Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 20

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Hvað var flutt frá Skálholti? — eftir Sigurð Sigurðarson Eins og kunnugt er af fréttum, hefur þess nú verið minnst undan- farið, að biskupsstóllinn í Skál- holti var lagður niður fyrir tvö hundruð árum. Var minning þessi haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 28. apríl, og áður hafði þess verið minnst við bless- un hússins við Hólavöll, sem nú hýsir starfsemi biskups fslands, en svo vildi til, að þá athöfn bar upp á sama mánaðardaginn og dagsett er konungsbréfið um niðurlagningu Skálholtsstóls fyrir tvö hundruð árum. Sannariega er okkur íslendingum þörf á því að minnt sé á þessa atburði. Það leið- ir hugann að aðdraganda þeirra og að þeirri djúpu niðurlægingu sem á eftir fór. Við fyrrnefnda minningargjörð um þessa atburði hefur stundum verið talað um, að nú væru tvö hundruð ár liðin frá því að bisk- upstóllinn var fluttur frá Skál- holti til Reykjavíkur. Tel ég, að í slíku orðalagi gæti nokkurs mis- skilnings. Hef ég raunar áður full- yrt í Morgunblaðinu, að ekki hafi enn verið lokið við að koma á fót biskupsstóli í Reykjavík. Vil ég með þessari athugasemd árétta sjónarmið mitt. Þegar Skálholtsstóll var aflagð- Séra Sigurður Sigurðarson ur, fluttist hann ekki til Reykja- víkur. Hið eina, sem þangað flutt- ist, var stöðugildið biskup Skál- holtsstiftis, sem seinna varð „Þegar Skálholtsstóll var aflagður, fluttist hann ekki til Reykjavík- ur. Hið eina, sem þang- að fluttist, var stöðu- gildið biskup Skálholts- stiftis, sem seinna varð stöðugildið biskup ís- lands.“ stöðugildið biskup íslands. Tekju- stofnar Skálholtsstóls höfðu smátt og smátt verið af honum teknir, og við það verk var lokið 1785. Harðindum er ekki um að kenna nema að litlu leyti, því að þá hefðu prestssetrin í Odda eða Gaulverjabæ eins átt að afleggj- ast. Efnahagslega voru prestssetr- in hliðstæðar stofnanir við bisk- upsstólana, þó að á prestssetrun- um væri allt smærra í sniðum. Fyrsti biskupinn í Reykjavík, Geir Vídalín, varð gjaldþrota á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Þá var skipuð nefnd til að rétta við fjárhag hans. Sú nefnd lét selja ?llar þær eigur hans, sem hann hafði ekki augljós not fyrir, og hún ráðstafaði rniklu af heimil- isfólki hans annað. Þannig fékkst nefndin eingöngu við fjárreiður prívat manns, því að þar var ekki við neinn biskupsstól að fást. Hon- um var skammtað blek og pappír, og hann endaði daga sína í leigu- húsnæði, þar sem hann sat í óþökk húseigandans. Eftir séra Geir var skipaður nýr biskup, sem kunni betur með einkafjárhag sinn að fara, og svo hefur það gengið koll af kolli, að biskupar hafa búið út um allan bæ síðan og bjargast misjafnlega. Nú er betur búið að biskupi en fyrr. Ríkið sér honum fyrir húsi. En þegar talað er um að reisa biskupsstól i Reykjavík, er ekki verið að biðja ríkið að sjá biskupi fyrir íbúð, heldur er við það átt, að biskupsstólar á Islandi fái notið tekjustofna sinna, er þeim hafa hlotnast gegnum ald- irnar og eru einskis annars rétt- mæt eign. Biskupsstóll er ekki aðeins stöðugildi. Biskupsstóll er ekki heldur persóna biskupsins. Bisk- upsstóll er stofnun, sem sjálf felur í sér aðstöðu og möguleika til biskupsþjónustu. 1 þessu felst að biskupsstóll hefur sjálfstæða Hvolsvöllur: Vel heppnuð HTobreUi, 2. m»í. Sjálfstæðisfélögin í Rangírvalla- sýslu stóóu fyrir vorhátíð í Hellubíói, 30. apríl sl. Iðnaðarráðherra Sverrir Her- mannsson flutti ávarp, talaði hann um stjórnmálaviðhorfið og hin alvarlegri mál stjórnmálanna. Hinir eldhressu bræður Halli og Laddi fóru á kostum, fluttu mjög góða dagskrá, voru klappaðir upp hvað eftir annað. 