Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 46

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 46
46 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Gunnar Gunnars- son — Minning Fæddur 9. september 1967 Dáinn 3. maí 1985 Mér brá við þegar Hadda, móðir Gunnars Gunnarssonar, hringdi í mig föstudaginn 3. maí og sagði mér að Gunnar hefði dáið þá um morguninn, þó svo að ég hefði lengi vitað að hverju stefndi. Svona er dauðinn, hann kemur alltaf óvænt. Gunnar hefur frá því hann var 5 ára verið í sumardvöl i Reykjadal í Mosfellssveit. Gunni eins og við kölluðum hann, var eins og bróðir hans Hjörtur, sem lést fyrir nokkrum árum, með sjúkdóm sem læknavísindin hafa ekki fundið nein ráð við. Þegar Gunni kom fyrst í Reykjadal hijóp hann um allt, ári síðar átti hann orðið erfitt með gang, og ef hann datt þá gat hann ekki staðið upp aftur án hjálpar, og að lokum var hann alveg bundinn við rafmagns- hjólastól, svo illvígur var sjúk- dómurinn. Að þurfa að horfa upp á slikt gerast og geta ekkert gert, gerir okkur vanmáttug, jafnvel fyllist maður reiði, og spyr: „Hvers vegna hann, af hverju ekki einhver annar? Af hverju ekki sá sem visvitandi er að murka úr sér lifið með misnotkun ýmissa vimu- efna. Ég veit að Gunni hefði ekki viljað að við hugsuðum svona, hann svo einstakur, svo spurull, vildi allt vita, og naut lifsins svo vel á meðan það var. Það er margs að minnast öll sumrin sem ég var með honum í Reykjadal, hann og bróðir hans Hjörtur gáfu mér svo mikið, en ég gat svo iitið veitt í staðinn. Oft var Gunni lasinn, en alltaf var við- kvæðið hjá honum: „Andrea þetta er ekki neitt, það batnar." Já, það var margt hægt að læra af honum Gunna mínum. Gunna þótti afar vænt um Reykjadal, og vildi að byggt yrði þar upp, því spurði hann oft hvenær við myndum byrja að byggja. Gunni vissi að Styrktarfélag iamaðra og fatlaðra ætlaði sér að hefja uppbyggingu í Reykjadal svo fljótt sem hægt væri, en hún hefst einmitt í sumar, með þvi að byggður verður ieikskáii fyrir börnin. Eg hlakkaði svo til að hitta Gunna og að geta lofað honum að fylgjast með þegar verið væri að vinna, en af þvi verð- ur ekki, en ég veit að þeir bræður fyigjast með og gleðjast með okkur þar sem þeir eru. Ég trúi því að nú séu þeir ófatiaðir hjá Guði. Hadda mín og Gunnar, þið hafið misst mikið, en minningin um góðan son lifir, og Jóhannes minn, þú hefur kvatt bræður þína, ég veit að oft hefur verið erfitt hjá þér, en hefur sýnt að þú hefur komist frá því sterkari. Ég, Dúna og Þórunn Lovísa þökkum samfylgd góðs drengs, við munum ekki gleyma þeim bræör- um. Blessuð sé minning Gunnars. Andrea Þórðardóttir Elskulegum vini okkar Gunnari viljum við þakka liðnar samveru- stundir á fjöiskylduheimili Öskju- hlíðarskóla. Þessi ár með honum hafa verið okkur til mikillar gleði og við munum ávallt vera honum þakklát fyrir alla hans þolinmæði og þrautseigju, er hann sýndi í sinni löngu veikindabaráttu. Hann gat samt alltaf geflð manni styrk og gleði og sá svo margt skemmti- legt, sem við hin tókum kannski ekki eftir. Fædd 27. ágúst 1918 Dáin 28. april 1984 Nú er rétt ár liðið frá andláti