Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985
t
SÓLVEIG SIGURBJÖRG SÆMUND8DÓTTIR,
Kvöldúlfsgðtu 11,
BorgariMai,
lést í sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 8. maí.
Jón B. Ólafaaon,
Kristrún Jóna Jónsdóttir,
Smmundur Jónason.
t
■ ■
Systir mín,
VALGERÐUR HINRIKSDÓTTIR
frá Eskifiröi,
lést á Eliiheimilinu Grund 8. maí.
Árni Hinriksson.
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
PÉTUR EGGERZ STEFÁNSSON,
er andaöist á Borgarspítalanum, síöastliöinn miövikudag, veröur
jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, mánudaginn, 13. maí
kl. 13.30.
Sólveig Pétursdóttir, Árni Jónsson,
Elln Eggerz Stefénsson, Árni Friðfinnsson,
Bergljót Siguröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaðir,
MARGEIR ÞÓRORMSSON,
Haf nargötu 8,
Fáskrúósfiröí,
sem lést 5. maí, veröur jarösunginn frá Fáskrúösfjaröarkirkju laug-
ardaginn 11. mai kl. 14.00.
Fyrír hönd aöstandenda,
Þóra Jónsdóttir,
böm og fóstursonur.
+
Móöir mín, tengdamóöír og amma okkar,
GUÐRÚN ÚLFARSDÓTTIR,
Drangshllöardal,
Eyjafjöllum,
veröur jarösungin frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 11. maí kl.
14.00.
Ingólfur Björnsson,
Lilja Sigurgeirsdóttir og börn.
+
Fööurbróölr okkar,
JÓHANNES GUDMUNDSSON,
fyrrverandi bóndi I Arnarnesi,
veröur Jarösettur frá Garöakirkju laugardaglnn 11. maí kl. 13.30.
Matthías Helgason, Jóhanna Helgadóttir,
Haukur Helgason, María Helgadóttir,
Ólafur Helgason.
+
Öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og
útför dóttur minnar og systur,
KRISTRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Skeljagranda 6,
Reykjavfk,
þökkum viö af alhug.
Gróa Þóróardóttir,
Huida Jóhannsdóttir.
+
Innilegar þakkir flytjum viö öllum þeim sem á elnn eöa annan hátt
sýndu hlýhug sinn viö andlát og útför
MARÍU REBEKKU SIGFÚSDÓTTUR,
Klapparstfg 37.
Gylfi Gunnarsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Haraldur Einarsson
oddviti, Urriöafossi
Fsddur 21. janúar 1920
Dáinn 28. aprfl 1985
Það er bjartur júnídagur 1951.
Við erum á leið austur Flóaveginn.
Haraldur á Urriðafossi er á heim-
leið á nýjum bíl. Með honum er sjö
ára gamall ókunnugur strákling-
ur, sem er að fara í fyrsta sinn í
sveit fullur eftirvæntingar.
Halli, en svo var hann nefndur
af kunnugum, var nærgætinn við
strákinn sem og ætíð síðan. Hann
spurði þægilega og frá honum
stafaði hlýleiki. Við urðum vinir á
þessum fyrsta degi kynna okkar.
Á honum fékk ég strax traust.
Á Fossi átti ég eftir að dvelja
næstu níu sumur frá því um
sauðburð og fram yfir réttir á
haustin, einnig í flestum fríum að
vetrinum, hvenær sem stund
gafst.
Fyrir hálfum mánuði ók ég enn
austur Flóaveginn. En nú voru að-
stæður aðrar. Nú var ég kominn
að Fossi til að kveðja Harald.
Þetta reyndist hans síðasti dagur
heima. Hann lést í sjúkrahúsinu á
Selfossi 28. apríl sl.
Þegar ég kom að Urriðafossi
fyrst, var Haraldur nýtekinn við
jörðinni af foreldrum sínum
ásamt Einari bróður sínum, en
hann dvaldi þar ðll sumur og sá
einkum um laxveiðina. Faðir
þeirra, sem einnig hét Einar, hafði
dáið 1949. Milli bræðranna var
mjög náið samband. Aldrei heyrði
ég þá mæla styggðaryrði hvor til
annars. Þar ríkti gagnkvæm virð-
ing og skilningur.
Ennfremur bjó þarna móðir
þeirra Rannveig, merk kona. Hún
var hæglát, virðuleg og lagði alltaf
gott til mála. Hún hafði einstakt
lag á börnum. Þau nutu hennar og
hún þeirra. Hún hafði traust og
notalegt skjól hjá Haraldi og Unni
til dauðadags 1967.
