Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTfJDAGUR 10. MAÍ1985'
Kópavogskaupstaður úthlutar
Húsatækni lóðum:
Reisa 15.000
fermetra hús
í miðbænum
— 11 stórhýsi reist á 7 ánim með hóteli, veit-
ingastað, verzlunar- og skrifstofuhúsnæði
SAMNINGAR eru á lokastigi milli
bæjaryflrvalda í Kópavogi og bygg-
ingarfyrirtækisins Húsatækni hf. um
byggingu mannvirkja uppá 15.000
fermetra í miðbæ Kópavogs, en sam-
kvæmt samningnum sem verður til
afgreiðslu hjá bæjarráði Kópavogs í
dag fær Húsatækni úthlutað lóðum
undir 11 bús á byggingarreit sem
afmarkast af Pélagsheimilinu í
Kópavogi og af gjánni annars vegar
og af Utvegbankanum og Hamra-
borg hins vegar.
Eitt húsið sem um ræðir verður
byggt yfir gjána. Um er að ræða
framkvæmdir sem reiknað er með
að sjái dagsins ljós á næstu sjö
árum, en í öllum þessum bygging-
um er ráðgert að verði aðallega
verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
en einnig hótel og veitingastaður
samkvæmt upplýsingum Braga
Michaelssonar bæjarráðsmanns i
Kópavogi.
Húsatækni hf. mun þegar hefj-
ast handa um hönnun svæðisins
þegar samningur hefur verið und-
irritaður, en auk þess að byggja
Bjórinn enn til um-
ræðu á Alþingi
FRAMHALD8UMRÆÐUR voru 1
neðri deild Alþingis í gær um bjórmál-
ið og var þeim haldið áfram í gær-
kvóldi eftir kvöldmatarhlé.
Sjá nánar á þingsíðu.
svæðið á eigin ábyrgð mun Húsa-
tækni sjá um að byggja fyrir
Kópavogskaupstað bílastæði og
göngustíga á byggingarsvæðinu.
Alls er ráðgert að 420 bílastæði
verði við þessi mannvirki sem að
rúmmáli eru áætluð 57 þúsund
rúmmetrar.
hbmBII
Svæðið, sem fyrirhugaðar byggingar munu
rfsa á i
i 7 árum.
Fiskneysla minnkar líkur á hjartasjúkdómum:
Góð tíðindi og ýta vafa-
laust undir fisksöluna
— segir Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corporation
NIÐURSTAÐA hollenzkra vísinda-
manna þess efnis að fiskneyzla
minnki líkur á hjartasjúkdómum
hefur vakið verulega athygli I
Bandaríkjunum. Magnús tiústafs-
son, forstjóri Coldwater, segir, að
þessi tíðíndí séu okkur mjög þýð-
ingarmikil og ýti vafalaust undir
sölu á fiski í Bandaríkjunum. Spurn-
:ngin sé hve langan tíma það taki, en
þegar að þvf komi, verðum við að
vera tilbúin að mæta aukningunni
með slíka gæðavöru, að hún sé yfir
allan vafa hafin.
Magnús sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að frétt þessi
hefði verið mjög áberandi i öllum
helztu fjölmiðlum Bandaríkjanna.
Mikill áhugi væri fyrir fiskáti í
Bandarikjunum og fólk teldi
sjálfu sér trú um það, að það borð-
aði miklu meiri fisk en það gerði i
raun og veru. Það vissi hve hollur
hann væri og þessi tíðindi ýttu
Breska stjómin ítrekar mótmæli sín:
Reiðubúnir að halda
viðræðunum áfram
— og leysa málið með samningum, segir sendiherra Breta á Islandi
um áraraðir eignað sér Rockall
og svæðið þar í kring.
„Éti HEF nýlega minnt íslensk
stjórnvöld á að breska stjórnin
vísaði kröfum íslendinga um
Hatton-Rockall-svæðisins á bug í
nóvember. Það gerum við enn,“
sagði Richard Thomas, sendi-
herra Breta á íslandi, í samtali
við blaðamann Mbl. í framhaldi
af útgáfu reglugerðar utanríkis-
ráðuneytisins um réttindakröfur
íslenskra stjórnvalda á svæðinu.
