Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. MAÍ 1985
17
Byron —
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Byron: Selected Letters and Journ-
als. Edited with Notes and some
Biographical Details by Peter Gunn.
Penguin Books 1984.
Arnold Bennett: The Journals. Sel-
ected and Edited by Frank Swinn-
erton. Penguin Books 1984.
Edward Gibbon: Memoirs of My
Life. Edited with an Introduction by
Betty Radice. Penguin Books 1984.
„Ég borðaði úti í fyrradag með
Sheridan og Colman og fleiri og
fleiri. Fyrst þögðu allir, síðan
Bennett -
gerðust menn tölugri, síðan hófust
rökræður, síðan rifrildi og loks
var orðið erfitt að skilja það sem
menn vildu segja og loks blinda-
fyllerí. Þegar hér var komið var
orðið erfitt að fóta sig og til þess
að kóróna dýrðina urðum við
Kinnaird að fylgja Sheridan heim
og fyrsti áfanginn var stigi niður á
jarðhæð, sem hefur áreiðanlega
verið frá því fyrir daga sterkra
vína, hann var illfær, hefur ekki
verið gerður fyrir mennska fætur,
að minnsta kosti. Við komum
Sheridan heim, þar sem þjónn
hans beið, augsýnilega vanur
svona uppákomum." Þetta er sýn-
ishorn úr þessu skemmtilega úr-
- Gibbon
vali bréfa og dagbóka Byrons frá
1798—1824. Oþarfi að hafa frekari
orð um þetta safn, það mælir með
sér sjálft.
Dagbækur Bennetts ná frá
1896—1929. Arnold Bennett fædd-
ist 1867 og lést 1931. Hann var
blaðamaður, samdi mörg leikrit og
skáldsögur. Verk hans eru talin
mjög misjöfn að gæðum. „The Old
Wives’ Tale“ frá 1908 er af mörg-
um talin besta verk hans. Bennett
var einkennilega samsettur, inn
við beinið var hann púrítani sem
naut lúxuslífs í fyllsta mæli, hann
var mjög skarpur athugandi og
átti það til að vera mjög skeleggur
í árásum sínum á þau fyrirbrigði,
myndir en er nú alkóhólíseraður
og getulaus og lokar sig af í villu
sinni við að taka kaldlyndar, þögl-
ar klámmyndir. Við sögu koma
einnig tveir klámmyndaleikarar
hans (Veronica Gartwight og
Stephen Davies), peningafursti
með filmudrauma og fylgikona
hans með sömu drauma (Bob
Hoskins og Jessica Harper). Ins-
erts fjallar með býsna augljósum
symbólisma um tilfinningafirr-
ingu kvikmyndaborgarinnar, fólk
sem lifir dauðu, vímuðu dúkkulífi.
Þetta er dálítið þreytandi mynd til
lengdar; samtölin og innilokun-
arkenndin minna stundum á leik-
rit eftir Pinter, en skírskotanirnar
og persónurnar eru mun máttlaus-
ari. Engu að síður er þetta for-
vitnilegt stykki sem í raun er
furða að skuli hafa verið sett á
filmu, og leikararnir sem þurfa að
láta sig hafa ansi „djarfar" senur,
bæði til orðs og æðis, standa sig
með sóma, ekki síst Dreyfuss sem
andlega gjaldþrota klámhundur.
Hollenskar myndir eru sjaldséð-
ar hér á spólum sem tjöldum bíó-
anna. Ein slik er hin undurfurðu-
lega en heillandi mynd Pauls
Verhoeven, De Vierde Man sem er
spólusett með ensku tali undir
nafninu The Fourth Man eða
Fjórði maðurinn. Verhoeven er nú
í hópi afkastamestu og athyglis-
Byron lávarður
verðustu leikstjóra Hollendinga,
en Fjórði maðurinn er gerð 1983.
Skrambi magnaður leikari, Jeroen
Krabbe, leikur aðalhlutverkið, rit-
höfundinn Gerard sem, eins og
leikstjórinn í Inserts, er í vonar-
völ, fordrukkinn og ruglaður til-
finningalega og kynferðislega.
Hlutskipti og hugarheimur þessa
manns er feikivel túlkaður af leik-
aranum og myndgerður af leik-
stjóranum með ríkulegri umhverf-
islýsingu, þar sem kristileg tákn,
guðlast og klám vaða uppi og
raunveruleiki og hugarburður
vaxa hvor út úr öðrum. Við fylgj-
umst með Gerard frá því hann
vaknar um morgun voðalega
timbraður og heldur í fyrirlestrar-
ferð til annarrar borgar. Þar lend-
ir hann á séns með konu einni og
dagar uppi í húsi hennar. Fjórði
maðurinn tekur þá jafnhliða
stefnu á sálfræðistúdíu, kynlífs-
mynd með assi blautlegum atrið-
um, heimspekilegan symbólisma
og spennandi þriller, þar sem Ger-
ard uppgötvar að ekki er allt með
felldu í lífi konu þessarar, að hann
er hlekkur í viðsjárverðri keðju,
nánar tiltekið sá fjórði i röðinni. I
þessari mynd vega snilld og rugl
salt en mér hélt hún spenntum frá
upphafi til enda.
