Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 23

Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 23 myndafræðin að útivist sé aðeins fyrir náttúruunnendur og sérvitr- inga. Einstök paradís Því fylgir lítill kostnaður að leiða vatnið sem nú fellur í heita lækinn og Nauthólsvík að gryfjun- um. Koma fyrir misheitum og misdjúpum pottum með eða án titrings. Þá eru hæg heimatökin að koma fyrir vatnsrennibrautum fyrir yngri kynslóðina. í sæmi- legum veðrum eru gryfjurnar sannkallaður skjól- og hitapottur. Það má ekki gleymast að fjöldi Reykvíkinga ræður hvorki yfir svölum né einkalóðum. Stéttir og grænir blettir í þessu hlýjuskjóli gera þeim kleift að slaka á með börnunum, án sífelldra áhyggna hvað hafi nú orðið af þeim. Nokkur langborð og frambæri- legt útigrill fyrir þá skynsömu sem hafa með sér nesti. Lítill leik- og starfsvöllur. Skiptiklefar og útisturtur eru sjálfsögð fyrir busl- ara og hlíðarskokkara. Útileikhús, málstofa. Ekki gerist þörf að hafa upp- talninguna lengri. Möguleikarir eru óþrjótandi. Því er hér aðeins tiplað á örfáum atriðum sem í samhengi við aðra þróun gerðu Öskjuhlíð að einu glæstasta úti- vistarsvæði á byggðu bóli. Land- rýmið í suðvesturhlíðinni er til viðbótar það stórt að hugsuðurnir hafa nægt olnbogarými til að rölta um svæðið og ráða lífsgátuna. Fjármögnun Vissulega kostar nokkurt fé að koma framkvæmdinni f kring. Þá er eðlilega spurt, hver á að borga. Svo sem í öðrum framkvæmdum er varða allan almenning hvílir burðarásinn á borginni. Bæri hún gæfu til að vinna verkið ekki með útitaflsaðferðinni yrði litlu til kostað fyrir stórkostlegt verk. Borgin gæti síðan með margvís- legu móti losnað undan rekstrar- kostnaðinum. Einnig kæmi til greina að borg- in byði út aðstöðuna, legði til með sér heitt og kalt vatn ásamt frá- rennsli, raforku og bifreiðastæð- um, en væri að öðru leyti alfarið laus undan öðrum stofn- eða rekstrarkostnaði. Starfsmannafélag Flugleiða, STAFF Það sem áður er sagt í grein þessari snertir umsókn STAFF um byggingu íþrótta- og félags- heimilis í gryfjunum. Ekki er annað hægt en dást að stórhug þessa myndarlega starfsmannafélags. Ekki er að heldur ástæða til að senda þá bonleiða til búðar með lóðarum- sókn sína. Svo vill til að u.þ.b. 2.5002 lóð er til staðar litlu neðar í hlíðinni. Enn betur vill til að lóð þessi er þegar skógi girt og fjöldi bifreiða- stæða er við bæjardyrnar. Byggingarkosturinn er mörgum milljónum ódýrari og síðast en ekki síst fengist ómælt útsýni sem ekki fæst úr gryfjunum góðu. öll rök hníga að stórfellt hagkvæmari kosti á þessari lóð nema ef vera kynni hégóminn af gryfjuveggjun- um, ef einhver er. Mér kæmi ekki á óvart þótt verðmunurinn á bygg- ingarkostunum nægði STAFF til að byggja myndarlegt barnaheim- ili. Samviska borgaryfirvalda Það er á hinn bóginn samvisku- spurning borgaryfirvalda hvort Öskjuhlíð er réttur vettvangur til að deila út aðstöðu til lokaöra fé- lagssamtaka. Er ekki minnsta gjöfin gefanleg að alir eigi jafnan aðgang að eina vonarvangi borg- arinnar? Er ekki einnig kominn tími til að starfrækja heita lækinn með reisn í stað lágkúru? Höíundur er veitingamaður. Vterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Hagaskóli - Módel 1948 Nemendamót veröur haldiö í Naustinu miövikudag- inn 15. maí og hefst kl. 19.00. Þeir, em ekki hafa tilkynnt þátttöku, hafi samband viö Naustiö, sími 17759, eöa Áslaugu, sími 31186, fyrir 13. maí. Fjölmennum. Nefndin. Rauöi kross íslands FRIÐUR STUND MILLI STRÍÐA EÐA VARANLEGT ÁSTAND? Fundur veröur haldinn sunnudaginn 12. maí nk. í Norræna húsinu og veröur fundurinn helgaöur minningu Henry Dunant og Alþjóöadegi Rauða krossins, 8. maí. Fundurinn hefst kl. 13:30 og honum lýkur kl. 17:30. Dagskrá: 13:30 — Setning: Benedikt Blöndal, formaöur RKÍ. 13:40 — ímynd óvinar. Upplestur úr bókum og tímaritum þar sem reynt er aö skapa ímynd óvinarins, sem þjóöar, trúflokks eöa ríkis: Kristbjörg Kjeld. 14:00 — Ofbeldi í íslensku þjóðfélagi: Hildigunnur Ólafsdóttir. 14:20 — Hvaö er friöur? Björn Björnsson. 14:40 — Meö mannúö til friðar: Björn Friðfinnsson. — Kaffi — 15:30 — Friöarfræösla: Guörún Agnarsdóttir. 15:50 — A Plea for Humanity — Kvikmynd ICRC. 16:30 — Heimsfriður og hlutverk íslendinga: Magnús T. Ólafs- son. 16:50 — Umræöur meö virkri þátttöku frummælenda. Fundarstjóri: Arinbjörn Kolbeinsson, formaöur Rvk-deildar RKÍ. + JmuuesTunE GERIR GÓÐAN BÍL BETRI! Það er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggi þitt og þinna settu BRIDGESTONE undir bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, Sími 81299

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.