsson, félagsmála-
fulltrúi.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, las í upphafi fund-
ar í Sameinuðu þingi forsetabréf
um að Alþingi skuli hefja störf að
nýju 28. janúar 1985.
Kristín S. Kvaran (BJ) tók í gær
sæti sitt á Alþingi eftir löglega
fjarvist.
Tveir varaþingmenn tóku sæti á
þingi í gær: Vigfús Jónsson (S),
bóndi á Laxamýri, í fjarveru Hall-
dórs Blöndal, sem er erlendis í
opinberum erindagjörðum, og
Þórður Vigfússon (Ábl.), sveitar-
stjóri á Hvammstanga, í fjarveru
Ragnars Arnalds, en hann er einn-
ig erlendis í opinberum erinda-
gjörðum.
Eitt þingmál var lagt fram í
gær, fyrirspurn frá Karli Steinar
Guðnasyni (A):
• „Er engin vörn í fríverslunar-
samningi EFTA-ríkja gegn stór-
felldum ríkisstyrkjum Norð-
manna til sjávarútvegs"? —
„Hvað hyggst ríkisstjómin gera
Tómas Kristín
l*óróur
til að koma í veg fyrir þessa aðför
að ísenzkum sjávarútvegi"? —
„Kemur norrænt samstarf íslend-
ingum að engu gagni í þessum efn-