Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAl 1985
37
Bændafundur á Blönduósi:
Morgunblaði#/J.S.
Frá afliendingu Flateyjarbókar. Jón ísberg, Asta Rögnvaldsdóttir og Grímur
Gíslason.
Blönduós:
Flateyjarbók í
Héraðsbókasafn
A-Húnavatnssýslu
Blönduósi, 8. maí.
NOKKRAR stofnanir og fyrirtæki
í Austur-Húnavatnssýslu færðu
Héraðsbókasafni Austur-Húna-
vatnssýslu Flateyjarbók að gjöf.
Athöfnin fór fram í húsakynnum
héraðsbókasafnsins á Blönduósi
sl. þriðjudag.
Þar voru mættir fulltrúar gef-
enda, stjórn bókasafnsins og
bókaverðir. Jón ísberg sýslu-
maður sem forgöngu hafði fyrir
þessari bókargjöf afhenti Flat-
eyjarbók fyrir hönd gefenda.
Grímur Gíslason formaður
stjórnar bókasafnsins veitti
gjöfinni viðtöku og færði gefend-
um þakkir fyrir hönd héraðs-
bókasafnsins.
Ásta Rögnvaldsdóttir bóka-
safnsfræðingur hefur yfirum-
sjón með daglegum rekstri bóka-
safnsins og henni til aðstoðar er
Sigurður Þorbjarnarson.
J.S.
Rússneska flutningaskip-
ið laust úr prísundinni
UM KLUKKAN hálftvö í fyrrinótt
tókst bátnum Skildi að losa rússn-
eska flutningaskipið sem strandaði
við höfnina á Siglufirði um hádeg-
isbilið í fyrradag. Flutningaskipið
var að koma til Siglufjarðar til að
landa rækju þegar óhappið varð.
Skjöldur hafði reynt að draga
skipið út skömmu eftir að það
strandaði en án árangurs. Þá var
um 100 lestum af vatni dælt úr
skipinu og á háflóði um nóttina
tókst bátnum loks að losa rússn-
eska flutningaskipið. Það er
óskemmt að sögn hafnarvarðar-
ins á Siglufirði.
Mótmælir frumvarpi
um Framleiðsluráð
BlöndnÓNÍ. 9. mai.
FUNDUR með stjórnum búnaðar-
sambanda og samvinnufélaga í
Norðurlandskjördæmi vestra og
Strandasýslu var haldinn á Blöndu-
ósi lostudaginn 3. maí. Tilefni fund-
arins var framkomið frumvarp til
iaga um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum. Bjarni Guð-
mundsson, aðstoðarmaður landbún-
aðarráðherra, og Gunnar Guðbjarts-
son, framkvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs, mættu á fundinn. Gunnar tók
það fram, að hann væri ekki mættur
á fundinn í umboði bændasamtak-
anna.
Á fundinum var lögð fram eftir-
farandi ályktun í sjö liðum sem
samþykkt var samhljóða:
„1. Fundurinn mótmælir harðlega
þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð
hafa verið af hálfu stjórnarflokk-
anna varðandi endurskoðún á lög-
um um Framleiðsluráð landbún-
aðarins og átelur að þessi endur-
skoðun skuli hafa verið gerð án
samráðs við bændasamtökin.
2. Fundurinn mótmælir eindregið
þeirri valdatilfærslu frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins til
landbúnaðarráðherra, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir og telur að
með því sé ákveðið stefnt að því að
veikja stöðu bændastéttarinnar,
bæði efnalega og félagslega.
3. Fundurinn telur þann samdrátt,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir
varðandi greiðslu útflutningsbóta,
algjörlega óraunhæfan meðan
þeim samdrætti sem þegar hefur
átt sér stað í mjólkur- og sauðfjár-
framleiðslu hefur ekki verið mætt
með annarri atvinnuuppbyggingu.
4. Fundurinn krefst þess að tekin
verði upp framleiðslustjórnun
varðandi alla kjötframleiðslu.
5. Fundurinn telur að frumvarpið
stefni ákveðið að því að brjóta
niður núverandi sölukerfi á búvör-
um, svo og vinnslustöðvarnar.