Þarna kynntist ég líka Unni,
konu Haraldar. Þau voru nýlega
gift og barnlaus, þegar kaupstað-
arbarnið kom þarna til dvalar.
Unnur var þarna úr sveitinni.
Hún kom frá austurbænum í
Kolsholti og flutti upp á ásana.
Það var alltaf mikil hamingja
með þessum góðu hjónum, þeim
fylgdi glaðværð og í stóru og smáu
voru þau einstaklega samhent og
nákomin hvort öðru. Það sáum við
best þegar sjúkdómarnir sóttu að.
Unnur varð mér Iíka strax kær
og hlúði að mér á alla lund.
Síðar eignuðust þau fjögur börn,
tvær stúlkur, Guðbjörgu og Rann-
veigu, og tvo pilta, Einar Helga og
Þóri, mesta efnisfólk. Stúlkurnar
eru giftar og búsettar á Selfossi,
en strákarnir eru búsettir heima,
annar nýhafinn kennslu á Hellu,
hinn við háskólanám.
Þessi sumarkynni leiddu til
þess, að ég hef nánast litið á mig
sem einn úr fjölskyldunni. Mér
hefur oft verið hugsað til þess, að í
rauninni hef ég aldrei fariö frá
Fossi. Þetta var minn staður.
Margs er að minnast frá þessum
samverudögum, heyskapurinn,
laxveiðin, umsvifamiklar fram-
kvæmdir, ferðalög, búskapurinn,
þjóðmálaumræða, ekki sist
hreppsmálin en þar var Haraldur
í forystu um langt skeið; í hrepps-
nefnd frá 1950, þar af oddviti frá
1962 til dauðadags, sýslunefndar-
maður og ýmsum öðrum ábyrgð-
arstörfum gegndi hann fyrir sveit
sína og hérað. Öll störf hans ein-
kenndust af trúmennsku. Hann
var bóngóður og viljugur til verka.
Þessi ár voru óhörðnuðum ungl-
ingi mikil mótunarár. Heiðarleiki
og vinnusemi voru leiðarljós í
daglegu lífi fólksins á bænum.
Vinnulag Haraldar var þannig, að
ég hafði það alltaf á tilfinning-
unni, að við deildum ábyrgðinni.
Svo nákominn varð ég honum, að
á haustin, þegar ég kom heim úr
sveitinni, sagði mamma oft kímin:
„Þú hefur meir að segja náð
göngulaginu hans Haraldar."
Áin (Þjórsá) setti mjög mikið
svipmót á daglegt líf okkar. Talað
var um að rölta niður að á og
kanna hvort eitthvað hefði slæðst
i netin. Góðlátleg kímni og litil-
læti einkenndi samræður bræðr-
anna oft. Þessu fylgdi jafnframt
viss spenna, mikil veiði eða stein-
dauð áin. En alltaf héldu menn ró
sinni. Gestakomur fylgdu einnig
veiðinni. Menn komu og keyptu
lax til hátiðabrigða.
Annað einkenndi lífið á Fossi á
þessum árum. Bæjarlækurinn var
virkjaður 1927 svo rafmagn hafði
heimilið til ljósa og eldunar langt
á undan sveitungum sínum. Þá var
að sjálfsögðu boðið i bæinn og mál
líðandi stundar rædd yfir kaffi-
bollanum. Þær voru notalegar
kvöldstundirnar í eldhúsinu, alltaf
þessar gæðaflatkökur á borðum,
kleinur og gómsætu jólakökurnar.
Með hjónunum var mikið jafn-
ræði. Snyrtimennska og reglusemi
einkenndu öll þeirra störf, jafnt
utan dyra sem innan. Öllu var
haldið til haga, hvergi bruðlað en
um leið bráðmyndarlega búið, svo
aðdáun vakti. Framkvæmdir hafa
verið með ólikindum miklar, ekki
síst þegar haft er í huga heilsu-
leysi beggja hjónanna nú hin síð-
ari ár. Þá hafa börnin og tengda-
synirnir hlaupið myndarlega und-
ir bagga. Jörðin hefur verið hýst
að nýju, glæsilegar byggingar og
land brotið til ræktunar í stórum
stíl.
Og nú eru þáttaskil. Margir
sakna vinar. Eg vil þakka öll
gömlu árin mín á Fossi, hjálp og
vináttu alla tið síðan. Það var ætið
tilhlökkunarefni fyrir fjölskyldu
mína að koma að Fossi, móttökur
hlýjar og veitingar með höfð-
ingsbrag.