og útför elskulegrar frænku minnar, ICristinar Mikaelsdóttur frá Akur- eyri. Hún var jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju þann 8. maí 1984 og var útför hennar bæði falleg og fjölmenn. Kristín var í daglegu tali kölluð Stína Mikk. Um sex ára skeið hafði hún barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm þann, sem að lokum náði yfirhöndinni. Ég kynntist frænku minni fyrst árið 1956 er hún fluttist ásamt manni sínum og börnum í nýtt hús, sem þau höfðu byggt, við Hrafnagiis- stræti nr. 28 á Akureyri. Ég var þá Ó, undur lífs er á um skeið að auðnast þeim sem dauðans beið að finna gróa gras við ii og gleð’í hjart’ að vera til. Hver björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr að mega fagna fleygri tíð við fuglasðng í morgunhlíð og tibrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín í geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. sjö ára og varð strax mikil vinátta með mér og Gunnlaugu dóttur hennar sem var jafngömul mér. Við Gunnlaug, eða Gullý eins og hún er alltaf kölluð, urðum svo bekkjarsystur alla okkar skóla- göngu, bæði í barna- og gagn- fræðaskóla, og hefur vinátta okkar haldist óslitin síðan. í orðs- ins fylistu merkingu má segja, að við Gullý brölluðum ýmislegt saman í æsku, en aldrei skammaði Stína frænka okkur og stundum gat hún ekki stillt sig um að hlæja að uppátækjum okkar, enda voru þau ekki alvarleggs eðlis og að sumum þeirra er hlegið enn þann dag í dag. Stfna frænka var ein- staklega góð og elskuleg kona í Ég svara Drottinn, þökk sé þér. Af þínu ljósi skugginn er vor veröld, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fögur hverfur hjá. Þ.Valdimarsson. Guð blessi minningu þessa góða drengs og gefi foreldrum hans, bróður, mágkonu og öðrum skyldmennum styrk og trú á þann Guð, sem gaf okkur trú á lífið eftir dauðann. Það mun vera birta kringum Gunnar, því þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Guðmunda og Einar Hansen Nú er vor í lofti og allur gróður að lifna á ný eftir mildan vetur. í vorbliðunni sofnaði Gunnar frændi minn svefninum langa. Það var í morgunsárið hinn 3. maí, sem hann kvaddi þennan heim. Hann var yngsti sonur hjónanna Höddu Hálfdanardóttur og Gunn- ars Jóhannessonar. Elsti sonur þeirra er Jóhannes, kvæntur Guð- rúnu B. Sverrisdóttur og eiga þau 3 syni. Næstelstur var Hjörtur Þór, sem lést fyrir tæpum 7 árum úr sama sjúkdómi. Þegar Gunnar var 2 ára kom í ljós, að honum voru búin sömu örlög og bróður hans, sem þá var kominn í hjóla- stól. Var það mikið áfall fyrir for- eldranna að standa andspænis því miskunnarleysi, sem enginn mannlegur máttur gat breytt. Með æðruleysi og óeigingirni héldu þau áfram þrotlausri baráttu fyrir lífi allri umgengni. Hún var gift góð- um og duglegum manni, Ragnari Sigurðssyni, og áttu þau fimm börn, sem öll eru uppkomin. Þau sona sinna. Hvar eygjum við rétt- læti skaparans, sem leggur slíkar byrðar á unga drengi? Sjúkrahúslegur Gunnars urðu margar og alltaf var barist hetju- lega í von um, að allt myndi batna, eins og hann sagði sjálfur. Hann var sérstaklega þolinmóður og nægjusamur og kvartaði