Stjörnugjöf: Inserts ★★
The Fourth Man ★★%
sem féllu ekki að mannúðarstefnu
hans. Hann gat verið níðangurs-
legur í útlistunum á samferða-
mönnum sínum, en það var frem-
ur sjaldgæft. Hann átti fjölmenn-
an vinahóp og var dáður af þeim
sem kynntust honum og þeir voru
ærið margir. Þessar dagbækur eru
skemmtileg lesning.
Gibbon sjálfur og verk hans eru
fagurt vitni um menningarástand
vissra stétta í Evrópu á 18 öld.
Allt sem hann lét frá sér fara í
skrifum var unnið af næmum
smekk, þekkingu og skilningi á
viðfangsefnunum. Stíll hans var
snilld og hann kemur sjálfum sér
þannig til skila í sjálfsævisögunni
að það er hrein unun að kynnast
honum. Það voru margir ágætir
stílsnillingar og skáld samferða
Gibbon á Englandi á síðari hluta
18. aldar og hann er tvímælalaust
meðal þeirra fremstu. Gibbon var
menntaður í klassíkerunum og
samhæfði snilld þeirra eigin tján-
ingu, en á þann hátt að hann varð
í rauninni einn þeirra.
Þessi útgáfa er byggð á útgáfu
G.A. Bonnards, sem kom út hjá
Nelson 1955, en þar eru handrit
Gibbons, lögð til grundvallar text-
anum, ekki að fullu frágengin af
höfundinum sjálfum. í ævisögunni
er fjallað um kveikjuna að „De-
cline and Fall of the Roman Emp-
ire“, vinnu hans við það og fegin-
leika, þegar hann hafði sett
punktinn aftan við þetta sagn-
fræðilega snilldarverk.
Þessi útgáfa er gefin út með
nauðsynlegum athugagreinum.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Klámhundalíf
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Sumir segja að eftirsóttustu spól-
urnar á myndbandamarkaðnum hér-
lendis komi aldrei fram í dagsljós
vinsældalistanna svokölluðu. Þetta
eru „blíu myndirnar“, klámspólurn-
ar. Mildari spólur af þessari sort,
Ijósbláar svokallaðar, er að finna I
hillum flestra leiganna, en þær
sterkari eru yfirleitt í undirdjúpun-
um. Slíkar spólur sækja menn í síð-
um frökkum „bak við“ eða „I möpp-
una“, eins og það er kallað á mynd-
bandaleigumáli. Slíkar spólur eru, ef
einhver skyldi velkjast f vafa, með
myndum sem „sýna allt“, eins og
strákar sögðu í mínu ungdæmi. Slfk-
ar spólur eru, vel að merkja, ólögleg-
ar.
Um þessar spólur ætla ég nú
ekki að fjalla, enda hef ég ekki enn
mannað mig upp i frakkann og
sólgleraugun. En í farvatni þess
aukna frjálslyndis sem kvikmynd-
ir hafa notið undanfarna tvo ára-
tugi, eða þar til afturkippur kom í
þetta alveg nýlega með siðvæð-
ingarfárinu á myndbandamark-
aðnum, hafa flotið myndir sem
nýta sér hið aukna svigrúm til að
kryfja vesen nútímafólks með
kynhvötina, afmyndun hennar í
öllu rótleysinu og upplausninni.
Auðvitað eiga kvikmyndagerð-
armenn að hafa svigrúm til að
„sýna allt“ ef þeir telja það þjóna
listrænum tilgangi verkanna, rétt
eins og rithöfundar hafa áratug-
um saman haft umboð til að
„segja allt“ í bókum. Nóg um það í
bili.
Tvö dæmi um sérkennilegar
kvikmyndir sem fáanlegar eru
frammi við á myndbandaleigunum
og fjalla m.a. með allbersöglum
hætti um kynlíf, nánar tiltekið
brenglun þess:
Inserts heitir mynd frá árinu
1975, gerð af bandarískum leik-
stjóra og handritshöfundi, Johan
Byrum, fyrir breskt fé, og er hér á
markaði undir merkjum Warner
Home Video. Þetta er vægast sagt
skrýtin mynd, nánast kvimyndað
leikrit, sem gerist í einni leikmynd
með orðmörgum samtölum en
fáum, nánar tiltekið fimm persón-
um. Richard Dreyfuss leikur kvik-
myndaleikstjóra í Hollywood 1930
sem áður hafði gert vel metnar
OPIÐ A LAUCARVAC 1-4
Það eru betrí kaup í nýjum ódýrum
LADA1200 en í notuðum dýrum bíl
af annarri gerð.
Hér eru sjö punktar, sem styðja það:
• Verðið á LADA 1200 er aðeins 199.500 • LADA 1200 er afhentur kaupendum með
krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir. sólarhrings fyrirvara.
• Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA 1200 • Eldri geroir LADA bifreiða eru teknar á
bifreiðarinnar sanngjörnu verði sem greiðsla upp í verð nýja
• Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð- bílsins.
inu, sé öllum skilmálum ryðvarnar framfylgt af
hálfu eiganda.
• Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA 1200
kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og
5000 km akstur.
• Varahlutaþjónusta við LADA eigendur er af
opinberum aðilum talin ein sú besta hérlendis.
Mikið úrval alls konar aukahluta fáanlegt á
hagstæðu verði.
VERÐSKRÁ 15/4 ’85
LADA1200 199.500 137.000*
LADA Safír 223.400 152.800*
LADA Sport 408.700 304.500*
LADALUX 273.000 184.500*
* Verð með tollaeftirgjöf öryrkja
BIFREOAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SÖLUDEILD: 31236