Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. MAÍ1985 7 Tv*r Flugleidavélar á flugvelliiiiim í Vestmannaeyjum. Flugsamgöngur við Eyjar með bezta móti Vestmannaeyjum, 7. maí. FLUGSAMGÖNGUR við Vestmannaeyjar hafa verið með allra besta móti frá áramótum og umtalsverð aukning orðið í farþegaflutningum Flugleiða. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fluttu Flugleiðir 4236 fleiri farþega milli lands og Eyja en sömu mánuði í fyrra, 9607 farþegar í ár en 5371 1984. Veðrið hefur leikið við þá Flug- leiðamenn og þessa fjóra mánuði hafa aðeins komið 18 dagar þar sem með öllu tók fyrir flug vegna veðurs. Bragi í. ólafsson, umdæm- isstjóri Flugleiða, sagði i samtali við Mbl. að á tveimur dögum, 25. og 26. apríl sl., hefðu Flugleiðir flutt 834 farþega til og frá Eyjum í 16 flugferðum. Þarna hefðu m.a. verið á ferð ráðstefnugestir á veg- um IBM sem hefðu skroppið í stutta dagsferð til Eyja. Bragi sagðist búast við verulegum far- þegaflutningi í sumar, ferða- mannastraumurinn til Eyja færi jafnt og þétt vaxandi. Sumaráætl- un Flugleiða tekur gildi 24. maí og verða þá þrjár ferðir á dag til Eyja en yfir hásumarmánuðina verður fjórðu ferðinni bætt við þrjá daga vikunnar. — hkj. Fjölmennt í FhigstöðinnL Eskifjörður og Reyðarfjörðiin N emendatónleikar tónlistarskólans EskirirAi, 9. maí. HALDIÐ verður upp á 10 ára afmæli Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar dagana 11.—12. maí. Þessir tveir staðir hafa frá byrjun rekið tónlist- arskólann sameiginlega og hafa kennarar ekið milli staðanna. Nemendatónleikar verða nú klukkan 14, en þeir síðari í Félags- með öðru sniði en áður hefur ver- lundi á Reyðarfirði sunnudags- ið, það er að segja nemendur kvöldið 12. maí klukkan 21. beggja staðanna munu heimsækja 38 nemendur munu leika á þess- hina og spila með þeim. Fyrri tónleikarnir verða í Valhöll á Eskifirði laugardaginn 11. maí um afmælistónleikum. Kaffiveit- ingar verða á báðum stöðunum að loknum tónleikunum. Ævar Kaupmannahöfn: Nemendasýning í glugga- skreytingaskólanum JónshuNÍ, 30. aprfl. NÝLEGA var sýning í Du Pont-skálanum á Friðriksbergi á gluggaskreyting- um nemenda. Ber skólinn nafn stofnanda síns og skólastjóra og hafa tæp- lega 30 íslendingar stundað þar nám þau 26 ár, sem skólinn hefur starfað. Nemendur skólans eru 25 tals- ins og kallast dekoratörar eftir námið þar, en meða! námsgreina má nefna skiltagerð, stafagerð, teikningu, silkiprent og útstill- ingar Útlendir nemendur hafa alltaf verið margir við skólann, jafnvei frá Japan, en Norðmenn verið flestir Hefur skólinn verið fullsetmr og færn komist þar að en vildu enda hafa nemendur það- an setið fyrir un vmnu hjá mörg um fyrirtækjum Á hmn árlegu sýningu er keppni um bezt skreytta sýn- ingargluggann, en þeir eru alls 10 stórir og margir litlir. Gluggi þeirra Elsu Bergmundsdóttur og Irisar R. Þrastardóttur með fata- útstillingu varð í öðru sæti og hafði íris einnig hannað skreyt- ingartákn sýningarinnar. Einnig fékk gluggaskreyting Árna Tryggvasonar á leirtaui góða dóma og var heildarsvipur sýn- ingarinnar hinn smekklegasti G.LÁsg. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Þrennir burtfarartónleikar TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík beldur þrenna burtfararprófstón- leika á næstunni. Fyrstu tónleikarn- ir verða laugardaginn 11. maí kl. 14.00 í sal skólans að Skipholti 33. Þórunn Guðmundsdóttir mezzó- sópran syngur lög eftir Bach — Pál ísólfsson — Schubert og Bartók. Selma Guðmundsdóttir leikur undir á píanó. Kennari Þóninnar er Elísa- bet Erlingsdóttir. Aðrir tónleikarnir verða sunnu- daginn 12. maí kl. 17.00 i sal skól- ans að Skipholti 33. Jóhann T. Ing- ólfsson leikur á klarinett verk eft- ir C. Tartini, Malcolm Arnold, Þorkel Sigurbjörnsson o.fl. Guð- rún Óskarsdóttir leikur með á pí- anó. Kennari Jóhanns er Einar Jó- hannesson. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða í sal skólans mánudaginn 13. maí kl. 18.00. Þar syngur Helga Björk Grétudóttir mezzó-sópran við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Brahms, Sibelius o.fl. Kennari Helgu er Sieglinde Kah- man Björnsson. Aðgangur að tónleikum þessum er ókeypis. Elgilsstaðin Nýr sveitar- stjóri tekinn til starfa EgikrtMum, 7. nui. I GÆR tók Sigurður Símonarson við starfi sveitarstjóra á Egilsstöðum af Guðmundi Magnússyni sem gegnt hefur starfinu allt frá árinu 1974. Tíðindamaður Mbl. hitti Sigurð sem snöggvast mitt í erli fyrsta starfsdags hans á sveitarstjórn- arskrifstofum Egilsstaðahrepps. „Mitt fyrsta verk sem sveitar- stjóri hefur verið að leggja loka- hönd á undirbúning almenns borgarafundar um hreppsmálefn- in sem haldinn verður í kvöld — og undirbúa hreppsnefndarfund á morgun — auk almennra bréfa- skrifta og funda með forvera í starfi, tæknifræðingi og skrif- stofustjóra," — sagði Sigurður. „Jú, það er rétt, þetta hefur ver- ið mikill annadagur og e.t.v. dæmigerður fyrir starfið. Það er krefjandi og annasamt — en ákaf- lega spennandi og heillandi að minu mati.“ Sigurður Símonarson var ráð- inn sveitarstjóri Egilsstaðahrepps í febrúar síðastliðnum. Hann er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu um árabil á suðvest- urhorni landsins. — Ólafur Morgunblaftift/Ólafur Sigurður Simonarson. sveitarstjór Egilsstaðahrepps BRÖADW/ Boröapantamr eru i Broadway daglega í aíma 77500. Tryggiö ykkur miöa atrax í dag því aíöaat var uppaelt. Kynningarkvold í Broadway 24. maí Krýningarkvöld í Broadway 27. maí. Glæsilegasta hátiö arsins og nú glæsilegri en nokkru sinni fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.