Eins og kunnugt er hafa Bretar
Bretar svara Dönum vegna Rockall:
Krafan í bága
við alþjóðalög
BREZKA utanríkisráðuneytið sendi
frá sér í gær mótmæli vegna kröfu
Dana til umráða á RockaH-svæðinu.
Segjast Bretar líta svo á að krafa
Dana brjóti í bága við alþjóðalög og
hyggjast þeir fylgja mótmælum sín-
um eftir með formlegum hætti og
áskilja sér allan rétt í málinu, að
sögn talsmanns utanríkisráðuneyt-
isins brezka, sem blm. Mbl. ræddi
við í gærkvöldi. Hann sagði enn-
fremur, að e.Lv. mætti vænta við-
bragða Breta við kröfum íslendinga
í dag, föstudag.
Brezki talsmaðurinn sagði enn-
fremur, að utanrikisráðuneytinu
hefði ekki gefist tfmi til að hug-
leiða kröfur íslendinga og því
hefði ráöuneytið ekki sent frá sér
formlega yfirlýsingu. Aðspurður
um, hvort hugsanlegt væri, að
send hefði verið út óformleg yfir-
lýsing sagði hann, að sér væri
eingöngu — sem talsmanni —
unnt að upplýsa um formlegar
yfirlýsingar, allir gætu gefið út
óformlegar yfirlýsingar.
Hann sagði ennfremur varð-
andi yfirlýsingu Breta vegna
kröfu Dana, að ráðuneytið brezka
myndi fylgja henni eftir með
formlegum mótmælum þar sem
þeir áskildu sér allan rétt í mál-
inu. Hann sagði að iokum, að
e.t.v. mætti vænta viðbragða
Breta við kröfum íslendinga
strax í dag, föstudag.
Sendiherrann sagði að af
hálfu bresku stjórnarinnar
hefði komið fram í nóvember,
„að við værum reiðubúnir að
halda áfram þeim viðræðum,
sem höfðu farið fram í nokkur
ár á milli sérfræðinga stjórna
landanna, ef íslendingar kærðu
sig um. Svör við því hafa ekki
borist, enda munu islensk
stjórnvöld hafa talið svar okk-
ar þá svo afdráttarlaust, að
ekki væri um mikið að tala.
„Fyrr í dag (fimmtudag)
fékk ég um það orðsendingu
frá islenska utanríkisráðuneyt-
inu, að af hálfu íslendinga væri
litið svo á, að það sé samt sem
áður um ýmislegt að tala i
þessu sambandi. Það er ljóst aö
islenska ríkisstjórnin kýs að
leysa ágreining landanna i
þessi máli með samningum.
Það er og hefur sömuleiðis ver-
ið stefna bresku stjórnarinnar
að þetta mál beri að leysa meö
samningum," sagði sendiherr-
ann.
„Okkur þykir leitt að af út-
gáfu þessarar reglugerðar hafi
orðið, þótt hún hafi ekki komið
á óvart, en við teljum málið
mjög alvarlegt," sagði Richard
Thomas sendiherra að lokum.
ennfremur undir það og væru því
góðar fréttir fyrir okkur. Það virt-
ist þó vanta herzlumuninn upp á
það, að sannfæringin yrði að at-
höfn, að fólk færi að borða fiskinn.
Nýjar upplýsingar gæfu til kynna
að fiskneyzla á mann í Bandaríkj-
unum færi vaxandi. 1983 hefði
neyzlan verið 12,9 pund á mann en
á siðasta ár: virtist hún hafa verið
13,5 pund á mann. Þarna væri
hreyfing upp á við, en hún væri að
visu mikið til í skelfiski. Vonandi
væru þetta fyrstu merki þess, að
fólk yki neyzluna i samræmi við
það, sem það segði.
