Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, FÖSTÚDAGUR 10. MAÍ 1985 Reykingamenn ekki réttlausir Nú er mælirinn fullur, og við höfum fengið nóg af árásum og hótunum í gard reykingamanna. Það er rétt að reykingar eru skaðlegar heilsu þess sem reykir, og þegar hann loks fær hjartaáfallið sitt eða sýkist af krabbameini í lungum, verða bindindismcnn að greiða spítalavist hans. Þetta veldur því að margir þeir sem ekki reykja eru hlynntir lagasetningu sem bannar reykingar, í það minnsta á opinberum og hálf-opinberum stöðum. Þetta kann að virðast raunhæft, en það setur okkur, sem samfélag, út á hála og hættulega braut, og vekur upp möguleika á því að við förum brátt að hindra aðra f að gera það sem þeir viija vegna þess að það stofni heilsu þeirra og peningaveskjum okkar í hættu. Þegar á allt er litið verða skattgreiðendur einnig að greiða sjúkrakostnað fyrir drykkju- menn, akfeit átvögl og þá sem ekki nenna að stunda líkamsæf- ingar. Ættum við þá að setja lög um mataræði, drykkju og lík- amsæfingar? Hve miklu frelsi — frelsi til að njóta okkar eigin siða eða ósiða — erum við reiðu- búin að fórna? Menn reykja, eða drekka, eða borða annað en hollt er þrátt fyrir slæm áhrif á líkamann vegna þeirrar sálrænu fullnæg- ingar sem þeir fá. Þegar Sig- mund Freud var á sjötugsaldri gekkst hann undir fyrsta sárs- aukafulla uppskurðinn af 30 vegna krabbameins í munni. Honum var sagt að meinið staf- aði af vindlareykingum, en hann hélt þeim engu að síður áfram. Á sjötugasta og öðru aldursári skrifaði hann: „Ég á vindlunum að þakka mikla aukningu i vinnuafköstum mínum aukna sjálfstjórn." Þegar þar var komið sögu var hann kominn með gervikjálka og efri góm. Hann reykti þar til hann lézt á níræðisaldri. Flestir þeirra sem ekki reykja geta ekki skilið þetta og tala með fyrirlitningu um „fíkniávana". Ég vil heldur nefna það að vera háður, eins og að vera háður elskhuga. Það að vera háður á þennan hátt getur verið ánægju- legt og frjótt; og það getur haft slæmar, jafnvel sorglegar afleið- ingar. En jafnvel þegar slæmu afleiðingarnar koma i ljós, er hugsanlegt aö viðkomandi vilji halda áfram vegna fullnæg- ingarinnar: það er venjulega erf- itt að losa sig við eitthvað sem orðið er að ávana. Ef einhver er sviptur elskhuganum, eða vindl- unum, þjáist hann af fráhvarfs- einkennum, hvort sem þau eru sálræn eða líkamleg. Astin er sjaldan nefnd fíkniávani. Af hverju ættu reykingar að vera það? Að einu leyti hefur skattgreið- andinn sem ekki reykir á réttu að standa: hann ætti ekki að þurfa að greiða sjúkrakostnað vegna reykinga. Þess í stað ætt- um við að leggja nægilega háan alríkisskatt á tóbak til að standa undir öllum þeim aukaútgjöld- um sem stafa af reykingum. Tryggingafélög gætu einnig tek- ið hærri iðgjöld af þeim sem reykja og drekka. En hvað um áhrif „óbeinna reykinga“ á heilsuna og óþæg- indin sem reykingar geta valdið? Sumir hafa vissulega ofnæmi fyrir reykingum, og allir sæmi- lega siðaðir menn forðast að reykja í þeirra félagsskap. En þeir sem hafa ofnæmið ættu sjálfir að forðast staði og sam- kvæmi þar sem vitað er að mikið er reykt — diskótek, bari og kvöldverði með Winston Chur- chill. En ofnæmi fyrir reyking- um hefur breiðst ótrúleg ört út siðustu árin — skyndilega út- breiðsla sem gefur í skyn að margir sjúklinganna séu haldnir móðursýki og geri sér upp sjúk- leikann til að þvinga sjónarmið- um þeirra sem ekki reykja upp á reykingamenn. í rauninni er það svo, þrátt fyrir vafasamar skýrslugerðir og með fáum undantekningum þar sem um raunverulegt ofnæmi er að ræða, að reykingar stofna ekki heilsu þeirra sem ekki reykja i hættu nema þeir séu langtímum saman útsettir fyrir reyk í húsrými án loftræstingar. Hvað óþægindin varðar er líf- ið fullt af óþægindum, sem sum eru hættuleg heilsunni, en við verðum að sætta okkur við vegna annarra sem vilja eða þurfa að gera það sem veldur okkur óþægindum. Við verðum öll að anda að okkur menguðu lofti jafnvel þótt við ökum aldrei í bílum eða strætisvögnum, bara vegna þess að aðrir vilja gera það. Mun fleiri láta það vera að reykja nú en áður — sem er gott. En linnulaus áróður verður ekki