Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 26
ddKáí 1AM .01 IfUOAQUTííÖ^I ,iHQAlð^')OfíOK.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10.MAÍ 1985
Nýfætt ImmbiA sleikt
Larab að koma í heiminn, sést í snoppu og fætur
Alh á góðri leid,
hausinn korainn út og lappirnar.
Jóhannes markar tvflembinga
áður en þeim er sieppL
Reynt að stíga fyrstu skrefin.
Mesti annatími
sauðfjárbænda
genginn í garð
SAUÐBURÐURINN er hafinn um land allt og sums staðar, eins og til
dæmis í Skaftafellssýslum, kominn vel áleiðis. Jón Viðar Jónmundsson,
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, sagði í samtali við Mbl. að útlitið
væri mjög gott, frjósemi ánna góð og lítil vanhðld 6 'ömbum. Þá sagði
hann að gott tíðarfar gerði sauðburðinn auðveldari fyrir bændur.
Mesti annatími ársins
„Frjósemin er með albesta móti. Svo til allar eldri ærnar eru tvílembd-
ar og margar þær yngri. Ég reikna þetta ekki út frá degi til dags, eins og
sumir gera, vil heldur nota tímann til að sofa,“ sagði Jóhannes Krist-
jánsson bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal í samtali við blaðamenn Mbl. sem
heimsóttu hann fyrir skömmu. Jóhannes og raunar alit heimilisfólkið,
var önnum kafinn við að sinnafénu þegar blm. bar að garði, en gaf sér þó
tíma í smá spjall.
„Þetta er mesti annatími ársins," sagði Jóhannes. „Við erum til skiptis
í fjárhúsunum allan sólarhringinn á meðan á sauðburðinum stendur.
Þetta er gífurlega mikil vinna og oft vill nú verða lítið um svefn.“
Jóhannes sagði að sauðburður hefði gengið vel það sem af er, góð
frjósemi og engin alvarleg áföll.
Fyrsta ærin á Höfðabrekku bar á páskadag, það var reyndar fyrir-
málslamb. Hann sagði að almennt hefði sauðburðurinn þó ekki byrjað
fyrr en með maí, fyrst yngri ærnar og þær sem sseddar voru i vetur. Á
Höfðabrekku er sauðburðurinn í hámarki um þessar mundir en hann
mun þó standa nokkuð fram eftir mánuðinum.
„Hellirinn þar sem Flosi var drepinn“
Á Höfðabrekku eru um 500 ær. Þær eru látnar bera inni eins og víðast
hvar nú til dags. Þegar ærnar eru bornar er farið með þær og lömbin úr
stíunum í svokallaðar sólarhringskrær, þar sem þær eru einar með
lömbum sínum fram á næsta dag. Þá eru lömbin mörkuð og gefið númer,
sem skráð er með helstu upplýsingum inn i bók, og þeim síðan sleppt i
afgirt hólf við fjárhúsin. Þegar talið er óhætt að sleppa hendinni af
lambánum er þeim sleppt út á tún. Við túnið geta þær leitaö skjóls í
hellinum „þar sem Flosi var drepinn". Er það hellir í Höfðabrekkuhálsi
en í og við hellinn var hluti kvikmyndarinnar Hrafninn flýgur tekinn.
Þar átti maðurinn sem Flosi Ólafsson lék heima og var veginn þar.
Jóhannes samsinnti þvf að starf sauðfjárbóndans væri tarnavinna.
Sagði hann að sauðburðurinn væri erfiðastur, en síðan kæmi önnur törn
yfir neyskapartímann og loks sú priðja i göngum og réttum á haustin.
Hann sagði að alltaf væri hægt að hafa nóg að gera, en ef menn væru
búnir að búa vel í haginn fyrir sig, ætti vinnan að vera auðveld á milli
tarna. „En kaffið og pipan halda manni gangandi i þessum törnum,"
sagði Jóhannes í lokin og bauð í kaffi.
Fjárbókbaldið þarf að færa
af samviskusemi
Heimilisfólkið i Höfðabrekku i annríkt þeaaa dagana.
Jóbannes Kristjánsson bóndi isarat eiginkonu sinni,
Sólveigu Sigurðardóttur, vinnumanni, Julian Crawford, og syni, Ingvari.
SMS.-'-sím x.
■
■ -
V
wm
m
m
Sjáid litlu lömbin, leika sér í h&ga.
Morgunblaðið/Bj arni