Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 52
.52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985
Stuðhljómsveitin Metal m ■ . . . . j ser um að allir skemmti ser i kvold. Mætið snemma og mætiö hress. teópuriMM^ L
Plnrgi Ij w
3 Áskriftarsíminn er 83033 cO «/
Ar æskunnar — söngvar
barna við Sólheima
Vart hefur upprunnið meira
undur vors á vegum tónlistar á ís-
landi en 23. marz síðastliðinn.
Þennan laugardag í nánd páska
og sumars var landsmót íslenzkra
barnakóra í hinni nýju og nývígðu
kirkju Langholtssafnaðar við Sól-
heima á Hálogalandshæð í
Reykjavík.
Þarna voru samankomin nær
700 bðrn ásamt söngkennurum
sínum víðsvegar af landinu, allt
frá Húsavík til Selfoss, Mý-
vatnssveit til Melaskóla.
Samt hafði yfirlætisleysi leið-
toganna og erjur á starfsdegi
stétta nær því gert þennan atburð
ósýnilegan almenningi i borginni.
Fjölmiðlum virtist þetta naumast
umræðuefni.
Aldurstakmark 20 ár. fLmv
Veriö velkomin. Smiöjuvegi 1,^
Opið frá 10—03. (jd 46500'
r
_í tilefni_
sumarkomu
Vorafsláttur
gullsmiðum
Verslið hjá gullsmiði
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÁBYRGÐ
m MERKIÐ. ff%
^ w tryggir gæoin ** I
vió
gluggarm
eftirsr. Árelíus Nielsson
Hver mundi hafa ímyndað sér
slíka samkomu svo ungra lista-
manna hérna á hæðinni fyrir
fimm árum, hvað þá heldur fyrir
fimmtíu árum?
Þá datt áreiðanlega engum í
hug svo stórt söngvasvið og svo
mörg börn flytjandi ljóð og lög
umhverfis altari einnar kirkju
frammi fyrir meira en þúsund
áheyrendum, ef allt væri talið,
sem notið fær tónanna í safnað-
arheimili og kirkju í senn. Þetta er
líka fyrsta musteri íslands, þar
sem flytjendur tónlistar eru ekki
byrgðir að baki safnaðar síns,
heldur njóta sín sem ljóssins börn
fyrir allra augum.
Þessi aðstaða til æðstu listar á
vegum kirkjunnar er vissulega
þess virði að hennar sé getið.
Vart er unnt að hugsa sér á
helgri stundu heilagri sjón en há-
tíðarklæddan skara yndislegra
barna umvafinn ljósum og tónum.
Það var einmitt þetta undur, sem
þarna gerðist fyrir allra augum,
sem í kirkjunni voru. Tólf hópar
eða kórar víðsvegar af landinu
komu fram hver eftir annan og
fluttu hver um sig tvö lög og ljóð.
Þetta var fjölbreytt efni bæði
þjóðlegt og alþjóðlegt. En þó mest
íslenzkt, allt frá rímum til sálma.
En þótt margt bæri blæ löngu lið-
inna tíma voru höfundar flestir úr
hópi kynsióðanna á okkar 20. öld.
Vel mætti segja að fátt af því, sem
flutt var væri barnasöngvar. En
því meiri furða, hve flest tókst vel.
Allt fékk þennan hugljúfa
bernskublæ í flutningi, sem eng-
inn dáir meira en sjálfur meistar-
inn frá Nazaret. Svo allt fékk
bergmál af hæðum í húsi dýrðar
hans.
Stjórnendur kóranna voru flest-
ir ungar og fallegar stúlkur. En
auðvitað einnig piltar. En allir
gerðu vel, svo vart yrði á milli séð
hvað bezt væri.
Þá fluttu sjö barnakórar sam-
eiginleg lög af ljúfum giæsibrag
og með viðeigandi helgiblæ. Þar
skal ekki um dæmt, en allt var
þetta efni hugljúft og lifandi.
Vissulega hlaut að vekja undrun
áheyrenda hve allt var skipulegt
og vel undirbúið í þessum stóra og
fjölbreytta hópi barna allt frá 16
ára til 6 ára aldurs að sagt var.
