Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, F'ÖSTUÐAGUE 10. MAÍ1983
Patreksfjörður:
10 % bæjarbúa við nám
í tónlistarskólanum
PatreluTirii, 6. nuu.
TónlksUrliTiö hér á Patreksfirði
hefur verið einsUklega gott og
ijölbreytt siðustu 2—3 árin. Hér er
sUrfræktur tónlisUrskóli með 105
nemendum eða um 10% bæjarbúa.
Kennt er á flest hljóðfæri, nær
öll blásturs- og strengjahljóð-
færi. Næsta vetur er ætlunin að
bjóða upp á kennslu í að spila á
sög og sekkjapípu og er víst
óhætt að fullyrða að slíkt standi
ekki til boða hvar sem er.
Sá sem byggt hefur upp þetta
blómlega tónlistarlíf er norskur
maður, Övind Solbakk, sem
fluttist hingað fyrir þremur ár-
um. Övind starfar sem organisti
við kirkjuna og stjórn kirkju-
kórsins. Innan vébanda tónlist-
arskólans starfar einnig lúðra-
sveit og barnakór. Lúðrasveitin
hefur hlotið nafnið „Svörtu engl-
arnir“. Þeir hafa komið fram
opinberlega nokkrum sinnum og
þannig viidi til að fyrsta skiptið
var í sjónvarpinu.
— S.Ö.L
Demantar
eða glópagull
— eftir Jón Hjaltason
„Því er hér aðeins tiplað
á örfáum atriðum sem í
samhengi við aðra þró-
un gerðu Öskjuhlíð að
einu glæsilegasta úti-
vistarsvæði á byggðu
bóli. Landrýmið í suð-
vesturhlíðinni er til
viðbótar það stórt að
hugsuðurnir hafa nægt
olnbogarými til að rölta
um svæðið og ráða lífs-
gátuna.“
Rétt sunnan við keilusalinn í
Öskjuhlíð eru fjórar gríðarstórar
djúpar gryfjur. Á stríðsárunum
lagði breska hernámsliðið í gífur-
legan kostnað til að sprengja út
gryfjur þessar til að koma fyrir
olíutönkum, kostnað sem ekki yrði
lagt í nú. Gryfjurnar og umhverfi
þeirra eru vonarperla stórkostlegs
útivistarsvæðis fyrir alla Reykvík-
inga sem aðra er borgina sækja.
Kemur þar helst þrennt til. Stað-
setning þeirra, einstakt skjól og
auðveldur leikur með vatn.
Útivistaröræfi
Reykvíkingar hafa löngum verið
lagnir við að gera sér mannvist-
Jón Hjaltason
arsvæði álíka fjölsótt og Sahara-
eyðimörkin. Ekki þarf að líta
lengra en til Miklatúns eða
Hljómskálagarðsins. Því vaknar
sú spurning hversvegna þeir sem
völdin hafa falla sífellt i sömu
gryfjunar þegar útivist ber á
góma.
Ástæðan er hin sama og hjá
köngulónni sem gleymdi þræðin-
um að ofan. Mannvistarsvæði
verða að hafa aðdráttarafl. Svo
fólk fáist til að koma og dvelja á
útivistarsvæði er frumskilyrði að
eitthvað sé við að vera, helst fyrir
allar kynslóðir. Nú virðist nefndir
borgarinnar hafa fundið snjalla
lausn á að falla ekki rétt einu
sinni í sömu gryfjuna. Snilldin
fellst í því að byggja yfir hana.
Það gleymist aðeins eitt atriði.
Með því að byggja hús í gryfjun-
um glatast sú vonarperla sem
hefði að sönnu átt að verða öllum
almenningi til ánægju og yndis-
auka, og áfram ríkti gamla hug-
Könnun á efni íslenskra dagbladæ
Barnaefni af
skornum skammti
DAGBLÖÐIN hér á landi virðast öll
eiga það sameiginlegt að í þeim er
efni fyrir yngstu lesendurna af mjög
skornum skammti. Þetta kemur
m.a. fram í könnun á barnaefni í
dagblöðum, sem unnin var hér á síð-
asta ári á vegum norræns sam-
starfshóps sem fjallar um börn og
menningarheim þeirra (Barn og
kultur).
