Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Hér og nú
w
Eg hafði fyrir langa löngu ætl-
að mér að fjalla hér í dálki
um laugardagsfréttaþáttinn Hér
og nú. Sú er ástæðan fyrir áhuga
mínum á þessum fréttaþætti að ég
tel hann boðbera nýrra tíma á
fréttastofu Ríkisútvarpsins. Eða
ætti kannski fremur að telja þátt
þennan boða fyrst og fremst nýja
tækni við fréttaöflun og frétta-
miðlun?
Þannig skrapp Gunnar E. Kvar-
an fréttamaður með sendibúnað
og hljóðnema uppá Ártúnshöfða
að lýsa bifreiðauppboði. Ég var
þar í burðarliðnum á vegum
Gjaldheimtunnar. Einhverjar
sveiflur voru nú á raddstyrk
Gunnars og varð mér í því sam-
bandi hugsað til nafna hans Eyj-
ólfssonar skólastjóra talskólans er
mætti reyndar síðar í þáttinn og
ræddi framsögn við nafna sinn.
Félagi Gunnars Kvaran, Helgi
Pétursson fréttamaður leysti ann-
ars málið með því að slá á létta
strengi, svo um tíma hafði ég ger-
samlega gleymt bifreiðauppboð-
inu. Nú, en um síðir kom í ljós að
þeir Kasper, Jasper og Jónatan
höfðu rænt Gunnar fréttamann
röddinni í bókstaflegum skilningi,
því þeir notuðu hliðstæðan sendi-
búnað niðrí Kardemommubæ
Þjóðleikhússins.
Af hörpuskeljum
Guði sé lof að tæknin er ekki orð-
in alfullkomin og satt að segja hafði
ég meiri ánægju af að upplifa hljóð-
nemabilunina hjá Gunnari frétta-
manni en ýmiss spekiorð er flutu
gerilsneydd af vörum ýmissa spek-
inga, er síðar mættu í þáttinn.
Þannig hafði ég afskaplega tak-
markaðan áhuga á umræðum út-
vegsmanna á Stykkishólmi og í
Grundarfirði, um það dularfulla lin-
dýr er lifir innan í hörpuskel. Samt
voru viðmælendur hressir í bragði,
einkum sá í Grundarfirði og Atli
Rúnar Halldórsson fréttamaður
njörvaði þá saman á öldum ljós-
vakans af mikilli fimi. Hér olli nátt-
úrulega umræðuefnið áhugaleysi
mínu, en einu kynnin sem ég hef
haft af hörpudiski eru þau að ég sat
eitt sinn málverkauppboð á Hótel
Sögu, þar sem ónefndur hörpu-
diskskóngur bókstaflega sópaði til
sín öllum bestu verkunum.
Ég hef æ síðan borið mikla virð-
ingu fyrir lindýri því er leynist að
baki hörpudisksins.
Af flokki mannsins
En það var fleira til umræðu á
Stykkishólmi en hið dularfulla
lindýr er lifir i hörpudiski. Hinn
eini sanni Jón Baldvin Hannibals-
son var mættur á staðinn með
„Flokk mannsins hennar Bryndís-
ar“. Virðist Jón Baldvin lítt tekinn
að mæðast á þeysireiðinni um
landsbyggðina og hafði um það
stór orð, að nú mættu Reykjavík-
urdætur fara að vara sig, og senni-
lega yrðu gamlir símastaurar
grænir af öfund þegar hann loks
væði yfir Elliðaárnar. Myndi ég
nú frekar ráðleggja honum að
koma siglandi inná Reykjavíkur-
höfn á víkingaskipi, er ég viss um
að Kjartan og Eiður duga vel við
árarnar. Æ, ég gleymdi að geta
þess að lágróma þingfréttamenn
mösuðu um „framtíð ríkisstjórn-
arinnar", inná milli umræðna út-
vegsmannanna og einræðu Jóns
Baldvins. Undir lok þáttarins var
svo rætt við Guðmund Guðmunds-
son framkvæmdastjóra um ár
æskunnar. Er ekki að efa að það
ár verður í góðum höndum, ekki
síður en fyrrgreindur fréttaþáttur
er boðar fjölmiðlabyltinguna hér
og nú.
Ólafur M.
Jóhannesson
Frístund
■■■■ Unglingaþátt-
1 700 urinn Frístund
A ■ “ er á dagskrá
rásar 2 í dag í umsjón Eð-
varðs Ingólfssonar. Hon-
um til aðstoðar í þættin-
um er Sigrún Adolfsdótt-
ir, 15 ára, frá Grindavík.
Ármann Kr. Einarsson
rithöfundur er heiðurs-
gestur þáttarins en hann
verður 70 ára á morgun,
miðvikudag. Ármann er
löngu landskunnur orðinn
fyrir barnabækur sínar en
þær eru nú orðnar 32 tals-
ins. Eðvarð spjallar við
Ármann um bækur hans,
unga fólkið í dag o.fl.
