Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985
Morgunblaðið/ól&fur
Kórar Egilsstaðakirkju og Seyðisfjarðarkirkju við messu í Egilsstaðakirkju.
Egilsstaðir:
Aukið samstarf
sókna á Austurlandi
Egilsstöðum, 6. maí.
SAMSTARF sókna á Austurlandi
hefur að öllum líkindum aukist
verulega hin síðari ár og færist nú
í vöxt að kirkjukórar og prestar
heimsæki aðrar sóknir og taki þar
þátt í helgihaldi og öðru safnað-
arstarfi með heimamönnum.
í gær sungu kórar Egilsstaða-
kirkju og Seyðisfjarðarkirkju
við almenna guðsþjónustu í
Egilsstaðakirkju og sóknar-
prestarnir, sr. Vigfús Ingvar
Ingvarsson og sr. Magnús
Björnsson, skiptust á að þjóna
fyrir altari. Þá léku organistar
kirknanna, David Knowles og
Sigurbjörg Helgadóttir, til
skiptis á pípuorgel Egilsstaða-
kirkju. Sr. Magnús Björnsson á
Seyðisfirði prédikaði við guðs-
þjónustuna.
Að lokinni guðsþjónustunni
var boðið til kaffidrykkju í
Valaskjálf.
Prestar á Austurlandi gefa nú
út sérstakt blað er ber nafnið
„Kirkjulíf" og kemur það út
ársfjórðungslega. Það flytur
ýmsar fréttir af safnaðarstörf-
unum og er vandað bæði að efni
og frágangi öllum. Auk þess
hafa prestar Austurlands haft
með sér formlegan félagsskap,
„Prestafélag Austurlands" um
áraraðir.
— ólafur
Athugasemd frá Eimskip um Bandaríkjasiglingar:
5—6 ferðir á mánuði
með íslenzkum skipum
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
beðið að birta eftirfarandi athuga-
semd:
í fréttum var sagt frá flutning-
um frystra sjávarafurða frá ís-
lensku umboðssölunni, með
bandaríska skipafélaginu Rain-
bow Navigation.
Vegna þessarar fréttar vill
Eimskip vekja athygli á þeirri
víðtæku og tíðu þjónustu sem ís-
lensk skipafélög bjóða í flutning-
um til Bandaríkjanna. Boðnar
eru 5—6 ferðir mánaðarlega með
íslenskum skipum til Bandaríkj-
anna, ýmist beint eða með við-
komu í Evrópu. Eimskip býður
þrjár ferðir mánaðarlega, og er
siglt beint frá íslandi til Banda-
ríkjanna á 20 daga fresti, en
tvisvar í mánuði hafa skip fé-
lagsins viðkomu í Evrópu á leið
til Bandaríkjanna.
Eimskip annast flutninga á
öllum tegundum útflutningsvara,
sem íslendingar flytja til Banda-
ríkjanna, sem og til annarra út-
flutningslanda Islendinga. Flyt-
ur Eimskip árlega um hundrað
þúsund tonn af frystum sjávar-
afurðum frá íslandi, fyrir flest
útflutningsfyrirtæki hérlendis,
þar á meðal íslensku umboðssöl-
una.
Til að fullvissa forráðamenn
íslensku umboðssölunnar, um
áframhaldandi trygga og örugga
þjónustu Eimskip við fyrirtækið,
hefur Bjarna V. Magnússyni, for-
Ií þessari bók er að
finnaallarupplýs-
ingar um flest lyf
og lyfjasamsetn-
ingaráíslenskri
lyfjaskrá.
Hvaða lyíeru
notuð viðhinum
ýmsu sjúkdómum?
Við hverju eru þau
notuð?
Hafaþauauka-
verkanir?
stjóra þess, verið sent bréf þar
sem ítrekað er að Eimskip muni
hér eftir sem hingað til geta ann-
ast alla flutninga sem íslenska
umboðssalan óskar eftir og er til-
búið nú sem endranær að ganga
frá samningum þar um.
Vert er að leggja áherslu á að
miðað við núverandi skipastól og
það siglingakerfi sem íslensk
skipafélög bjóða uppá, geta þau
hæglega annast alla flutninga
fyrir alla útflytjendur hérlendis,
og veitt þeim fullkomna þjón-
ustu.
Eimskip vill, af þessu tilefni,
ítreka kröfu sína um að á ný
verði komið á frjálsri samkeppni
í siglingum til og frá Bandaríkj-
unum. Óverjandi er það ástand,
sem varað hefur í heilt ár, að
bandarískt skipafélag hafi, sam-
kvæmt bandarískum lögum,
einkarétt á flutningum fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli,
sem tryggir þeim yfirburða sam-
keppnisaðstöðu varðandi aðra
flutninga til og frá íslandi.
Flutningar Rainbow Navigation
fyrir Islensku umboðssöluna,
ásamt undirboðum þeirra á
flutningsgjöldum fyrir ÁTVR,
eru dæmi um, hvernig nú er unn-
ið að því að grafa undan íslensk-
um skipafélögum á þessum flutn-
ingsmarkaði.
Fáskrúðsfjörður:
Hópreið um bæinn
Fáskrútafirfti, 5. maí.
EINSTAKLEGA gott veður hefur verið hér síðustu daga og er
það trú manna að sumarið sé komið. Menn hafa gert sér ýmis-
legt til dundurs þegar önnum hversdagsins hefur sleppt. 1. maí
fóru félagar úr hestamannafélaginu Fáki t.d. í hópreið um
bæinn og eru meðfylgjandi myndir af þeim atburði.
Albert
Niels Bjórndal
LYFIABÓKIN
ISAFOLD
LYFjABOKIN er
nauðsynleg hand-
bók á hverju
heimili.
ÍSAFOLD
Vesturlandskvöld á
Akureyri, Húsavík og
Reykjavík um helgina
VESTURLANDSKVÖLD verða
haldin á Akureyri, Húsavík og
Reykjavík um helgina. Á Vestur-
landskvöldunum verða kynntir
gisti- og ferðamöguleikar í lands-
hlutanum auk þess sem skemmti-
atriði verða.
í kvöld, föstudagskvöld, verður
Vesturlandskvöld í Sjallanum á
Akureyri, laugardagskvöld á
Hótél Húsavík og sunnudags-
kvöld í Broadway í Reykjavík.
Skemmtanirnar hefjast allar kl.
19. Viðar Gunnarsson söngvari og
trió Bjarna Hjartarsonar frá
Búðardal koma fram á kvöldun-
um, þar verður bingó með ferðum
um Island i vinning, og dans á
eftir. Auk kynningar á Vestur-
landi kynna tvö fyrirtæki sem
skipuleggja ferðir um allt ísland
þjónustu sína.