Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 14

Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 14
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985 Í4 Nýja riugstöðvarbyggillgin. Morgunbltóií/Arni Helgason Flugstöðin í Stykkishólmi vígð Stjkkúhólmi, 4. maí. f GÆR kl. 17 var formlega tekin f notkun flugstöðvarbygging f Stykkishólmi, en hún stendur f út- jaðri flugvallarins. Hefir verið f byggingu undanfarin 2—3 ár. Er þetta vegleg framtíðarbygging, 270 fm að grunnfleti með stjórnturni og lækjura. Þar er þægileg skrif- stofa fyrir starfsmann, sem nú er Sigfús Sigurðsson. Þá er stór far- þegasalur og afgreiðsla um leið. Salur fyrír pakka og farangurs- geymslu, snyrtiherbergi og eldhús. Að þessari byggingu er mikil bót og þau öryggistæki sem þar eru eiga eftir að þjóna sínu hlutverki og leiðbeina mörgum ferðamann- inum í flugi. Athöfnin hófst með lúðra- sveitarleik Lúðrasveitar Stykkishólms undir stjórn Daða Þ. Einarssonar. Siðan talaði séra Gisli H. Kolbeins og blessaði bygginguna og bað farsældar öllum sem þar kæmu nærri og kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Þá tók til máls Matthías Bjarnason Sigfús Sigurðsson, starfsmaður fhigvallaríns í Stykkishólmi. samgönguráðherra og flutti fróðlega og ágæta ræðu um flugmál og önnur samgöngumál Snæfellinga fyrr og síðar. Hann minntist áfanga í sögu flugmál- anna og minnti á að fyrsta flug- vélin hefði lent í Stykkishólmi 1928 um leið og bílaöldin var að renna þar í garð. Þá sagði Matthías að ekki væri hægt að hugsa sér flugsamgöngur án vega og minntist átaka i vega- málum á Snæfellsnesi seinustu árin, minnti á veginn fyrir Enni og þær stórkostlegu bætur sem þar hefðu verið gerðar og hann hefði kostað rúman helming þess sem áætlað var. Þá minnti hann á veginn frá Helgafellssveit og niður i Stykkishólm sem nú verður gerður varanlegur á þessu ári o.fl., o.fl. Gat um land- nema og byggð á Helgafelli og klaustur þar og sagði að það væri ánægjulegt að vita til þess að nú væri klaustur í nágrenni Helgafells þar sem st. Fransisk- ussystur rækju líknarstarfsemi og hefðu gert um mörg ár. Þakk- aði hann hér vel unnin störf og óskaði Hólmurum og þeim sem nota ættu þennan völl til ham- ingju og bað sannrar blessunar þessum áfanga í flugmálum. Pétur Einarsson flugmálastjóri tók þvínæst til máls og fagnaði mannvirki þessu og þakkaði samgöngumálaráðherra trausta og góða samvinnu og skilning á samgöngubótum flugmála. Þessi áfangi væri ekki kominn í höfn án hans áhuga. Rakti hann síðan gang flug- vallargerðar hér i Stykkishólmi og minntist sérstaklega áhuga Jóhanns Rafnssonar, sem af hugsjón og velvilja hefði alltaf verið driffjöður í að koma þess- um málum fram, hann hefði ver- ið vakandi og aldrei látið flug- málastjóra í friði eins og hann komst að orði með fyrirhyggju og athygli hefði hann verið hið vökula auga flugmálastjórnar og hert á framkvæmdum. Hann færði byggingunni mynd af Jó- hanni sem hann taldi að færi vel á vegg farþegasalarins og minnti á hugsjón og óeigingirni. Það er mikið verk enn eftir hér við flug- völlinn sagði Pétur og hið fyrsta þarf að gera gott plan i kringum flugstöðina til að varna því að menn vaði þar í for. Þetta stend- ur allt til bóta. Við eigum vökul- an mann í samgöngumálum landsins. Jóhann Rafnsson tók svo til máls og þakkaði sér sýndan sóma. Um leið rakti hann í nokkrum orðum baráttuna fyrir flugsamgöngum hér við Stykk- ishólm, sagði frá leitinni að flugvallarstæði sem tók sinn tíma og það skilja þeir sem hér eru kunnugir. Fagnaði þessum áfanga og sagði að nú hefði birt í þessum málum hér, minntist þeirra sem hér hefðu vel unnið og þakkaði flugmálastjórn og samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson sveitar- stjóri Stykkishólmi flutti þakkir bæjarbúa og afhenti flugstöð- inni loftmynd af Stykkishólmi og verður henni valinn staður í flugstöðinni. Þá flutti Friðjón Þórðarson fv. dómsmálaráðherra kveðjur þingmanna Vesturlands en þeir voru 3 mættir við athöfnina eða helmingur. Hann óskaði þessum áfanga blessunar í framtíðinni. Fulltrúi frá Arnarflugi afhenti mynd af farsælli flugvél félags- ins en Arnarflug rekur nú áætl- unarflug milli Reykjavíkur og Stykkishólms. Þá má ekki við þennan pistil skiljast að ekki sé minnst hins farsæla flugkappa Björns Pálssonar sem var fyrsti áætlunarflugmaður hér um slóð- ir og barðist af áhuga fyrir byggingu flugvallar hér. Þá var öllum boðið í veitingar af rausn, en þá var ég farinn enda klukkan farin að ganga 8 og maturinn beið heima. Fjöldi manns var við athöfnina og var þetta mikill há- tíðisdagur i lífi Hólmara. Þökk öllum sem hér hafa lyft verulegu átaki. Árni Kirkjur á landsbyggðinni: Fermingar á sunnudag Fermingarborn í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 12. maí kl. 13.30. Fermd verda: Arnþór Björgvinsson, Skúmstöðum. Gísli Jónsson, Túngötu 18. Guðfinna Kristjánsdóttir, Háeyrarvöllum 6. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Glóru, Hraungerðishr. Guðmundur Hreinn Emilsson, Eyrargötu 7. Guðrún Jóhannsdóttir, Kirkjuhúsi. Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Hvoli. Ingólfur Hjálmarsson, Alfsstétt 3. Kjartan Þór Helgason, Hvammi. Sigmundur Unnar Traustason, Túngötu 36. Sigurður Þór Emilsson, Eyrargötu 7. Sigurður Sigurmundsson, Háeyrarvöllum 8. Sigurjón Halldór Birgisson, Merkisteini. Stefán Þór Bjarnason, Háeyrarvöllum 18. Stefán örn Oddsson, Búðarstig 1. Valgeir Sveinsson, Háeyrarvöllum 22. Fermingarbörn í Selfosskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 10.30. Fermd verða: Aðalbjörg Skúladóttir, Dælengi 1. Andrés Ingi Jóakimsson, Austurvegi 33. Auðunn Ingi Jóakimsson, Austurvegi 33. Anna Kristín Ingvarsdóttir, Miðengi 9. Ásta Andrésdóttir, Hörðuvöllum 4. Ásta Sigríður Birkisdóttir, Fossheiði 24. Eiríkur Orri Guðmundsson, Engjavegi 83. Eyþór Österby, Gauksrima 22. Grímur Sigurðsson, Suðurengi 21. Gunnar Valur Gunnarsson, Hrísholti 22. Hafdís Grétarsdóttir, Fagurgerði 8. Hanna Bjarnfríður Hreiðarsdóttir, Stekkholti 21. Hjalti Eggertsson, Lambhaga 20. Ingunn Guðjónsdóttir, Stekkholti 30. Jóhanna Benediktsdóttir, Miðengi 19. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Suðurengi 3. Kristján Geir Gunnarsson, Breiðumörk 26, Hveragerði. Laufey Guðmundsdóttir, Víðivöllum 19. Leó Árnason, Skólavöllum 7. Lilja Sighvatsdóttir, Miðengi 13. Lýður Geir Guðmundsson, Grashaga 21. Sesselja österby, Lágengi 20. Sigurður Bogi Sævarsson, Sunnuvegi 3. Steindór Guðmundsson, Hrísholti 20. Svava Steingrímsdóttir, Fagurgerði 10. Valgeir Gunnar Reynisson, Hjarðarholti 5. Valgerður Una Sigurvinsdóttir, Lambhaga 44. Þórdís Fríða Frímannsdóttir, Lágengi 8. Fermingarbörn í Selfosskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. Fermd verða: Brynhildur Fjóla Hallgrímsdóttir, Hjarðarholti 4. Eiríkur Harðarson, Kirkjuvegi 27. Eyrún Soffía Birgisdóttir, Smáratúni 18. Guðfinna Tryggvadóttir, Birkivöllum 9. Guðjón Öfjörð Einarsson, Fossheiði 56. Herbert Oddur Pálsson, Heimahaga 10. Haukur Snær Guðmundsson, Vallholti 38. Ingibjörg Erlendsdóttir, Sigtúni 36. Iris Jónsdóttir, Þóristúni 17. ívar örn Gylfason, Miðtúni 7. Kolbrún Ylfa Gissurardóttir, Víðivöllum 17. Jón Páll Kristófersson, Sunnuvegi 8. Kristgerður Garðarsdóttir, Vallholti 45. Kristján Örn Hilmarsson, Suðurengi 20. Kristrún Þórkelsdóttir, Eyrarvegi 5. Martha Ann Thaagaard, Engjavegi 2. Óli Kristján Ármannsson, Úthaga 1. ólöf Guðmundsdóttir, Tryggvagötu 5. Ólöf Þóra ölafsdóttir, Reynivöllum 8. Ragnar Guðmundsson, Víðivöllum 8. Sigrún Hildur Guðmundsdóttir, ' Lambhaga 46. Skúli Már Gunnarsson, Sunnuvegi 10. Sigurður Gísli Þorsteinsson, Háengi 14. Steinunn Kristin Hafsteinsdóttir, Hrísholti 18. Sævar óli Þórisson, Úthaga 16. Ferming á Reynivöllum í Kjós 12. maí. Fermd verda: Jón Bjarnason, Þorláksstöðum, Kjós. Lára Magnúsdóttir, Eyjum 2, Kjós. Þórarinn Jónsson, Hálsi 1. Kjós. Kirkjur á landsbyggðinni: Messur SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta á súnnudaginn kl. 14. Kirkjukór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn söngstjóra síns við messuna og sóknarpresturinn, sr. Vigfús Ingvarsson, prédikar. Sókn- arprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Stefán Lárus- son. Bfldudalur: Námskeið og vorhátíð Bfldudal. 9. aul. SJÁUVTÆÐISFÉLAG Arnarfjarðar verður með námskeið, sem hefst á morgun klukkan 20.30 ( félagsheimil- inu Baldurshaga. Yfirskrift nám- skeiðsins er „Ræðumennska og fundarsköp". Leiðbeinandi er Einar Karl Guðfinnsson. Námskeiðið er öll- um opið og ókeypis. Á laugardagskvöld fer síðan fram vorhátið félagsins í Baldurshaga og hefst klukkan 23. Þar skemmtir hljómsveitin Hersveitin frá Pat- reksfirði. Gestur samkomunnar verður Einar Karl Guðfinnsson, varaþingmaður kjördæmisins. Formaður Sjálfstæðisfélags Arn- arfjarðar er Bjarney Gísladóttir. — Hannes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.