Nemendur 7., 8. og 9.
bekkjar í Stóru-Vogaskóla
á Vatnsleysuströnd velja
þrjú vinsælustu lög vik-
unnar og leika þau jafn-
framt fyrir hlustendur.
Þá verður spjallað stutt
við tvo fulltrúa skólans,
þau Magnús Hlyn Hreið-
arsson og Ernu Margréti
Gunnlaugsdóttur, en þau
eru bæði í 9. bekk.
Aðstoðarþulurinn, Sig-
rún Adolfsdóttir, kynnir
hljómsveitina Spandau
Ballet og loks verður lesið
úr bréfum hlustenda.
Armann Kr. Kinarsson er
heiðursgestur þáttarins.
Landið gullna Elidor
— 3. þáttur, „Spádómurinn“
■■■■ 1 kvöld verður
90 00 fluttur þriðji
— þáttur fram-
haldsleikritsins Landið
gullna Elidor eftir Alan
Garner í útvarpsleikgerð
Maj Samzelius. Þessi
þáttur heitir „Spádómur-
inn“. Sverrir Hólmarsson
þýddi leikritið en Lárus
Grímsson samdi tónlist-
ina. Leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson.
I 2. þætti var Róland
allt í einu staddur á eyði-
legri strönd og sá svartar
kastalarústir gnæfa á
klettabrún nokkurri.
Hann komst upp í kastal-
ann og fann þar, sér til
mikillar undrunar, hvíta
boltann hennar Helenar.
Nokkru seinna heyrir
hann ókunna fiðlarann
syngja í fjarska og sér
hann hverfa inn í skóg þar
sem öll tré virðast dauð og
algjör þögn ríkir. í leit
sinni að fiðlaranum verð-
ur Róland fyrir óvenju-
Hallmar Sigurösson leik-
stýrir framhaldsleikritinu.
legri reynslu sem reynir
mjög á styrk hans. Um
síðir hittir hann fiðlarann
aftur. Hann hefur kastað
dulargervi sínu og segist
heita Malebron frá land-
inu Elidor, þar sem nú
ríkir myrkur og auðn,
vegna þess að áhrif hins
illa hafi náð yfirhöndinni.
Malebron segir Róland
búa yfir þeim styrk sem
þurfi til þess að rjúfa
haug nokkurn þar
skammt frá. í haugnum,
sem sé á valdi hins illa,
séu fólgnir þrír dýrgripir
sem hver um sig varðveiti
hið horfna ljós frá Elidor.
Þegar Róland heyrir að
þau Helena, Nikki og Dav-
íð séu fangar í haugnum,
ræðst hann til inngöngu,
vopnaður spjóti Male-
brons.
Leikendur í 3. þætti eru
Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson,
Róbert Arnfinnsson,
Kristján Franklín Magn-
ús, Kjartan Bjargmunds-
son og Sólveig Páísdóttir.
Eyjólfur Bj. Alfreðsson
leikur á víólu. Tæknimenn
eru Áslaug Sturlaugsdótt-
ir og Vigfús Ingvarsson.
Verðbréfa-
viðskipti
■■^■B f kvöld hefst
OA 35 fyrsti þáttur af
““ þremur um lög-
fræði fyrir almenning og
er umsjónarmaður Baldur
Guðlaugsson hæstarétt-
arlögmaður. Honum til
aðstoðar í þessum fyrsta
þætti eru Gunnar Helgi
Hálfdanarson rekstrar-
hagfræðingur og doktor
Pétur Blöndal trygginga-
stærðfræðingur.
í þáttum þessum er
fjallað um réttindi og
skyldur kaupenda og selj-
enda á þremur sviðum
viðskipta, sem flestir
kynnast af eigin raun á
lífsleiðinni og hvernig
þessi viðskipti fara fram.
Þau eru kaup og sala
verðbréfa, fasteigna og
bifreiða.
Baldur Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður er
umsjónarmaður þáttar-
Setið fyrir
svorum
■■■■ í kvöld að lokn-
9920 um þættinum
&& “ um Derrick
hefst umræðuþáttur í
beinni útsendingu, þar
sem Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra sit-
ur fyrir svörum í sjón-
varpssal. Spyrjendur
verða20 til 30 manna hóp-
ur fólks sem starfar að
sjávarútvegi. Umsjónar-
maður er Páll Magnússon.
Halldór Ásgrímsson
UTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
29. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnars-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð: — Eggert G.
Þorsteinsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Trítlarnir á Titringsfjalli" eft-
ir Irinu Korschunow. Kristln
Steinsdóttir les þýðingu slna
(7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra"
Málmfrlður Siguröardóttir á
Jaðri sér um þáttinn.
(RÚVAK)
11.15 Við Pollinn. Umsjón:
Gestur E. Jónasson.