aldrei yf- ir örlögum sínum. Hann var alltaf ánægður með það, sem fyrir hann var gert, hversu lítið sem það var. Þótt hann væri bundinn í hjólastól frá 4 ára aldri, fylgdist hann vel með öllu, sem fram fór í kringum hann. Bjó hann yfir mikilli kímni, sem fékk mann til að gleyma um stund, hve fatlaður hann var. Þegar hann var 4 ára gamall fór hann í fyrsta sinn í Reykjadal, og fannst mikið til um það, að fá að vera í sveitinni með bróður sínum. Þar nutu þeir báðir umönnunar yndislegs fólks. Hlakkaði Gunnar alltaf mjög mikið til að fá að fara í sveitina á vorin. Á veturna var hann í Öskjuhlíð- arskóla. Starfsfólkið þar hugsaði um hann af mikilli umhyggju og þótti honum sérstaklega vænt um Dóru. Hún starfaði einnig í Reykjadal og fylgdi honum og hjálpaði af einstakri alúð, svo að seint verður fullþakkað. Frá því um haustið 1977 dvaldi hann á fjölskylduheimili öskju- hlíðarskóla, þar sem fjölfötluð börn dvelja á veturna. Um fjöl- skyiduheimilið sjá Guðmunda og Einar Hansen, og er það nú að Reynilundi 4 í Garðabæ. Ég held, að það hljóti að vera leitun að eru: Mikael, Emil, Gunnlaug, Brynja og Ragna Kristín. Barna- börnin, sem voru augasteinar ömmu sinnar, eru níu. Þær eru ófáar stundirnar sem ég átti á heimili Stínu frænku á æskuárum mínum og þeir eru einnig ófáir kaffibollarnir og kökubitarnir sem ég þáði í eldhúsinu hennar, því hún átti alltaf með kaffinu. Stína spilaði á píanó og hafði fallega söngrödd og oft var glatt á hjalla kringum píanóið í Hrafnagils- strætinu. Hún var trúuð kona og í sínum löngu og erfiðu veikindum sótti hún svo mikinn styrk i trú sina að hún taldi kjark i fólkið sitt fremur en það í hana. Þetta hefur verið erfiður tími hjá fjölskyldu hennar, en við vonum að timinn haldi áfram að græða sárin og við vitum að henni líður vel hjá Guði sínum. Hvili frænka min i friði. Helga Stefanía Haraldsdóttir Kristín Mikaelsdóttir frá Akureyri — Minning Efstil ' ftlllorðinsflokkí bj6smynd/S%. Sigm. Fagrir fákar í firmakeppni Syirt-úi^hoH , Á’. m* . ÞAN>:' 1. ma' komu fjöimargiv hestameii) úr Hreppum og ai' Skeiðun samai. meö hestr. sín«. at> Flúðuiri eii þa v fór fram firmakeppn: hestamannaféiags ins Smárr. seir. starxar í þessum sveitum. Þai' mátt sjá margau gæöingim: farr. fallegt. góðf. veðrinu. Ötu fjáröflunarnefnt sen starfai- innan félagsina sá um keppninr. og tóks'. að fá. uir 130 firmu ti' ao styrkjf. félagió og taka þátt, keppn'nn er knapar sem keppt.i urðu 78. Svc fór ao sigurvegar tullorðins fiokk vaii Trésmiöjar. Bjark- arhiíö á Fiúöun. en keppand: fyrir han; var Birgir örn Birg- isson i. hestinum Kóng, ! öðru sæt: Hite.veití: Flúðr, er. þar sat Jóhanr B. Guömundssoi, hestinn Hrímni, L þriðjr, Félagsbúió é, Blesastöðum er. fyrir þaö keppti Stefán Jónsson é. hryssunní Donnu. í ungiingafiokki var þaö Stóru-Laxárdeiidir- serr vann, fyrir haiu. saí. Sigurbjörg' Vií- mundardóttir á Goöa. 1 öðri Búnaðarbankinn, Flúðum, knap: Annie Sigí'úsdóttir i. Kóng, og þriöjp, Límtré hf., Flúðum. knap Matthiidur Vilhjálmsdóítir i. Stíganda. Sig. Sigm. Stúlkur urðu efstar , unglingaflokknun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.