Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 18

Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 eða bjartsýni? Bylting — eftir Gísla Jón Kristjánsson Undanfarna mánuði eöa svo hefur orðið nokkur umræða varð- andi möguleika á tvífrystingu sjávarafla. Helst hefur verið rætt um svokallaða hálffrystitogara sem gætu hraðfryst glænýjan fiskinn heilan eða flök hans í fyrri hluta veiðiferðar, en fiskað í ís seinni hluta hennar. Þegar í land væri komið myndu hinar frystu afurðir vera þíddar upp fyrir frek- ari vinnslu. Það sem gerir þetta að raun- hæfum möguleika er sú staðreynd að fyrirtæki í Noregi hafa stundað tvífrystingu um nokkurn tíma og það með þokkalegum árangri að því er heyrst hefur. Forsenda þess að tvífrysta fisk með þessum hætti er að hann sé ekki lakari og helst gæðameiri en sá fiskur sem unninn er í frystihúsunum í dag að mati neytandans. Væntingar Kostirnir við þetta fyrirkomu- lag, sé það raunhæft, eru yfir- þyrmandi og gefa vissulega vænt- ingar um stóraukna arðsemi í sjávarútvegi. Sérstaklega ef sætt væri lagi og skipulagi við vinnslu aflans í landi yrði breytt í sam- ræmi við þessar nýju aðstæður. Kostirnir væru m.a.: a) — Jöfn vinnsla allan ársins hring. b) — Lengra úthald þessara skipa. c) — Raunhæf miðlun á hráefni um allt land og sem afleiðing af því stóraukin sérhæfing frystihús- anna t.d. þá geta þau losað sig við óæskilegar fisktegundir. d) — Vinnsla í hagkvæmari um- búðir en nú er, sé litið á fram- leiðsluna i heild. e) — Tímabundið atvinnuleysi vegna hráefnisskorts hverfur og sveiflur i vinnutíma minnka í þessari vinnslu. f) — Slæmar afleiðingar aflatoppa minnka. g) — Meiri sérhæfingu fylgir vél- væðingi einhæfum og erfiðum lík- amlegum störfum. Afkoma Allt þetta myndi væntanlega leiða af sér stóraukna arðsemi fiskvinnslustöðva sem að óbreytt- um eða bættum markaðsskilyrð- um myndi leiða af sér: 1) — Byltingu í launakjörum fisk- vinnslufólks. b) — Byltingu í launakjörum sjó- manna almennt. c) — Rekstrargrundvöllur útgerð- arinnar tryggður. d) — Rekstrargrundvöllur fisk- vinnslunnar tryggður. Afleiðingin yrði aukin hagsæld íslensku þjóðarinnar. Framleidslutækni Eins og áður sagði þá þyrfti að endurskoða framleiðsluskipulag frystihúsanna því við höfum alla Það eru bílarnir frá MITSUBISHI sem eru vinsælastir hérlendis Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar er mest seldi bíllinn: MITSUBISHI GALANT B* LANCER B* COLT TREDIA B* SPACE WAGON PAJERO B* L-300 Dómgreind bifreiðaeigenda bregst ekki! •¥ Þeir vita að MITSUBISHI verk- smiöjurnar eru ávallt í fararbroddi varðandi tæknibúnað og hönnun sinna bíla. W¥ Þeir vita að MITSUBISHI fram- leiðir trausta bíla, sem halda verð- gildi sínu við endursöiu. 9* Þeir vita að MITSUBISHI sér inní ókomna tíð og að frá þeim koma hugmyndirnar, sem eiga eftir að skapa framtíöarbíiinn HEKLAHF J Laugavegi 170 -172 Simi 21240 Gísli Jón Kristjánsson burði til að framleiða gallalausar frystar fiskafurðir. Núverandi vinnslufyrirkomulag er svokallað Job-lot“, kerfi sem byggist á því að hver vinnslustöð fær hráefnið í stórum skömmtum eins og 20 kg af fiskflökum í bakka svo dæmi sé tekið. Þetta fyrir- komulag er ríkjandi hér á Vestur- löndum í dag. Það besta Japanir, menn einfaldleikans, eru taldir einna fremstir í fram- leiðsluskipulagningu í dag. Þeir nota annað kerfi eða svokallað „repetitive“-framleiðslu sem byggist á því að hver vinnslustöð fær aðeins eina einingu af hráefni í einu til vinnslu. Þessu kerfi hefur Richard Schonberger lýst á eftirfarandi hátt: „Segjum sem svo að verka- maður búi til eitt stykki og af- hendi það siðan öðrum verka- manni. Starf hans er að bæta öðru stykki við hið fyrra. Nú sér seinni