En þar bar ekki skuggann a.
Var það sannarlega íslenzkum
skólum og börnum til sóma og af-
sannar án orða margt það sem
fundið er til vanza á vegum æsk-
unnar. Þarna var vissulega flokk-
ur mörg hundruð barna úr fjar-
lægum landshlutum bæði foreldr-
um og kennurum til sóma. Fyrir-
mynd á ári æskunnar.
Aldrei kom þessi háttvísi og
hlýðni þó betur í ljós en við síð-
ustu röðun kóranna til sameigin-
legs flutnings ásamt hljómsveit úr
Tónskóla Sigurjóns.
Þá var sem sagt allur hópurinn,
sex til sjö hundruð manns barna
og stjórnenda, kallaður upp í kór-
inn umhverfis altarið. Þessir hóp-
ar höfðu fylkt sér víðs vegar um
kirkjuna og safnaðarheimilið, en
voru kallaðir til samsöngva af
helztu stjórnendum mótsins. Satt
að segja var hreint undur, hve
margir komust þarna að, þótt allt
húsrúm virtist horfið. Þar varð
skipulagning skólameistaranna
heilt kraftaverk.
Stöðugt ómuðu í vitund minni
tvær hendingar úr fögrum sálmi,
bæði lagi og ljóði, sem mér fannst
vera sungið sem rödd af hæðum úr
djúpi hyldjúprar þagnar. Þar er
Guð látinn segja í sálmi Matthías-
ar Jochumssonar:
„Mitt kærleiksdjúp á himins víðar
hallir.
í húsi mínu rúmast allir — allir."
Naumast yrði hægt að veita
kirkjunni okkar við Sólheima
stærra verksvið.
Þarna voru börnin að veita
þessum kæra helgidómi nýja
vígslu. Það var sannarlega eftir
vilja og krafti Krists, sem mat
börnin öllu öðru meira. Þetta var
af Guðs hönd gjört. Framhaldið og
um leið endir þessara ógleyman-
legu tónleika voru sannarlega kór-
óna helgidóms þessa hátíðarstund.
Það hlaut hver maður að finna
nálægð hins heilaga, þegar börnin
sungu bænina fögru: „Slá þú
hjartans hörpustrengi" um kær-
leika Guðs í hjörtum manna.
Ekkert var þó æðra en síðasta
lagið. Það var þjóðsöngurinn sjálf-
ur: „Ó, Guð vors lands". „Eitthvað
heilagt og hlýtt kom við hjartað í
mér,“ sem ég gæti ekki gleymt.
Aldrei hafði ég heyrt þjóðsönginn
af barnanna munni eingöngu fyrr,
þótt ótrúlegt sé. Enginn hljómur
gæti verið helgari, með bros gegn-
um tár.
Heill Langholtskirkju með
þessa heilögu yfirlætislausu vígslu
barnanna.
Ár æskunnar hafði veitt hér
sína himingjöf. Því skyldi aldrei
gleymt.
V estmannaeyjan
Snyrtivöruverzlunin Ninja opnud
Vestmannaeyjum, 3. maí.
í SÍÐUSTU viku var opnuð hér í bæ
ný snyrtivöruverslun að Skólavegi
21. Verslunin ber nafnið Snyrtivöru-
verslunin Ninja og er eigandi henn-
ar Guðlaug A. Gunnólfsdóttir.
í Ninju er á boðstólum mikið
úrval af snyrtivörum og ýmsar
tískuvörur fyrir konur. Mun versl-
unin efna til snyrtivörukynninga
og fá snyrtisérfræðinga til þess að
leiðbeina viðskiptavinum.
Meðfylgjandi mynd tók Sigur-
geir Jónasson þegar verslunin
opnaði og á myndinni eru frá
vinstri: Harpa Gísladóttir, ólafía
Magnúsdóttir snyrtifræðingur,
Guðlaug A. Gunnólfsdóttir eig-
andi Ninju og Þórunn Gísladóttir.
Þær Harpa og Þórunn eru dætur
Guðlaugar. - hkj.