Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANtJAR 1985
Af hverju kom
ég ekki fyrr?
— eftir Gísla
Sigurbjörnsson
Hún var ekkja, rúmlega sjötíu
ára að aldri, hafði misst mann
sinn nokkrum árum áður og bjó
nú í íbúð þeirra. Börn höfðu þau
ekki eignast, en vini og vanda-
menn átti hún allmarga. Hún
hafði það gott. Maðurinn hennar
hafði gegnt mikilsverðu starfi, og
eftirlaunin voru talsverð. Einnig
hafði hann látið eftir sig töluvert
fé.
Þetta gekk allvel hjá henni, þar
til heilsunni fór að hnigna. Hún
fór nokkrum sinnum á sjúkrahús,
en heilsunni hélt áfram að hraka.
Hún fékk heimilishjálp og hjúkr-
unarhjálp, þó var stundum nokkur
misbrestur á því, enda þurfa
margir á slíkri aðstoð að halda.
En hún hafði heyrt og lesið í blöð-
unum, að best væri að vera sem
lengst í sinni gömlu íbúð, og því
haldið fram bæði í ræðu og riti, að
elliheimili væru orðin úrelt. f
Danmörku væru ekki lengur nein
alderdomshjem, elliheimili, nú
væru þar aðeins plejehjem, hjúkr-
„En áfram verður
haldid, og þessi litlu
heimili fyrir 20—30
manns munu rísa áður
en varir. Skilningurinn
er að glæðast, enda er
þörfin fyrir þessi heimili
sífellt að aukast.“
unarheimili. Jú, ekki mátti hún
gleyma íbúðum aldraðra, vernduð-
um íbúðum. En alltaf var hörgull
á þeim og auk þess var á þeim sá
galli, að yfirleitt var ekki gert ráð
fyrir að rúmliggjandi sjúklingar
dveldu þar um lengri tíma. En
kaupa minni íbúð og selja sína,
hvers vegna ekki? Það gerðu sum-
ir, hún var bara orðin svo kjark-
laus og lasburða, að hún treysti
Gísli Sigurbjörnsson
sér ekki lengur til að standa í
slíku.
Og nú var hún sjúk og einmana,
og hennar eina von var að hún
yrði svo veik, að það yrði að koma
henni á neyðarvakt á sjúkrahúsi.
En strax og hún hefði náð sér
nokkuð, yrði hún send heim aftur.
Því hafði hún nú þegar lent í
nokkrum sinnum.
Dæmin eru óteljandi. Reynt
hefur verið með ýmsum ráðum að
hafa áhrif á ráðamenn. Það síð-
asta, og þar er hálmstrá enn, var
að fá kirkjunnar menn til liðs við
úrlausn, sem myndi breyta miklu
fyrir marga, ef úr framkvæmdum
yrði.
Lítið heimili fyir aldraða og oft
lasburða einstaklinga og annað
það fólk, sem þarfnast öruggs at-
hvarfs síðustu æviárin. Sólset-
ursheimili, sjálfseignarstofnanir,
reistar og starfræktar af samtaka
hugsjonafólki, það er 3Ú lausn,
sem Heimilispósturinn hefur bent
á um langt árabil og greinarhöf-
undur í hálfa öld.
Tilgangslaust rugl, segja marg-
ir. Flestir segja ekki neitt og gera
heldur ekkert, en verða svo fok-
vondir, þegar þeir grfpa í tómt og
engin pláss eru til.
En áfram verður haldið, og
þessi litlu heimili, fyrir 20—30
manns, munu rísa áður en varir.
Skilningurinn er að glæðast, enda
er þörfin fyrir þessi heimili sífellt
að aukast. En eitt ber að varast,
skriffinnska og kerfið má ekki
koma hér mikið við sögu, þá verð-
ur ekkert úr neinu. Hér þurfum
við að nota önnur ráð, samhjálp og
sjálfshjálp fólksins, sem þarf á að-
stoð að halda strax. Ekki á að láta
það bíða og bíða í einveru og ör-
yggisleysi, þangað til það er alveg
farið að heilsu, því að þá þarf á
sjukrarýmum að halda. Þau eru að
vísu stundum til, en þá vantar oft
hjúkrunarfræðinga og annað
starfsfólk.
