Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Kjölar Díönu vekja athygli I)íana prinsessa vekur hvarvetna athygli og er þekkt fyrir allt annað en íognmollu í klæðaburði. Mynd þessi var tekin nýver- ið og sýnir prinsessuna í hvítröndóttum vínrauðum kjól. Stráhatturinn á höfði hennar mun einnig vera vínrauður en barðið hvítt. Rottumergð í Shanghai Peking,). maí. AP. ROTTUR vaða uppi í mestu iðn- aðarborg Kína, Shanghai, og gera þar mikinn usla. Rotturnar sækja í kornmeti og bera á milli smitsjúkdóma, að sögn blaðsins China Daily, sem er skrifað á ensku og gefið út af hinu opinbera. Að sögn blaðsins áætla sér- fróðir menn að rottufjöldinn í Shanghai sé fjórum til fimm sinnum meiri en íbúafjöldinn. íbúar Shanghai eru 12 milljónir. Árlega er blásið til herferðar gegn rottunum og þær drepnar í milljónatali, en þeim fjölgar fljótt aftur. Leggur blaðið til að sótt verði harðar fram gegn rott- EININGASKULDABREF / . . AVOXTUNARFELAGSIN S HF. NÚGETA ALLIR TEKIÐ ÞÁTT í VERÐBRÉFAMARKAÐNUM OG NÁÐ í GÓÐU ÁVÖXTUNINA! Reynslan sýnir, aö fjárfesting í verðtryggðum skuldabréfum gefur hæstu ávöxtun peninga. Meðalávöxtun þeirra hefur verið tæp 16% undanfarna mánuði, samanborið við 7% á nýjum spariskírteinum ríkissjóðs og 2-6,5% á verðtryggðum bankareikningum. Allur almenningur hefur hingað til leitt hjá sér þessa ávöxtunarleið vegna þess að hagkvæmar einingar hefur vantað, auk þess sem almenn þekking á þessum viðskiptum hefur verið af skomum skammti. Nú bjóðast skuldabréf, sem allir ráða við! Skuldabréfin eru í einingaformi þannig að hægt er að ávaxta hvaða upphæð sem er, jafnt 3.123 kr. sem hundruðirþúsunda. Hvert einingaskuldabréf felur í sér skuldaviðurkenningu Ávöxtunarfélagsins hf. fyrir fjárhæð sem samsvarar ákveðnum hluta af eignum Ávöxtunarsjóðsins en hann er sérstök deild í Ávöxtunarfélaginu hf. Fjármálasérfræðingar Kaupþings hf. ávaxta fé sjóðsins með bestu ávöxtun. Allar eignir Ávöxtunarsjóðsins, í flestum tilfellum fasteignatryggð skuldabréf, standa til tryggingar einingaskuldabréfunum. Fé lagt í einingaskuldabréf er í raun nær óbundið, því að Ávöxtunarfélagið hf. er skuldbundið til að innleysa einn fimmtugast hluta útistandandi bréfa mánaðarlega, sé þess óskað. Auk þess er hægt að endurselja bréfin hjá verðbréfasölum. Mjög auðvelt er að kaupa einingabréf. Kaupþing hf. hefur umsjón með eignum Ávöxtunarsjóðsins og sér um sölu einingabréfanna. Sláðu á þráðinn, sími 686988, og kauptu einingabréf fyrir þá peninga, sem þú átt aflögu. Við sendum þér bréfin um hæl. JÍii Avöxtunarfclagiö hf. KAUPÞING HE m. Húsi verslunarinnar "Ef 68 69 88 unni og lengur í einu. Leggur blaðiö til að notað verði nýtt og fullkomið eiturefni, sem verki lengi. Segir blaðið rottuna lævísa og henni hafi tekizt að snúa á menn hingað til. Lést úr hermanna- veiki BrÍHtol, 8. mal. AP. KONA, sem var hjúkrunar- kona að hlutastarfi, lézt í dag úr svonefndri hermannaveiki og lifrarsjúkdómi. Kona þessi var 64 ára að aldri og var hún búsett í Bristol í suðvesturhluta Englands. Á mánudaginn var lézt sextug kona úr her- mannaveikinni á sjúkrahúsi í Stafford og höfðu þar með 30 manns látizt úr veikinni. Sjö- tíu manns, sem talið er, að tekið hafi hermannaveikina, liggja nú á þessu sama sjúkrahúsi. Allir eru þeir yfir fimmtugt. Bjargaði víetnömsku bátafólki Bangkok, 9. maí. AP. BANDARÍSKT flutningaskip, sem á er suður-kóreskur skip- stjóri, bjargaði 26 víetnömskum bátamönnum á Thailandsflóa í vikunni, að sögn flóttamannafull- trúa Sameinuðu þjóðanna. Bátafólkinu var bjargað þar sem það var statt um 200 sjómíl- ur suðvestur af Víetnam. Fleyta þeirra var lítið bátskríli, sem, að sögn skipstjórans á flutninga- skipinu, hefði farizt ef sjór hefði ókyrrzt. Bátamennirnir lögðu af stað frá nágrenni Ho Chi Minh-borg- ar á mánudag. Siglt var undir seglum og skreið báturinn vel. Um borð í bátskænunni voru níu börn undir 17 ára aldri. Sigldi flutningaskipið með báta- fólkið til Bangkok. Allt frá því kommúnistar komust til valda í Víetnam, þ.e. eftir lok Víetnamstríðsins, hefur rúmlega hálf milljón manna flú- ið Víetnam á báti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.