Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 í línudansi r Igærdagsgrein minni stóð: Héldu sumir fundarmenn því fram að bestu listdómarnir væru gjarnan innblástur af huglægu mati... Hér átti að standa ... innblásnir af ... Hvað um það, áfram með smérið, einsog menn kannski muna snérist gærdags- grein mín að mestu um fund gagnrýnenda í Bakarabrekkunni, en sá fundur varð mér tilefni til hugleiðingar um sjónhorn þess þáttar er ég rita hér í blaðið, en ég hef sjálfur orðið að marka þann sjónarhól. Tel ég vænlegast að sá sjónarhóll sé sem hæstur þannig að þau efnisatriði dagskrárinnar, sem rýnd eru hverju sinni, tengist þeirri þjóðmálaumræðu er glym- ur í eyrum þann daginn. En jafn- framt hef ég kosið að ræða nánast í trúnaðiið hinn ímyndaða les- anda úti í bæ og skammast mín ekkert fyrir að vera ögn persónu- legur ef svo ber undir. Ritaði ég raunar gærdagsgrein mína í þeim tilgangi að fá álit ykkar lesendur góðir á þessum vinnuhætti. Smá leyndarmál upplýst En á meðan ég bíð dómsúr- skurðar ykkar, þá held ég mínu gamla vinnulagi og mun ég nú upplýsa mál nokkurt, er tengist óbeint núverandi skrifum mínum hér í blaðinu um ríkisfjölmiðlana. Svo er mál með vexti að sá er hér stýrir penna ritaði fyrir nokkru heimildarskáldverk sem sumir hafa reyndar nefnt fyrstu ís- lensku vísindaskáldsöguna. Ég ætla ekki að lýsa þessu skáldverki nánar fyrir lesendum, en get upp- lýst að mér fannst við hæfi að lesa verkið í útvarp. Vissi sem var að slíkur flutningur er allvel launaður og veitir nýstárlegum verkum oft brautargengi á bóka- markaði. Nú, ég labbaði náttúr- Iega sem leið lá með handritið upp í útvarpshús og var vísað þar inn á skrifstofu varadagskrárstjóra. Þessi opinberi embættismaður reyndist vera afar glæsileg kona, fáguð í framkomu og kurteis i hvívetna. Afhenti ég handritið og hvarf við svo búið á braut. Leið nú og beið en ekki bólaði á upphring- ingu. Að lokum gafst ég upp á biðinni enda fjárþurfi. Dagskrár- fulltrúinn ljómaði í framan þegar ég birtist á þröskuldinum. „Hvernig hefurðu farið að því að safna öllu þessu efni?“ Ég lýsti fyrir henni fimm ára streði mínu við upplýsingaöflun hér heima og erlendis. „Já, þetta er alveg stór merkilegt, en er þetta ekki svolít- ið pólitískt hjá þér? Þú veist við verðum að gæta hlutleysis. En ég skal sjá hvað ég get gert í mál- inu.“ Sandropov var það heillin Nokkrum vikum síðar er ég aft- ur mættur inná sólskinsbjarta skrifstofu dagskrárfulltrúans. „Já, ég er búinn að ræða þetta við útvarpsstjóra og hann segist ekk- ert skipta sér af þessu og formað- ur útvarpsráðs ekki heldur.“ „Nú, er þá nokkuð til fyrirstöðu að lesa söguna?" Bláminn af Viðeyjar- sundum speglast í augasteinum varadagskrárfulltrúans. „Tja, fulltrúi A-flokksins las þetta nú yfir og sagði hugmyndina ekki al- veg nýja. En okkur kom samt saman um að það væri allt í lagi að lesa verkið ef þú værir til í að breyta nafninu þarna á honum hvað hann heitir ... Andropov. Gætirðu ekki kallað hann til dæmis Sandropov eða Alexan- drof? Þú veist að við verðum að gæta hlutleysis i hvívetna og þeir eru fljótir að hringja frá sendi- ráðinu.“ Síðan hef ég ekki komið í útvarpshúsið við Skúlagötu. Ólafur M. Jóhannesson Ctvarp/sjónvarp „Þýskaland44 — bresk heimildamynd ■■ Bresk heimild- 30 armynd er *"“ nefnist „Þýska- land“ er á dagskrá sjón- varpsins klukkan 21.30 í kvöld og fjallar hún um skiptingu Þýskalands í austur og vestur og við- horf manna beggja vegna Berlínarmúrsins um áframhaldandi skiptingu. Þýskalandi var skipt í austur og vestur í lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar fyrir réttum fjörutíu ár- um. í kvikmyndinni er hressilega tekið á málun- um og farið niður í saum- ana. Komið er víða við og m.a. talað við Kohl, Brandt, skólabörn og aðra beggja vegna múrsins. Þeim sem stjórna fyrir austan múr finnst ekki verið að loka neinn inni heldur sé fólk mjög frjálst og afsiappað. Þetta kemur fram hjá „toppmönnun- um“ fyrir austan, en lítið er hægt að tala við almúg- ann þar vegna skipulags- ins. í raun hafa engir frið- arsamningar verið samdir og eru þeir sem reknir voru frá heimilum sínum óhressir með skipan mála. Þýðandi myndarinnar er Jón O. Edwald. „Átrúnaöargoð“ — bresk bíómynd ■■■■ Bresk bíómynd 0015 er mynd ~~ kvöldsins í kvöld og nefnist hún „Átrúnaðargoð" Myndin er frá 1948 og er gerð eftir sögu Graham Greene. Leikstjóri er Carol Reed, en í aðalhlutverkum eru Ralph Richardson, Mich- ele Morgan, Bobby Henr- ey, Sonia Dresdel og Jack Hawkins. Sjónvarpsáhorfendur geta hlakkað til kvöldsins þar sem kvikmynda- handbókin okkar gefur myndinni hæstu einkunn, eða fjórar stjörnur. Myndin gerist í sendi- herrabústað í Lundúnum. Barnungur einkasonur sendiherrahjónanna verð- ur mjög hændur að bryt- anum í húsinu. Honum er þó ofviða að skilja atburði sem gerast í heimi full- orðna fólksins og koma vini hans í mikinn vanda. Eiginkona brytans er leið- indakvenmaður og ferst í slysi. Brytinn á hins vegar ástkonu sem er starfs- maður sendiráðsins. Barnið fer strax að gruna að eitthvað meira liggi að baki dauða eigin- konu brytans en slysni ein. Kvikmyndahandbók- in segir að myndin sé mjög góð spennumynd úr heimi fullorðna fólksins, en séð með augum barns- ins. Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir. Kannski einhverjir „drepi í“ í síðasta sinn eftir þáttinn í kvöld? „Ekki eg ■■IH „Ekki ég“ nefn- 90 40 ist þáttur sem “11 “- er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 20.40 i kvöld en Tóbaks- varnanefndin lét gera myndina og fjallar hún um skaðsemi reykinga. Mörg fyrirtæki hafa jtutt nefndina við gerð myndarinnar en þau eru Daihatsu-umboðið, Flug- ieiðir, íslenska álfélagið, íslenska járnblendifélag- ið, Morgunblaðið, Sam- oand íslenskra samvinnu- Félaga, Verslunarmanna- Félag Revkjavíkur, Versl- nnarráð Islands og Vinnu- /eitendasamband íslands. Þátturinn er 20 mínútna anfimr. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 10. mal 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sorvar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö — Sigrún Schneider talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les þýöingu slna (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 .Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guörún Jörundsdóttir les þýöingu slna (6). 14.30 A léttu nótunum Tónllst ur ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar Tónleikar 16.00 Fréttir Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. Stef fyrir enskt horn og hljómsveit eftir Anton Reicha og Concertino fyrir enskt horn og hljómsveít eftir Ga- etano Donizetti. Heinz Holl- iger leikur með Concertge- bouw-hljómsveitinni I Amst- erdam. David Zinman stjórn- ar. b. Planókonsert I a-moll op. 214 eftir Carl Czerny. Felicja Blumenthal leikur meö Kammersveit Vlnarborgar. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19J5 Krakkarnir I hverfinu. Fjórtándi (Játtur. Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi rtokkurra borgarbarna. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 „Ekki ég" Þessa mynd iét Tóbaksvarn- arnefnd gera um skaðsemi tóbaksreykinga Eftirtaldir aöilar studdu nefndina viö gerð kvikmyndainanr: Dai- hatsu-umboðið, Flugleiöir. Helmut Froschauer stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.55 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Helgar meyjar. Sigurrós Erlingsdóttir fjallar um helgi- 10. maí íslenska Alfélagið, islenska járnblendifélagið, Morgun- blaðiö, Samband Islenskra samvinnufélaga, Sölumiö- stöö hraðfrystihúsanna, Verslunarmannafélag Reykjavlkur, Verslunarráö is- lands og Vinnuveitendasam- band fslands. 21.00 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.30 Þýskaland. Bresk heimildamynd um lok slðari heimsstyrjaldarínnar fyrir réttum fjörutlu irum, skíptingu oyskalands og viðhorf til nennar nu. Þyðandi Jón 0. Edwald 22.15 Atrunaöargoö sögur er hafa konu sem aö- alpersónu. b. Kórsöngur. Skagfirska söngsveitin syngur. Stjórn- andi: Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir. c. Kvennabarátta vinnukon- unnar á Bessastöðum. Ragnar Agústsson tekur saman og flytur. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir .Xanties" fyrir flautu og pl- (The Fallen Idot) s/h. Bresk blómynd frá 1948 gerð eftir sögu eftir Graham Greene. Leikstjóri Carol Reed. Aðalhlutverk: Ralph Rich- ardson, Michéle Morgan, Bobby Henrey, Sonia Dresd- el og Jack Hawkins. Myndin gerist I sendiherra- bústað I Lundúnum. Barn- ungur einkasonur sendi- herrahjónanna verður mjög hændur að brytanum í hus- inu. Honum er bó ofviöa að skilja atburöi sem gerast heimi fullorðna fólksins og i stofna vini hans i mikinn j vanda výöandi Rannveig T yggva- i dóttir , 23.50 Fréttir I dagsKrárlok. anó eftir Atla Heimi Sveins- son. 22.00 Tönleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Úr blðndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 23.15 A sveitallnunni: Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 10. maf 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dótlir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 1L00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hté. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: /ignir Sveins- son og ^orgeir Astvaldsson (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.