Aukið og eflt líknar- og mann-
úðarstarf í landinu er lífsnauðsyn,
ekki aðeins vegna fólksins, sem
þess nýtur, heldur og vegna fólks-
ins, sem á að borga brúsann, þegar
öll kurl eru komin til grafar. Þá
verður hægt að hjálpa mörgum
fyrir minna, hægt að gera stór-
virki fyrir lítið.
Gísli Sigurbjörnsson er forstjóri
elli- og bjúkrunarheimilisins
Grundar.
Villandi
fyrirsögn
— athugasemd frá Jóni
Baldvin Hannibalssyni,
formanni Alþýðu-
flokksins
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Jóni
Baldvin Hannibalssyni, formanni Al-
þýðuflokksins.
„í frásögn Morgunblaðsins á
föstudag um afstöðu formanns AI-
þýðuflokksins, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, til tillögu Ankers
Jörgensen um kjarnavopnalaust
svæði á Norðurlöndum mátti mis-
skilja fyrirsögnina. Fyrirsögnin
var: „A móti tillögu um kjarna-
vopnalaust svæði á Norðurlönd-
um.“ Þetta getur verið villandi.
Norðurlönd eru kjarnavopnalaust
svæði og ég þekki út af fyrir sig
engan mann og engan stjórnmála-
flokk, sem vill breyta því. Kjarni
málsins er sá, að ég lýsti andstöðu
við einhliða yfirlýsingu í þessu
efni og iagði áherzlu á að tillaga
um slíkt væri merkingarlaus
nema sem liður í gagnkvæmum
samningum austurs og vestur um
afvopnun í þessum heimshluta.
Norðurlöndum stafar að sjálf-
sögðu fyrst og fremst ógn af þeim
kjarnaeldflaugum, sem beint er að
skotmörkum á Norðurlöndum frá
Sovétríkjunum. Vilji Norður-
landabúar auka öryggi sitt, verður
það að vera liður í samningum við
Sovétmenn um að þeir afnemi eða
fjarlægi þessar eldflaugar. Ein-
hliða yfirlýsing um það er ekkert
annað en gervilausn og reyndar
merkingarlaus með öllu.“
VILTU SPARA
100 til 200 þúsund krónur?
Vegna hagstæðra innkaupa okkar, þá er MAZDA 626 GLX miklu
ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæðaflokki.
Eftirfarandi búnaður fylgir MAZDA 626 GLX:
Framdrif • 2000cc vél 102 hö DIN • Sjálfskipting • Vökvastýri • Veltistýri • Aflhemlar •
Rafknúnar rúður á öllum hurðum • Rafknúnar hurðarlæsingar • Snúningshraðamælir •
Ferðamælir • Aðvörunartölva • Viðvörun vegna hurða, Ijósa og ræsislykils • Tölvuklukka
• Stillanleg mælaborðslýsing • Bólstrað stýrishjól • Lýsing í vindlakveikjara og öskubakka
• Lýsing í hurðarskrá og ræsi • Læst hanskahólf með Ijósi • Inniljós með leslömpum •
Hanskahólf við ökumannssæti • Spegill í sólskyggni hægra megin • Handgrip ofan við
hurðir • Barnaöryggislæsingar á afturhurðum • Ökumannssæti stillanlegt á 10 vegu •
Niðurfellanlegt aftursætisbak 40/60% • Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti • Öflug 4
hraða miðstöð • Hitablástur aftur í • Vandað slitsterkt plussáklæði á sætum • Geymslu-
vasar á framsætisbökum • Baksýnisspegill með næturstillingu • Útispeglar stillanlegir
innan frá beggja vegna • Lokuð geymsluhólf í framhurðum • Öryggisgler í framrúðu • Lit-
að gler í rúðum • Rafmagnshituð afturrúða • Ljós í farangursgeymslu • Pakkabönd í far-
angursgeymslu • Halogen aðalljós • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðusprauta og
þurrka á afturrúðu (Hatchback) • Sportrendur á hliðum • Farangursgeymsla opnuð innan
frá • Bensínlok opnað innan frá • Þokuljós að aftan • Hjólbarðar 185/70 HR 14 • Heilir
hjólkoppar • Aurhlífar við fram- og afturhjól • WAXOYL ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Opið laugardaga frá kl. 10—4
MEST FYRIR PENINGANA
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99