Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 35

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 10, MAÍ1985 35 Búðardalur: Stofnað hagsmunafélag mjólkurframleiðenda BÆNDUR sem leggja mjólk inn í Mjólkursamlagið t Búðardal hafa stofnað hagsmunafélag, hliðstætt Félagi kúabænda á Suðurlandi sem stofnað var fyrr í vetur. Starfssvæðið er norðanvert Snæfellsnes, Dala-, sýsla og tveir austustu hreppar Austur-Barðastrandarsýslu. 30 bændur gengu í félagið á stofnfund- inum, af um 90 mjólkurframleiðend- um á svæðinu, og var Vilhjálmur Sig- urðsson kosinn formaður. Þórarinn Sveinsson, ráðunautur á Hólum í Reykhólasveit, sagði í samtali við Mbl. að undanfarnar vikur hefði það verið til umræðu á meðal kúabænda á Vesturlandi að stofna eitt kúabændafélag sem næði yfir 1. verðlagssvæði, utan Suðuriands. Það hefði þó verið ákveðið með miklum meirihluta á fundintts að stofna sérstakt félag fyrir Ttyrsta hluta svæðisins. Markmið félagsins er að vinna að hagsmunamálum kúabænda á svæðinu og var jafnframt sam- þykkt að gerast aðilar að lands- samtökum kúabænda, verði slík samtök stofnuð. Þórarinn bjóst við að fyrstu verkefni félagsins sneru að því að styðja og styrkja Mjólkursamlagið í Búðardal og að reyna að halda hlut félagssvæðisins í mjólkur- framleiðslunni. Hann sagði að þetta svæði mætti ekki við sam- drætti því þar, a.m.k. á nyrsta hluta svæðisins, væri ekki hægt að Frá Búðardal skipta yfir í loðdýrarækt vegna erfiðleika með fóðuröflun. í stjórn félagsins voru kosnir: Vilhjálmur Sigurðsson á Miðja- nesi í Reykhólasveit, formaður, Guðbjörn Jón Jónsson í Miðskógi í Dölum og Jóhannes Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit. SKRIFSTOFUTÆKNI A OKKAR VALDI * Viö erum í stööugu sambandi viö öflugustu fyrirtæki heims á sviði skrifstofutækni. Viö kappkostum aö bjóöa aðeins þaö besta og leggjum áherslu á að þjónusta okkar við viöskiptavini sé fyrsta flokks. Viö aöstoöum viö val á réttum búnaði, leiöbeinum um notkun og bjóöum örugga < tækni- og viðhaldsþjónustu. Víð byggjum á áratuga reynslu í þjónustu við íslensk fyrirtæki, og fylgjum þér farsællega inn í framtíðina. U-BIX Ijósritunarvélar, Omron afgreiðslu- kassar, Silver-Reed og Message ritvélar, Stromberg stimpilklukkur og klukkukerfi, Omic og Monroe reiknivélar. *£l££íe % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.