Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1985 49 andlegu frelsi í ríkjum Varsjár- bandalagsins. Við getum ekki látið traðka á trúbræðrum okkar í austri ómótmælt. Réttur herstöðva- andstæðinga Ekki má gleyma að minnast á rétt herstöðvaandstæðinga. í lýð- ræðisríki sem þessu hafa þeir full- an rétt til þess að hafa sína skoð- un. Þeirra skoðun er önnur en okkar vegna þess að þeir virðast draga allt aðrar niðurstöður af öllum þeim sögulegu staðreynd- um, sem til eru um þessi málefni, heldur en við meirihlutinn sem styðjum aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Ef við einföldum nú málið og segj- um að meirihlutinn hafi rétt fyrir sér, þá hafa herstöðvaandstæð- ingar, minnihlutinn, rangt fyrir sér. En, herstöðvaandstæðingar í lýðræðisríki hafa fullan rétt til þess að hafa rangt fyrir sér. Tjáningar- frelsið sér til þess. í hvert sinn sem ég heyri frá herstöðvaand- stæðingum læt ég það minna mig á, að þar talar rödd einstaklings- ins i lýðræðisríki með tjáningar- frelsi. Hér er ekki um óvináttu að ræða. Þetta er málefnalegur ágreiningur um þetta tiltekna málefni, sem er pólitískt. Hins vegar gera herstöðvaand- stæðingar of mikið af því að troða skoðunum sínum upp á fólk. Rétt- ur minnihlutahóps til þess að troða skoðunum aftur og aftur upp á fólk er vafasamur. Eiginlega er það að vera í landhelgi hjá náunganum. Við eigum öll að vera stolt af lýðræðinu og tjáningarfrelsinu en spurning mín til herstöðvaand- stæðinga er þessi: Hvað eigum við að gera til þess að „herstöðvaand- stæðingar" í ríkjum Varsjár- bandalagsins fái tjáningarfrelsi? Um William Arkin Bandarískur „sérfræðingur um vígbúnaðarmál", William nokkur Arkin, drap hér niður fæti skömmu fyrir jólin og flutti tíð- indi. Vart hafði maðurinn náð fótfestu á fósturjörðinni er hann var mættur á skjáinn og Ögmund- ur Jónasson spurði manninn. í formála kvað Ögmundur manninn fræðimann og vitnaðist síðar að gæði „fræða“ mannsins voru ís- lendingum kunn frá 1980. Fræðimaðurinn var hinn kok- hraustasti og kvaðst hafa undir höndum heilt ljósrit, að vísu kom- ið til ára sinna, en ljósritið stað- festi það, kvað fræðimaðurinn, að heimild væri til frá forseta Banda- ríkjanna til varnarmálaráðuneyt- isins í Washington, — að geyma mætti kjarnorkuvopna- djúpsprengjur á íslandi á stríðs- tímum. Varð nú uppi fótur og fit og rík- isfjölmiðlar hrópuðu „úlfur“, „úlf- ur“, kjarnorkusprengjur, kjarn- orkusprengjur. Á háttvirtu Al- þingi kom fram fyrirspurn og Þjóðviljinn gerðist feitletraður, eins og venja er þegar tækifæri gefst til þess að grafa undan vest- rænu varnarsamstarfi. Eftir veru- legt fjaðrafok og fréttahasar, komu fram upplýsingar frá utan- ríkisráðherra um að engin heimild væri til um að geyma hér kjarn- orkuvopn, hvorki á stríðstímum, eða öðrum tímum, nema með sam- þykki íslenskra stjórnvalda. Nú þegar þetta er skrifað hefur Arkin þessi viðurkennt það opin- berlega að samþykki íslenskra stjórnvalda þurfi til og staðfesti hann þar með upplýsingar utan- ríkisráðherra. Hvað hefur þá verið upplýst í málinu? Jú, varnarmálaráðuneytið í USA og NATO búa við skipulags- reglur! Er það þá öll „fréttin“. Starfsmenn varnarmálaráðuneyt- is USA hafa formfastar skipu- lagsreglur, hvernig bregðast skuli við hættuástandi! Hvort þeir megi spyrja ríkisstjórnir ákveðinna landa hvort geyma megi þar kjarnorkuvopn á ófriðartímum! Ég leyfi mér að spyrja: Hvað er her án skipulags? Svar: Það er alls ekki her. Það er óreiða. Væri varnarmálaráðuneyti USA allt óskipulagt og þar vissi enginn neitt í sinn haus ef hættu- ástand skapaðist, væri það frétt. Og meira en frétt, það væri stórhneyksli. Radarstöðvarnar Þá er komið að radarstöðvun- um. Helstu rök herstöðvaandstæð- inga gegn þessum stöðvum eru að: þá séum við „skotmark". Ég spyr: Hvaða hernaðarlega mikilvægur blettur á jörðinni er ekki skot- mark hjá herforingjunum í Kreml? Þeirra eigin þegnar eru líka skotmark. Það er fjarstæða að halda því fram, að stöðvar þessar auki hættuna fyrir ísland. Umræddar stöðvar eru tækni- legur upplýsingagjafi fyrir flug- umferð kringum fsland. Ætla rad- arstöðvaandstæðingar að ábyrgj- ast persónulega að ekki komi til árekstra á íslensku flugumsjón- arsvæði, vegna þess að ósvífnir herforingjar í Kreml eru að senda orustuþotur inn á íslenskt