(RÚVAK)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13J0 Barnagaman. Umsjón:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir.
13.30 Gamalt og nýtt „Rokk".
14.00 „Asta málari" eftir Gylfa
Gröndal. Þóranna Gröndal
les (4).
14.30 Miödegistónleikar.
Planókvartett I a-moll eftir
Gustav Mahler. Alexej Lubi-
mow, Gidon Kremer. Dmitrij
Ferschtman og Jurij
Baschmet leika.
14.45
Upptaktur — Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Slðdegistónleikar.
a. „Inngangur og allegro"
op. 47 eftir Edward Elgar.
Sinfónluhljómsveitin i
Bournemouth leikur; Sir
Carles Groves stj.
b. „Young persons guide to
the orchestra" eftir Benjamin
Britten. Sinfónluhljómsveit
Lundúna leikur; höfundurinn
stj.
c. Tilbrigði eftir William
Walton við stef eftir Benja-
min Britten. Sinfónluhljómsv-
eit Lundúna leikur; André
Previn stj.
17.10 Slödegisútvarp
— 18.00 Fréttir á enskú. Til-
kynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar.
19Æ0 Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" eftir
Alan Garner. 3. þáttur: Spá-
dómurinn. Útvarpsleikgerð:
Maj Samzelius. Þýðandi:
Sverrir Hólmarsson. Leik-
stjóri: Hallmar Sigurösson.
Tónlist: Lárus Grlmsson. Eyj-
ólfur Bj. Alfreðsson leikur á
vlólu. Leikendur: Viðar Egg-
ertsson, Róbert Arnfinnsson,
Emil Gunnar Guðmundsson,
Kristján Franklln Magnús,
Kjartan Bjargmundsson, Sól-
veig Pálsdóttir, Jón Sigur-
björnsson, Aðalsteinn
Bergdal, Eyþór Stefánsson,
Glsli Alfreðsson og Kolbrún
Halldórsdóttir.
20.30 Súrrealisminn. örn
Ólafsson flytur þriðja og slð-
asta erindi sitt.
21.05 íslensk tónlist: Lög við
Ijóð eftir Halldór Laxness.
Sigríður Ella Magnúsdóttir
kynnir og syngur lög eftir
Atla Heimi Sveinsson, Jón
Asgeirsson, Jón Þórarins-
son, Karl O. Runólfsson,
Þorkel Sigurbjðrnsson, Jón
Nordal og Jórunni Viðar,
sem leikur með á planó.
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir
Kurt Vonnegut. Þýðinguna
gerði Birgir Svan Slmonar-
son. Glsli Rúnar Jónsson
flytur (8).
22.00 Tónleikar
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
SJÓNVARP
19.25 Sú kemur tlð.
Tlundi þáttur.
Franskur teiknimyndaflokkur
I þrettán þáttum um geim-
ferðaævintýri.
Þýðandi og sögumaður
Guðni Kolbeinsson. Lesari
meö honum Lilja Bergsteins-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Verðbréfaviöskipti.
Fyrsti þáttur af þremur um
lögfræði fyrir almenning. I
þáttunum er fjallað um rétt-
indi og skyldur kaupenda og
ÞRIÐJUDAGUR
29. janúar
21.20 Derrick
3. Feröin til Lindau
seljenda á þremur sviöum
viðskipta, sem flestir kynnast
af eigin raun á Iffsleiöinni, og
hvernig þessi viöskipti fara
fram. Þau eru kaup og sala
verðbréfa, fasteigna og bif-
reiða. umsjónarmaður er
Baldur Guðlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður. Upptðku
stjórnaöi örn Harðarson.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur l sextán þáttum.
Aðalhlutverk: Horst Tappert
og Fritz Wepper.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
22.20 Setið fyrir svðrum.
Umræðuþáttur I belnni út-
sendingu. Halldór Asgrlms-
son, sjávarútvegsráðherra,
situr fyrir svörum I sjonvarps-
sal. Spyrjendur veröa
20—30 manna hópur fólks
sem starfar I sjávarútvegi.
Umsjónarmaöur Páll Magn-
ússon. Stjórn útsendingar:
Óli Örn Andreassen.
23.30 Dagskrárlok.
22 35 Nýja strengjasveitin leik-
ur á tónleikum I sal Mennta-
skólans við Hamrahllð 8.
aprll I fyrra. Stjórnandi: Mark
Reedman. Kynnir: Ýrr Bert-
elsdóttir.
a. „Five Variants of Dives
and Lazarus" eftir Vaughan
Williams.
b. „Fantasia consertante"
eftir Micael Tippett um stef
eftir Arcangelo Corelli.
c. Kammersinfónla eftir
Dmitri Sjostakovitsj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
29. janúar
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Út um hvippinn
og hvappinn.
Stjórnandi: Inger Anna
Aikman.
15.00—16.00 Með slnu lagi
Lög leikin af Islenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs-
son.