Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAl 1985 51 Ljósmynd/Benedikt Jónsson Sr. Geir Waage Reykholti, sr. Jón E. Einarsson Sanrbæ, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason Borg á Mýrum og Björn Jónsson i Akranesi. PRESTASKEMMTUN AÐ HLÖÐUM Húsfyllir og klerkarnir fóru á kostum Húsfyllir var er fjórir prestar úr Borgarfjarðarprófasts- dæmi stóðu fyrir skemmtun að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd ekki alls fyrir löngu. Að sögn Jóns E. Einarssonar prófasts í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd atvikaðist þetta þannig að kynning á verkum Guðmundar Böðvarssonar, sem vera átti þetta kvöld, féll niður. Var þá með skömmum fyrirvara leitað liðsinnis prestanna. Þeir brugðust vel við, hittust einn sunnudag og komu sér saman um dagskrá. M.a. flutti séra Geir Wa- age, í Reykholti þátt um kirkju og kirkjulíf eftir borgfirska presta. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, Borg, söng „Glúnta" ásamt Birni Leifssyni tónlistarkennara í Borgarnesi. Séra Björn Jónsson á Akranesi flutti erindi um Beiti- staðaprent. Séra Jón Einarsson í Saurbæ las kvæðið „Hvalfjörður" eftir Steingrím Thorsteinsson og var kynnir á skemmtuninni. Auk prestanna komu fram Ásdís Kristmundsdóttir söngkona og Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri og Guðlaugur Hauksson nemi, en þeir léku saman á píanó og fiðlu. Félagar úr Leikhópnum Sunnan Skarðsheiðar fluttu leik- þátt. Að þessari skemmtun stóðu all- ir starfandi prestar í prófasts- dæminu nema séra Brynjólfur Gíslason í Stafholti. Hann hefur hins vegar átt sæti í Borgfirðinga- nefnd og lagt til efni í Borgfirð- ingavöku. George Michael fleira en tónlist til lista lagt Stundum verður fólk svo frægt fyrir einhvern ákveðinn hlut, að það er erfitt að ímynda sér það í „mannlegum" kringumstæðum. Þess vegna birtum við þessa myndasyrpu af Wham-piltinum George Michael. Ekki ber á öðru en að hann geti dansað og það með tilþrifum. Þær upplýsingar fylgdu myndum þessum, að Michael hafi verið að taka á móti viðurkenn- ingu fyrir boðlega laga- og texta- gerð og að afloknum ræðuhöldum og kvöldverði hafi verið slegið á léttari strengi. í fyrstu var Micha- el gífurlega umsetinn og gat vart risið úr sæti sínu sökum vinsælda. En skyndilega setti plötusnúður- inn á fóninn gamla Bee Gees-lagið „You should be dancing" úr kvikmyndinni Saturday Night Fever. Michael tók þessi orð bók- staflega, þusti á fætur og beinustu leið út á gólf ásamt vinkonu sinni einni, Shirley að nafni. HÖGNI HREKKVISI r^jTl 9 /h\ 1 Y 1 '« pAO 'a AV V5KA -}5ÝNIE> O0 éEGlPFká; / hlVpnisókolakium 1' PAG!" n/tmiN BCOADWAy sunnudagskvöldiö 12. maí. Borðhald hefst kl. 19.00 stundvíslega og húsiö veröur opnaö kl. 18.30. Matseðill: Gljáöur hamborgarhryggur meö rjómasveppasósu. is meö perum og heitri súkkulaöisósu Kl. 20.00 Græna lyftan. Eldhress gleöileikur sem allir hafa gaman af. Kl. 22.00 Vesturlandskynning. ★ Bassasöngvarinn Viöar Gunnarsson syngur. ★ Tízkusýning frá Akraprjóni, Modelsamtökin sýna. ★ Söngtríó Bjarna Hjartarsonar frá Búöardal. ★ Bingó. — Fjöldi ferðavinninga. ★ Dans. Hér er tækifæri til að lyfta sér upp með góðu fólki á góðri skemmtun í Broadway. Miðasala og borðapantanir í Broad- way daglega kl. 11—19. Sími 77500. Blaöburöarfólk óskast! Austurbær: Sóleyjargata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.