Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Morgunblaðið/ól&fur Kórar Egilsstaðakirkju og Seyðisfjarðarkirkju við messu í Egilsstaðakirkju. Egilsstaðir: Aukið samstarf sókna á Austurlandi Egilsstöðum, 6. maí. SAMSTARF sókna á Austurlandi hefur að öllum líkindum aukist verulega hin síðari ár og færist nú í vöxt að kirkjukórar og prestar heimsæki aðrar sóknir og taki þar þátt í helgihaldi og öðru safnað- arstarfi með heimamönnum. í gær sungu kórar Egilsstaða- kirkju og Seyðisfjarðarkirkju við almenna guðsþjónustu í Egilsstaðakirkju og sóknar- prestarnir, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og sr. Magnús Björnsson, skiptust á að þjóna fyrir altari. Þá léku organistar kirknanna, David Knowles og Sigurbjörg Helgadóttir, til skiptis á pípuorgel Egilsstaða- kirkju. Sr. Magnús Björnsson á Seyðisfirði prédikaði við guðs- þjónustuna. Að lokinni guðsþjónustunni var boðið til kaffidrykkju í Valaskjálf. Prestar á Austurlandi gefa nú út sérstakt blað er ber nafnið „Kirkjulíf" og kemur það út ársfjórðungslega. Það flytur ýmsar fréttir af safnaðarstörf- unum og er vandað bæði að efni og frágangi öllum. Auk þess hafa prestar Austurlands haft með sér formlegan félagsskap, „Prestafélag Austurlands" um áraraðir. — ólafur Athugasemd frá Eimskip um Bandaríkjasiglingar: 5—6 ferðir á mánuði með íslenzkum skipum MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi athuga- semd: í fréttum var sagt frá flutning- um frystra sjávarafurða frá ís- lensku umboðssölunni, með bandaríska skipafélaginu Rain- bow Navigation. Vegna þessarar fréttar vill Eimskip vekja athygli á þeirri víðtæku og tíðu þjónustu sem ís- lensk skipafélög bjóða í flutning- um til Bandaríkjanna. Boðnar eru 5—6 ferðir mánaðarlega með íslenskum skipum til Bandaríkj- anna, ýmist beint eða með við- komu í Evrópu. Eimskip býður þrjár ferðir mánaðarlega, og er siglt beint frá íslandi til Banda- ríkjanna á 20 daga fresti, en tvisvar í mánuði hafa skip fé- lagsins viðkomu í Evrópu á leið til Bandaríkjanna. Eimskip annast flutninga á öllum tegundum útflutningsvara, sem íslendingar flytja til Banda- ríkjanna, sem og til annarra út- flutningslanda Islendinga. Flyt- ur Eimskip árlega um hundrað þúsund tonn af frystum sjávar- afurðum frá íslandi, fyrir flest útflutningsfyrirtæki hérlendis, þar á meðal íslensku umboðssöl- una. Til að fullvissa forráðamenn íslensku umboðssölunnar, um áframhaldandi trygga og örugga þjónustu Eimskip við fyrirtækið, hefur Bjarna V. Magnússyni, for- Ií þessari bók er að finnaallarupplýs- ingar um flest lyf og lyfjasamsetn- ingaráíslenskri lyfjaskrá. Hvaða lyíeru notuð viðhinum ýmsu sjúkdómum? Við hverju eru þau notuð? Hafaþauauka- verkanir? stjóra þess, verið sent bréf þar sem ítrekað er að Eimskip muni hér eftir sem hingað til geta ann- ast alla flutninga sem íslenska umboðssalan óskar eftir og er til- búið nú sem endranær að ganga frá samningum þar um. Vert er að leggja áherslu á að miðað við núverandi skipastól og það siglingakerfi sem íslensk skipafélög bjóða uppá, geta þau hæglega annast alla flutninga fyrir alla útflytjendur hérlendis, og veitt þeim fullkomna þjón- ustu. Eimskip vill, af þessu tilefni, ítreka kröfu sína um að á ný verði komið á frjálsri samkeppni í siglingum til og frá Bandaríkj- unum. Óverjandi er það ástand, sem varað hefur í heilt ár, að bandarískt skipafélag hafi, sam- kvæmt bandarískum lögum, einkarétt á flutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sem tryggir þeim yfirburða sam- keppnisaðstöðu varðandi aðra flutninga til og frá íslandi. Flutningar Rainbow Navigation fyrir Islensku umboðssöluna, ásamt undirboðum þeirra á flutningsgjöldum fyrir ÁTVR, eru dæmi um, hvernig nú er unn- ið að því að grafa undan íslensk- um skipafélögum á þessum flutn- ingsmarkaði. Fáskrúðsfjörður: Hópreið um bæinn Fáskrútafirfti, 5. maí. EINSTAKLEGA gott veður hefur verið hér síðustu daga og er það trú manna að sumarið sé komið. Menn hafa gert sér ýmis- legt til dundurs þegar önnum hversdagsins hefur sleppt. 1. maí fóru félagar úr hestamannafélaginu Fáki t.d. í hópreið um bæinn og eru meðfylgjandi myndir af þeim atburði. Albert Niels Bjórndal LYFIABÓKIN ISAFOLD LYFjABOKIN er nauðsynleg hand- bók á hverju heimili. ÍSAFOLD Vesturlandskvöld á Akureyri, Húsavík og Reykjavík um helgina VESTURLANDSKVÖLD verða haldin á Akureyri, Húsavík og Reykjavík um helgina. Á Vestur- landskvöldunum verða kynntir gisti- og ferðamöguleikar í lands- hlutanum auk þess sem skemmti- atriði verða. í kvöld, föstudagskvöld, verður Vesturlandskvöld í Sjallanum á Akureyri, laugardagskvöld á Hótél Húsavík og sunnudags- kvöld í Broadway í Reykjavík. Skemmtanirnar hefjast allar kl. 19. Viðar Gunnarsson söngvari og trió Bjarna Hjartarsonar frá Búðardal koma fram á kvöldun- um, þar verður bingó með ferðum um Island i vinning, og dans á eftir. Auk kynningar á Vestur- landi kynna tvö fyrirtæki sem skipuleggja ferðir um allt ísland þjónustu sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.