6. Fundurinn tekur að öðru leyti
undir breytingartillögu sex-
mannanefndar, aukafundar stétt-
arsambands bænda og leggur
áherslu á að þær verði teknar til
greina við lokagerð frumvarpsins.
7. Fundurinn mótmælir því harð-
lega, að frumvarpið verði lögfest á
yfirstandandi Alþingi og telur að
það þurfi enn frekari umfjöllun
hjá bændastéttinni.“
JX
Úr kvikmyndinni Skuggahlióar Hollywood
Regnboginn:
Skuggahliðar Hollywood
REGNBÍKÍINN hefur hafid sýningar
á myndinni „The Glitter Dome“, sem
á íslenzku hefur hlotið nafnið
„Skuggahliðar Hollywood". Aðalleik-
endur í myndinni eru James Garner,
Margot Kidder og John Lithgow.
Myndin fjallar um morð forstjóra
kvikmyndafyrirtækis í Hollywood
og rannsókn tveggja lögreglumanna
á því. Við rannsóknina kemur ým-
islegt misjafnt í ljós, m.a. fram-
leiðsla klámmynda. Myndin er með
íslenzkum texta.
Fiskvinnslan á Sauðárkróki hefur ekki undan:
Afla ekið til Siglufjarðar
Sauóárkróki, 9. mu'.
AFLABRÖGÐ báta sem róa frá
Sauðárkróki hafa verið með besta
móti undanfarið. Sem dæmi má
nefna, að Blátindur SK 88 kom
með um 18 tonn af vænum þorski
úr einni veiðiferð, eftir að net
höfðu legið í sjó í sólarhring. Er
þetta talið aflamet hér. Síðan hefur
Blátindur fengið fjögur tonn í róðri
og trillan Malli nálægt tveimur
tonnum sem kallast gott.
Týr SK 33 byrjaði á snurvoð 3.
maí sl. og hefur fengið yfir 30
tonn í þremur róðrum. Er nú svo
komið að ekki er hægt að vinna
þennan afla hér og tilkynnti
verkstjóri Fiskiðjunnar áður-
Enn er verið að hengja
bakara fyrir smið
nefndum bátum, sem eru í við-
skiptum við fyrirtækið, að ekki
yrði tekið á móti meiri fiski frá
þeim í þessari viku, en úr því
myndi rætast eftir helgina. Af
þessum sökum hefur Týr hætt
veiðum að sinni, en afli Blátinds
og Malla fluttur með bílum til
Siglufjarðar til vinnslu þar.
Togarar Útgerðarfélags Skag-
firðinga hafa aflað vel. Það sem
af er mánuðinum hefur Drangey
landað 161 tonni af grálúðu og
karfa, Hegranesið 194 tonnum af
sömu fisktegundum og Skapti
landaði 51 lest af þorski eftir
tveggja daga veiðiferð. Frysti-
húsin hafa því haft ærin verk-
efni og ekki haft undan að vinna
aflann, sem skiptist milli Skjald-
ar hf. og Fiskiðjunnar hf. á
Sauðárkróki og Hraðfrystihúss-
ins á Hofsósi. Stjórn US hefur
undanfarið kannað kaup á fjórða
togaranum og er þess skemmst
að minnast að félagið gerði til-
boð í togarann Bjarna Herjólfs-
son, sem seldur var Útgerðarfé-
lagi Akureyringa.
Kári
Athugasemd frá lögfræöingi Landhelgisgæzlunnar
Álafoas
Enn um Álafossmál
— tollverði svarað
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Jóni
Magnússyni lögfræðingi Landhelg-
isgæzlunnar.
„í Morgunblaðinu í gær ritar
Eiríkur Guðnason, tollvörður,
greinarstúf, þar sem hann vill ráð-
ast á tollgæslustjóra vegna „Ála-
fossævintýris" eins og hann orðar
það — og slær þá um leið aðra
utanundir.
í 1. grein laga um Landhelgis-
gæzlu Islands g-lið segir berum
orðum, að Landhelgigæzlunni beri
að aðstoða islenzka tollgæzlu „eft-
ir því sem aðstæður leyfa eða
ákveðið kann að vera sérstaklega".
Það var einmitt þetta, sem
Landhelgisgæzlan gerði 20. júlí
1981, þegar beiðm barst henni frá
tollstjóraembættinu í Reykjavík
vegna tollskoðunar um borð í ms.