til að fjölga þeim. Ekki heldur bann við sígarettuauglýsingum. Marijuana selst allvel án slíkrar kynningar. Menn læra að reykja, eða drekka, af öðrum, ekki af auglýsingum. Er þá ekkert sem ætti að gera? Vissulega. Alls staðar þar sem því verður komið við ber að aðskilja þá sem ekki reykja frá reykingamönnum og sjá um að loftræsting sé góð. Við gerum þetta í stærri flugvélum. En á flestum öðrum stöðum, til dæm- is skrifstofum og veitingahúsum, verða reykingamenn og þeir sem ekki reykja að sýna gagnkvæma tillitssemi. Einhliða reglur sem ekki er unnt að framfylgja geta ekki komið I stað almennrar kurteisi, þvi þótt þær geti haft skammtíma áhrif, munu þær til lengdar aðeins veikja virðingu manna fyrir lögunum. (Heimild: The New York Times) Ernest ran der Haag er prófessor í almennri lögfræói vid lagadeild Fordbam-háskólans í New York. Bl Stjómarskrárbreyting f Brazilíu: Forseti kjörinn beinni kosningu Braflilíu, Brazilíu, 9. mai. AP. BRAZILÍSKA þingiö samþykkti í dag cinróma þá breytingu á stjórn- arskránni, að framvegis skuli forseti landsins kosinn í beinum kosning- um. Sá háttur hefur lengi verið hafð- ur á að kjósa fyrst kjörmenn, sem síðan velja forsetann, en almenning- ur i landinu hefur verið mjög óánsgður með það fyrirkomulag. Auk þessa var samþykkt, að ólæst fólk megi hér eftir taka þátt í kosningum, að kommúnistafl- okkurinn, sem hefur verið bannað- ur, skuli fá að bjóða fram og að borgarstjórar í fylkishöfuðborg- um verði kosnir beinum kosning- um 15. nóvember. Það var forseti landsins, Jose Sarney, sem mælti fyrir lögunum en hann tók við af Tancredo heitnum Neves, fyrsta forsetanum, sem kjörinn hefur verið í lýðræðislegum kosningum síðan árið 1960. Rétturinn til að kjósa forseta beint var mikið hitamál í Braziliu á síðasta ári, skömmu eftir að Argentínumenn losuðu sig við herstjórnina og kusu Raul Alfons- in, forseta. Kundera veitt „Frelsis verðlaun Jerúsalem“ JerwuJem 9.«—f \p HINUM útlæga tékkneska rithöf- undi, Milan Kundera, hafa verið veitt hin virðulegu Frelsisverðlaun Jerúsalemborgar, og tók skáldiö við þeim úr hendi Teddy Kollek, borgar- stjóra, við hátíðlega athöfn í Jerúsal- em í gær. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár, og afhending þeirra fer fram i tengslum við árlega bóka- sýningu i borginni. Meðal þeirra, sem áður hafa hlotið verðlaunin, eru Graham Green, Bertrand Russell, Simone de Beauvoir og Eugene Ionesco. Dómnefnd verðlaunanna segir í áliti sínu, að í verkum Kundera birtist „barátta manna fyrir frelsi sinu og einstaklingseðli og gegn fjötrum sðgu, stjórnarfars og stjórnmálaa. Kundera, sem er 56 ára að aldri, var vikið úr tékkneska kommún- istaflokknum árið 1969 og bækur hans eru bannaðar í Tékkóslóv- Milan Kundera akíu. Hann hefur verið búsettur í París frá 1975 og unnið þar að rit- störfum og háskólakennslu. » Gódan daginn! Kína: Einka- framtaki att gegn fátæktinni Peking, 9. nui. AP. ÖLMUSUGJAFIK ríkisvaldsins munu aldrei verða til að ráða bót á fátæktinni, sagði í tilkynningu kín- verska ríkisráðsins í dag þegar kynntar voru ráðstafnir, sem eiga að ýta undir „frumkvæði og einka- framtak" fátækra bænda í Kína. Ríkisráðið, sem Zhao Ziyang, forsætisráðherra, er í forystu fyrir, samþykkti skýrslu níu ráð- herra um ráðstafanir til að bæta lífskjör 70 milljóna fátækra bænda en þar eru aðalatriðin þau, að þeir verði að mestu undanþegn- ir skatti, lántökur auðveldaðar og að þeir verði ekki skyldaðir til að vinna af þegnskap einum við opinberar framkvæmdir. Ríkis- ráðið lagði hins vegar mikla áherslu á, að mesta hjálpin fælist í því, að bændurnir tryðu og treystu á sjálfa sig. í tilkynningunni voru embætt- ismenn hvattir til að hætta að líta á framlag rfkisins sem greiða og ölmusu og reyna heldur að vinna gegn „ósjálfstæði þeirra og svart- sýni“. á útigrillið Grillpinnar í úrvali Kryddlegnar lambalærissneiðar Kryddlegnar lambakótilettur Kryddlegnar grillkótilettur Kryddlegnar lambaframhryggja- sneiðar Grill — Kol — Uppkveikjulögur — Pinnar — Olía — Krydd Vörumarkaðurinn lil. | Ármúla 7a. — S: 686111 og Eiöistorgi 11. — S: 622200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.