verkamaðurinn að stykkin passa ekki saman því fyrri verkamaður- inn lét frá sér gallaðan hlut. Seinni verkamanninum líkar ekki að vera stoppaður á þennan hátt því hann þarf að uppfylla skv. kvóta svo hann lætur fyrri verka- manninn vita strax. Viðbrögð fyrri verkamannsins er vel hægt að ímynda sér. Hann reynir að gera ekki mistök aftur og jafn- framt reynir hann að uppræta orsakir vandamálsins. Hin dæmigerða vestræna leið er aftur á móti að fá hlutina í sem flestum einingum í einu á vinnu- stöðina. Þannig að þegar seinni verkamaðurinn fær fullan bakka af hráefni og t.d. 10% eininganna eru gallaðar þá er honum alveg sama. Hann hendir gölluðu hlut- unum frá sér til endurvinnslu því hann hefur fjöldann allan af ógöll- uðum einingum til að halda sér við efnið og því þá að kvarta? Þetta skipulag þyrfti að taka upp hér í hraðfrystiiðnaðinum og það er mitt álit að það sé hægt. Stutt skref var stigið í þessa átt með hinu svokallaða skipta kerfi, þ.e. með því að hafa flakasnyrt- ingu og pökkun aðskildar vinnslu- stöðvar. Hvað myndi vinnast með svona kerfi? a) — Gæði framleiðslunnar stór- aukast. Á meðan gallar eru taldir í hundraðshlutum á vestrænum framleiðsluvörum þá eru þeir taldir í milljónahlutum hjá jap- önskum framleiðendum. b) — Kostnaður við gæðaeftirlit utanvið hina hefðbundnu vinnslu- rás hverfur bæði hjá framleiðend- um og sölusamtökum. c) — Möguleikar á frekari gæða- framleiðsíu og aukin sjálfvirkni vegna sérhæfingar. Heildarniðurstaðan yrði vænt- anlega stóraukin framleiðni i hraðfrystihúsunum sem og í sjáv- arútvegi almennt. Höfundur er fískUeknir og er nú rid nám í vióskiptadeild HÍ. Sýning á handavinnu aldraðra í Stykkishólmi StjkkÍHhólmi, 28. aprfl. í GÆR frá kl. 14—18 var haldin sýning í munum sem eldri konur í Stykkishólmi hafa unnið undir leið- aögu Helene Rútsdóttur. En i veg- um Stykkishólms hafa verið handa- vinnutímar fyrir aldraða i fimmtu- dögum og laugardögum og hefir Heiðrún veitt þessum stundum for- stöðu og verið í starfi hji Stykkis- bólmshreppi. Þarna hafa mætt fri 12—20 konur í allan vetur og mun meðaltalsmæting vera 15 konur i hverjum degi. Nú var sýning á vinnu þeirra í barnaskólanum og komu margir að líta á og voru yfirleitt allir á sama máli að bæði væri þessi sýn- ing mikil að magni og sérstakri lægni og smekkvísi. Sýningin var í tveim skólastofum og voru borð og bekkir þaktir munum. Heiðrún gat þess að mikið hefði verið unnið úr íspinnum en kon- urnar hefðu notað 25 þúsund stk. Var gaman að sjá hve margvíslega muni var hægt að framleiða úr þessu efni. Þá gat hún þess að bæði Trésmiðja Stykkishólms og Trésmiðjan Ösp hf. hefðu reynst vel þegar leitað var til þeirra með efni og allt hefðu þær fengið ókeypis þar. Þá gat hún þess einn- ig að þau hefðu fengið tré úr skógræktinni hjá Skógræktarfél. Stykkishólms, það hefði verið sag- að niður og málað á margar og fallegar myndir. Mikið var þarna af allskonar dúkum og öðrum munum unnum úr taui og garni og sem sagt þarna voru hinir marg- breytilegustu munir sem ðllum þótti gaman af að skoða. Konurn- ar sem námskeiðið sóttu voru allt upp í 91 árs. Á sýningunni voru svo sýndar hannyrðir fyrri ára, svo sem að kemba, spinna o.s.frv. og var þar Kristjana Hannesdóttir hin síunga kennslukona og skóla- stýra í fararbroddi og spann með- an Kristín Níelsdóttir kvað rímur eins og gert var forðum. Voru þessi atriði tekin á myndband til geymslu handa eftirkomendum. Stykkishólmshreppur á þakkir fyrir þetta góða framtak og Heið- rún fyrir leiðbeiningu. Fréttarit- ari Mbl. kom þarna og tók nokkrar myndir og hreifst af þeirri ánægju og gleði sem þarna ríkti meðan sýningin stóð yfir. Árni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.