Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 10. MAI 1985 25 Gott skref fram á við — segir Þráinn Þor- valdsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, um heimild til útflytjenda til stofnunar gjaldeyris- reikninga „ÞETTA er mjög mikið og gott skref fram á við. Gjaldeyrisálagið, sem áð- ur var, var auðvitað sérstaklega slæmt og ennfremur, aö menn gátu ekki ráðstafað gjaldeyri sínum sjálf- ir. Þessi reglugerð þýðir að menn geta ráðstafað fé sínu sjálfir og kannski eitthvað hliðrað til með til- liti til útgjalda og annars, sem greiða þarf í erlendri mynt,“ sagði Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins, er Morgunblaðið innti hann álits á heimild til handa útflytjendum til að opna gjaldeyrisreikninga. Kemur sú heimild til framkvæmda 1. ágúst næstkomandi. „Aðalhagræðið af þessu er að menn hafa þarna sínar tekjur í erlendum gjaldmiðli og geta sett þær til hliðar og nýtt sér þær síð- ar. Það hefur lengi verið mikið baráttumál útflutningsfyrirtækja að fá þessa breytingu í gegn, en til þessa hafa öll svör verið neikvæð. Allt frelsi léttir undir með út- flutningnum. Það er margt, sem þarf að bæta og breyta, og þetta er eitt af mörgu, sem gerir baráttuna heldur léttari. Til þessa hefur mönnum í útflutningi jafnvel fundizt að það hafi verið meira gert fyrir innflytjendur en útflytj- endur í þessum málum. Það var í raun fáránlegt að innflytjendur gátu sett umboðsiaun sín á reikn- inga, en þeir, sem öfluðu gjaldeyr- isins, ekki Þetta er því skref í rétta átt,“ sagði Þráinn Þorvalds- son. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sagði aðspurður að hann sæi enga hagræðingu af þessu fyrir SH. Það gæti verið að breyt- ing þessi kænji öðrum til góða og væri það vel. Sölumiðstöðin greiddi farmgjöld og vátrygg- ingagjöld í íslenzkum krónum og ekki væri heimilt að draga sölu á þeim gjaldeyri, sem veðsettur væri til bankanna. Venjan væri sú, að 75% af tekjum væru veð- settar vegna afurðalána. Þau 25%, sem þá væru eftir, hefðu frysti- húsin engin efni á að geyma inni á reikningi. Það værí annað ef verð- myndun á gjaldeyri væri frjáls, það gæti skipt einhverju málí. Mörvblöf) meó einni úskrifl! Gauksi Bakari Samkaup, fyarðvík Bakstur á kökum og hveitibrauðum verður í hávegum hafður í Samkaupum Pijarðvík þessa dagana, því að í dag opnurn við þar nýtt útibú sem sérhæfir sig i nýbökuðu. Vm leið og við öskum viðskiptavinum okkar til hamingju með þessa nýjung, þá bjóðum við þeim upp á vöffíur með tjóma. NOTADUR VOLVO o MANAÐA ABYRGÐ KVIHUW luonuu ÞfRÍB IHHMSI nmmvB Ef þú átt þokkalegan bíl er hugsanlegt að við tökum hann upp í notaðan Volvo-skiptibil, eða nýjan Volvo úr kassanum Þetta gæti auðveldað þér að komast í hóp hamingjusamra Volvo-eigenda. » n w*m SUÐURLANDSBRAU SlMI 35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.