Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 34

Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 34
34 T5 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Páskaföndur Nú er ekki nema mánuður til páska. Fyrir þær sem ætla að vera myndarlegar býður Dyngjan upp á hugmyndir að páskaskreytingum, sem auðvelt er að búa til, og sem börnin geta einnig verið með í að útbúa. Prjónuðu páskahænsnin eru þó aðeins fyrir þá sem kunna að prjóna. Og hér kemur uppskriftin að þeim: Ein hnota ljósgult bómullar- garn nr. 8 eða eitthvert annað gult garn í sömu þykkt, afgangur af rauðu garni, smá enda af dökkgulu, og svörtu fyrir augun. Prjónar nr. 3, heklunál nr. 3. Fitjið upp 20 lykkjur og prjón- ið 5 sm garðaprjón (allar um- ferðir slétt), fellið af 10 lykkjur og prjónið 3 sm á lykkjurnar 10 sem eftir eru. Fellið af. Prjónið tvö stykki og saumið saman, nema að neðan. Ofan á höfuðið heklið þið 4 rauða kamba (takka) þannig: 3 loft- lykkjur, eina fastalykkju á milli takkanna. Endurtakið þetta þrisvar i viðbót, slitið endann og gangið frá honum. Nefið er einn „takki" úr dökkgulu. Undir nefið heklast „flipi“ (goggurinn) með rauðu, 4 loft- lykkjur, stingið heklunálinni niður í stykkið og festið með 1 fastalykkju. Festið endann. Saumið út augun og búið til lít- inn ílangan dúsk sem stél. Troðið bómull í höfuðið til að hænsnin beri sig betur þegar þau eru komin ofan á eggin í eggjabikur- unum. En einnig má nota hænsnin sem borðskraut ein- göngu, til dæmis þannig: Á mitt borðið er settur spegill eða speg- ilgler, þar ofan á vasi með páskaliljum og gul kerti. Hænsnin eru svo öll troðin út með bómull og þau sett kringum borðskreytinguna. Reynið bara, það er alveg þess virði. Páskahérar Hér er svo önnur hugmynd að eggjahlíf, auðvelt að búa tii úr fílti eða þéttu bómullarefni. Þessir hérar eru gulir og grænir i tilefni páskanna. Teiknið hér- ann eftir sniðinu (2 stk.) og jafn- framt tvö samskonar stykki úr strau-„vlísilíni“ til að hafa innan í. Saumið trýni með nokkrum sporum með hvítu eða svörtu, notið gler eða plastperlur fyrir augu, eða bara pínulitlar tölur. Saumið svo stykkin saman með þéttu sig-sag-spori. Brjótið kant- inn inn að neðan eftir brotnu lín- unni, og hérinn er tilbúinn. Páska-nafnspjöld Gul kjúklingakort við hvern disk lífga upp á páska-matborð- ið. Klippið þau út úr gulum pappa eða karton, teiknið augu og nef með svörtum og rauðum tússpenna. Brjótið pappann eftir strikuðu línunni, þá standa kortin alveg stöðug. Bridge Arnór Ragnarsson Meistarastigaskráin — 13 stórmeistarar Meistarastigaskrá Bridgesam- bands íslands 1984/1985 er væntanleg út i næstu viku. í henni er að finna nöfn 2013 ein- staklinga sem hlotið hafa stig í keppni hér á landi, frá 1. mars 1976 til 1. janúar 1985. Efstu menn skv. nýju skránni eru: Þórarinn Sigþórsson BR 825 Ásmundur Pálsson BR 701 Guðlaugur R. Jóhannsson BR 684 Jón Baldursson BR 682 örn Arnþórsson BR 682 Valur Sigurðsson BR 603 Sigurður Sverrisson BR 600 Símon Símonarson BR 581 Guðmundur P. Arnarson BR 558 Jón Ásbjörnsson BR 541 Karl Sigurhjartarson BR 505 Hörður Arnþórsson BR 504 Sævar Þorbjörnsson BR 501 Guðmundur Sv. Hermannsson BR 464 Stefán Guðjohnsen BR 452 Hjalti Elíasson BR 432 Guðmundur Pétursson BR 413 Óli Már Guðmundsson BR 368 Þorgeir P. Eyjólfsson BR 335 Jón Hjaltason BR 306 Björn Eysteinsson BH 305 Sigtryggur Sigurðsson BR 292 Þórir Sigurðsson BR 291 Ólafur Lárusson BR 273 Hermann Lárusson BR 262 Þorlákur Jónsson BR 262 Sverrir Ármannsson BR 256 Aðalsteinn Jörgensen BH 249 Hörður Blöndal BR 243 Gestur Jónsson TBK 239 Þetta eru 30 efstu spilararnir í dag. Alls hafa 72 spilarar hlotið 100 meistarastig eða meir. Þar af eru 13 spilarar komnir yfir 500 stiga stórmeistaramarkið, eins og sjá má. Flestir hafa hlot- ið stig hjá Bridgefélagi Akureyr- ar, alls 151 spilari. Næst kemur BR meö 133 spilara og loks Breiðfirðingar með 122 spilara. Alls eru 44 félög innan Bridge- sambands íslands. Má ætla að virkir félagar innan Bridgefé- laga séu um 2.500—3.000. Senni- lega er þessi tala varlega áætluð. Meistarastigaskránni verður dreift til allra félaganna 44, þannig að allir spilarar innan vébanda BSf ættu að geta nálg- ast hana fljótiega upp úr miðj- um mars. Umsjón með útgáfu Meistara- stigaskrár höfðu þeir Jón Bald- ursson, ólafur Lárusson og Vig- fús Pálsson (tölvuvinnsla). Henni er dreift ókeypis. íslandsmótið í sveitakeppni Dregið hefur verið í riðla í undanúrslitum fslandsmótsins í sveitakeppni. Þeir eru þannig skipaðir: A-riðill (Akureyri) 1. Grimur Thorarensen Kópa- vogi. 2. Sigmundur Stefánsson Reykjavík. 3. Bjarki Tryggvason Sauðár- króki. 4. Sveit Úrvals Reykjavík. 5. Örn Einarsson Ákureyri. 6. Þórarinn Sigþórsson Reykja- vík. B-riðill 1. Guðbrandur Sigurbergsson Reykjavík. 2. Jón Hauksson Vestmannaeyj- um. Vacuum pökkunarvélar t Plastprent hf. býður nú „vacuum“-vélar fyrir pökkun á hvers konar matvöru, s.s. físki, kjöti og fleiru. eykur mjög notagildi þeirra. Leitið nánari upplýsinga hjá söludeild okkar. Vélamax eru Vestur-Þýsk gæðaframleiðsla frá BOSS GmbH og eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali. Hægt er að fá allar vélamar með loft- skiptibúnaði (gas-flush), sem Plastprent hf. Samstilltur hópur i stöðugri sókn Höfðabakka 9,110 Reykjavik Simi 685600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.