Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 29

Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 29
MORÖONBLADID, FÖSTUDAGUR 10. MAf 1985 29 Moskvæ Minnast sigurdags- ins með hersýningu Moskvu, 9 nuu. AP. HVER röðin af annarri af skriðdrek- um og fallbyssum úr síðari heims- styrjöldinni fór um Rauða torgið í Moskvu í dag, en þá var þar minnsl sigursins yfir Þjóðverjum fyrir 40 ár- um. En jafnframt bar mikið á farar- tækjum með nýtízku kjarnorkueld- flaugum í hersýningunni, þar sem greinilega var lögð mikil áherzla á hernaðarmátl Sovétríkjanna nú. Gamlir og ungir hermenn fylktu liði í göngunni auk erlendra her- manna úr útlendingasveitum Tékka og Pólverja, sem Sovét- menn kom á fót í stríðinu. Gamlir skriðdrekar af gerðinni T-34 voru Blóðugt stétta- stríð á Indlandi Nýja Delhí. 9. m»í. AP. BLODIIGAR óeirðir voru í gærkvöldi og nótt í borginni Ahmedabad á Vestur-lndlandi og greip lögreglan til skotvopna gegn fólkinu, ýmsum trú- arhópum, sem börðust með grjóti, hnífum og Ijósaperum, sem fylltar höfðu verið af sýru. Þegar eldaði af degi voru sjö fallnir og 25 slasaðir. Óeirðirnar í Ahmedabad hófust fyrir nokkrum dögum þegar stjórn- völd tilkynntu, að framvegis yrðu nemendur og kennarar við mennta- og háskóla í Gujarat-héraði að 49% úr lágstéttunum en til þessa hefur kvótinn verið 31%. Olli það mikilli ólgu meðal fólks úr efri stéttunum og urðu ai' mannskæð átök. Frá því að mótmælin hófust gegn kvótafyrirkomulaginu hafa 85 menn verið drepnir í átökum há- og lágstéttarfólks, sem stundum hafa snúist upp í stríð milli hindúa og múhameðstrúarmr.nna. Verst hef- ur ástandið verið i Ahmedabad og bætti það ekki úr skák þegar sjálfir Krókódflakjöt aftur á markað BrnbuK, 9. m»í. AP. FROSIÐ krókódflakjöt til manneld- is verður senn fáanlegt í verzlunum í Ástralíu, þar sem skriðdýrið er ekki lengur í útrýmingarhættu. X ríkinu Queensland 1 Ástralíu hefur markvisst verið unnið að krókódílarækt, en um skeið vofði útrýmingarhættan yfir krókódíln- um þar. Kjötið, sem sett verður á mark- að, verður af dýrum, sem slátrað verður í Edward-krókódílabúinu nyrst í Queensland. Verður um 200 dýrum slátrað þar næstu vikurnar og kjötið sett á markað að því loknu. lögreglumennirnir tóku til að rupla og ræna og jafna um þá, sem þeim var í nöp við. mjög áberandi í hersýningunni, en einnig mátti þar sjá marga tugi nýtízku skriðdreka og eldflauga- palla. Mikhail S. Qorbachev, leiðtogi kommúnistaflokks Sovétríkjanna, stóð fremstur í röð félaga úr stjórnmálaráðinu ofan á grafhýsi Lenins og fylgdist þaðan með því, sem fram fór á torginu. Sendiherrar flestra aðildarríkja NATO voru viðstaddir hátíðahöld- in í dag. Arthur Hartman, sendi- herra Bandaríkjanna, var þó ekki viðstaddur sökum atburðar þess, sem átti sér stað í Austur-Þýzka- landi í síðasta mánuði, er banda- rískur major var skotinn til bana. Sendiherra Vestur-Þýzkalands, Jorg Kastl, var ekki heldur við- staddur hátíðahöldin í dag. UNESCOfundurinn í París: Bandaríska skýrslan ekki tekin tU umræðu Pmrís, 9. maí. AP. FULLTRÚAR Vesturlanda og Japans féllust á það á fundi framkvæmda- stjórnar UNESCO, sem hófst í París í dag, að skýrsla bókhaldsstofu Bandaríkjaþings un fjármái stofnunarinnar, skyldi ekki tekin til umræðu á fundinum, sem standa á • sex vikur. Kommúnistaríkin og ríki þriðja heimsins böfðu lags-1 gegn því og bent á, að Bandaríkin eiga ekki lengur aðild að UNESCO. í framkvæmdastjórn Menn- ingar- og vísindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna á 51 maður sæti, og er verkefni fundarins nú, að taka ákvörðun um starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár. Jafnframt er fundinum ætlað, að ná samkomulagi um breytingar á starfsemi og stjórn stofnunarinnar, og finna leiðir til að draga úr útgjöldum henn- ar. Mikill ágreiningur er um starf og skipulag UNESCO og íhuga nokkur vestræn ríki að fylgja dæmi Bandaríkjanna og hætta þar þátttöku, ef sam- komulag tekst ekki um róttækar breytingar á þessu ári. Patrick K. Seddoh frá Ghana, sem er formaður framkvæmda- stjórnarinnar, skýrði frétta- mönnum frá því í dag, að sam- komulag hefði orðið um, að taka bandarísku skýrsluna ekki til umræðu, en leyfa notkun hennar í sérstakri 13 manna nefnd, sem vinnur að tillögum um úrbætur á starfi UNESCO. Bandaríska skýrslan, sem leið- ir m.a. í ljós fjármálaóreiðu inn- an UNESCO, hefur hins vegar ekki verið þýdd á frönsku, sem er annað höfuðtungumál stofnun- arinnar, og er því ekki unnt að nota hana sem umræðugrund- völl. Aftur á móti fylgja skýrsl- unni athugasemdir á frönsku, sem hinn umdeildi fram- kvæmdastjóri UNESCO, Ama- dou Mahtar M’Bow, hefur samið. Fulltrúar Vesturlanda og Japans hafa krafist þess, að skýrslan M’Bow framkvæmdastjóri UNE9CO verði þýdd á frönsku, en aðstoð- arframkvæmdastjóri UNESCO, Henri Lopes, sagði frétta- mönnum í dag að hann kannað- msmaiim fjomtnu m msiti NOTADUR VOLVO O.MÁNADA ABYRGD Það er ekki deilt um hve öruggur og áreiðanlegur Volvo er. Volvo er draumabíll fjölskyldufólks um allan heim, þeirra sem láta sig mestu varða öryggi, þægindi og heill allrar fjölskyldunnar. Volvo-skiptibíll með 6 mánaða ábyrgð hlýtur að freista margra. ist ekki við að slík krafa hefði komið fram. Haft er eftir öruggum heim- ildum innan UNESCO, að M’Bow hafi komið í veg fyrir að skýrsl- an yrði þýdd. Bandaríkjamenn lögðu skýrsluna fram áður en þeir hættu þátttöku í starfi stofnunarinnar, en fram- kvæmdastjórnin vildi ekki heim- ila umræðu um hana. Henri Lopes sagði frétta- mönnum í dag, að UNESCO vantaði 10 milljónir bandaríkja- dala á þessu ári til að endar næðu saman. Hann sagði, að borist hefðu aukaframlög frá nokkrum aðildarríkjunum að upphæð 8 milljónir bandaríkja- dala, og útgjöld þegar verið skor- in niður um 25 milljónir dala. Bandaríkjamenn stóðu undir fjórðungi útgjalda stofnunarinn- ar, áður en þeir hættu þátttöku í henni, og framlag þeirra hefði að óbreyttu numið 43 milljónum dala. \7I32líE? SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.