Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 10. MAI 1985
25
Gott skref
fram á við
— segir Þráinn Þor-
valdsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins, um
heimild til útflytjenda
til stofnunar gjaldeyris-
reikninga
„ÞETTA er mjög mikið og gott skref
fram á við. Gjaldeyrisálagið, sem áð-
ur var, var auðvitað sérstaklega
slæmt og ennfremur, aö menn gátu
ekki ráðstafað gjaldeyri sínum sjálf-
ir. Þessi reglugerð þýðir að menn
geta ráðstafað fé sínu sjálfir og
kannski eitthvað hliðrað til með til-
liti til útgjalda og annars, sem greiða
þarf í erlendri mynt,“ sagði Þráinn
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsmiðstöðvar iðnaðarins, er
Morgunblaðið innti hann álits á
heimild til handa útflytjendum til að
opna gjaldeyrisreikninga. Kemur sú
heimild til framkvæmda 1. ágúst
næstkomandi.
„Aðalhagræðið af þessu er að
menn hafa þarna sínar tekjur í
erlendum gjaldmiðli og geta sett
þær til hliðar og nýtt sér þær síð-
ar. Það hefur lengi verið mikið
baráttumál útflutningsfyrirtækja
að fá þessa breytingu í gegn, en til
þessa hafa öll svör verið neikvæð.
Allt frelsi léttir undir með út-
flutningnum. Það er margt, sem
þarf að bæta og breyta, og þetta er
eitt af mörgu, sem gerir baráttuna
heldur léttari. Til þessa hefur
mönnum í útflutningi jafnvel
fundizt að það hafi verið meira
gert fyrir innflytjendur en útflytj-
endur í þessum málum. Það var í
raun fáránlegt að innflytjendur
gátu sett umboðsiaun sín á reikn-
inga, en þeir, sem öfluðu gjaldeyr-
isins, ekki Þetta er því skref í
rétta átt,“ sagði Þráinn Þorvalds-
son.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, sagði aðspurður að hann
sæi enga hagræðingu af þessu
fyrir SH. Það gæti verið að breyt-
ing þessi kænji öðrum til góða og
væri það vel. Sölumiðstöðin
greiddi farmgjöld og vátrygg-
ingagjöld í íslenzkum krónum og
ekki væri heimilt að draga sölu á
þeim gjaldeyri, sem veðsettur
væri til bankanna. Venjan væri
sú, að 75% af tekjum væru veð-
settar vegna afurðalána. Þau 25%,
sem þá væru eftir, hefðu frysti-
húsin engin efni á að geyma inni á
reikningi. Það værí annað ef verð-
myndun á gjaldeyri væri frjáls,
það gæti skipt einhverju málí.
Mörvblöf) meó einni úskrifl!
Gauksi
Bakari
Samkaup, fyarðvík
Bakstur á kökum og hveitibrauðum
verður í hávegum hafður í
Samkaupum Pijarðvík þessa dagana,
því að í dag opnurn við þar
nýtt útibú sem sérhæfir sig i
nýbökuðu.
Vm leið og við
öskum viðskiptavinum okkar
til hamingju með þessa nýjung,
þá bjóðum við þeim upp á
vöffíur með tjóma.
NOTADUR VOLVO
o MANAÐA
ABYRGÐ
KVIHUW
luonuu ÞfRÍB IHHMSI
nmmvB
Ef þú átt þokkalegan bíl er hugsanlegt að við tökum
hann upp í notaðan Volvo-skiptibil, eða nýjan Volvo
úr kassanum Þetta gæti auðveldað þér að komast í
hóp hamingjusamra Volvo-eigenda.
» n w*m
SUÐURLANDSBRAU
SlMI 35200