Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 B 19 gripsmeira en okkar. Ég held að okkur sé tamt að hugsa okkur réttlæti sem dygð einhvers skipu- lags, frekar en sem eiginleika ein- staklinga. Við tölum um réttlátt þjóðfélag, réttlát lög, réttláta skiptingu og svo framvegis. Hjá Platóni er réttlæti fyrst og fremst dygð einstaklinga og því fer stund- um betur á því að þýða „dik- aiosyne" með orðunum „réttvísi" eða „réttsýni". En þetta leysir ekki allan vandann, því Platóni eru ofarlega í huga réttlát og ranglát verk, sem hljómar afkáralega á ís- lensku og hef ég stundum brugðið á það ráð að þýða ranglát verk sem afbrot." 2 — Ein spurning áður en við snúum okkur að sjálfri rökfærsl- unni Eyjólfur, hvers vegna var Platóni svo mjög í mun að sýna fram á að réttlæti sé mönnum til góðs? „Grunnhugmyndirnar í siðfræði Grikkja voru dygðir og lestir. Dygðirnar eru ósköp einfaldlega þeir eiginleikar sem gera menn að góðum mönnum ..." — Góðum í hvaða skilningi? „Nokkurn veginn í sama skiln- ingi, held ég, og við tölum um að fólk sé kostum búið. Hvort það er mönnum sjálfum endilega til góðs að vera dygðugir var jafn opin spurning hjá Grikkjum og það er hjá okkur í dag. Og það er einmitt þess vegna sem Platón veltir fyrir sér spurningum á borð við þá hvort maður sé nokkru bættari með dygðina. Einkum virðist það vafa- samt að menn græði ávallt á því að vera réttlátir, því réttlátur eða réttsýnn maður lætur ekki eigin hagsmuni ráða öllum gerðum -sín- um. Dygðir eins og hugrekki, hóf- semi og skynsemi virðast hins veg- ar falla betur að þeirri skoðun að menn séu bættari með að hafa þær en skorta. En það eru einmitt þessar efa- semdir sem valda Platóni áhyggj- um, því ef menn græða ekkert á því að vera dygðugir, því í ósköp- unum skyldu þeir vera það? Með öðrum orðum, er nokkur ástæða til að breyta siðferðilega? Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem þessari mikilvægu spurningu er varpað fram, en hún hefur komið víða við síðan. Það var til dæmis einn meg- intilgangur siðfræði Kants að reyna að sýna fram á að dygðin hafi gildi i sjálfri sér: að það hafi sjálfstætt giídi að breyta siðferði- lega, alveg óháð því hverjar afleið- ingarnar eru.“ 3 „í fyrstu bók Ríkisins rökræðir Sókrates við nokkra viðmælendur um spurninguna „Hvað er rétt- læti?“ Hann lendir þar í manni að nafni Þrasymakkos sem setur fram þá kenningu að réttlæti sé það sem er hinum sterka í hag. Hugsunin er sú að réttlæti sé ákvörðunaratriði þeirra sem völd- in hafa. Það eitt er réttlæti sem sá sterki segir að sé réttlæti. Þessi skoðun er ekki alveg út í bláinn eins og dæmin sanna: í Suður-Afr- íku heitir það til dæmis ranglæti að svartur maður leiti sér vinnu á almennum vinnumarkaði. Sókrates reynir að kveða Þras- ymakkos í kútinn, og tekst það að nafninu til. En vinir Sókratesar, Glákon og Adeimautos, eru ekki sáttir við niðurstöðuna og haida rökræðunni áfram og setja fram skýringu á því hvers vegna fólk heldur réttlætið almennt í heiðri: í fyrndinni ríkti ástand glundroða og skipulagsleysis, þar sem hver maður otaði sínum tota og hirti ekkert um hverjar afleiðingar gerðir hans hefðu fyrir náungann. Menn hafa síðan séð í hendi sér að slíkt ástand er óbærilegt: i því felst að enginn getur verið öruggur um sig. Því gerðu þeir eins konar sam- komulag um innbyrðis samskipti sín og þetta samkomulag er upp- runi réttlætis og laga. Menn sáu sem sagt, að það, þegar á allt er litið, var meiri gróði í því að halda réttlætið í heiðri, en iifa við stríðs- ástand, þar sem hver og einn væri í baráttu við alla aðra. Þessi kenn- JF KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR EXTIR IKUNHAR Bananar Del Monte — Appelsínur Jafta — Appelsínur Mar- okk — Blóöappelsínur Marokk — Epll rauö ungversk — Epli rauö USA — Epli rauö USA Independent — Epll graen Granny Smith — Epli gul frönsk — Sitrónur Jaffa — Greipfruit Jaffa — Melónur gular El Salvador — Melónur hvítar — Melónur hvítar Jamaica — Melónur gular Brasilía — Vinber blá Cape — Perur ítalskar — Perur Cape — Perur Argentína — Avocado — Plómur Ijósar — Ferskjur — Nekt- arinur — Mango — Ananas — Kókoshnetur — Kiwi — Pomelos — Granatepli — Einnig mikiö úrval greenmetis. EGGERT KRISTJÁNSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. EKKIBARA VERÐIÐ Vlð höfum veríð ófeimnlr við að benda á hið ótrúlega góða verð á SKODA. Verðið er þó aðeins ein af ástæðunum fyrir því að þú gerir mjóg góð kaup þegar þú festir þér þennan sterka og trausta bíl. SKODA ER ÞÆGILEGUR Komdu og sestu upp í bíl hjá okkur og aktu einn hring, þá finnurðu best hvað SKODA er rúmgóður og hversu gott er að keyra hann. Rýmið og þægindin gera hann að afburða ferðabíl sem leikur í höndum bílstjórans og farþegum líður vel í. GOÐ KJOR Til viðbótar besta verði sem býðst í dag eru kjörin mjög góð hjá okkur. Helmingur út og eftirstöðvar á 6-8 mánuðum. Við tökum auðvitað gamla SKODANN uppí kaupverðið, og jafnvel aðrar tegundir líka, hver veit. STYRKUR OG ÞJOri USTUÖRYGGI Allir vilja geta treysta bílnum sínum, vilja að hann sé úr góðu efni, sterkur og vel smíðaður. Svo þarf varahluta- og viðgerðarþjónustan auðvitað að vera í lagi ef eitthvað kemur fyrir. SKODA er einn af þeim bílum sem þú getur treyst, hann er mjög sterkbyggður og þjónusta okkar nýtur viðurkenningar allra SKODA eigenda og hefur gert í áraraðir. METSOLUBILL í DANMÖRKU SKODA hefur árum saman verið mest seldi bíll í Danmörku. Allir vita að Danir eru hagsýnir menn og fljótir að finna hvar þeir gera bestu kaupin. JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KOPAVOGI SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.