Álafossi.
Tveir stýrimenn frá Gæzlunni
og þrír tollverðir voru látnir síga
frá þyrlu um borð í ms. Álafoss
við mjög góðar aðstæður, er skipið
var statt fyrir sunnan land og inn-
an íslenzkrar tollalögsögu.
í skýrslu leiðangursstjóra þyrl-
unnar frá 23. júlí 1981 segir m.a.,
að tollverðirnir hafi áður verið
æfðir af Gæzlumönnum „ ... með
því að kynna þeim vélina og slaka
þeim öllum með spili ..."
I skýrslunni segir ennfremur:
„í aðflugi var slökun undírbúin.
Þegar komið var að m/s Álafossi
sást að góð aðstaða var til slökun-
ar á gáma rétt aftan yfirbygg-
ingar. Slökunin mun hafa tekið
um 10 mínútur og var henni lokið
kl. 16.35.“
í grein Eiríks stendur þetta
m.a.:
„Það var ekki 'ulltruanum að
þakka, að ekki yrði stórslys á
mönnum þegar þvrlu-„afgreiðslan“
fór fram fyrir sunnan land. Hver
hefði þá borið ábyrgð? Að mínu mati
yfirmaður hans, tollstjórinn í
Reykjavík, þvi Kristinn er aðeins
fulitrúi við Tollstjóraembættið í
Reykjavík."
Landhelgisgæzlan kemst ekki
hjá því að mótmæla slíkum til-
hæfulausum getgátum — hugar-
órum — sem birtast í ofangreindri
klausu Eiríks tollvarðar.
Eiríkur var spurður að því í gær
á sínum vinnustað af fulltrúa
Gæzlunnar, hvað hann hefði fyrir
sér í þessum getgátum eða fullyrð-
ingu sinni. Svar Eiríks var ekkert,
nákvæmlega ekkert — en síðan
bætti hann við: „Það hefði getað
orðið slys.“
Þótt ritfrelsi sé hér á landi —
það skulum við lofa — þá hafa
menn ekki leyfi til að rita í dag-
blöð eigm hugaróra um viðkvæm
mál eingöngu til að fá persónulega
útrás og gera það þar að auki á
röngum forsendum og að tilefnis-
lausu.
Eiríkur tollvörður ætti ekki að
„stinga niður penna“ oftar, byggj-
andi sinar fullyrðingar og getgát-
ur á kviksandi, því með því sáir
hann íortryggni að ástæðulausu
og meiðir sitt eigið sjálf."
— eftir Kristin
Ólafsson
Eríkur Guðnason, tollvörður,
skrifar grein í Morgunblaðið hinn
9. maí sl. og gagnrýnir vinnubrögð
tollgæslunnar gagnvart ms. Ála-
fossi, bæðí þegar skipinu var ný-
lega haidið um tíma á ytri höfn-
inni í Reykjavík á meðan leit í því
fór fram og einnig þegar þyrla var
send til móts við það fyrir sunnan
iand fyrir nokkrum árum.
Ekki skal amast við gagnrýni
Eiríks frekar en annarra, því að
sitt hvað má örugglega betur fara
í starfsemi tollgæslunnar. Þó við-
hefur Eiríkur ummæli á einum
stað sem ekki má láta ósvarað.
Þau eru: „Það var ekki fulltrúan-
um að þakka, að ekki yrði stórslys
á mönnum, þegar þyrlu-„af-
greiðslan" fór fram fyrir sunnan
land.“ I þessu sambandi skal upp-
lýst, að ég hafði ekkert með örygg-
ismál þyrluflugsins að gera, og
veit ég ekki betur en þar hafi alls
öryggis verið gætt. Eiríkur má
ekki hafa slys eða aðrar ófarir í
flimtingum, hvorki raunveruleg
né ímynduð, til þess að koma
höggi á mig, væntaniega fyrir það,
að ég hef komið í veg fyrir að hann
næöi þeim frama og þeim ;aöðu-
hækkunum innan tollgæsiunnar,
sem hann hefur sóst. eftír og ahð
sig eiga rétt á, en fyrir þvi hef ég
mínar ástæður.
Hofundur er toUgæshistjón í
Reykjarík.