Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 15
 MORGUNBLADIÐ, FÓSTUDAGUR10. MAÍ1985 Verkalýðsleiðtogar um leiðir í kjarasamningum á árinu: Trygging kaupmátt- ar er meginmálið f VIÐTÖLUM sem birt voru í Mbl. 1. maí sl. við launafólk kom m.a. fram, að margt af því telur, að í komandi samningaviðræð- um eigi að reyna „aörar leiðir“, eins og það var orðað, þ.e. eitthvað annað en krónutöluhækkun launa. Þá töldu margir við- mælendur blaðsins, að rétt hefði verið sem semja um skatta- lækkunarleið á síðasta ári. í tilefni af þessu var rætt við nokkra verkalýðsleiðtoga og fara svör þeirra hér á eftir: Krónutöluhækkanaleiðin verið reynd til þrautar Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, sagði, að það hefði sannast enn á ný eftir síðustu samninga, að hin áratugagamla leið, þ.e. krónu- töluhækkun hefði aðeins enzt í smátíma. Hann sagði aðspurður í lokin, að hann hefði heyrt þetta sjónarmið víða meðal verk- smiðjufólks, en þó væru ekki all- ir þessarar skoðunar. Verjast kaupmáttarhrapi Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, sagði, að hann hefði talið skattalækkunarleið- ina hina réttu sl. haust. Hins vegar hefðu aldrei verið neinar forsendur fyrir henni þá. Hann sagði síðan: „f fyrsta lagi vegna þess að í rauninni kom aldrei neitt haldbært frá ríkisstjórn- inni um þetta og þá var verið að ræða þessa leið í skjóli BSRB-deilunnar, sem alltaf var vitað að fengi allt annan endi en skattalækkunarleið." Jón sagði aðspurður, að hann væri ekki að segja að skatta- lækkunarleiðin væri sú rétta núna. „Talandi um skattalækk- unarleið núna, vil ég fyrst fá það á borðið, hvernig ríkið ætlar að mæta henni. Hvar á að skera niður, hvað á að koma í staðinn. Ég er auðvitað tilbúinn til að skoða þetta, en hitt er alveg ljóst, að verkefni næstu mánuða er að verjast kaupmáttarhrap- inu,“ sagði hann að lokum. Ríkið að borga fyrir atvinnurekendur? Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins í Vest- mannaeyjum, sagðist vita, að margt fiskverkunarfólk hefði áhuga á að leggja meira á sig en það gerði núna. Hins vegar væri margt af þessu fólki aðeins með dagvinnutekjurnar sléttar og því með litla skatta. Hann sagði: „Þá er talað um neikvæða skatta, en er þá ekki verið að tala um að láta ríkið borga fyrir atvinnu- rekendur?" Vonast eftir auknum kaupmætti Magnús L. Sveinsson, formað- ur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði, að þessi viðbrögð launafólks hefðu ekki komið sér á óvart. Hann sagði ennfremur: „Það verður að segja eins og er að við höfum gífurlega reynslu af því að krónutölu- hækkun launa hefur verið tekin af okkur um það leyti, sem blek- ið hefur verið að þorna á undir- skrift samninga. Það hefur ekki skilað sér í formi aukins kaup- máttar til launþega. Magnús sagðist tilbúinn til viðræðna um skattalækkunarleið á ný og sagði í lokin: „Það kemur mér ekki á óvart að fólk sé opið fyrir að reyna aðrar leiðir, en þá eru menn auðvitað að vonast eftir leiðum sem skila auknum kaup- mætti.“ Kaupmátt, enn meiri kaupmátt Þröstur ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, rakti fyrst þá umræðu um skatta- lækkunarleið sem átt hefði sér stað á síðasta ári og sagði m.a.: „Þessi leið var reynd og þá í framhaldi af því að menn van- treystu ríkisstjórninni það mik- ið, að þeir vissu að hún myndi reyna að taka allar kauphækk- anir til baka, sem samiö yrði um, nema hendur hennar yrðu bundnar." Aðspurður um, hvort hann teldi að reyna ætti skatta- lækkunarleið að nyju á þessu ári, sagði Þröstur: „Eg tel að for- sendur séu aðrar núna, en ég tel að það sé árangurinn en ekki að- ferðin sem skiptir máli í sam- bandi við þetta. Ég tel eðlilegt að það verði reynt að finna út áhuga stjórnvalda á þvi að finna lausnir, sem skila kaupmætti á einn eða annan hátt.“ Þröstur var spurður í lokin, hvern hann teldi hug félags- manna í Dagsbrún vera. Hann svaraði: „Tónninn er þessi: kaup- máttur, meiri kaupmáttur og enn meiri kaupmáttur." > Ævar Breiðfjörð umdæmisstjóri Kmanishreyfingarinnar á fslandi afliendir Jóhannesi Sigmundssyni, forseta Gullfoss, stofnskrá kiwanis. Kiwanisklúbburinn Gullfoss vígður SyAra-Langholti, 2. maí. ÞANN 28. nóvember sl. var stofn- aður hér í Hrunamannahreppi Kiwanisklúbburinn Gullfoss. Þann 20. apríl var svo þessi klúbb- ur formlega vígður í Kiwanis- hreyfinguna með veglegri vígslu- hátíð sem fram fór í félagsheimil- inu á Flúðum. Sóttu um 140 manns þessa hátíð, m.a. margir fulltrúar frá hinum ýmsu Kiwan- isklúbbum á landinu sem fluttu hinum nýja klúbbi árnaðaróskir og færðu góðar gjafir frá Kiwan- isbræðrum víðsvegar af landinu. Kiwanisklúbburinn Gullfoss er sá fertugasti sem stofnaður er innan Kiwanishreyfingarinnar hér á landi. í honum eru 28 félagar, for- seti nú er Jóhannes Sigmundsson, ritari Magnús Grímsson, féhirðir Kjartan Helgason, kjörforseti Guðjón Emilsson. Fréttaritari. Félagar í Gullfoss á vígsluhátíðinni. Ljósm. Sig.SiRm. 3R*«9tiiiW*fetfe Gódan daginn! VÍDIK í kvöld en til kl. 19 í Austurstræti og Starmýri. Glæsilegt úrval í matvöru! - Góð verð og góð þjónusta. Fjolbreyttar Vörukynningar AUSTURSTRÆT117 —STARMÝRI 2 — MJÓDDINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.