0 Að lokum var stiginn dans Iangt fram á nóttu og spiluðu þeir Valdimar á Grenstanga, Jón I BÍLGREINASAMBANDIÐ ^VORFUNDUR Vorfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn laugardaginn 11. maí nk. á Hótel Sögu — hliðarsal. Dagskrá: Kl. 09:30 Kl. 10.00—11.15 Kl. 11.15—12.00 Kl. 12.00—14.00 Kl. 14.00—14.30 Kl. 14.30 Formaður BGS, Þórir Jensen, setur fundinn og flytur yfirlit um starfsemi BGS að undanförnu. Sérgreinafundir: a) Verkstæðisfundur: Viögerðarskýrsla. Viðskiptaskilmálar. b) Málningar- og réttingarverkstæði: Nám bílamálara í Danmörku. Jóhann Halldórsson bíla- málari. Hann greinir frá dvöl sinni í Iðnskólanum í Silkeborg. Viöskiptaskilmálar. Viögerðarskýrsla. c) Varahlutasalar og bifreiöainnflytjendur: Breytingar í tollamálum — skráningargjald. Horfur í bílainnflutningi. Varahlutamál — Námskeið fyrir sölumenn varahluta. d) Smurstöðvar: Verölagsmál — taxtar Staða í greininni e) Hjólbarðaverkstæði: Breytingar á verðskrá Mennta- og fræðslumál — Hjörleifur Einarsson. Endurskoðun á verkstæðum á Akureyri og nágrenni: Svanlaugur Ólafsson. Niðurstöður sérgreinafunda. Hádegisveröur og hádegisveröarerindi: Ólafur W. Stef- ánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu fjallar um endurskoöun umferðarlaga o.fl. Sveinn Sigurðsson ræðir um skýrslu um „Þróun menntun- ar í bílgreinum“ og hugmyndir um sérstaka tilraun meö breytt fyrirkomulag á fræðslu í bílgreininni. Önnur mál: a) Umræða og atkvæðagreiðsla um úrsögn Bílgreina- sambandsins úr Sambandi málm- og skipasmiðja. Félagsmenn fjölmennið. Bílgreinasambandið. tekjustofna, sem biskupinn ráð- stafar til þjónustu embættis síns á þann hátt er helst megi gagna fagnaðarerindinu að hans mati. í þessu felst einnig að hann hefur vald til að sinna verkefnum sínum án þess að honum séu skömmtuð til þess öll gögn og gæði af ver- aldlegri valdstétt, hvort sem það nú er pappír og blek eða nútíma skrifstofutæki og vinnuafl. Enn felst það í biskupsstóli að biskup hafi dómkirkju, þar sem hann ræður húsum og kennir kenningar og stýrir helgihaldi svo oft sem hann má því við koma. Biskups- stóll er þannig ekki aðeins persóna eða stöðugildi, heldur kirkjurétt- arleg staðreynd, sem felur margt fleira í sér, og hann er staðreynd, sem að jafnaði tekur nokkurt rúm í lagaramma viðkomandi þjóð- lands. Við skulum í alvöru íhuga að- stöðu biskups íslands í dag. Hverj- ir eru hinir sjálfstæðu tekjustofn- ar, er standa undir biskupsþjón- ustunni? Skyldi vera jafnræði I öllum samskiptum biskups íslands við ráðuneytin, eða skyldi honum vera skammtað flest það, sem hann hefur handa á milli, án þess að útsjón hans sjálfs eða ráðdeild geti þar miklu um breytt? Hvaða kirkju ræður hann, og í hvaða kirkju hefur hann lyklavöld? Þetta þurfum við allt að íhuga áð- ur en við sláum því föstu að bisk- upsstóllinn I Skálholti hafi verið fluttur til Reykjavíkur. Enn tel ég að langt sé í land að lokið sé við að koma á fót biskupsstóli í Reykja- vík, þó að eitthvað hafi þokast í áttina. Óskandi er að það mál komist í höfn um sama leyti og vígð verður hin nýja dómkirkja Reykvíkinga. Ef það yrði hefðu augu manna opnast fyrir gildi biskupsþjónustunnar, og þá sæju þeir einnig þörf þess að endurreisa hina fornu biskupsstóla og skipta biskupsdæminu á ný. Þá rynni upp sú tíð, að Þjóðkirkjan héldi aftur fyllilega höfði og gæti beitt sér frekar þjóðinni til blessunar. { predikun í Dómkirkjunni þann 28. apríl síðastliðinn sagði biskup íslands á þá leið, að nú væri horft til nýrra tíma um endurreisn bisk- upsstólanna fornu til viðbótar biskupsstól í Reykjavík, sem með nokkrum hætti mundi þó áfram þjóna landinu í heild. Tökum á með biskupi I þessu efni, svo að framtíðarsýn hans verði brátt að veruleika. Höíuadur er sóknarprestur á Sel- fossi. vorhátíð Hallgeirsey og Grétar í Áshól fyrir dansi. Alþingismaðurinn Árni Johnsen lét ekki sitt eftir liggja og söng með hjómsveitinni nokkur lög við góðan orðstír. Þótti þessi skemmt- un takast í alla staði mjög vel og var vel sótt. Vonast sjálfstæðismenn í Rang- árvallasýslu að vorhátíð sjálf- stæðisfélaganna verði árviss við- burður hér eftir. - Gils reglulega af ölmm 5 fjöldanum! IltorgiimMfifrfö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.