„Allar svona niðurstöður koma
okkur vel og eru okkur geysimikil
hjálp. Rannsóknin byggðist á fiski
úr söltu vatni, sjó, en það er ekki
þar með sagt að ferskvatnsfiskur
sé ekki eins hollur. Þetta ýtir því
vafalaust undir söluna, en óvíst er
hve lengi árangurinn er að koma í
ljós. Þegar lagið kemur verðum
við að gæta þess að vera með vöru,
sem hentar til neyzlu og er um-
fram allt góð. Þegar fólk fer að
borða fisk af því hann er hollur og
góður, má það alls ekki verða fyrir
vonbrigðum. Það er númer eitt
fyrir fiskseljendur, þegar fólk fer
að taka mark á svona, að það verði
ekki fyrir vonbrigðum með því að
fá skemmda vöru,“ sagði Magnús
Gústafsson.
„Tilboð um
hrossakaup“
„OKKUR koma svona hrossakaupa-
tilboð ákaflega spánskt fyrir sjónir.
Við sjáum ekki hvaða efnislegu rök
eru fyrir því að tengja saman tillögur
um boðveitur og auglýsingar," sagði
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins varðandi þá yfirlýs-
ingu Jóns Baldvins Hannibalssonar
formanns Alþýðuílokksins á Alþingi,
að flokkurinn sé tílbúinn til að sam-
þykkja frjálsar auglýsingar nýrra
sjónvarps- og útvarpsstöðva, að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Mál þetta var rætt í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins i fyrradag.
Þorsteinn sagði ennfremur: „Ég
trúi því ekki að Alþýöuflokkurinn
ætli að sýna það í atkvæðagreiðslu
um þessi mál að hann láti lögmál
hrossakaupanna ráða afstöðu sinni,
eins og tilboðið gefur til kynna að
þeir ætli að gera.“
Skreiðarsalan:
Dregur til tíðinda
innan tveggja vikna?
„Éti GERI mér vonir um að við fáum að vita innan tveggja vikna hvort af
skreiðarsölu til Nígerfu verður um þessar mundir eða ekki. Taki maður mark
á því, sem okkur hefur verið sagt, ætti maður að vera vongóður, en að
fenginni reynslu vil ég þó ekkert fullyrða um sölumöguleika," sagði Ólafur
Björnsson, stjórnarformaður Samlags skreiðarframieiðenda, f samtali við
Morgunblaðið.
Fulltrúar helztu skreiðarútflytj-
enda, Skreiðarsamlagsins, Sam-
bandsins og íslenzku umboðssöl-
unnar, hafa verið vikum saman f
Nígeríu til að leita eftir innflutn-
ingsleyfum en þau hafa enn ekki
fengizt og eru þeir nú komnir heim.
Talið er að verðmæti skreiðar og
hertra hausa hér á landi nemi um
2,5 milljörðum króna. Engin inn-
flutningsleyfi fyrir skreið hafa ver-
ið gefin út i Nígerfu í tæplega eitt
og hálft ár og eiga Norðmenn einn-
ig í miklum vandræðum vegna mik -
illa skreiðarbirgða. Talið er að
verðmæti birgða þeirra nemi um 3
milljörðum íslenzkra króna.
Ólafur sagði, að flest hefði verið á
móti okkur í þessum málum upp á
siðkastið. Fyrst i stað hefði það ver-
ið ætlunin að ganga frá skreiðar-
samningum við opinbert innkaupa-
fyrirtæki, en þá hefðu orðið þar
skipti á yfirmönnum. Næst hefði
verið farið með málið í viðskipta-
ráðuneyti Nígeríu, en þar hefðu þá
einnig orðið skipti á æðstu mönnum
til tafa lúkningar málsins. Loks
mæti taka það til, að Norðmenn
hefðu boðið Nígeríumönnum skreið
fyrir um 1,3 milljarða íslenzkra
króna og jafnframt boðizt til að
fjárfesta fyrir þá upphæð í Nígeriu.
Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Níg-
eríumanna þess efnis að skipta ekki
við Norðmenn, væri talið líklegt, að
af þessum viðskiptum gæti orðið og
rýrði það sölumöguleika okkar
talsvert.