flug- umsjónarsvæði án þess að gefa upp flugáætlun, eða láta vita um sig á annan hátt? Á „friðarflug" þessara orustuþotna að vera svo heilagt að ekki megi horfa á þær i radar? Fyrir austan land er alþjóðleg fluglína frá Mið-Evrópu yfir Norðurpólinn, á íslensku flug- umsjónarsvæði. Að radarstöð sé öryggistæki vegna þessa alþjóða- flugs verður vart dregið í efa sér- staklega með tilliti til flugs or- ustuþotna frá Rauða hernum án þess að tilkynna nokkuð. Auðvitað verðum við að fylgjast með hern- aðarumsvifum Varsjárbandalags- ins, bæði með radarstöðvum og annarri nútímatækni. Við erum að verja lýðræðið gegn útþenslu- stefnu heimskommúnismans því við ætlum ekki að verða honum að bráð. Ekki má gleyma séríslenskum hagsmunum. Öryggi í innanlands- flugi eykst verulega með tilkomu þessara radarstöðva. Ekki bara að fylgst verði með flugvélunum. Úr- komuskil er hægt að greina í þess- um radarstöðvum og þannig má leiðbeina flugvélum framhjá verstu úrkomu- og sviptivinda- svæðum. f næsta nágrenni stöðv- anna verður hægt að fylgjast með flugvélum alveg að flugbraut. Óryggiseftirlit með skipum og bátum getur orðið mun markviss- ara með því að samræma starf- semi tilkynningaskyldunnar og radarstöðva þessara. Það, að hægt er að fylgjast með úrkomusvæðum í radarstöðvunum býður upp á mun nákvæmari upplýsingar um veðurútlit en við höfum áður búið við. Allt eru þetta séríslenskir hagsmunir, sem skipta okkur miklu máli. Radarstöðvaandstæðingar voru fyrirfram ákveðnir í að vera á móti uppsetningu þessara stöðva. Byrjaðir að álykta og álykta, án þess að kynna sér málið. Síðustu fregnir herma að gengið sé hart fram í að safna undir- skriftum til mótmæla í Þistilfirði. Þeir sem ekki hafa áhuga á undir- ritun eru spurðir þeirrar spurn- inga heima í stofu hjá sér, hvort þeir vilji heldur farast í kjarn- orkusprengingu en komast á rússneskt yfirráðasvæði! Þvílík dæmalaus ósvífni: Að bjóða fólki upp á tvo alverstu kostina sem fyrirfinnast. Mann skortir orð. Af hverju megum við sem viljum besta kostinn, — áframhaldandi vestrænt varnar- samstarf, ekki vera í friði með okkar skoðun? Hverskonar yfir- gangur er þetta? „Friðarsinnar" sem fara með þessum ófriðarhætti að náunganum sýna fyrirlitningu sína á því, að hver einstakur mað- ur hafi rétt til þess að hafa sjálfstæða skoðun. Værum við á yífirráðasvæði Varsjárbanda- lagsins yrðu talsmenn herstöðva- andstæðinga settir beint í „lækn- ingameðferð“ á heilsuhæii eins og áður hefur verið lýst. Næðu þeir ekki „bata“ þar biði Síbería þeirra og þeir yrðu sekir fundnir „um að gera uppreisn gegn stjórnvöldum“ eða eitthvað í þá áttina yrði text- inn á fangafylgiskjali þeirra. Ef menn geta hins vegar alls ekki un- að sér hér í frelsinu þá bannar þeim enginn að flytja austur í sæluríkið. Að lokum verð ég að láta þá ósk í ljós að herstöðvaandstæðingar láti nú svo lítið að hugsa málið gaumgæfilega upp á nýtt, í víðara samhengi, og að þeir og aðrir landsmenn megi verða hamingju- samir í þessu frjálsa landi. Vík- ingarnir sigldu hingað forðum í leit að frelsi. Eftirfarandi tvö vers eftir Steingrím Thorsteinsson, fyrr- verandi rektor og skáld, íæt ég verða lokaorð að sinni. ó, herra, sem birtir þín himnesku spor í heimsrás og lífinu þjóða, það gef, að til hamingju verk snúist vor og verði til sigurs því góða. Og hrek þú jafnt myrkur sem falsljós oss frá, svo förum af réttri leið eigi, en sigurbjört lýsi þín sólin oss há á sannleiks og réttlætis vegi. Kristinn Pétursson er frnm- kvæmdastjóri við fiskverkun á Bakkafirði. LANDSFRÆG IHÖRKUTÓL gröfurnar hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn á íslandi. Mikil útbreiðsla þeirra, styrkleiki og ending bera því glöggt vitni. En sérfræðingar JCB halda stöðugt áfram að þróa og endurbæta vélarnar, eins og JCB Dx4 grafan sannar. Hún er frábærlega vel hljóðeinangruð, með opnanlega framskóflu, og hinni ómetanlegu skotbómu fylgja tvær grafskóflur. Auk þess er hægt að fá við hana ótal aukahluti, svo sem lyftaragaffla, kranakróka, götusópa, snjóplóga o.fl. o.fl. Og vegna hagstæðra samninga við JCB-verksmiðjurnar getum við nú boðið JCB-gröfurnar á ótrúlega láguverði. Hringið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga. G/obus, H 'F Lágmúla 5 — Pósthólf 555 — 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.