En áfram tifar tímahjólið. Ung-
ir og efnilegir piltar standa nú við
hliðina á móður sinni á kostajörð-
inni með sína drauma og framtíð-
arvonir ásamt dætrum og fjöl-
skyldum þeirra.
Við hjónin vottum þér, Unnur
mín, og fjölskyldu þinni, ættingj-
um öðrum, vinum og sveitungum
dýpstu samúð og biðjum guð að
vernda ykkur og styrkja.
Kristján Guðmundsson
Dauðinn er óumflýjanlegur öllu
sem lífsanda dregur. Það vitum
við mannanna börn. Þrátt fyrir þá
vissu vekur hann okkur angur og
harma þegar hann hrífur frá
okkur góðvini og nákomna vensla-
menn, að því er virðist oft frá
dagsverkinu ekki nærri fullunnu.
Minningar frá liðnum samveru-
stundum hópast að. Þær knýja á
hugann og krefjast andsvara.
Löngun vaknar hjá okkur að festa
einhverjar þeirra á blað sem til-
raun þess að fá að geyma þær bet-
ur og varðveita. Ekki reynist þó
alltaf auðvelt að orða þessar hugs-
anir, síst nákvæmlega eins og hug-
ur manns vill. Minningarnar
streyma ört að og staldra sjaldan
lengi hver og ein ef samveran við
hinn látna hefur verið löng og rík
af atburðum. Upp í hugann kemur
líka sjálfsgagnrýnin. Var ég þess-
um manni sá liðsmaður er hann
átti kröfu til? Var ég ekki einn
hinna mörgu er tíðast litu í eiginn
barm og létu um of grasið spretta
í þeirri götu, sem til góðs vinar lá?
Svo er allt i einu tækifærið til að
bæta þar um gengið manni end-
anlega úr greipum.
Þessu líkar voru þær hugsanir,
er um huga minn fóru þegar ég
frétti um alvarleg veikindi og and-
lát vinar mins og samstarfsmanns
um áratuga skeið, Haraldar Ein-
arssonar oddvita á Urriðafossi hér
í sveit.
Haraldur Einarsson fæddist 21.
janúar 1920, yngstur sex barna
hjónanna Rannveigar Gísladóttur
og Einars Gíslasonar oddvita, er
lengi bjuggu á Urriðafossi með
rausn og myndarbrag. Á bernsku-
árum naut hann að miklu leyti
leiðsagnar Einars föður síns við
nám, en hann hafði verið nemandi
SVAR
MITT
eftir Billy (iraham
Ég er ritari húsbónda míns og hann ætlast til þess, að ég segi
ósatt hans vegna. Ég er neydd til að segja, að hann sé ekki við, þó
að hann sé við og hann skrökvar oft í bréfum þeim, sem ég á að
vélrita. Vinsamlegast segið mér, hvort það sé siðferðilega rétt að
leggja stund á slíkan óheiðarleika. Samvizka mín er óróleg.
Kristnum manni ber ætíð að vera heiðarlegur og sann-
ur. Biblían hvetur okkur til að „framganga sómasam-
lega" og „breyta vel“. Hún segir að hlutur lygara sé í
eldsdíkinu og í boðorðunum er okkur skipað: „Þú skalt
ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum."
Sumir gera greinarmun á „hvítri lygi“ og „svartri
lygi“, en Biblían minnist ekki á litinn. Stundum virðist
„hagræðing" vera sakleysisleg og kann að vera iðkuð
meðal sumra, sem fást við viðskipti. En lítill óheiðarleiki
greiðir götuna fyrir miklum óheiðarleika. Það verður að
draga markalínu.
Þér segizt vera óróleg. Ef ég væri í yðar sporum myndi
ég byrja á því að segja húsbóndanum, að ég gæti ekki
haldið áfram að skrökva og útskýra fyrir honum ástæð-
una: Þér eruð kristin. Þetta gæti vakið virðingu í huga
hans gagnvart yður. En hann getur líka snúizt öndverð-
ur og sagt yður upp. Verði viðbrögð hans jákvæð eruð
þér vel sett. Ef hann reiðist ættuð þér að hrósa happi
yfir því að geta óhindrað leitað vinnu þar sem siðgæðið
er í meira samræmi við sannfæringu yðar og trú. Þér
sofið betur og þér njótið lífsins í ríkara mæli, þegar þér
vakið.