Samstarfshópur þessi var
skipaður af norrænu ráðherra-
nefndinni árið 1983 og er verkefni
hans að fylgjast með því sem unn-
ið er í hverju landi varðandi
menningarheim barna, koma með
hugmyndir og tillögur um sam-
norræn verkefni og fleira sem
snýr að börnum og þeirra þðrfum.
Sígríður Ragna Sigurðardóttir
kennari er fulltrúi íslands í sam-
starfshópnum en tveir fulltrúar
eru frá hverju hinna Norðurland-
anna.
Á fundi með fréttamönnum í
vikunni kom fram að samstarfs-
hópurinn hefur ákveðið að helga
hverju ári ákveðið verkefni. Árið
1984 var valið verkefnið „Hlustið á
bðrnin" og var tilgangur þess að
beina athygli manna að tján-
ingarmöguleikum og þátttöku
barna í fjölmiðlum þ.e. útvarpi,
sjónvarpi og blöðum.
í nóvemberlok var haldin ráð-
stefna í Danmörku og sóttu hana
af íslands hálfu Salome Þorkels-
dóttir alþingismaður, Gunnvör
Braga dagskrárfulltrúi barnaefnis
í útvarpi, Jenna Jensdóttir rithöf-
undur og kennari, Margrét Thor-
lacius ritstjóri og kennari og Sig-
ríður Ragna Sigurðardóttir kenn-
ari og fulltrúi íslands í sam-
starfshópnum. Á ráðstefnunni
lagði hvert land fram skýrslu um
bðrn og menningarheim þeirra
þar sem áhersla var lögð á þátt-
Morgunblaðid/Bjarni
Nokkrar þeirra sem unnu íslensku skýrsluna um börn og menningarheim
þeirra. F.v. Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir,
Gunnvör Braga og Jenna Jensdóttir.
tðku barna í fjölmiðlum.
I skýrslunni frá Islandi er m.a.
að finna grein um börn og bók-
menntir eftir Indriða Úlfarsson
rithöfund og skólastjóra, skýrslu
um barnaefni í útvarpi og sjón-
varpi eftir Gunnvöru Braga og
könnun á barnaefni í dagblöðum,
eftir Sigríði Hrafnhildi Jónsdótt-
ur fjölmiðlafræðing, sem vitnað
var í hér að íramanverðu.
Sigríður tók það skýrt fram á
fréttafundinum að könnunin, sem
hún gerði á tímabilinu 1.—14.
mars á síðasta ári, væri ekki vís-
indaleg rannsókn heldur eingöngu
vísbending um það barnaefni sem
dagblöð bjóða yngstu lesendunum
upp á. Kvað Sigríður það vera
ótrúlega lítið og væri hið sama
upp á teningnum á hinum Norður-
löndunum. Sigríður Ragna Sigurð-
ardóttir fulltrúi íslands í sam-
starfshópnum sagði að hópurinn
legði á það mikla áherslu að reynt
verði að bæta þetta með aukinni
umfjöllun um börn og með því að
gera börn virkari þátttakendur i
fjölmiðlum.
Gunnvör Braga dagskrárfulltrúi
barnaefnis í útvarpi sagði að
ákveðið hefði verið að stórauka
efni fyrir börn og unglinga í hljóð-
varpi og um næstu mánaðamót
myndi hlutur barnaefnis aukast
um 10 klst. á mánuði.
Verkefni norræna samstarfs-
hópsins á þessu ári verður sam-
norrænn könnun á tómstundar-
starfi 10—11 ára barna og verður
sú könnun kynnt á ráðstefnu sem
haldin verður í lok nóvember. Þá
hefur hópurinn ákveðið að fjalla á
næsta ári um kvikmyndir og
myndvæðmgu með tilliti til barna.